Skipasmiðirnir hans Kim Jong-un

Yfirmaður rannsóknarnefndar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu að Norðurkóreskir verkamenn í tugþúsundatali vinni víða um heim og laun þeirra renni í ríkissjóð heimalandsins.

Crist shipyard
Auglýsing

Í sept­em­ber á síð­asta ári sendi blaða­maður danska blaðs­ins Ingeniören, sem fjallar einkum um alls kyns tækni­leg mál­efni, fyr­ir­spurn til danska Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Spurt var, og svars krafist, hvort rétt væri að Norð­ur­kóreskir verka­menn ynnu að smíði her­skips fyrir danska flot­ann í pólsku skipa­smíða­stöð­inni Crist Shipy­ard. Flot­inn hafði samið um smíði skips­ins við dönsku skipa­smíða­stöð­ina Karsten­sens Skib­sværft, sem hafði síðan samið um smíði skips­skrokks­ins við pólska fyr­ir­tæk­ið. Blaða­mað­ur­inn hafði lesið grein um pólsku skipa­smíða­stöð­ina í norsku blað­i, Teknisk Ukeblad, þar sem danska her­skipið var nefn­t. 

Varn­ar­mála­ráðu­neytið sendi fyr­ir­spurn blaða­manns­ins til­ inn­kaupa- og ­eft­ir­lits­nefndar ráðu­neyt­is­ins. Svar barst fjórum dögum síð­ar: ekk­ert væri til í því að Norð­ur­kóreskir verka­menn ynnu, eða hefðu unn­ið, að smíði skips­ins.  Fram kom í svari ráðu­neyt­is­ins til blaða­manns­ins hjá Teknisk Ukeblad að starfs­menn inn­kaupa- og eft­ir­lits­nefndar hefðu mörgum sinnum heim­sótt pólsku skipa­smíða­stöð­ina, en einsog stóð í svari nefnd­ar­innar til ráðu­neyt­is­ins „hefðu þeir ekki séð, né haft grun um, að aðrir en pólskir, eða aðrir evr­ópskir starfs­menn ynnu að smíð­inn­i. 

Síðar kom í ljós að heim­sóknir eft­ir­lits­nefnd­ar­innar voru til­kynnt­ar fyr­ir­fram og til­gangur þeirra heim­sókna var að fylgj­ast með smíð­inni en ekki aðbún­aði og þjóð­erni starfs­manna. Eft­ir­lits­nefndin skrif­aði Karsten­sens og óskaði eftir að fyr­ir­tækið fengi stað­fest­ingu pólsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar varð­andi spurn­ing­una um þjóð­erni starfs­manna sem unnið hefðu að smíði danska her­skips­ins. Svar Pól­verj­anna hjá Crist Shipy­ard var stutt og laggott: engir Norð­ur­kóreskir starfs­menn hafa unnið að smíði þessa skips. Norski blaða­mað­ur­inn hjá Teknisk Ukeblad að­hafð­ist ekki frekar, eftir þetta afdrátt­ar­lausa svar. Í bili.       

Auglýsing

Upp­lýs­ingar pólska vinnu­eft­ir­lits­ins

Norski blaða­mað­ur­inn og kollegar hans hjá Teknisk Ukeblad voru ekki alls kostar sáttir við svörin frá Pól­verj­unum og höfðu sam­band við pólska vinnu­eft­ir­lit­ið. Í gögnum þess stóð, svart á hvítu, að Crist Shipy­ard hefði haft 45 Norð­ur­kóreska starfs­menn í vinnu við tíu verk­efn­i. Eitt þess­ara verk­efna var smíði skips­skrokks­ins NB428, danska her­skips­ins sem síðar fékk nafn­ið Lauge Koch

Norð­ur­kóresku starfs­menn­irnir voru ráðnir fyrir milli­göngu vinnu­miðl­un­ar­inn­ar Armex, sem hafði ráðið menn­ina til starfa gegnum Norð­ur­kóreskt fyr­ir­tæki RungradoRungrado er undir stjórn verka­manna­flokks Norð­ur­-Kóreu og er þekkt fyrir að „flytja út“ til fjöl­margra landa tug­þús­undir verka­manna sem vinna langan vinnu­dag og búa oftar en ekki í vinnu­búðum sem telj­ast ekki mann­sæm­andi á vest­rænan mæli­kvarða. Laun þess­ara verka­manna renna að stærstum hluta til Norð­ur­kóreska rík­is­ins og eru mik­il­væg gjald­eyr­is­tekju­lind.

Danska sjón­varpið tekur málið upp

Snemma á þessu ári hafði DR, Danska sjón­varp­ið, sam­band við inn­kaupa- og eft­ir­lits­nefnd Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og óskaði svara við sömu spurn­ingum og blaða­mað­ur Teknisk Ukeblad hafði borið upp við ráðu­neyt­ið. 

Svörin voru þau sömu og áður: eng­inn Norð­ur­kóreskur starfs­maður hafði komið nálægt smíði danska her­skips­ins. Það sem danska varn­ar­mála­ráðu­neytið vissi ekki var að starfs­menn DR höfðu farið í Crist Shipy­ard skipa­smíða­stöð­ina í Gdynia. Þar höfðu margir starfs­menn stað­fest að þeir hefðu unnið með Norð­ur­kóreskum verka­mönn­um, meðal ann­ars við smíði danska her­skips­ins. Þótt þessar upp­lýs­ingar væru lagðar fyrir Varn­ar­mála­ráðu­neytið hélt ráðu­neytið fast við fyrri skýr­ing­ar. 

Smíði skips­hluta er ekki sama og smíði skips 

Danska sjón­varpið sýndi fyrir nokkrum dögum þátt um „Lauge Koch mál­ið“ eins og það er kall­að. Þátt­ur­inn vakti mikla athygli og margir danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um mál­ið. Dag­blað­ið Information hafði sam­band við Crist Skipy­ard varð­andi Norð­ur­kóresku verka­menn­ina, Crist vís­aði á starfs­mann áður­nefnds Armex. Sá kvaðst ekki þekkja neitt til þessa máls þrátt fyrir að nafn hans sé víða að finna í skjölum varð­andi verka­menn­ina. Þegar blaða­menn Information gengu á starfs­mann eft­ir­lits­nefndar Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins með þessar upp­lýs­ingar og fleiri, sneri ráðu­neytið skyndi­lega við blað­inu, til hálfs mætti kannski segja.

Neit­aði að Norð­ur­kóreskir verka­menn hefðu unnið að skipa­smíð­inni, EN hugs­an­legt væri að þeir hefðu unnið að smíði „af­mark­aðra skips­hluta (præfa­brikation) sem væri allt annað en að smíða skip. Information eft­ir­lét les­endum að túlka þetta svar. Nú var athygli þing­manna hins­vegar vakin og  þeir heimta nú skýr­ing­ar. 

Varn­ar­mála­ráð­herr­ann tregur til svars

Danskir frétta­menn hafa ítrekað reynt að ná tali af Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra. Þótt hann sé venju­lega fús að tjá sig hefur hann í þessu máli nán­ast verið þög­ull sem gröf­in. Sendi frá sér tölvu­póst þar sem hann sagði að „ef það reynd­ist rétt að verka­menn frá Norð­ur­-Kóreu hefðu unnið að smíði dansks her­skips væri það skandall.“ Dönsku miðl­arnir segja að ráð­herr­ann þurfi ekki að vera með neitt „ef“ í þessu máli. Það liggi fyrir að Pól­verjar, þar á með­al Crist Shipy­ard, hafi árum saman haft Norð­ur­kóreska nauð­ung­ar­verka­menn í vinnu, það hafi meðal ann­ars Alþjóða verka­manna­sam­bandið stað­fest. 

Og nú hefur komið í ljós að Norð­ur­kóresku verka­menn­irnir hafi auk her­skips­ins Lauge Koch unnið að smíði tveggja sams­konar skipa fyrir danska flot­ann. 

Þing­menn krefj­ast rann­sóknar

Þing­menn fimm stjórn­ar­and­stöðu­flokka á danska þing­in­u, Fol­ket­inget, hafa nú kraf­ist þess að Varn­ar­mála­ráðu­neytið rann­saki mál­ið, til hlít­ar. Ráðu­neytið svar­aði strax, vildi fá að vita hvað nákvæm­lega þing­menn vildu fá að vita og bætti svo við að það væri erfitt að rann­saka þetta mál því svo langt væri um lið­ið. 

Þing­maður sem eitt dönsku blað­anna ræddi við sagði að svar ráðu­neyt­is­ins væri dæmi­gert svar emb­ætt­is­manna, þeim væri nær að rann­saka málið en vera með ein­hvern und­an­slátt. Þótt þeir gætu sett sig á háan hest gagn­vart frétta­mönnum þýddi slíkt ekki þegar þing­menn ættu í hlut. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar