Það er staðfest...Ísland fer á HM!

Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósovo í Laugardalnum í kvöld. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla í kvöld. Með gylltu letri.

7DM_6480_raw_171009.jpg ísland landslið fótbolti knattspyrna
Auglýsing

25 mán­uðum og tveimur dögum eftir að tauga­veiklað jafn­tefli tryggði Íslend­ingum þann sögu­lega árangur að verða fámenn­asta þjóð nokkru sinni til að ná að kom­ast á loka­mót karla­lands­liða var liðið mætt aftur með sam­bæri­legt verk­efni fyrir framan sig. Í þetta sinn lá fyrir að jafn­vel tap væri nóg til að kom­ast á HM í Rúss­landi næsta sumar og um fremja eitt mesta, ef ekki mesta, afrek sem íslenskt íþróttalið hefur fram­kvæmt.

En það var ljóst frá því þeir tæp­lega tíu þús­und manns sem urðu þeirrar gæfu aðnjót­andi að fá miða á leik kvölds­ins fóru að týn­ast í gegnum rign­ing­ar­skúr­anna á Laug­ar­dals­völl­inn að tap væri ekki inn í mynd­inni. Ísland væri komið í þá stöðu sem liðið var komið í vegna þess að liðið er á meðal bestu liða Evr­ópu. Og það ætl­aði ekki að láta Kósovo, botn­liðið í riðl­inum með eitt stig, stöðva sig í að ná hinu magn­aða mark­miði að kom­ast á HM í fyrsta sinn.

Lið­ið, umgjörð­in, áhorf­endur og bara þjóðin sem knatt­spyrnu­á­huga­menn eru komin ansi langt frá þeirri stöðu sem Ísland var í þegar fyrsti mögu­leik­inn á þátt­töku á loka­móti HM varð fyrir fjórum árum síð­an. Þá lék liðið umspils­leiki við Króa­tíu og eftir hugað jafn­tefli á heima­velli, þar sem hluti vall­ar­ins í Laug­ar­dalnum var sam­kvæmt heim­ildum spreyjaður grænn til að líta ekki of haust­lega út í sjón­varp­inu, tap­aði liðið sann­fær­andi á úti­velli. Spennustigið var aug­ljós­lega of mik­ið.

Auglýsing

Nú var staðan allt önn­ur. Liðið hafði náð að kom­ast á EM og í raun unnið loka­mótið í Frakk­landi með frammi­stöðu sinni, þótt það hafi ekki endað í fyrsta sæti. Leik­menn­irnir þekkja og ráða við press­una og eru hoknir af reynslu. Umgjörðin í kringum leik­ina og liðið hefur tekið algjörum stakka­skipt­um. Svo­kallað Fan Zone blasti til að mynda við á bíla­stæði Laug­ar­dalsvall­ar­ins, þriðja heima­leik­inn í röð. Og miðar á völl­inn seld­ust upp á nokkrum mín­út­um, líkt og þeir hafa gert á nær alla heima­leiki árum sam­an. Áhorf­endur eru vanir því að taka Vík­inga­klöpp, syngja með lög­unum og búa til hljóð­múr sem virkar eins og tólfti og stundum þrett­ándi mað­ur.

Fyrri hálf­leikur

Ein breyt­ing var gerð á lið­inu frá hinum stór­kost­lega 0-3 sigri á Tyrkjum á föstu­dag. Alfreð Finn­boga­son fór á bekk­inn og Emil Hall­freðs­son, sem var í banni í Tyrkja­leikn­um, kom aftur inn á miðj­una.

Blaða­manna­stúkan var óvenju­lega þétt­set­in, sér­stak­lega í ljósi þess að ekki var mikið um blaða­menn frá Kósovo þar að finna. Í stað þeirra voru full­trúar nokk­urra af stærstu miðlum heims að skrá­setja ævin­týr­ið. Og Stan Collymore, sem fór alla leið í upp­lif­un­ar­ferl­inu með því að hita upp á Ölveri með Tólf­unni.

Íslenska liðið kom mjög ein­beitt til leiks og gæða­mun­ur­inn á lið­unum skein í gegn á fyrstu 15 mín­útum leiks­ins. Það skap­aði hverja hættu­legu sókn­ar­stöð­una á fætur annarri án þess þó að úr þeim kæmi alvöru færi. En liðið lok­aði vel öllum svæðum og leik­menn Kósovo áttu í mestu vand­ræðum með að halda bolta innan síns liðs. Þeir náðu reyndar að skora úr fyrstu sókn sinni, en búið var að flagga rang­stöðu löngu áður en þeir settu bolt­ann í markið hjá Hann­esi Hall­dórs­syni, sem reyndi ekki einu sinni að verja.

Næstu mín­út­urnar hægð­ist á leikn­um. Íslenska liðið var þol­in­mótt í leik sínum og leit­aði að réttu leið­unum fram hjá varn­ar­múr Kósovo. Helsta vopn gest­anna virt­ist vera að þruma fram á tæp­lega tveggja metra háa og örugg­lega yfir 100 kílóa fram­herj­ann sinn, Atdhe Nuhiu. Mjög áhuga­verður leik­maður sem virt­ist í miklum vand­ræðum með að fóta sig og nýt­ast á blautum vell­in­um.

Þótt Ísland væri mun meira með bolt­ann var samt lítið að ger­ast. Og á 38 mín­útu áttu Kosovo-­menn stór­hættu­legt skot sem margir í stúkunni sáu inni. En þá gerð­ist það sem iðu­lega ger­ist með þetta ótrú­lega lið. Þeir fóru fram í sókn og innan við tveimur mín­útum síðar hafði Gylfi Sig­urðs­son, besti leik­maður sem Ísland á, prjónað sig í gegn og skor­að. Spennan lið­að­ist úr áhorf­endum á sama tíma og þeir hrein­lega sprungu úr gleði. Eins og var, þá var Ísland á leið­inni á HM. Sama hvernig aðrir leikir færu.

Þetta breytti leiknum strax. Kósovo varð að færa sig upp úr skot­gröf­unum og koma framar á völl­inn. Aug­ljóst var að það myndi opna á fleiri sókn­ar­mögu­leika fyrir íslenska lið­ið.

1-0 í hálf­leik og Ísland 45 mín­útum frá því að kom­ast á HM.

Seinni hálf­leikur

Stan Collymore var hress í hálf­leik og gant­að­ist við íslenska fjöl­miðla­menn. Hann vildi fá að vita hvort það yrði ekki örugg­lega frí hjá allri þjóð­inni á morgun ef fram færi sem horfði. Og öllum Íslend­ingum virt­ist mjög létt að þurfa ekki að fara inn í seinni hálf­leik­inn í jafnri stöðu. Leikur Úkra­ínu og Króa­tíu var reyndar enn marka­laus í hálf­leik þannig að Ísland væri hvort eð er áfram í efsta sæti rið­ils­ins sama hver staðan í okkar leik væri. En það vildi eng­inn þurfa að treysta á úrslit ann­arra leikja. Við höfðum þegar eign­ast þjóð­hetju úr öðru lands­liði í Finn­anum Pyry Soiri. Það var nóg.

Kosovo-­menn byrj­uðu hálf­leik­inn betur og voru að finna svæði á vall­ar­helm­ingi Íslands sem þeir fundu ekki í fyrri hálf­leik, en þó án þess að skapa mikla hættu. Spennustigið reis aftur hægt og bít­andi og öllum sem á horfðu var ljóst að þetta yrði gríð­ar­lega taugatrekkj­andi ef Ísland bætti ekki við marki.

Eftir klukku­tíma­leik var hetj­unni úr Tyrkja­leikn­um, Jóni Daða Böðv­ars­syni, skipt út af fyrir Alfreð Finn­boga­son. Um svipað leyti komust Króatar yfir gegn Úkra­ínu og miðað við þá stöðu var ljóst að ekk­ert nema sigur myndi duga Íslandi. Regn­inu kyngdi niður og leik­ur­inn varð þungur fyrir vik­ið. En mín­út­urnar héldu áfram að líða og liðið færð­ist nær mark­mið­inu.

Á 67 mín­útu gull­tryggðu Íslend­ingar síðan far­seð­il­inn til Rúss­land. Gylfi Sig­urðs­son tók stór­kost­lega á móti send­ingu, óð upp völl­inn, fann Birki Bjarna­son sem rendi bolt­anum aftur inn á teig­inn á Gylfa sem galdr­aði sig upp að enda­línu og fann Jóhann Berg Guð­munds­son fyrir mark­inu. 2-0.

Eftir þetta var bara partý. Liðið spil­aði skyndi­lega létt­leik­andi bolta og „Ís­land á HM“ ómaði úr stúkunni. Mark­mið­inu var náð. Og það vissu það all­ir. Svo nið­ur­neglt var það að Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­lið­inn sjálf­ur, var tek­inn út af þegar tæpar 20 mín­útur voru eft­ir. Ísland átti nokkur færi til að bæta við en það var óþarfi. Þetta var kom­ið.

Það verða margir ryðg­aðir í vinn­unni á morg­un. 

Til ham­ingju dreng­ir. Til ham­ingju þjálf­ar­ar. Til ham­ingju KSÍ. Til ham­ingju Ísland.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar