Fríverslunarviðræður í auknum mæli háðar stjórnmálalegri hagsmunagæslu

Fríverslunarviðræður eru í auknum mæli háð stjórnmálalegri hagsmunagæslu ríkja og endurspeglast það í að fríverslun, aðgengi að mörkuðum og viðskiptaþjónustu hafa fengið aukið vægi í hlutverki utanríkisþjónustu, einnig á Íslandi.

Frjáls viðskipti með vörur milli landa eru að verða erfiðari en þau voru áður.
Frjáls viðskipti með vörur milli landa eru að verða erfiðari en þau voru áður.
Auglýsing

Þegar við­skipta­ráð­herrum aðild­ar­ríkja WTO mistókst að end­urstað­festa ein­róma stuðn­ing við Dóha-frí­versl­un­ar­við­ræð­urnar (oft kall­aðar „Dóha-lot­an“) á fundi í Naíróbí fyrir jól árið 2015 batt það í raun enda á metn­að­ar­fullt ferli í átt að nýjum marg­hliða frí­versl­un­ar­samn­ingi og end­ur­skil­greindi hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. Það var þó löngu komið í ljós að lotan myndi ekki ná mark­miðum sín­um; þegar við­ræð­urnar hófust í Dóha, höf­uð­borg Katar, árið 2001 voru þær skírðar Dóha-­þró­un­ar­dag­skráin (e. Doha Develop­ment Agenda) og þeim ætlað að ljúka í síð­asta lagi árið 2005. Dóha-lotan átti að kljást við mörg af erf­ið­ustu frí­versl­un­ar­at­rið­unum sem eftir voru, þar á meðal í land­bún­aði og hug­verka­rétti, með það að leið­ar­ljósi að stuðla að hag­vexti og þróun í fátækum ríkj­um.

Meg­in­á­stæða stöðn­un­ar­innar voru deilur um afnám tolla og við­skipta­hind­r­ana á land­bún­að­ar­af­urðum ásamt vax­andi mót­þróa Banda­ríkj­anna við að sinna for­ystu­hlut­verki í við­ræð­unum – vel­gengni frí­versl­un­ar­við­ræðna áður fyrr, bæði í WTO og for­vera þess, Almenns samn­ings um tolla og við­skipti (GATT), nutu góðs af sterkri póli­tískri for­ystu banda­rískra stjórn­valda. Í grófum dráttum var ágrein­ing­ur­inn á milli þró­aðra ríkja ann­ars vegar og þró­un­ar­ríkja hins veg­ar. Í upp­hafi Dóha-lot­unnar sýndu þróuð ríki vilja til að lækka tolla og við­skipta­hindr­anir án þess að krefj­ast gagn­kvæmrar lækk­unar frá þró­un­ar­ríkjum en eftir því sem útflutn­ingur hinna ört vax­andi þró­un­ar­ríkja, með Kína í far­ar­broddi, jókst langt umfram inn­flutn­ing á árunum eftir byrjun við­ræðn­anna byrj­uðu þró­uðu ríkin að krefj­ast gagn­kvæmni, þar á meðal í lækkun á nið­ur­greiðslu til land­bún­að­ar, sem þró­un­ar­ríkin sættu sig ekki við. Þessi ágrein­ingur varð að aðal­við­fangs­efni hvers fundar á fætur öðrum í Dóha-lot­unni og urðu önnur mik­il­væg við­fangs­efni und­ir.

Ákvarð­ana­taka í WTO-lotum krefst ein­róma sam­þykkis allra aðild­ar­landa og það reynd­ist erfitt í Dóha-lot­unni að kom­ast að umfangs­miklum breyt­ingum á póli­tískt við­kvæmu mál­efni á borð við land­bún­að. Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið (ESB) töl­uðu fyrir að binda enda á Dóha-lot­una og marka nýja stefnu fyrir WTO þar sem áherslan myndi vera á smærri mála­flokka. Sú ákvörðun hefur ekki ein­ungis valdið breyt­ingum í starf­semi WTO heldur líka fært drif­kraft alþjóða­við­skipta og frí­versl­unar úr höf­uð­stöðvum WTO í Genf og til höf­uð­borga ein­stakra ríkja.

Auglýsing

Þró­un­ar­mál og skil­virkni

Fyrir utan það að WTO hafi beðið hnekki sem meg­in­vett­vangur marg­hliða frí­versl­un­ar­við­ræðna vegna úrvindu Dóha-lot­unnar eru það þró­un­ar­ríki, sem flokk­ast ekki sem ört vax­andi ríki á borð við Kína og Ind­land, sem líða fyrir það að ekki hafi ræst úr þró­un­ar­mark­miðum lot­unn­ar. WTO gaf þessum þró­un­ar­ríkjum vett­vang þar sem tekið var mark á hags­munum og áherslum þeirra; mörg fátæk ríki eiga það sam­eig­in­legt að land­bún­aður stendur fyrir til­tölu­lega stórum hluta hag­kerf­is­ins en við­skipta­hindr­anir í þró­uðum ríkjum gerir þeim erfitt fyrir að flytja út land­bún­að­ar­af­urð­ir. Tví­hliða fyr­ir­komu­lagið sem nú er ráð­andi í alþjóða­við­skiptum gerir samn­ings­stöðu þeirra veik­ari; þróuð ríki eru ólík­legri til að semja við, og hvað þá gefa eftir í pólít­iskt við­kvæmum mála­flokk­um, ein­stök þró­un­ar­ríki með lítil hag­kerfi. Þá setja tví­hliða frí­versl­un­ar­við­ræður meira álag á stjórn­sýslu hvers ríkis fyrir sig eftir því að við­ræð­unum fjölgar, verða marg­þætt­ari og krefj­ast eft­ir­fylgni hver fyrir sig. Stjórn­sýslur margra þró­un­ar­ríkja geta átt erfitt með að sinna fleiri slíkum ferlum í einu.

Þá eru tveir höf­uð­van­kantar á tví­hliða frí­versl­un­ar­samn­ingum sam­an­borið við marg­hliða: afvega­við­skipti og skortur á sam­ræmi. Afvega­við­skipti (e. trade diversion) lýsa stöðu þar sem óhag­kvæm við­skipti eiga sér stað sem afleið­ing af frí­versl­un­ar­samn­ingi; ríki sem er best í stakk búið til að flytja út ákveðna vöru til ann­ars ríkis nær ekki að njóta góðs af sam­keppn­is­hæfni sinni vegna frí­versl­un­ar­samn­ings á milli hins rík­is­ins og þriðja rík­is. Nið­ur­staðan verður að íbúar rík­is­ins sem flytur inn vör­una frá land­inu sem það hefur frí­versl­un­ar­samn­ing við  borga hærra verð fyrir hana en ella, og landið sem hefur ekki frí­versl­un­ar­samn­ing getur ekki flutt vör­una út yfir höf­uð. Skortur á sam­ræmi lýsir sér þannig að frí­versl­un­ar­samn­ingar eru mis­metn­að­ar­fullir hvað varðar ákvæði um umhverf­is­vernd, rétt­indi og kjör vinn­andi fólks, og rík­is­styrki svo eitt­hvað sé nefnt. Þegar alþjóða­við­skipti ein­kenn­ast af ara­grúa af frí­versl­un­ar­samn­ingum á milli ríkja og ríkja­sam­banda skortir sam­ræmi í leik­reglum og kröfum frí­versl­un­ar­inn­ar.

Stærsti kostur tví­hliða frí­versl­un­ar­samn­inga sam­an­borið við marg­hliða er skil­virkni en auð­veld­ara er að kom­ast að sam­komu­lagi þegar fjöldi aðila er minni og umfang samn­ings­ins er undir þeim sjálfum komið hverju sinni. Fyr­ir­komu­lagið gerir ríkjum kleift að leggja áherslu á samn­inga­gerð við mik­il­væg­ustu útflutn­ings­mark­aði sína og gefur þeim svig­rúm til að halda póli­tískt við­kvæma mála­flokka utan samn­inga­við­ræðn­anna.

„Hags­muna­gæsla í síbreyti­legum heimi“

Í nýlegri skýrslu stýri­hóps utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um fram­tíð utan­rík­is­þjón­ust­unnar segir veita eigi „aukna áherslu á frí­verslun og nýt­ingu útflutn­ings­tæki­færa, bætta þjón­ustu við Íslend­inga erlendis og aukna við­skipta­þjón­ustu og hags­muna­gæslu á nýmörk­uð­um“ í starf­semi utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þessi mark­mið end­ur­spegla nýjan raun­veru­leika alþjóða­við­skipta í kjöl­far stöðnun Dóha-lot­unnar þar sem hlut­verk utan­rík­is­þjón­ustu verður í auknum mæli fólgið í að greiða leið­ina fyrir aðgang inn­lendra fyr­ir­tækja að erlendum mörk­uð­um. Eðli­legt verður að telj­ast að ríki sæk­ist eftir því að stunda frí­versl­un­ar­stefnu sína að mestu utan ramma WTO þegar Dóha-lotan hefur ekki borið árangur og póli­tískur vilji er ekki til staðar til að rífa umfangs­miklar marg­hliða frí­versl­un­ar­við­ræður í gang aft­ur.

Þó má ekki gleyma að frí­versl­un­ar­samn­ingar ger­ast ekki í póli­tísku tóma­rúmi; gerð þeirra kann að virð­ast að mestu tækni­legs eðlis en afleið­ingar þeirra geta verið gíf­ur­leg­ar. Tollar og aðrar við­skipta­hindr­anir í verslun á land­bún­að­ar­vörum hjá þró­uðum ríkjum hafa bein áhrif á útflutn­ings­getu þró­un­ar­ríkja og fjar­vera marg­hliða frí­versl­un­ar­við­ræðna fyrir land­bún­að­ar­vörur geta dregið úr hvatn­ingu til umbóta í land­bún­að­ar­stefnu þró­aðra ríkja og þró­un­ar­ríkja. Því fer fjarri að tak­mark­aður útflutn­ingur þró­un­ar­ríkja á land­bún­að­ar­af­urðum til þró­aðra ríkja sé ein­ungis við­skipta­hindr­unum þeirra síð­ar­nefndu að kenna; sam­kvæmt Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu (OECD) eru það land­bún­að­ar­umbætur inn­an­lands í þró­un­ar­ríkjum sem myndu leiða til stærstu ávinn­ing­anna. Hins vegar hefur breyt­ing alþjóða­við­skipta­kerfs­ins úr marg­hliða í tví­hliða fyr­ir­komu­lag og stöðnun Dóha-lot­unnar fjar­lægt mik­il­vægan vett­vang til að stuðla að þýð­ing­ar­miklum umbótum í aðgengi þró­un­ar­ríkja að mörk­uðum þró­aðra ríkja.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar