8% líkur á meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar

Þingsætaspáin reiknar líkur á því hvaða meirihluta verður hægt að mynda að loknum kosningum. Vinstristjórn er líklegri en hægri stjórn.

Það eru átta pró­sent líkur á því að Vinstri græn og Sam­fylk­ingin geti saman stjórnað meiri­hluta þing­manna að kosn­ingum lokn­um, miðað við þing­sæta­spá kosn­inga­spár­inn­ar. Ef Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til að starfa með þessum tveimur flokkum eru lík­urnar 33 pró­sent á að flokk­arnir geti myndað meiri­hluta.

Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DM DFM ACD BD BDM BDFM BDSM BSV BPSV PSV PV DV SV
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
1%
15%
3%
32%
9%
0%
13%
0%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
2%
21%
5%
41%
13%
0%
18%
0%
>=36
0%
0%
0%
0%
0%
4%
28%
8%
51%
19%
0%
24%
1%
>=35
0%
1%
0%
0%
1%
6%
35%
12%
60%
26%
0%
32%
2%
>=34
0%
2%
0%
0%
1%
10%
44%
18%
68%
34%
0%
40%
3%
>=33
0%
3%
0%
0%
2%
15%
53%
25%
76%
43%
1%
50%
5%
>=32
0%
4%
0%
0%
5%
21%
63%
33%
82%
52%
2%
59%
8%
>=31
1%
7%
0%
0%
7%
28%
71%
42%
88%
61%
3%
69%
12%
>=30
1%
11%
1%
0%
11%
36%
79%
51%
92%
70%
5%
77%
18%
>=29
2%
16%
1%
1%
17%
45%
85%
60%
95%
78%
9%
84%
25%
>=28
4%
22%
1%
1%
23%
54%
89%
69%
97%
85%
13%
89%
33%
>=27
7%
29%
3%
3%
31%
63%
93%
76%
98%
89%
20%
93%
43%
>=26
11%
38%
4%
5%
40%
71%
96%
83%
99%
93%
28%
96%
53%
>=25
16%
47%
7%
8%
49%
79%
97%
89%
99%
96%
37%
98%
63%
>=24
23%
57%
11%
12%
58%
85%
98%
92%
100%
98%
48%
99%
73%
>=23
31%
66%
16%
18%
67%
90%
99%
95%
100%
99%
58%
100%
81%
>=22
41%
74%
22%
25%
76%
93%
99%
97%
100%
99%
68%
100%
87%
>=21
52%
81%
30%
34%
83%
96%
100%
98%
100%
100%
77%
100%
91%
>=20
62%
87%
40%
44%
88%
98%
100%
99%
100%
100%
84%
100%
95%
>=19
72%
91%
49%
55%
92%
99%
100%
100%
100%
100%
89%
100%
97%

Kosn­inga­spáin er unnin af Baldri Héð­ins­syni í sam­starfi við Kjarn­ann. Í kosn­inga­spánni eru fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­anir á fylgi fram­boða í Alþing­is­kosn­ingum vegnar og nið­ur­stöður þeirra lagðar saman til þess að fá sem skýrasta mynd af þróun stuðn­ings við stjórn­mála­öfl.

Nýjasta kosn­inga­spáin var gerð laug­ar­dags­morg­un­inn 14. októ­ber. Þar sést að stuðn­ingur við Vinstri græna er nú 25,2 pró­sent, stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er 22,5 pró­sent og stuðn­ingur við Sam­fylk­ing­una er 13 pró­sent.

Sam­fylk­ingin hefur aldrei mælst svo vin­sæl í kosn­inga­spánni fyrir fram­boð til Alþing­is. Fyrsta kosn­inga­spáin fyrir Alþing­is­kosn­ingar var gerð 20. jan­úar 2016. Það eitt og sér eykur lík­urnar á því að Vinstri græn og Sam­fylk­ingin geti myndað rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um.

Niðurstöður kosningaspár 14. október 2017
Kosningaspáin var gerð að morgni 14. október 2017.

Nánar má lesa um aðferða­fræð­ina á bak við gerð kosn­inga­spár­innar og þing­sæta­spár­innar hér á vefn­um, kjarn­inn.is/­kosn­inga­spá. Einnig má lesa um nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­innar á vefnum kosn­inga­spá.is

Píratar mæl­ast nú með 9,5 pró­sent stuðn­ing í kosn­inga­spánni. Lík­leg­ast er að með slíkan stuðn­ing á lands­vísu fái Píratar sex þing­menn. Vinstri flokk­arnir og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gætu þess vegna rennt hýru auga til Pírata. Við það eitt að setja Pírata með í jöfn­una verða lík­urnar á því að sam­an­lagðir þing­flokkar Fram­sóknar (B), Pírata (P), Sam­fylk­ing­ar­innar (S) og Vinstri grænna (V) geti myndað meiri­hluta eftir kosn­ingar 82 pró­sent.

Flókn­ara að mynda stjórn til hægri

Erf­ið­ara gæti reynst að mynda rík­is­stjórn þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður burða­rás­inn. Sú þeir flokkar sem stóðu að rík­is­stjórn­inni sem sat á kjör­tíma­bil­inu eiga enga mögu­leika á að mynda meiri­hluta á þingi að kosn­ingum loknum miðað við kosn­inga­spána.

Þing­sæta­spáin er unn­inn þannig að fram­kvæmdar eru 100.000 sýnd­ar­kosn­ingar þar sem nið­ur­stöður kosn­inga­spár­innar eru hafðar sem lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga. Vik­mörk og skekkja, auk sögu­legs mis­ræmis í fylgi milli kjör­dæma eru höfð til hlið­sjónar til þess að skil­greina dreif­ingu atkvæða. Í engum af þessum 100.000 sýnd­ar­kosn­ingum fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Við­reisn og Björt fram­tíð nógu marga þing­menn til þess að mynda meiri­hluta.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mun þess vegna þurfa að leita á náðir ann­arra flokka ef hann vill mynda rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um. Ef hann vill mynda stjórn til hægri gæti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boðið Mið­flokknum og Flokki fólks­ins upp í dans. Lík­urnar á því að þessir þrír flokkar geti myndað meiri­hluta á þing­inu eftir kosn­ingar er fjögur pró­sent.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Ef Bjarna tekst að sætta Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son á að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Fram­sókn­ar­flokknum gætu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn hugs­an­lega myndað meiri­hluta á þing­inu. Lík­urnar á því að það verði mögu­legt eru fimm pró­sent.

Nánar má lesa í nýj­ustu kosn­inga­spána í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans eða á vefnum kosn­inga­spá.is.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 9. – 12. októ­ber (vægi 27,7%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 29. sept­em­ber – 12 októ­ber. (vægi 30,5%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 6. – 11. októ­ber (vægi 22,0%)
  • Skoð­ana­kann­anir Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 2-3. okt og 10. okt (vægi 19,8%)

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar