Kúvending í Reykjanesbæ

Undanfarin áratugur hefur verið mikil rússíbanareið fyrir Suðurnes þegar kemur að efnahagsmálum. Það sem helst hrjáir svæðið núna, er of hæg innviðauppbygging. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur kúvent stöðunni í atvinnumálum.

Keflavíkurflugvöllur, ISAVIA, flugvöllur,
Auglýsing

Ég var svo hepp­inn að fá að vera við­staddur form­lega athöfn á svæði varn­ar­liðs­ins sum­arið 2006, þegar Banda­ríkja­her fór af land­inu. Þetta var til­finn­ga­þrungin athöfn að mörgu leyti, og hún mark­aði mikil tíma­mót í sögu lands­ins.

Þessi tíma­mót báru bratt að og var ákvörð­unin ein­hliða Banda­ríkj­anna, út frá nýju stöðu­mati í varn­ar­mál­um. Það var ekki talin þörf á því að vera með fasta við­veru hers­ins á Íslandi.

Stoðir hrundu

Þessi nýi veru­leiki var efna­hags­legt áfall fyrir Suð­ur­nes og þá einkum Reykja­nes­bæ. Mikil þjón­usta var í kringum veru hers­ins sem fyr­ir­tæki í Reykja­nesbæ og nágrenni sáu um að veita. Mörg hund­ruð störf voru bein­tengd hern­um, og þau hurfu af svið­inu.

Auglýsing

Eftir stóð atvinnu­lífið á svæð­inu veik­ara. 

Á árunum 2006 og 2007 var mik­ill gangur í efna­hags­mál­um, og gætti mik­illar spennu, einkum í mann­virkja­gerð. Þessi þróun náði líka til Suð­ur­nesja, og þegar halla fór undan fæti - og síð­ari hluta árs­ins 2007 - þá var grunn­ur­inn á Suð­ur­nesjum veik­ur. 

Hrunið haustið 2008, frost í bygg­inga­geir­anum og upp­nám í stór­iðju­fram­kvæmdum á svæð­inu, skap­aði afar erf­iðar aðstæður fyrir bæinn, svo ekki sé meira sagt. Atvinnu­leysi fór hratt upp fyrir fimmtán pró­sent, fyr­ir­tæki börð­ust við hættu á gjald­þroti víða og fjár­hagur sveit­ar­fé­laga var erf­ið­ur, ekki síst í Reykja­nes­bæ. 

Má segja að áfallið hafi verið tvö­falt, af fullum þunga, á rúm­lega tveimur árum. Með brott­hvarfi Banda­ríkja­hers og síðan sjálfu hrun­in­u. 

Gífurlega mikill vöxtur ferðaþjónustunnar hefur komið glögglega fram á Suðurnesjum, þar sem 99 prósent erlendra ferðamanna fara um, þegar þeir koma inn í landið.

Ferða­þjón­ustan hefur breytt öllu

Frá því árið 2011 hefur íbúum á Suð­ur­nesjum fjölgað um meira en fjögur þús­und, og er íbúa­fjöld­inn nú kom­inn yfir 25 þús­und manns. Lyk­il­at­riði í þess­ari þróun hefur verið gríð­ar­legur vöxtur ferða­þjón­ust­unnar og upp­bygg­ingin á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í Reykja­nesbæ hefur íbúum fjölgað um tæp­lega 3.500 á sex árum.

Í ljósi þess að 99 pró­sent af erlendum ferða­mönnum sem heim­sækja landið koma í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, þá hefur mik­illar þenslu gætt í nærum­hverfi vall­ar­ins. Árið 2010 komu 450 þús­und erlendir ferða­menn til lands­ins en talið er að þeir verði fleiri en 2,3 millj­ónir á þessu ári. 

Í fyrra fjölg­aði störfum á Kefla­vík­ur­flug­velli um rúm­lega 1.300 og horft til fram­tíðar er ráð fyrir því gert að fjölg­unin verði 300 til 500 störf á hverju ári. Mikil upp­bygg­ing á vell­inum kallar á mik­inn mann­skap, en atvinnu­leysi er nú lítið á Suð­ur­nesjum, eða um 2 til 3 pró­sent.

Vaxta­verkir

Fátt bendir því til ann­ars en að vöxt­ur­inn á Suð­ur­nesjum - og þá ekki síst í Reykja­nesbæ - haldi áfram á næstu árum, og raunar ára­tug­um. Það þyrti að koma til áfall eins og á árunum 2006 til 2008, til að umbreyta því sem nú hefur gerst.

En það hefur reynst Reykja­nesbæ erfitt að rétta af fjár­hag bæj­ar­ins, þó loks­ins nú sjái fyrir end­ann deilum og hár­togi við kröfu­hafa bæj­ar­ins.

Ríkisstyrkir hafa verið meiri til iðnaðarsvæðis á Bakka en í Helguvík. Þar hafa svo dunið áföll yfir, þar sem United Silicon er í greiðslustöðvun og óvíst um framhalds málsins.

En það sem helst þarf að koma til - bæði í Reykja­nesbæ og Suð­ur­nesjum sem atvinnu­svæði - er ítar­leg stefnu­mótun og styrk­ing inn­viða, meðal ann­ars hjá hinu opin­bera. Í ítar­legri úttekt á stöðu mála, sem Dr. Hug­inn Freyr Þor­steins­son vann, kemur fram að tölu­vert mikið vanti upp á til að styrkja inn­viði svæð­is­ins. Meðal ann­ars á sviði lög­gæslu og ann­arra þátta opin­berrar þjón­ustu.

Til þess að svæðið geti þró­ast vel og í takt við þann vöxt sem er í kort­un­um, þarf frek­ari fjár­fest­ingar hins opin­bera til við­bótar við sveit­ar­fé­lög­in. Þau reyna sitt, en meira þarf að koma til, að því er segir í fyrr­nefndri úttekt á stöðu mála.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar