8% líkur á meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar

Þingsætaspáin reiknar líkur á því hvaða meirihluta verður hægt að mynda að loknum kosningum. Vinstristjórn er líklegri en hægri stjórn.

Það eru átta pró­sent líkur á því að Vinstri græn og Sam­fylk­ingin geti saman stjórnað meiri­hluta þing­manna að kosn­ingum lokn­um, miðað við þing­sæta­spá kosn­inga­spár­inn­ar. Ef Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til að starfa með þessum tveimur flokkum eru lík­urnar 33 pró­sent á að flokk­arnir geti myndað meiri­hluta.

Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DM DFM ACD BD BDM BDFM BDSM BSV BPSV PSV PV DV SV
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
1%
15%
3%
32%
9%
0%
13%
0%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
2%
21%
5%
41%
13%
0%
18%
0%
>=36
0%
0%
0%
0%
0%
4%
28%
8%
51%
19%
0%
24%
1%
>=35
0%
1%
0%
0%
1%
6%
35%
12%
60%
26%
0%
32%
2%
>=34
0%
2%
0%
0%
1%
10%
44%
18%
68%
34%
0%
40%
3%
>=33
0%
3%
0%
0%
2%
15%
53%
25%
76%
43%
1%
50%
5%
>=32
0%
4%
0%
0%
5%
21%
63%
33%
82%
52%
2%
59%
8%
>=31
1%
7%
0%
0%
7%
28%
71%
42%
88%
61%
3%
69%
12%
>=30
1%
11%
1%
0%
11%
36%
79%
51%
92%
70%
5%
77%
18%
>=29
2%
16%
1%
1%
17%
45%
85%
60%
95%
78%
9%
84%
25%
>=28
4%
22%
1%
1%
23%
54%
89%
69%
97%
85%
13%
89%
33%
>=27
7%
29%
3%
3%
31%
63%
93%
76%
98%
89%
20%
93%
43%
>=26
11%
38%
4%
5%
40%
71%
96%
83%
99%
93%
28%
96%
53%
>=25
16%
47%
7%
8%
49%
79%
97%
89%
99%
96%
37%
98%
63%
>=24
23%
57%
11%
12%
58%
85%
98%
92%
100%
98%
48%
99%
73%
>=23
31%
66%
16%
18%
67%
90%
99%
95%
100%
99%
58%
100%
81%
>=22
41%
74%
22%
25%
76%
93%
99%
97%
100%
99%
68%
100%
87%
>=21
52%
81%
30%
34%
83%
96%
100%
98%
100%
100%
77%
100%
91%
>=20
62%
87%
40%
44%
88%
98%
100%
99%
100%
100%
84%
100%
95%
>=19
72%
91%
49%
55%
92%
99%
100%
100%
100%
100%
89%
100%
97%

Kosn­inga­spáin er unnin af Baldri Héð­ins­syni í sam­starfi við Kjarn­ann. Í kosn­inga­spánni eru fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­anir á fylgi fram­boða í Alþing­is­kosn­ingum vegnar og nið­ur­stöður þeirra lagðar saman til þess að fá sem skýrasta mynd af þróun stuðn­ings við stjórn­mála­öfl.

Nýjasta kosn­inga­spáin var gerð laug­ar­dags­morg­un­inn 14. októ­ber. Þar sést að stuðn­ingur við Vinstri græna er nú 25,2 pró­sent, stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er 22,5 pró­sent og stuðn­ingur við Sam­fylk­ing­una er 13 pró­sent.

Sam­fylk­ingin hefur aldrei mælst svo vin­sæl í kosn­inga­spánni fyrir fram­boð til Alþing­is. Fyrsta kosn­inga­spáin fyrir Alþing­is­kosn­ingar var gerð 20. jan­úar 2016. Það eitt og sér eykur lík­urnar á því að Vinstri græn og Sam­fylk­ingin geti myndað rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um.

Niðurstöður kosningaspár 14. október 2017
Kosningaspáin var gerð að morgni 14. október 2017.

Nánar má lesa um aðferða­fræð­ina á bak við gerð kosn­inga­spár­innar og þing­sæta­spár­innar hér á vefn­um, kjarn­inn.is/­kosn­inga­spá. Einnig má lesa um nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­innar á vefnum kosn­inga­spá.is

Píratar mæl­ast nú með 9,5 pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni. Lík­leg­ast er að með slíkan stuðn­ing á lands­vísu fái Píratar sex þing­menn. Vinstri flokk­arnir og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gætu þess vegna rennt hýru auga til Pírata. Við það eitt að setja Pírata með í jöfn­una verða lík­urnar á því að sam­an­lagðir þing­flokkar Fram­sóknar (B), Pírata (P), Sam­fylk­ing­ar­innar (S) og Vinstri grænna (V) geti myndað meiri­hluta eftir kosn­ingar 82 pró­sent.

Flókn­ara að mynda stjórn til hægri

Erf­ið­ara gæti reynst að mynda rík­is­stjórn þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður burða­rás­inn. Sú þeir flokkar sem stóðu að rík­is­stjórn­inni sem sat á kjör­tíma­bil­inu eiga enga mögu­leika á að mynda meiri­hluta á þingi að kosn­ingum loknum miðað við kosn­inga­spána.

Þing­sæta­spáin er unn­inn þannig að fram­kvæmdar eru 100.000 sýnd­ar­kosn­ingar þar sem nið­ur­stöður kosn­inga­spár­innar eru hafðar sem lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga. Vik­mörk og skekkja, auk sögu­legs mis­ræmis í fylgi milli kjör­dæma eru höfð til hlið­sjónar til þess að skil­greina dreif­ingu atkvæða. Í engum af þessum 100.000 sýnd­ar­kosn­ingum fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Við­reisn og Björt fram­tíð nógu marga þing­menn til þess að mynda meiri­hluta.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun þess vegna þurfa að leita á náðir ann­arra flokka ef hann vill mynda rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um. Ef hann vill mynda stjórn til hægri gæti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boðið Mið­flokknum og Flokki fólks­ins upp í dans. Lík­urnar á því að þessir þrír flokkar geti myndað meiri­hluta á þing­inu eftir kosn­ingar er fjögur pró­sent.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Ef Bjarna tekst að sætta Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son á að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Fram­sókn­ar­flokknum gætu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn hugs­an­lega myndað meiri­hluta á þing­inu. Lík­urnar á því að það verði mögu­legt eru fimm pró­sent.

Nánar má lesa í nýj­ustu kosn­inga­spána í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans eða á vefnum kosn­inga­spá.is.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 9. – 12. októ­ber (vægi 27,7%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 29. sept­em­ber – 12 októ­ber. (vægi 30,5%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 6. – 11. októ­ber (vægi 22,0%)
  • Skoð­ana­kann­anir Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 2-3. okt og 10. okt (vægi 19,8%)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar