Í takt við umhverfið – Klappir grænar lausnir hf. á markað

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Klöppum verða tekin til viðskipta á First North markaði Kauphallarinnar á morgun.

kauphöll
Auglýsing

Félagið Klappir grænar lausnir verður skráð á Nasdaq First North markað Kauphallarinnar á fimmtudag, en hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins á sviði umhverfismála eru meðal allra fyrstu upplýsingakerfa sinnar tegundar í heiminum.

Klappir hefur vaxið jafnt og þétt, en skráningin markar nokkur tímamót á skráðum markaði hér á landi. Félagið gefur ekki út nýtt hlutafé en öll bréf í B flokki hlutabréfa verða skráð, eins og rakið er í skráningarlýsingu.

Forstjóri fyrirtækisins er dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, en hann stofnaði meðal annars fyrirtækið Marorku, og hefur víðtæka reynslu af þróun umhverfislausna.

Mikil tækifæri, miklar áskoranir

Lausnir fyrirtækisins miða meðal annars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum að byggja upp innviði á sviði upplýsingatækni til að takast á við miklar áskoranir sem framundan í umhverfismálum, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr mengun. Þar er Parísarsamkomulagið áhrifamikið en það er fyrsti lagalega bindandi alþjóðasamningur sem gerður hefur verið til að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda og hægja á hlýnun jarðar. Samtals hafa 195 ríki samþykkt hann og innleitt í lög.

Framundan eru miklar áskoranir fyrir þjóðir heims - fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir þar undir - til að ná þeim markmiðum sem hafa verið lögð til grundvallar. Við Íslendingar höfum meðal annars ákveðið að fylgja markmiðum ESB um að draga úr losun um 40 prósent miðað við árið 1990, fyrir 2030. Óhætt er að segja það, að þetta sé bæði háleitt og krefjandi markmið fyrir Ísland. Ef það á að ganga eftir þá þarf að verða nær algjör kúvending á stefnu landsins, svo dæmi sé tekið. Mörg þjóðríki standa frammi fyrir víðlíka krefjandi stöðu, og má búast við stórtækum og áhrifamiklum aðgerðum til að ná markmiðunum sem felast í Parísarsamkomulaginu.

Klappir hafa ekki síst miklu hlutverki að gegna í þessari þróun.

Sterk heild

Félagið Klappir verður í reynd til í núverandi mynd í byrjun þessa árs,  með samruna þriggja fyrirtækja, KGS, Datadrive og Ark Technology. Ákveðið var að efla heildina sem þessi fyrirtæki mynduðu með fjölbreyttara og öflugra vöruframboði, ekki síst til að samþætta hugbúnaðarlausnir fyrirtækja þeirra þannig að þær næðu yfir alla mikilvægustu þætti umhverfismála.

Með þessu móti yrði hægt að bjóða fyrirtækjum, sveitastjórnum, borgum og ríkjum heildstæðar hugbúnaðarlausnir fyrir umhverfismál á alþjóðlegum markaði.

Auglýsing

Ört vaxandi markaður

Markaður með lausnir eins og þær sem Klappir hefur þróað og hefur innan sinna vébanda er ört vaxandi, enda fyrirsjáanlegt að þjónusta sem miðar að því að aðstoða við að ná settu marki, við að draga úr mengun, muni vaxa hratt um allan heim, samhliða metnaðarfullum markmiðum fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnanna og þjóðríka.

Meðal þess sem mörg fyrirtæki munu þurfa að huga vel að eru mengunarkvótar. Yfirsýn er lykilatriði þegar kemur að þessum þáttum, ekki síst til að ná markmiðum með hagkvæmum hætti.

Krefjandi verður fyrir þjóðir heims að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Lausnir Klappa miða meðal annars að því að aðstoða fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og þjóðríki við að ná því marki.

Sýn frumkvöðla ráði för

Í tilkynningu vegna skráningarinnar var haft eftir Jóni Ágústi að skráningin á fyrirtækinu væri mikilvægur liður í framtíðarundirbúningi fyrirtækisins. Það byggir á sérþekkingu starfsfólksins og frumkvöðlastarfi þess, en það hefur mikla reynslu af hinum ýmsu snertiflötum umhverfismála, svo sem skipulagsheilda, flotastýringu bifreiða og skipa, hugbúnaðarþróunar og sölu- og markaðsstarfi á alþjóðamörkuðum.

Jón Ágúst segir að Klappir hafa valið að fara þá leið, sem vel er þekkt hjá tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndum, þ.e. að vera með fleiri en einn flokk hlutabréfa þar sem hlutabréfaflokkarnir eru með mismunandi atkvæðavægi en að öðru leiti með sömu réttindi. „Þekkt fyrirtæki sem hafa þessa samsetningu hlutabréfa eru t.d. Google og Facebook en tilgangurinn er að tryggja að sýn frumkvöðlanna  ráði för í uppbyggingu félaganna til framtíðar,“ segir Jón Ágúst. Hann segir jafnframt að ekki sé verið að gefa út nýtt hlutafé við skráninguna. „Klappir völdu að vera með tvo hlutabréfaflokka þar sem A-flokkur hlutabréfa heldur um atkvæðavægi félagsins og er í eigu frumkvöðlanna og B-flokk hlutabréfa sem nýtur að öllu leiti sömu réttinda og A-flokkur hlutabréfa nema að hann er ekki með atkvæðavægi. Öll hlutabréf í B-flokki hlutabréfa verða skráð á First North markaðinn en A-bréfin verða ekki skráð. Ekki verður gefið út nýtt hlutafé við skráninguna,“ segir Jón Ágúst.

Í stjórn félagsins eru Ágúst Sindri Karlsson, formaður stjórnar, Jón Ágúst forstjóri, sem er jafnframt er varaformaður stjórnar, Hildur Jónsdóttir, Geir Valur Ágústsson, Linda Björk Ólafsdóttir, Sigrún Hildur Jónsdóttir og Þorsteinn Svanur Jónsson. Sigrún Hildur Jónsdóttir og Þorsteinn Svanur Jónsson eru framkvæmdastjórar hjá félaginu.

Efnahagur félagsins er traustur, en í lok síðasta árs var eiginfjárhlutfallið tæplega 70 prósent, nam 182,5 milljónum króna. Heildareignir voru þá 268,7 milljónir og skuldir 86,2 milljónir.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar