Enn trekkir sagnaheimur Stephen King að

Á meðan Konungur hrollvekjunnar fagnar sjötugsafmæli gengur sagan hans um trúðinn sem nærist á ótta barna í endurnýjun lífdaga.

Bill Skarsgård í hlutverki Pennywise í It (2017).
Bill Skarsgård í hlutverki Pennywise í It (2017).
Auglýsing

Rit­höf­und­ur­inn Stephen King átti stóraf­mæli á dög­unum en hann varð sjö­tugur þann 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Fáir rit­höf­undar hafa átt jafn mik­illi vel­gengni að fagna en hann hefur gert það sem flesta rit­höf­unda dreymir um. 

Hann er sölu­hæsti rit­höf­undur sög­unnar en hann hefur skrifað fimm­tíu og fjórar skáld­sög­ur, hátt í tvö­hund­ruð smá­sögur og fleiri verk sem ekki eru skáld­verk. Sögur hans hafa tugum saman ratað á hvíta tjaldið og í sjón­varp og hafa fáir náð slíkum árangri. Hann hefur einnig unnið til fjölda verð­launa og verið titl­aður Kon­ungur hroll­verkj­unn­ar. 

It hold­gerv­ingur hræðsl­unnar

Með vin­sældum kvik­mynd­ar­innar It og þátt­anna Strange Things sem byggir að ein­hverju leyti á frá­sagn­ar­hefð King þá minnir hann enn og aftur á að hann eigi erindi til les­enda úti um allan heim. Þannig eru sögur hans end­ur­skap­aðar fyrir hverja kyn­slóð á fætur annarri.

Auglýsing

Kvik­myndin It um skelfi­lega trúð­inn er búin að slá 44 ára gam­alt met kvik­mynd­ar­innar The Exorcist en hún fór yfir 500 millj­óna doll­ara múr­inn í lok sept­em­ber á heims­vísu. Það jafn­gildir 52 millj­örðum króna en óvenju­legt þykir að hryll­ings­mynd eigi slíkri vel­gengni að fagna. Sagan fjallar um trúð sem hræðir börn og nær­ist á ótta þeirra. Hún ger­ist á tveimur tíma­bilum og fjallar nýja kvik­myndin um það fyrra. Fram­haldið um það síð­ara er vænt­an­legt í sept­em­ber 2019. 

Stephen King Mynd: EPA

Upp­runa­lega sagan kom út árið 1986 en þá hafði King gefið út alls 21 bók og var gerð sjón­varps­mynd í tveimur hlutum fjórum árum seinna þar sem Tim Curry fór með aðal­hlut­verkið sem trúð­ur­inn Penn­ywise. Margir eiga eflaust minn­ingar af þessum þáttum og er ímynd hrylli­lega trúðs­ins hold­gerv­ingur hræðsl­unnar í popp­menn­ing­unni.

Nýjasta sagan skrifuð með syn­inum

Frá­sagnir King og sögur hafa alltaf verið vin­sælar en svo virð­ist sem hann nái að fanga huga og hjarta les­enda sinna enn og aft­ur. Hann er frægur fyrir að skrifa sögu­per­sónur sem virð­ast ljós­lif­andi les­end­um. Hann skrifar mikið um börn og nær með natni inn í hug­ar­heim þeirra. 

Síð­asta skáld­saga hans kom út í lok sept­em­ber síð­ast­lið­inn og nefn­ist hún Sleep­ing Beauties en hann skrif­aði hana með syni sín­um, Owen King. Owen átti hug­mynd­ina af sögu­þræð­inum og sagði King hana vera of góða til að láta fram hjá sér fara. Sagan fjallar um hjón í smábæ í Banda­ríkj­unum sem þurfa að takast á við ein­kenni­legan far­aldur þar sem konur sofna djúpum svefni og leggj­ast í hýð­i. 

King segir sjálfur að mark­miðið hafi verið að fólk myndi ekki sjá hver skrif­aði hvaða kafla. Mik­il­vægt væri að hún hefði sína eigin rödd. Bók­inni hefur verið vel tekið af gagn­rýnendum en ennþá er of snemmt að segja til um vel­gengni henn­ar. 

Eig­in­konan helsti sam­starfs­maður hans

Tabitha KingStephen Edwin King fædd­ist í bænum Portland í Maine-­fylki árið 1947. For­eldrar hans voru Don­ald Edwin King og Nellie Ruth en faðir hans yfir­gaf fjöl­skyld­una þegar King var aðeins tveggja ára gam­all. Móðir hans ól hann og systk­ini hans upp. Hann byrj­aði ungur að skrifa og þegar hann var í mið­skóla þá gaf hann út sögur og smá­sög­ur. Hann gaf fyrstu smá­sög­una út árið 1967 og ber hún heitið The Glass Floor.

Hann útskrif­að­ist frá Háskól­anum í Maine með B.A.-gráðu í ensku 23 ára að aldri. Hann reyndi að fá starf sem kenn­ari en brösu­lega gekk að fá ráðn­ingu. Hann skrif­aði sögur og gaf út efni þangað til hann fékk kenn­ara­stöðu í bænum Hamp­den. Hann hætti þó ekki að skrifa og und­ir­bjó skáld­sögur og gaf út smá­sögur í tíma­rit­u­m. 

Hann gift­ist Tabitha Jane King árið 1971 en þau kynnt­ust í háskóla og eiga þau þrjú upp­komin börn og fjögur barna­börn. Hún hefur skrifað átta skáld­sög­ur, smá­sögur og ljóð. Hún hefur verið King innan handar í skrifum hans, er óform­legur rit­stjóri hans og alltaf fyrsta mann­eskjan til að lesa hand­rit­in. 

Óánægður með The Shin­ing

Fyrsta skáldsagan hans, Carrie, kom út árið 1973 en eftir henni var gerð eft­ir­minni­leg kvik­mynd þremur árum seinna. Leik­stjórn var í höndum Brian De Palma og Sissy Spacek lék aðal­hlut­verk­ið. Sagan fjallar um feimna skóla­stelpu sem lögð er í ein­elti og á mjög trú­aða móð­ur. Hún upp­götvar hjá sér yfir­skil­vit­lega hæfi­leika sem hefur hræði­legar afleið­ingar í för með sér. Kvik­myndin er löngu orðin klass­ísk og sagan með. 

Minnst 66 kvik­myndir hafa verið gerðar eftir sögum Stephen King. Þær fræg­ustu eru lík­leg­ast The Shaws­hank Redemption frá 1994 með Morgan Freeman og Tim Robb­ins í aðal­hlut­verkum og The Shin­ing frá 1980 með Jack Nichol­son og Shelley Duvall í leik­stjórn Stanley Kubrick. 

Jack Nicholson í hlutverki Jack Torrance í The Shining

Frægt er orðið þegar King sagði útgáfu Kubrick ekki vera sér að skapi en hann sagði kvik­mynd­ina vera kalda. Í sögum hans sé ákveðin hlýja sem skil­aði sér alls ekki í kvik­mynd­ina. Hann segir að hann vilji að les­andi eða áhorf­andi sé með í upp­lifun­inni eða ferl­inu. Honum hafi ekki fund­ist Kubrick takast að ná til áhorf­enda á þann hátt. Hann hnýtir einnig í karakt­er­inn hennar Shelley Duvall og telur hann að hún hafi ein­ungis verið sett í kvik­mynd­ina til að öskra. Þannig er myndin lituð af kven­fyr­ir­litn­ingu, að hans mat­i. 

Lífið gjör­breytt eftir bílslys

King lenti í bílslysi árið 1999 sem mark­aði djúp spor í líf hans. Hann var á gangi í bænum Lovell í Maine-­fylki þegar bíll keyrði á hann svo að hann kastað­ist fjóra metra í burtu. Afleið­ing­arnar voru hrylli­leg­ar: hægra lungað féll sam­an, hægri fótur brotn­aði á mörgum stöðum og fékk hann sár á höfði og mjaðma­brotn­aði. Hann var með með­vit­und þegar lög­regla og sjúkra­liðar komu á stað­inn en þjáð­ist mik­ið. Til stóð að taka af honum hægri fót­inn en komust læknar hjá því með því að fram­kvæma fimm aðgerðir á fæt­inum á tíu daga tíma­bili.

Eftir slysið átti King erfitt með að skrifa og ákvað þremur árum eftir það að hætta því alfar­ið. Hann gat illa setið og skrif­aði hægar en hann átti að venj­ast. Hann hætti þó ekki eins og til stóð og síðan þá hefur komið út fjöldi bóka. 

Hann byrj­aði á Dark Tower-ser­í­unni 1971 með einni línu: „The man in black fled across the des­ert and the gunsl­in­ger foll­owed.“ Hann kláraði fyrstu bók­ina ekki fyrr en 1986 og ser­í­una ekki fyrr en 2004, eftir þetta svæsna bílslys. Óhappið notar hann í einni bók ser­í­unnar en þar verður árekst­ur­inn höf­und­inum að hvata til að klára meist­ara­verk sitt.

Mundi ekki eftir að hafa skrifað Cujo

Ég vel að trúa því að Guð sé til, og þess vegna get ég sagt: „Guð, ég get ekki gert þetta sjálf­ur. Hjálp­aðu mér að sleppa því að drekka í dag. Hjálp­aðu mér að sleppa því að taka eit­ur­lyf í dag.


King hefur glímt við alkó­hól­isma og fíkni­efna­vanda­mál til fjölda ára. Hann drakk mikið og neytti ýmissa efna, svo sem kóka­íns, maríjúana og lyf­seð­ils­skyldra lyfja. Neysla hans náði hápunkti á níunda ára­tugnum þar til fjöl­skylda hans greip inn í og hefur hann ekki bragðað áfengi síð­an. 

Hann greinir sjálfur frá því að hann hafi verið undir svo miklum áhrifum af kóka­íni þegar hann skrif­aði Cujo árið 1981 að hann mundi ekki eftir að hafa skrifað hand­rit­ið. Hann fann það seinna og kann­að­ist ekki við að hafa skrifað það. Cujo var kvik­mynduð tveimur árum síð­ar. 

Í ljósi þess hversu margir af skúrk­unum í sögum King eru trú­ar­of­stæk­is­menn kemur það kannski sumum á óvart að trúin hafi hjálpað honum sjálfum að halda sér edrú. Hann segir frá því í við­tali við tíma­ritið Roll­ing Stone að hann sé trú­aður en líti þó svo á að trú­ar­brögð séu hættu­legt verk­færi sem sé mis­notað af fjölda fólks. „Ég vel að trúa því að Guð sé til, og þess vegna get ég sagt: „Guð, ég get ekki gert þetta sjálf­ur. Hjálp­aðu mér að sleppa því að drekka í dag. Hjálp­aðu mér að sleppa því að taka eit­ur­lyf í dag.“ Það virkar vel fyrir mig,“ segir hann.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar