Í takt við umhverfið – Klappir grænar lausnir hf. á markað

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Klöppum verða tekin til viðskipta á First North markaði Kauphallarinnar á morgun.

kauphöll
Auglýsing

Félagið Klappir grænar lausnir verður skráð á Nas­daq First North markað Kaup­hall­ar­innar á fimmtu­dag, en hug­bún­að­ar­lausnir fyr­ir­tæk­is­ins á sviði umhverf­is­mála eru meðal allra fyrstu upp­lýs­inga­kerfa sinnar teg­undar í heim­in­um.

Klappir hefur vaxið jafnt og þétt, en skrán­ingin markar nokkur tíma­mót á skráðum mark­aði hér á landi. Félagið gefur ekki út nýtt hlutafé en öll bréf í B flokki hluta­bréfa verða skráð, eins og rakið er í skrán­ing­ar­lýs­ingu.

­For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins er dr. Jón Ágúst Þor­steins­son, en hann stofn­aði meðal ann­ars fyr­ir­tækið Mar­orku, og hefur víð­tæka reynslu af þróun umhverf­is­lausna.

Mikil tæki­færi, miklar áskor­anir

Lausnir fyr­ir­tæk­is­ins miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyr­ir­tækj­um, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóð­legra skuld­bind­inga um að draga úr meng­un. Þar er Par­ís­ar­sam­komu­lagið áhrifa­mikið en það er fyrsti laga­lega bind­andi alþjóða­samn­ingur sem gerður hefur verið til að draga úr losun gróðu­húsa­loft­teg­unda og hægja á hlýnun jarð­ar. Sam­tals hafa 195 ríki sam­þykkt hann og inn­leitt í lög.

Framundan eru miklar áskor­anir fyrir þjóðir heims - fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og stofn­anir þar undir - til að ná þeim mark­miðum sem hafa verið lögð til grund­vall­ar. Við Íslend­ingar höfum meðal ann­ars ákveðið að fylgja mark­miðum ESB um að draga úr losun um 40 pró­sent miðað við árið 1990, fyrir 2030. Óhætt er að segja það, að þetta sé bæði háleitt og krefj­andi mark­mið fyrir Ísland. Ef það á að ganga eftir þá þarf að verða nær algjör kúvend­ing á stefnu lands­ins, svo dæmi sé tek­ið. Mörg þjóð­ríki standa frammi fyrir víð­líka krefj­andi stöðu, og má búast við stór­tækum og áhrifa­miklum aðgerðum til að ná mark­mið­unum sem fel­ast í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Klappir hafa ekki síst miklu hlut­verki að gegna í þess­ari þró­un.

Sterk heild

Félagið Klappir verður í reynd til í núver­andi mynd í byrjun þessa árs,  með sam­runa þriggja fyr­ir­tækja, KGS, Data­drive og Ark Technology. Ákveðið var að efla heild­ina sem þessi fyr­ir­tæki mynd­uðu með fjöl­breytt­ara og öfl­ugra vöru­fram­boði, ekki síst til að sam­þætta hug­bún­að­ar­lausnir fyr­ir­tækja þeirra þannig að þær næðu yfir alla mik­il­væg­ustu þætti umhverf­is­mála.

Með þessu móti yrði hægt að bjóða fyr­ir­tækj­um, sveita­stjórn­um, borgum og ríkjum heild­stæðar hug­bún­að­ar­lausnir fyrir umhverf­is­mál á alþjóð­legum mark­aði.

Auglýsing

Ört vax­andi mark­aður

Mark­aður með lausnir eins og þær sem Klappir hefur þróað og hefur innan sinna vébanda er ört vax­andi, enda fyr­ir­sjá­an­legt að þjón­usta sem miðar að því að aðstoða við að ná settu marki, við að draga úr meng­un, muni vaxa hratt um allan heim, sam­hliða metn­að­ar­fullum mark­miðum fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga, stofn­anna og þjóð­ríka.

Meðal þess sem mörg fyr­ir­tæki munu þurfa að huga vel að eru meng­un­ar­kvót­ar. Yfir­sýn er lyk­il­at­riði þegar kemur að þessum þátt­um, ekki síst til að ná mark­miðum með hag­kvæmum hætti.

Krefjandi verður fyrir þjóðir heims að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Lausnir Klappa miða meðal annars að því að aðstoða fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og þjóðríki við að ná því marki.

Sýn frum­kvöðla ráði för

Í til­kynn­ingu vegna skrán­ing­ar­innar var haft eftir Jóni Ágústi að skrán­ingin á fyr­ir­tæk­inu væri mik­il­vægur liður í fram­tíð­arund­ir­bún­ingi fyr­ir­tæk­is­ins. Það byggir á sér­þekk­ingu starfs­fólks­ins og frum­kvöðla­starfi þess, en það hefur mikla reynslu af hinum ýmsu snerti­flötum umhverf­is­mála, svo sem skipu­lags­heilda, flota­stýr­ingu bif­reiða og skipa, hug­bún­að­ar­þró­unar og sölu- og mark­aðs­starfi á alþjóða­mörk­uð­um.

Jón Ágúst segir að Klappir hafa valið að fara þá leið, sem vel er þekkt hjá tækni­fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og á Norð­ur­lönd­um, þ.e. að vera með fleiri en einn flokk hluta­bréfa þar sem hluta­bréfa­flokk­arnir eru með mis­mun­andi atkvæða­vægi en að öðru leiti með sömu rétt­indi. „Þekkt fyr­ir­tæki sem hafa þessa sam­setn­ingu hluta­bréfa eru t.d. Google og Face­book en til­gang­ur­inn er að tryggja að sýn frum­kvöðl­anna  ráði för í upp­bygg­ingu félag­anna til fram­tíð­ar,“ segir Jón Ágúst. Hann segir jafn­framt að ekki sé verið að gefa út nýtt hlutafé við skrán­ing­una. „Klappir völdu að vera með tvo hluta­bréfa­flokka þar sem A-flokkur hluta­bréfa heldur um atkvæða­vægi félags­ins og er í eigu frum­kvöðl­anna og B-flokk hluta­bréfa sem nýtur að öllu leiti sömu rétt­inda og A-flokkur hluta­bréfa nema að hann er ekki með atkvæða­vægi. Öll hluta­bréf í B-flokki hluta­bréfa verða skráð á First North mark­að­inn en A-bréfin verða ekki skráð. Ekki verður gefið út nýtt hlutafé við skrán­ing­una,“ segir Jón Ágúst.

Í stjórn félags­ins eru Ágúst Sindri Karls­son, for­maður stjórn­ar, Jón Ágúst for­stjóri, sem er jafn­framt er vara­for­maður stjórn­ar, Hildur Jóns­dótt­ir, Geir Valur Ágústs­son, Linda Björk Ólafs­dótt­ir, Sig­rún Hildur Jóns­dóttir og Þor­steinn Svanur Jóns­son. Sig­rún Hildur Jóns­dóttir og Þor­steinn Svanur Jóns­son eru fram­kvæmda­stjórar hjá félag­inu.

Efna­hagur félags­ins er traust­ur, en í lok síð­asta árs var eig­in­fjár­hlut­fallið tæp­lega 70 pró­sent, nam 182,5 millj­ónum króna. Heild­ar­eignir voru þá 268,7 millj­ónir og skuldir 86,2 millj­ón­ir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar