Þrjár síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokks hafa sprungið

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið að ríkisstjórn sem setið hefur heilt kjörtímabil síðan Davíð Oddsson myndaði stjórn með Halldóri Ásgrímssyni 2003.

Bjarni Benediktsson stendur í ströngu.
Bjarni Benediktsson stendur í ströngu.
Auglýsing

Síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tekið þátt í hafa fallið og ekki setið heilt kjör­tíma­bil.

Ólafur Þ. Harð­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, benti á þessa stað­reynd í auka­frétta­tíma RÚV vegna stjórn­ar­slit­ana.

Bjarni Bene­dikts­son hefur setið í tveimur þess­ara þriggja rík­is­stjórna sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fyrst sem fjár­mála­ráð­herra í sam­steypu­stjórn með Fram­sókn­ar­flokknum eftir kosn­ing­arnar 2013 og svo sem for­sæt­is­ráð­herra í sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eftir kosn­ing­arnar 2016.

Auglýsing

Geir Haarde var for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins eftir kosn­ing­arnar 2007 þegar hann fór fyrir sam­steypu­stjórn með Sam­fylk­ing­unni.

Allar þessar stjórnir hafa sprungið með tölu­verðum lát­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur þess vegna ekki komið að rík­is­stjórn sem setið hefur heilt kjör­tíma­bil síðan Davíð Odds­son og Hall­dór Ásgríms­son mynd­uðu saman rík­is­stjórn árið 2003. Það kjör­tíma­bil reynd­ist það síð­asta fyrir Davíð sem gegndi stöðu for­sæt­is­ráð­herra til árs­ins 2004, þegar Hall­dór tók við lyklunum að Stjórn­ar­ráð­inu. Hall­dór og Davíð hættu svo báðir í póli­tík á þessu kjör­tíma­bili svo Geir Haarde fékk stóru skrif­stof­una við Lækj­ar­götu 2006.

Hrun­stjórnin

Þegar ljóst var að í óefni stefndi hausið 2008 voru dagar rík­is­stjórnar Geirs Haarde tald­ir. Efna­hags­hrunið gleypti rík­is­stjórn­ina og ný stjórn tók við 1. febr­úar 2009. Það var minni­hluta­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur.

Boðað var til kosn­inga um vorið 2009, tveimur árum áður en kjör­tíma­bil­inu var lok­ið, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn undir for­ystu Bjarna Bene­dikts­sonar (sem hafði verið kjör­inn for­maður 29. mars 2009) fékk verstu kosn­ingu í Alþing­is­kosn­ingum í langan tíma; Flokk­ur­inn fékk sam­tals 23,7 pró­sent atkvæða.

Sam­steypu­stjórn Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna undir for­ystu Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur var hins vegar mjög óvin­sæl. Jóhanna ákvað að gefa ekki kost á sér undir lok kjör­tíma­bils­ins og Árni Páll Árna­son leiddi flokk­inn í kosn­ingum 2013. Sam­fylk­ingin fékk þá að kenna á óvild kjós­enda gagn­vart stjórn­völdum og fékk aðeins 12,9 pró­sent.

Wild boys-­stjórnin

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn undir for­ystu Bjarna var stærsti ein­staki stjórn­mála­flokk­ur­inn á þingi eftir kosn­ing­arnar 2013. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar var hins vegar ótví­ræður sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og það var þess vegna Sig­mundur sem fékk boð frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta Íslands, um að koma á Bessa­staði og þiggja stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.

Bjarni stefndi flokki sínum með Fram­sókn­ar­flokknum í sam­steypu­stjórn sem stundum var kölluð Wild boys-­stjórn­in, enda höfðu Bjarni og Sig­mundur hringt inn í vin­sælan útvarps­þátt og beðið um Wild Boys með Duran Duran, á meðan þeir voru í sum­ar­bú­stað á leyni­legum stað að búa til stjórn­ar­sátt­mála.

Bæði Bjarni og Sig­mundur höfðu hins vegar komið auð­æfum sínum undan og skráð þau í skatta­skjól­um. Um það var upp­lýst í Panama­skjöl­unum vorið 2016 með þeim afleið­ingum að Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni stóð keikur og stóð af sér storm­inn í fjöl­skyldu­fríi á Flór­ída.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu á eftir Sig­mundi Davíð og boðað var til snemm­bú­inna kosn­inga haustið 2016, um það bil hálfu ári áður en kjör­tíma­bil­inu var lok­ið.

Eng­eyj­ar­stjórnin

Eftir kosn­ing­arnar í októ­ber 2016 var komin upp flókin staða í íslenskum stjórn­mál­um. Engir tveir flokkar gátu myndað meiri­hluta saman á þing­inu og því var ljóst að þrjá eða fleiri flokka þyrfti til þess að koma á starf­hæfri meiri­hluta­stjórn.

Þegar margar til­raunir höfðu verið gerðar til að leiða saman hin ýmsu flokka­mynstur tókst Bjarna Bene­dikts­syni, sem aftur hafði leitt Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kosn­ingum og fengið flest atkvæði, að mynda stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Stjórnin var af ein­hverjum kölluð Eng­eyj­ar­stjórn­in, jafn­vel þó það hefði aldrei fests að viti, enda þótti það frétta­efni að Bjarni og Bene­dikt Jóhann­es­son for­maður Við­reisnar væru frændur og af Eng­eyj­a­rætt­inni svoköll­uðu.

Stjórnin féll svo um sjálfa sig ef svo má segja, þegar upp komst að faðir Bjarna hefði veitt dæmdum barn­a­níð­ingi með­mæli fyrir upp­reist æru. Bjarni hafi gengið með þá vit­neskju í tvo mán­uði áður en hann skýrði frá því við félaga sína í rík­is­stjórn. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, til­kynnti Bjarna stjórn­ar­slitin í gær­kvöldi.

Flókin staða tekur við

Óvíst er hver næstu skref verða á stjórn­ar­heim­il­inu. Það eru nokkrir mögu­leikar í stöð­unni. Hægt er að boða til nýrra þing­kosn­inga ári eftir að kosið var síð­ast, þing­flokk­arnir gætu reynt að gera nýja til­raun til að mynda rík­is­stjórn, Bjarni gæti freistað þess að fá Bjarta fram­tíð til þess að skipta um skoð­un, og jafn­vel boð­ist til að segja af sér til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái enn sæti í Stjórn­ar­ráð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar