8% líkur á meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar

Þingsætaspáin reiknar líkur á því hvaða meirihluta verður hægt að mynda að loknum kosningum. Vinstristjórn er líklegri en hægri stjórn.

Það eru átta prósent líkur á því að Vinstri græn og Samfylkingin geti saman stjórnað meirihluta þingmanna að kosningum loknum, miðað við þingsætaspá kosningaspárinnar. Ef Framsóknarflokkurinn er til að starfa með þessum tveimur flokkum eru líkurnar 33 prósent á að flokkarnir geti myndað meirihluta.

Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DM DFM ACD BD BDM BDFM BDSM BSV BPSV PSV PV DV SV
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
1%
15%
3%
32%
9%
0%
13%
0%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
2%
21%
5%
41%
13%
0%
18%
0%
>=36
0%
0%
0%
0%
0%
4%
28%
8%
51%
19%
0%
24%
1%
>=35
0%
1%
0%
0%
1%
6%
35%
12%
60%
26%
0%
32%
2%
>=34
0%
2%
0%
0%
1%
10%
44%
18%
68%
34%
0%
40%
3%
>=33
0%
3%
0%
0%
2%
15%
53%
25%
76%
43%
1%
50%
5%
>=32
0%
4%
0%
0%
5%
21%
63%
33%
82%
52%
2%
59%
8%
>=31
1%
7%
0%
0%
7%
28%
71%
42%
88%
61%
3%
69%
12%
>=30
1%
11%
1%
0%
11%
36%
79%
51%
92%
70%
5%
77%
18%
>=29
2%
16%
1%
1%
17%
45%
85%
60%
95%
78%
9%
84%
25%
>=28
4%
22%
1%
1%
23%
54%
89%
69%
97%
85%
13%
89%
33%
>=27
7%
29%
3%
3%
31%
63%
93%
76%
98%
89%
20%
93%
43%
>=26
11%
38%
4%
5%
40%
71%
96%
83%
99%
93%
28%
96%
53%
>=25
16%
47%
7%
8%
49%
79%
97%
89%
99%
96%
37%
98%
63%
>=24
23%
57%
11%
12%
58%
85%
98%
92%
100%
98%
48%
99%
73%
>=23
31%
66%
16%
18%
67%
90%
99%
95%
100%
99%
58%
100%
81%
>=22
41%
74%
22%
25%
76%
93%
99%
97%
100%
99%
68%
100%
87%
>=21
52%
81%
30%
34%
83%
96%
100%
98%
100%
100%
77%
100%
91%
>=20
62%
87%
40%
44%
88%
98%
100%
99%
100%
100%
84%
100%
95%
>=19
72%
91%
49%
55%
92%
99%
100%
100%
100%
100%
89%
100%
97%

Kosningaspáin er unnin af Baldri Héðinssyni í samstarfi við Kjarnann. Í kosningaspánni eru fyrirliggjandi skoðanakannanir á fylgi framboða í Alþingiskosningum vegnar og niðurstöður þeirra lagðar saman til þess að fá sem skýrasta mynd af þróun stuðnings við stjórnmálaöfl.

Nýjasta kosningaspáin var gerð laugardagsmorguninn 14. október. Þar sést að stuðningur við Vinstri græna er nú 25,2 prósent, stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er 22,5 prósent og stuðningur við Samfylkinguna er 13 prósent.

Samfylkingin hefur aldrei mælst svo vinsæl í kosningaspánni fyrir framboð til Alþingis. Fyrsta kosningaspáin fyrir Alþingiskosningar var gerð 20. janúar 2016. Það eitt og sér eykur líkurnar á því að Vinstri græn og Samfylkingin geti myndað ríkisstjórn að loknum kosningum.

Niðurstöður kosningaspár 14. október 2017
Kosningaspáin var gerð að morgni 14. október 2017.

Nánar má lesa um aðferðafræðina á bak við gerð kosningaspárinnar og þingsætaspárinnar hér á vefnum, kjarninn.is/kosningaspá. Einnig má lesa um niðurstöðu kosningaspárinnar á vefnum kosningaspá.is

Píratar mælast nú með 9,5 prósent stuðning í kosningaspánni. Líklegast er að með slíkan stuðning á landsvísu fái Píratar sex þingmenn. Vinstri flokkarnir og Framsóknarflokkurinn gætu þess vegna rennt hýru auga til Pírata. Við það eitt að setja Pírata með í jöfnuna verða líkurnar á því að samanlagðir þingflokkar Framsóknar (B), Pírata (P), Samfylkingarinnar (S) og Vinstri grænna (V) geti myndað meirihluta eftir kosningar 82 prósent.

Flóknara að mynda stjórn til hægri

Erfiðara gæti reynst að mynda ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn verður burðarásinn. Sú þeir flokkar sem stóðu að ríkisstjórninni sem sat á kjörtímabilinu eiga enga möguleika á að mynda meirihluta á þingi að kosningum loknum miðað við kosningaspána.

Þingsætaspáin er unninn þannig að framkvæmdar eru 100.000 sýndarkosningar þar sem niðurstöður kosningaspárinnar eru hafðar sem líklegasta niðurstaða kosninga. Vikmörk og skekkja, auk sögulegs misræmis í fylgi milli kjördæma eru höfð til hliðsjónar til þess að skilgreina dreifingu atkvæða. Í engum af þessum 100.000 sýndarkosningum fengu Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð nógu marga þingmenn til þess að mynda meirihluta.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun þess vegna þurfa að leita á náðir annarra flokka ef hann vill mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Ef hann vill mynda stjórn til hægri gæti Sjálfstæðisflokkurinn boðið Miðflokknum og Flokki fólksins upp í dans. Líkurnar á því að þessir þrír flokkar geti myndað meirihluta á þinginu eftir kosningar er fjögur prósent.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Ef Bjarna tekst að sætta Sigmund Davíð Gunnlaugsson á að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokknum gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hugsanlega myndað meirihluta á þinginu. Líkurnar á því að það verði mögulegt eru fimm prósent.

Nánar má lesa í nýjustu kosningaspána í kosningamiðstöð Kjarnans eða á vefnum kosningaspá.is.

Þær kannanir sem liggja til grundvallar nýjustu kosningaspánni eru eftirfarandi:

  • Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 9. – 12. október (vægi 27,7%)
  • Þjóðarpúls Gallup 29. september – 12 október. (vægi 30,5%)
  • Skoðanakönnun MMR 6. – 11. október (vægi 22,0%)
  • Skoðanakannanir Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis 2-3. okt og 10. okt (vægi 19,8%)

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar