Tíu milljarðar farnir í Hörpu frá 2011

Þegar tap Hörpu frá árinu 2011 er lagt saman við framlög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstrarframlags eigenda þá er samtalan um tíu milljarðar króna. Þegar hefur tæpur hálfur milljarður í viðbót verið settur inn á þessu ári.

Auglýsing
img_2695_raw_1807130311_10016387304_o.jpg

Harpa tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­hús ohf., sem er rekstr­­ar­­fé­lag Hörpu, hefur sam­tals tapað 3.232 millj­­ónum króna frá byrjun árs 2011 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Tapið í fyrra nam 668,3 millj­­ónum króna.

Þá er búið að taka til­­lit til sér­­staks fram­lags sem ríki og Reykja­vík­­­ur­­borg, eig­endur Hörpu greiða ann­­ars vegar vegna fjár­­­mögn­unar á fast­­eign­inni sjálfri og hins vegar vegna fram­lags til rekstrar Hörpu. Frá árinu 2011 hefur fram­lag vegna fjár­­­mögn­unar kostn­aðar við bygg­ingu Hörpu numið um sex millj­örðum króna. Þær greiðslur munu standa yfir til árs­ins 2046 og aukast í krónum talið ár frá ári.

Til við­­bótar ákváðu eig­endur Hörpu að greiða rekstr­­ar­fram­lag vegna hennar frá byrjun árs 2013 og út árið 2016. Sam­tals hefur fram­lag eig­end­anna til rekstrar Hörpu numið um 700 millj­­ónum króna.

Sam­an­lagt nam því tap Hörpu, fram­lög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstr­­ar­fram­lag ríkis og borgar næstum tíu millj­örðum króna frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2016.

Sú tala á bara eftir að hækka. Þann 23. maí síð­ast­lið­inn var gerður við­auki við samn­ing Hörpu við ríkið og Reykja­vík­ur­borg. Í honum felst að eig­end­urnir leggi Hörpu til 450 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag á síð­ari hluta þessa árs. Í árs­reikn­ingi seg­ir: „Það leiðir til þess að lausa­fjár­staða sam­stæð­unnar er tryggð til árs­loka 2017.“

Tóku yfir Hörpu 2009

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­ur­­borg sam­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­ar­halds­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­ur­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­banka Íslands og Nýsis, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dóttir var mennta­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­ar­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­banka­lán hjá íslensku bönk­­unum til að fjár­­­magna yfir­­tök­una. Í skrif­­legu svari Katrínar Jak­obs­dóttur við fyr­ir­­spurn þing­­manns­ins Marðar Árna­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Auglýsing

Þar sagði orð­rétt að „for­­sendur fyrir yfir­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ingi Aust­ur­hafn­ar-TR og Portusar frá 9. mars 2006".

Íslenska ríkið nú á 54 pró­­sent í Hörpu en Reykja­vík­­­ur­­borg 46 pró­­sent hlut.

Í lok árs 2011 leit­uðu for­svar­s­­menn Hörpu­­-­­sam­­stæð­unnar til eig­enda sinna eftir brú­­ar­láni, þar sem upp­­haf­­legt sam­­banka­lán dugði ekki fyrir stofn­­kostn­aði. Lánið átti að end­­ur­greið­­ast þegar Harpa gæfi út skulda­bréfa­­flokk, og í síð­­asta lagi í des­em­ber 2012. Lands­­bank­inn, sem var langstærsti lán­veit­and­inn í sam­­banka­lán­inu, fékk umsjón með skulda­bréfa­út­­­boð­inu og sölu­­tryggði það.

Skulda­bréfa­út­­­gáfan var upp á 19,5 millj­­arða króna og ber 3,55 pró­­sent verð­­tryggða vexti. Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Hörpu voru skuldir vegna útgáf­unnar um 20 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Skulda­bréfin eru tryggð með veði í fram­lagi ríki og borg­­ar, fyrsta veð­rétti í Hörpu auk hand­veð­réttar í banka­inn­­stæðum félags­­ins. Þegar búið er að reikna með vaxta­greiðslum á eftir að greiða um 31 millj­arð króna hið minnsta vegna þess­arar útgáfu á næstu tæpu þremur ára­tug­um. Á árinu 2016 greiddu ríki og borg tæp­lega 1,1 millj­arð króna vegna þessa.

Tekjur vaxa en kostn­aður vex meira

Tekjur af starf­semi Hörpu hafa vaxið ár frá ári. Í fyrra juk­ust þær um 215 millj­ónir króna og voru 1.281 millj­ónir króna. Rekstr­ar­gjöldin juk­ust þó enn meira, eða um 320 millj­ónir króna, og voru 1.766 millj­ónir króna. Rekstr­ar­tapið jókst um 86,2 millj­ónir króna á milli ára og var 635,8 millj­ónir króna. Ef ekki hefði komið til sér­stakt rekstr­ar­fram­lag ríkis og borgar upp á 191 milljón króna í fyrra þá hefði rekstr­ar­tapið verið enn meira, eða um 827 millj­ónir króna.

Einn stærsti rekstr­ar­kostn­aður Hörpu er hús­næð­is­kostn­að­ur. Í fyrra var hann 585 millj­ónir króna. Þar af voru fast­eigna­gjöld 269 millj­ónir króna, en stjórn­endur Hörpu hafa árum saman barist gegn hárri álagn­ingu þeirra með þó nokkrum árangri. Þótt Harpa hefði ekki greitt nein fast­eigna­gjöld í fyrra hefði tap húss­ins hins vegar samt sem áður verið um 400 millj­ónir króna.

Þessi rekstr­ar­vandi leiddi til þess að eig­in­fjár­staða Hörpu var nei­kvæð um síð­ustu ára­mót.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar