Abe boðar til þingkosninga í Japan

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur rofið þing og efnt til nýrra þingkosninga sem haldnar verða 22. október. Þær munu, að sögn Abe, gefa almenningi tækifæri til að meta viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vaxandi spennu á Kóreuskaga.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.Nýr sameinaður stjórnarandstöðuflokkur undir forystu hins vinsæla borgarstjóra Tókýó, Yuriko Koike, gæti komið Abe á óvart en hann hefur tilkynnt að hann muni segja af sér ef hann fær ekki meirihluta á þingi.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.Nýr sameinaður stjórnarandstöðuflokkur undir forystu hins vinsæla borgarstjóra Tókýó, Yuriko Koike, gæti komið Abe á óvart en hann hefur tilkynnt að hann muni segja af sér ef hann fær ekki meirihluta á þingi.
Auglýsing

Heil­ir fjórtán mán­uðir voru eftir af kjör­tíma­bili Abe þegar hann ákvað að efna til þing­kosn­inga. Abe, sem hefur gegnt emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra frá lok 2012, hefur gefið upp tvær meg­in­á­stæður fyrir því að rjúfa þing: ann­ars vegar til þess að sækj­ast eftir stað­fest­ingu á stuðn­ingi almenn­ings við við­brögð rík­is­stjórnar hans við auk­inni spennu á Kóreu­skaga og hins vegar til að meta stuðn­ing almenn­ings við áform hans um hvernig eigi að verja auknum tekjum rík­is­sjóðs sem afleið­ing af aukn­ingu í sölu­skatti í land­inu.

Abe brást harka­lega við þeg­ar norð­ur­-kóresk stjórn­völd skutu upp tveimur eld­flaugum sem flugu yfir Hokkaido-eyju í Norð­ur­-Japan og lentu í sjónum um 2200 kíló­metrum austan við eyj­una. Hann sagði að „þörf væri á því að láta Norð­u-Kóreu fatta að ef það heldur upp­teknum hætti mun landið ekki eiga bjarta fram­tíð“ og hvatti til herð­ingu við­skipta­banns­ins við Norð­ur­-Kóreu. Abe, sem er leið­togi hægri­flokks­ins Liberal Democratic Party (LDP), er hlynntur breyt­ingum á japönsku stjórn­ar­skránni sem setur skýr tak­mörk á stærð og aðgerðir jap­anska hers­ins og ekki er ólík­legt að spennan á Kóreu­skaga muni gera honum kleift að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar á næsta kjör­tíma­bili.

Þá stendur til að hækka sölu­skatt í Japan úr 8% í 10% árið 2019 sem sam­kvæmt spám mun leiða til 45 millj­arða ­Banda­ríkja­dala til við­bótar í rík­is­sjóð. Þær tekjur áttu að fara til að greiða niður hluta af skuldum jap­anska rík­is­ins en Abe hef­ur lagt til að tæp­lega helm­ingur fari til mennta­mála. Abe seg­ist vilja bera þessa ákvörðun undir þjóð­ina í þing­kosn­ing­un­um.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan ekki eins sundruð og við fyrstu sýn

Þrátt fyrir ástæð­urnar sem Abe gaf upp fyrir að rjúfa þing eru aðrir þættir sem mögu­lega útskýra ákvörð­un­ina bet­ur. Eftir að hafa séð stuðn­ing við rík­is­stjórn sína hrynja í sumar vegna ítrek­aðra skandala, sem snú­ast að mestu um per­sónu Abe en upp hefur kom­ist um ýmsa greiða og fyr­ir­greiðslur til félaga sinna sem hann hefur staðið fyrir á síð­ustu miss­erum, jókst stuðn­ing­ur­inn við Abe aftur í kjöl­far aðgerða Kim Jong-un á Kóreu­skaga. Þá gekk stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, Democratic Party (DP), í gegnum mikla lægð í skoð­ana­könn­un­um og mæld­ist undir 10%, og hef­ur Abe séð sér leik á borði að tryggja heilt nýtt kjör­tíma­bil sem for­sæt­is­ráð­herra eftir að hafa komið í gegn breyt­ingum í LDP-­flokki sínum fyrr á árinu sem leyfa honum að leiða flokk­inn fram að árinu 2021. Leiðin virð­ist því vera til­tölu­lega greið fyr­ir Abe; rík­is­stjórnin hans hefur nú þegar tvo þriðju meiri­hluta þing­sæta og lík­legt þykir að þing­kosn­ing­arnar 22. októ­ber muni að minnsta kosti veita honum meiri­hluta. 

Þó er einn óvissu­þáttur sem gæti skemmt fyr­ir Abe. Hinn vin­sæli borg­ar­stjóri TókýoYuriko Koike, til­kynnti stofnun nýs stjórn­mála­flokks sama dag og Abe boð­aði til nýrra kosn­inga. Skömmu síðar til­kynnti DP að flokk­ur­inn myndi í raun leys­ast upp og hvöttu leið­togar flokks­ins fram­bjóð­endur sína að ganga til liðs við Koike og bjóða sig fram undir for­merkjum nýs flokks henn­ar, Party of HopeKoike, sem er fyrr­ver­andi ráð­herra í fyrstu, og skamm­lífustu, rík­is­stjórn Abe á milli 2006 og 2007, hefur skil­greint sig sem íhalds­sam­an pópu­lista og hefur þegar sýnt getu sína til að bjóða sig fram gegn LDP bæði með sigri í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum Tókýó-­borgar og vel­gengn­i í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum í sömu borg síð­ast­liðið sum­ar. Stefnur flokks Koike eru ekki fjarri því að sam­ræm­ast stefnum LDP-­flokks Abe en þó hef­ur Koike gagn­rýnt Abe fyrir sýna ekki aðhald í rík­is­fjár­málum ásamt því að heita því að binda enda á áform Abe um að end­ur­ræsa kjarn­orku­ver lands­ins eftir að þeim var lokað í kjöl­far Fukus­hima-ham­far­anna árið 2011. Fyrst og fremst aug­lýsir flokk­ur Koike sig sem val­mögu­leika við þá spill­ingu sem ein­kennt hefur hluta af stjórn­ar­tíð Abe-­rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Til þess að Koike gæti átt mögu­leika á for­sæt­is­ráð­herra­stólnum yrði hún að segja af sér stöðu borg­ar­stjóra og form­lega skrá sig í fram­boð fyrir þing­sæti en hingað til hefur hún ekki viljað gera það.

Með því að rjúfa þing og boða til þing­kosn­inga er Abe að taka áhættu; annað hvort tekst honum að tryggja sér nýtt kjör­tíma­bil sem for­sæt­is­ráð­herra eftir erfitt kjör­tíma­bil þar sem stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur sveifl­ast til og frá, eða þá mun hann bíða óvæntan ósigur vegna þreytu almenn­ings á stjórn­ar­háttum hans. Þá er fram­boð Koike einnig áhætta fyrir hana; ef hún telur að sigur í kosn­ing­unum sé innan seil­ing­ar, segir af sér sem borg­ar­stjóri Tókýó, og bíður síðan ósigur þá er stjórn­mála­fer­ill hennar í hættu. Að öllum lík­indum mun Abe ná að tryggja sér fjögur ný ár en ljóst er að kosn­inga­bar­áttan verður snún­ari en búist var við fyrir nokkrum vikum síð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar