Ekki upplýst um hverjir fengu að nýta sér fjárfestingarleiðina

Hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Seðlabanki Íslands telja sér heimilt að upplýsa um hvaða einstaklingar og lögaðilar nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Kjarninn hefur kært málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Íslendingar áttu, og eiga, mikið magn eigna í þekktum skattaskjólum. Grunur leikur á um að hluti þeirra eigna hafi ratað aftur inn í íslenskt hagkerfi í gegnum fjárfestingarleiðina.
Íslendingar áttu, og eiga, mikið magn eigna í þekktum skattaskjólum. Grunur leikur á um að hluti þeirra eigna hafi ratað aftur inn í íslenskt hagkerfi í gegnum fjárfestingarleiðina.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur synjað Kjarn­anum um aðgang að upp­lýs­ingum um hvaða ein­stak­lingar og lög­að­ilar nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands á þeim tíma sem hún stóð til boða.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ing­unum þann 28. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og gerði það á grund­velli upp­lýs­inga­laga, þar sem það var mat rit­stjórnar hans að umbeðnar upp­lýs­ingar féllu ekki undir ákvæði lag­anna um þær upp­lýs­ingar sem væru und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti. Kjarn­inn taldi rétt að beina fyr­ir­spurn­inni til ráðu­neyt­is­ins í ljósi þess að það fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafði þegar svarað fyr­ir­spurn frá þing­manni um fjár­fest­ing­ar­leið­ina með ítar­legum hætti. Í fyr­ir­spurn­inni var enn fremur tekið fram að það mætti færa rök fyrir því að fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands brjóti í bága við jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár íslenska lýð­veld­is­ins í ljósi þess að um er að ræða stjórn­valds­að­gerð sem stóð ein­ungis fólki sem átti fyrst 50 þús­und evrur í lausu fé, og síðar 25 þús­und evrur í lausu fé, til boða. Hún stóð einnig ein­ungis þeim Íslend­ingum sem áttu fé erlendis til boða. Og þessum aðilum stóð til boða að fá umtals­verða virð­is­aukn­ingu á fé sitt í krafti þess að eiga fé erlend­is.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið telur sig ekki geta orðið við beiðni Kjarn­ans um umræddar upp­lýs­ing­ar. Í svari þess, sem barst 4. októ­ber, segir að ráðu­neytið búi ekki yfir umbeðnum upp­lýs­ing­um.  Þær séu hjá Seðla­bank­anum sem sé sjálf­stæð stofn­un. Ráðu­neytið geti ekki „óskað eftir upp­lýs­ingum af þessum toga á grund­velli almennra eft­ir­lits­heim­ilda, sbr. 2. mgr. 13. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga um Stjórn­ar­ráð Íslands nr. 115/2011, nema þá helst til að bregð­ast við grun um kerf­is­læga ann­marka í stjórn­sýslu­fram­kvæmd. Eins og staðan er nú hefur ekk­ert komið fram sem bendir til þess að fram­kvæmd Seðla­bank­ans hafi verið slíkum ann­mörkum háð. Þannig hafa skatt­yf­ir­völd ekki upp­lýst um ann­marka á fram­kvæmd­inni, en máls­með­ferð er þó ekki að fullu lokið af þeirra hálfu. Þá hafa upp­lýs­ingar sem komið hafa fram, m.a. í tengslum við svör ráð­herra á Alþingi sem vísað er til í fyr­ir­spurn Kjarn­ans, ekki heldur gefið til­efni til að ætla að kerf­is­lægir ann­markar hafi verið á fram­kvæmd­inn­i.“

Auglýsing

Kjarn­inn hafði áður kallað eftir upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands þann 9. jan­úar 2017 um það hvaða til­teknu ein­stak­lingar og lög­að­ilar tóku þátt í umræddum útboð­um. Seðla­bank­inn sagði í svari sínu að hann gæti ekki „tjáð sig um þátt­töku til­tek­inna ein­stak­linga og lög­að­ila í útboðum bank­ans með vísan til þagn­ar­skyldu­á­kvæðis 35. gr. laga um Seðla­banka Íslands. Seðla­bank­inn getur því ekki veitt umbeðnar upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans, upp­runa fjár þeirra og umfang við­skipta hvers og eins.“

Kjarn­inn hefur kært synjun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­banka Íslands um aðgang að umbeðnum upp­lýs­ingum til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem hefur stað­fest að kæran gegn ráðu­neyt­inu verði tekin fyr­ir. Of langt er hins vegar um liðið frá því að synjun Seðla­bank­ans um aðgengi að umbeðnum upp­lýs­ingum barst til að hægt sé að taka synjun hans til með­ferð­ar. Fyr­ir­spurn Kjarn­ans til bank­ans hefur því verið end­ur­nýj­uð.

Fengu virð­is­aukn­ingu á fé

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­fest­ing­ar­­leið­inni frá því í febr­­úar 2012 til febr­­úar 2015, þegar síð­­asta útboðið fór fram. Allt í allt komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. 794 inn­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar.

Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna.

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­ar, er fjallað um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands og því meðal ann­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­magn­inu frá aflands­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. Sú skýrsla er gerð fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið.

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­lýs­inga um fjár­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­taka í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­bank­ans er ekki til stað­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­bank­ans þegar um grun­­sam­­legar fjár­­­magnstil­­færslur er að ræða. Æski­­legt má telja að sam­­starf væri um miðlun upp­­lýs­inga á milli þess­­ara stofn­ana.“

Bankar látnir rann­saka við­skipta­vini sína

Ekki virð­ist hafa átt sér stað nein upp­runa­vottun af hendi opin­berra aðila á því fé sem fært var til lands­ins í gegnum leið­ina. Allir við­skipta­bank­arnir fjórir litu svo á að það hefði verið í þeirra verka­hring að stað­festa áreið­an­leika við­skipta­manna sinna sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Þeir segj­ast allir hafa kannað þá fjár­festa úr við­skipta­manna­hópi sínum sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina með til­liti til laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þrír bank­anna, Íslands­banki, Arion banki og Lands­bank­inn, hafa hins vegar ekki viljað svara því hvort þau hafi sent ein­hverjar til­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu(Fin­ancial Intelli­g­ence Unit) vegna gruns um að ein­hverjir úr við­skipta­manna­hópi þeirra hafi þvættað pen­inga með því að nýta sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Einn banki, Kvika banki, seg­ist hins vegar ekki hafa sent neinar til­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu vegna þessa.

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, en pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan heyrir undir það, segir að eftir því sem næst verður kom­ist þá hafi ekki borist neinar til­kynn­ingar frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum vegna fjár­festa sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar