Enn trekkir sagnaheimur Stephen King að

Á meðan Konungur hrollvekjunnar fagnar sjötugsafmæli gengur sagan hans um trúðinn sem nærist á ótta barna í endurnýjun lífdaga.

Bill Skarsgård í hlutverki Pennywise í It (2017).
Bill Skarsgård í hlutverki Pennywise í It (2017).
Auglýsing

Rithöfundurinn Stephen King átti stórafmæli á dögunum en hann varð sjötugur þann 21. september síðastliðinn. Fáir rithöfundar hafa átt jafn mikilli velgengni að fagna en hann hefur gert það sem flesta rithöfunda dreymir um. 

Hann er söluhæsti rithöfundur sögunnar en hann hefur skrifað fimmtíu og fjórar skáldsögur, hátt í tvöhundruð smásögur og fleiri verk sem ekki eru skáldverk. Sögur hans hafa tugum saman ratað á hvíta tjaldið og í sjónvarp og hafa fáir náð slíkum árangri. Hann hefur einnig unnið til fjölda verðlauna og verið titlaður Konungur hrollverkjunnar. 

It holdgervingur hræðslunnar

Með vinsældum kvikmyndarinnar It og þáttanna Strange Things sem byggir að einhverju leyti á frásagnarhefð King þá minnir hann enn og aftur á að hann eigi erindi til lesenda úti um allan heim. Þannig eru sögur hans endurskapaðar fyrir hverja kynslóð á fætur annarri.

Auglýsing

Kvikmyndin It um skelfilega trúðinn er búin að slá 44 ára gamalt met kvikmyndarinnar The Exorcist en hún fór yfir 500 milljóna dollara múrinn í lok september á heimsvísu. Það jafngildir 52 milljörðum króna en óvenjulegt þykir að hryllingsmynd eigi slíkri velgengni að fagna. Sagan fjallar um trúð sem hræðir börn og nærist á ótta þeirra. Hún gerist á tveimur tímabilum og fjallar nýja kvikmyndin um það fyrra. Framhaldið um það síðara er væntanlegt í september 2019. 

Stephen King Mynd: EPA

Upprunalega sagan kom út árið 1986 en þá hafði King gefið út alls 21 bók og var gerð sjónvarpsmynd í tveimur hlutum fjórum árum seinna þar sem Tim Curry fór með aðalhlutverkið sem trúðurinn Pennywise. Margir eiga eflaust minningar af þessum þáttum og er ímynd hryllilega trúðsins holdgervingur hræðslunnar í poppmenningunni.

Nýjasta sagan skrifuð með syninum

Frásagnir King og sögur hafa alltaf verið vinsælar en svo virðist sem hann nái að fanga huga og hjarta lesenda sinna enn og aftur. Hann er frægur fyrir að skrifa sögupersónur sem virðast ljóslifandi lesendum. Hann skrifar mikið um börn og nær með natni inn í hugarheim þeirra. 

Síðasta skáldsaga hans kom út í lok september síðastliðinn og nefnist hún Sleeping Beauties en hann skrifaði hana með syni sínum, Owen King. Owen átti hugmyndina af söguþræðinum og sagði King hana vera of góða til að láta fram hjá sér fara. Sagan fjallar um hjón í smábæ í Bandaríkjunum sem þurfa að takast á við einkennilegan faraldur þar sem konur sofna djúpum svefni og leggjast í hýði. 

King segir sjálfur að markmiðið hafi verið að fólk myndi ekki sjá hver skrifaði hvaða kafla. Mikilvægt væri að hún hefði sína eigin rödd. Bókinni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum en ennþá er of snemmt að segja til um velgengni hennar. 

Eiginkonan helsti samstarfsmaður hans

Tabitha KingStephen Edwin King fæddist í bænum Portland í Maine-fylki árið 1947. Foreldrar hans voru Donald Edwin King og Nellie Ruth en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar King var aðeins tveggja ára gamall. Móðir hans ól hann og systkini hans upp. Hann byrjaði ungur að skrifa og þegar hann var í miðskóla þá gaf hann út sögur og smásögur. Hann gaf fyrstu smásöguna út árið 1967 og ber hún heitið The Glass Floor.

Hann útskrifaðist frá Háskólanum í Maine með B.A.-gráðu í ensku 23 ára að aldri. Hann reyndi að fá starf sem kennari en brösulega gekk að fá ráðningu. Hann skrifaði sögur og gaf út efni þangað til hann fékk kennarastöðu í bænum Hampden. Hann hætti þó ekki að skrifa og undirbjó skáldsögur og gaf út smásögur í tímaritum. 

Hann giftist Tabitha Jane King árið 1971 en þau kynntust í háskóla og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Hún hefur skrifað átta skáldsögur, smásögur og ljóð. Hún hefur verið King innan handar í skrifum hans, er óformlegur ritstjóri hans og alltaf fyrsta manneskjan til að lesa handritin. 

Óánægður með The Shining

Fyrsta skáldsagan hans, Carrie, kom út árið 1973 en eftir henni var gerð eftirminnileg kvikmynd þremur árum seinna. Leikstjórn var í höndum Brian De Palma og Sissy Spacek lék aðalhlutverkið. Sagan fjallar um feimna skólastelpu sem lögð er í einelti og á mjög trúaða móður. Hún uppgötvar hjá sér yfirskilvitlega hæfileika sem hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér. Kvikmyndin er löngu orðin klassísk og sagan með. 

Minnst 66 kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum Stephen King. Þær frægustu eru líklegast The Shawshank Redemption frá 1994 með Morgan Freeman og Tim Robbins í aðalhlutverkum og The Shining frá 1980 með Jack Nicholson og Shelley Duvall í leikstjórn Stanley Kubrick. 

Jack Nicholson í hlutverki Jack Torrance í The Shining

Frægt er orðið þegar King sagði útgáfu Kubrick ekki vera sér að skapi en hann sagði kvikmyndina vera kalda. Í sögum hans sé ákveðin hlýja sem skilaði sér alls ekki í kvikmyndina. Hann segir að hann vilji að lesandi eða áhorfandi sé með í upplifuninni eða ferlinu. Honum hafi ekki fundist Kubrick takast að ná til áhorfenda á þann hátt. Hann hnýtir einnig í karakterinn hennar Shelley Duvall og telur hann að hún hafi einungis verið sett í kvikmyndina til að öskra. Þannig er myndin lituð af kvenfyrirlitningu, að hans mati. 

Lífið gjörbreytt eftir bílslys

King lenti í bílslysi árið 1999 sem markaði djúp spor í líf hans. Hann var á gangi í bænum Lovell í Maine-fylki þegar bíll keyrði á hann svo að hann kastaðist fjóra metra í burtu. Afleiðingarnar voru hryllilegar: hægra lungað féll saman, hægri fótur brotnaði á mörgum stöðum og fékk hann sár á höfði og mjaðmabrotnaði. Hann var með meðvitund þegar lögregla og sjúkraliðar komu á staðinn en þjáðist mikið. Til stóð að taka af honum hægri fótinn en komust læknar hjá því með því að framkvæma fimm aðgerðir á fætinum á tíu daga tímabili.

Eftir slysið átti King erfitt með að skrifa og ákvað þremur árum eftir það að hætta því alfarið. Hann gat illa setið og skrifaði hægar en hann átti að venjast. Hann hætti þó ekki eins og til stóð og síðan þá hefur komið út fjöldi bóka. 

Hann byrjaði á Dark Tower-seríunni 1971 með einni línu: „The man in black fled across the desert and the gunslinger followed.“ Hann kláraði fyrstu bókina ekki fyrr en 1986 og seríuna ekki fyrr en 2004, eftir þetta svæsna bílslys. Óhappið notar hann í einni bók seríunnar en þar verður áreksturinn höfundinum að hvata til að klára meistaraverk sitt.

Mundi ekki eftir að hafa skrifað Cujo

Ég vel að trúa því að Guð sé til, og þess vegna get ég sagt: „Guð, ég get ekki gert þetta sjálfur. Hjálpaðu mér að sleppa því að drekka í dag. Hjálpaðu mér að sleppa því að taka eiturlyf í dag.

King hefur glímt við alkóhólisma og fíkniefnavandamál til fjölda ára. Hann drakk mikið og neytti ýmissa efna, svo sem kókaíns, maríjúana og lyfseðilsskyldra lyfja. Neysla hans náði hápunkti á níunda áratugnum þar til fjölskylda hans greip inn í og hefur hann ekki bragðað áfengi síðan. 

Hann greinir sjálfur frá því að hann hafi verið undir svo miklum áhrifum af kókaíni þegar hann skrifaði Cujo árið 1981 að hann mundi ekki eftir að hafa skrifað handritið. Hann fann það seinna og kannaðist ekki við að hafa skrifað það. Cujo var kvikmynduð tveimur árum síðar. 

Í ljósi þess hversu margir af skúrkunum í sögum King eru trúarofstækismenn kemur það kannski sumum á óvart að trúin hafi hjálpað honum sjálfum að halda sér edrú. Hann segir frá því í viðtali við tímaritið Rolling Stone að hann sé trúaður en líti þó svo á að trúarbrögð séu hættulegt verkfæri sem sé misnotað af fjölda fólks. „Ég vel að trúa því að Guð sé til, og þess vegna get ég sagt: „Guð, ég get ekki gert þetta sjálfur. Hjálpaðu mér að sleppa því að drekka í dag. Hjálpaðu mér að sleppa því að taka eiturlyf í dag.“ Það virkar vel fyrir mig,“ segir hann.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar