Helstu áherslur flokkanna í umhverfismálum

Flestir flokkarnir sem bjóða sig fram í komandi kosningum um helgina hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í umhverfismálum.

suurland_14424882789_o.jpg Mynd: Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Með auknum áhuga á umhverf­is­málum þykir alltaf mik­il­væg­ara og mik­il­væg­ara að stjórn­völd hafi skýra stefnu í umhverf­is­mál­um. En hverjar eru hug­myndir flokk­anna sem bjóða sig fram í kom­andi kosn­ingum um til dæmis frið­lýs­ingu svæða, einka­væð­ingu vatns og orku­stefn­u? 

Kjarn­inn tók saman helstu áherslu­mál í mála­flokknum en allir flokk­arnir nema einn hafa skilað inn stefnu­málum á Betra Ísland. Hægt er að taka þátt í umræð­unni á síð­unni sjálfri. 

Auglýsing

Á vef­síð­unni Betra Ísland er hægt að lesa um fleiri stefnu­mál flokk­anna og taka þátt í rök­ræð­um.

Vinstri græn

Þau vilja auka til muna inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, því mikið af mat skemmist í flutn­ing­um, og efla fræðslu um mat­ar­só­un, bæði í skólum og stofn­un­um. Einnig vilja þau skoða kosti þess að setja sér­stök gjöld á fyr­ir­tæki og stofn­anir sem henda mikið af mat.

Hefja þarf end­ur­skoðun raf­orku­samn­inga til stór­iðju með það að mark­miði að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, fækka meng­andi stór­iðju­verum, auka fjöl­breytni í iðn­aði og fjölga í hópi „grænna“ fyr­ir­tækja sem nota raf­orku á Íslandi, að þeirra mat­i. 

Vinstri græn telja að allar stærri áætl­anir rík­is­ins, rekstur rík­is­stofn­ana, frum­vörp og þings­á­lykt­anir þurfi að meta með til­liti til umhverf­is­sjón­ar­miða, los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og auð­linda­nýt­ing­ar.

Jafn­framt þurfi að tryggja að gengið verði um nátt­úru­auð­lindir Íslands af ábyrgum hætti.

„Hverfum frá áformum um olíu­vinnslu, skiptum jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, bindum kolefni með mót­væg­is­að­gerðum og strikum frek­ari áform um meng­andi stór­iðju út af borð­in­u,“ segir í áherslum þeirra. 

Taka þurfi taf­ar­laust upp sams­konar reglur og gilda í Norð­ur­sjó og Eystra­salti um útblástur skipa á haf­svæð­inu umhverfis land­ið. Það þurfi að inn­leiða við­auka VI í MAR­POL samn­ingnum og fylgja honum eftir með skil­grein­ingu ECA (Em­ission control area) svæð­is. Þá þurfi að inn­leiða við­auka IV í Mar­pol um varnir gegn skólp­mengun frá skip­um. Íslend­ingar eigi að stilla sér upp meðal fremstu þjóða við Norður Atl­ants­haf um að draga úr mengun af öllu tagi um allt Atl­ants­haf­ið.

Þau ítreka stefnu sína gegn plast­noktun og leggja til að plast­pokar verði bann­aðir á Íslandi og að mun strang­ari reglur verði settar um notkun plast­um­búða. Banna þurfi inn­flutn­ing og fram­leiðslu á vörum sem inni­halda örplast, svo sem snyrti- og hrein­læt­is­vörum á borð við and­lits­skrúbba, tann­krem og þvotta­efni.

Vinstri­hreyf­ingin telur að brýnt sé að bæta hreinsi­búnað frá­rennsl­is­stöðva á öllu land­inu og bæta eft­ir­fylgni reglna um förgun spilli­efna. Mik­il­vægt sé að öllu skólpi sé fargað á þann veg að ekki sé hætta á því að upp komi sjúk­dómar í fólki og dýr­um. Plast­agnir frá hjól­börðum séu lík­lega langstærstu hluti örplasts­meng­unar og því sé mik­il­vægt að bæta einnig með­höndlun og og hreinsun ofan­vatns, til dæmis með blá­grænum lausnum og sett­jörnum til hreins­unar afrennslis af gatna­kerfi þétt­býl­is­staða.

Mik­il­vægt er, sam­kvæmt VG, að halda áfram að frið­lýsa vist­gerð­ir, jarð­minjar, óbyggð víð­erni og lands­lag sem og vernda líf­fræði­lega fjöl­breytni til að tryggja að sér­staða nátt­úru Íslands njóti vernd­ar. Sveit­ar­fé­lög móti sér stefnu um nátt­úru­vernd og verndun líf­fræði­leg fjöl­breytni. Reykja­vík­ur­borg sam­þykkti stefnu um líf­fræði­lega fjöl­breytni í jan­úar 2016.

VG er mót­fall­inn meng­andi stór­iðju í Helgu­vík og krefst þess að hún verði stöðv­uð. Efla þurfi eft­ir­lits­stofn­anir sem koma að umhverf­is­mál­um. Þau segj­ast muni verja hags­muni íbúa á svæð­inu og tryggja öryggi og vel­ferð þeirra með því að berj­ast gegn og stöðva alla meng­andi stór­iðju í Helgu­vík og um land allt.

VG telur mik­il­vægt að bæta veru­lega íviln­anir mið­aðar að því að stór­efla líf­ræna ylræktun á Íslandi. Æski­legt sé að Íslend­ingar nýti þá orku sem við búum yfir, bæði jarð­hita og raf­orku, fyrir ylræktun og almennt sjálf­bær­ari land­bún­að. Auka þurfi vit­und um tengsl fram­leiðslu­kerfa mat­væla og þau áhrif sem þau hafa á umhverfi sitt, þar með talin hlýn­un­ar­á­hrif. Þá sé mik­il­vægt að auka fram­leiðslu og neyslu á inn­lendu græn­meti og draga úr inn­flutn­ingi á kjöti, sem hefur stórt kolefn­is­fót­spor.

Stemma þurfi stigu við mat­væla­sóun með því að í fyrsta lagi auka til muna inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, í öðru lagi banna stór­mörk­uðum að henda mat, sem hefur t.d. verið gert í Frakk­landi og í þriðja lagi að efla fræðslu um mat­ar­só­un, bæði í skólum og stofn­un­um. „Til að tryggja mögu­leika okkar á fram­tíð hér á jörðu er mik­il­vægt að draga úr neyslu og hætta að nota fyr­ir­bæri á borð við neyslu­vísi­tölu til þess að mæla vel­meg­un.“

Draga þurfi úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með því að hverfa frá olíu­vinnslu og hefja þegar öfl­uga upp­bygg­ingu inn­viða til að skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í sam­göngum og iðn­aði. Ísland eigi að beita sér fyrir því að jarð­efna­elds­neyti verði ekki unnið á Norð­ur­slóð­um. Íslandi beri einnig að minnka losun frá stór­iðju og að taka þátt í fram­sæknum orku­skiptum í flugi og sigl­ing­um. Skipu­lag þurfi að tryggja að almenn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar og ganga verði raun­hæfir val­kost­ir.

Tryggja þurfi fræðslu um umhverf­is­mál á öllum skóla­stig­um, á vett­vangi frjálsra félaga­sam­taka og aðila á vinnu­mark­aði. Kjörið sé að nýta kom­andi kjara­samn­inga til að inn­leiða aukna umhverf­is­vit­und, t.d. með sam­göngu­styrkjum og umhverf­is­fræðslu til starfs­manna. Vöktun og rann­sóknir sem stuðla að nátt­úru­vernd þurfi að styrkja til fram­tíð­ar. Nýta þurfi þá þekk­ingu og miðlun sem þegar er til stað­ar, hana þurfi að styrkja og auka, til dæmis með því að end­ur­vekja Umhverf­is­fræðslu­ráð.

Sam­fylk­ingin

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla að skýra umboð stjórn­valda til að grípa inn í ef hætta stafar af ágangi ferða­manna, til að mynda með tíma­bundnum lok­unum eða tak­mörk­unum á umferð og fjölda ferða­manna inn á ákveðin svæði. Stjórn­völd verði að ákveða hvar eigi að byggja upp svæði, inn­viði og þjón­ustu og hvar ekki. Setja eigi stefnu í ferða­málum til næstu ára­tuga í sam­ráði við fólk og fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og bestu rann­sókn­ir.

Flokk­ur­inn vill taka höndum saman við sveit­ar­fé­lög lands­ins við upp­bygg­ingu kerfis almenn­ings­sam­gangna með rút­um, hrað­lest­um, samnýt­ingu bif­reiða­kosts, hjóla­stígum og göngu­stíg­um. Hefja þurfi sam­vinnu ríkis og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um lest­ar­sam­göngur sem tengj­ast Kefla­vík­ur­flug­velli og fjár­magna Borg­ar­línu.

Sam­fylk­ingin seg­ist ætla að gera vöktun og rann­sóknir á súrnun að for­gangs­verk­efni sem stjórn­völd beita sér fyrir á alþjóða­vett­vangi. Miða þurfi allar aðgerðir við nið­ur­stöður nýlegra rann­sókna á súrnun sjávar og hætta notkun jarð­efna­elds­neytis með orku­skiptum í bíla- og skipa­flot­an­um. Binda þurfi gróð­ur­húsa­loft­teg­undir í gróðri og jarð­vegi með rækt­un, vernd og end­ur­heimt vot­lendis og nýjum leiðum á borð við nið­ur­dæl­ingu og fram­leiðslu met­anóls úr koltví­sýr­ingi.

Alþýðu­fylk­ingin

Alþýðu­fylk­ingin bendir á að frá land­námi til 1998 hafi vatn verið félags­leg eign. Þau segja að með breyt­ingum á vatna­lögum 1998 og 2006 hafi það verið einka­vætt. Land­eig­andi eigi ekki að geta selt frá sér vatns­rétt­ind­in. Þau eigi að fylgja land­inu. Hvort sem það er yfir­borðs­vatn eða grunn­vatn, eigi hver sem er að hafa nýt­ing­ar­rétt, til dæmis til að vökva eða brynna dýr­um.

Jafn­framt telja þau að þó tækni­lega sé ger­legt að leggja raf­magns­sæ­streng til Skotlands, eins og Stein­grímur J. beitti sér fyrir þegar hann var ráð­herra, eigi samt ekki að gera það. „Enda mundi hann bæði þrýsta á hækkun raf­magns­verðs á inn­an­lands­mark­aði og á meiri virkj­anir til að borga niður þá 1000 millj­arða sem er áætlað að hann mundi kosta.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Norð­ur­slóðir eru sér­stak­lega við­kvæmt svæði er varðar breyt­ingar í umhverfi þess. Fram­sókn seg­ist vilja setja aukið fjár­magn í rann­sóknir á svæð­inu og áhrifum plasts og súrn­unar sjávar á líf­ríki. Þess skuli þá vera gætt að aukin umsvif á svæð­inu stand­ist ýtr­ustu umhverfis­kröf­ur.

Þau benda einnig á að plast sé hættu­legt líf­rík­inu og eyð­ist seint í nátt­úr­unni. Því sé mik­il­vægt að draga úr notkun þess eins og hægt er. Fram­sókn seg­ist vilja skapa hvata til notk­unar umhverf­is­vænna umbúða, draga enn frekar úr notkun plast­poka, einnota plast­á­halda og auka kröfur um end­ur­vinnslu á plasti.

Mik­il­vægt sé að stjórn­völd beiti sér fyrir því að ná lofts­lags­mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins til að tryggja að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5°C. Stjórn­völd skuli setja sér skýra stefnu í þessu málum þar sem mark­miðið er kolefn­is­hlut­laust Íslands.

„Við viljum tryggja sann­gjarnan arð til þjóð­ar­innar af sam­eig­in­legum auð­lindum og að auð­linda­á­kvæði verði sett í stjórn­ar­skrá,“ segir í áherslum þeirra. 

Björt fram­tíð

Björt fram­tíð leggur mikla áherslu á að stjórn­völd og sam­fé­lagið allt vinni saman að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í takt við skuld­bind­ingar Ísland í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu

Þau segja að það sé full­kom­lega eðli­legt að hið opin­bera sæki sér umtals­verðar tekjur til auð­linda­notk­unar sem hægt væri að nýta til dæmis til nauð­syn­legrar upp­bygg­ingar á innviðum ferða­þjón­ustu og byggða­styrk­ing­ar.

Einnig benda þau á að Ísland sé ríkt af auð­lind­um. End­ur­nýj­an­lega orkan, nátt­úran, víð­ernin og fisk­ur­inn í sjónum eru Íslend­ingum gjöf­ul. Umfram allt þurfi Íslend­ingar að passa upp á sjálf­bærn­ina við nýt­ingu á þessum auð­lind­um. Fyrir umhverfið og fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Stefna Bjartrar fram­tíðar í auð­linda­málum sé því sam­tengd umhverf­is­stefn­unni.

Þau telja að ekki sé ásætt­an­legt að árið 2017 sé jarð­vegs­rof og illa farin vist­kerfi eitt stærsta lofts­lags­mál Íslands

Björt fram­tíð er alfarið á móti olíu­vinnslu á norð­ur­slóðum

Þau leggja áherslu á að ferða­þjón­ustan dafni í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lag­ið, nátt­úru lands­ins og atvinnu­lífð. Til þess þurfi skýra fram­tíð­ar­sýn um sjálf­bærni í nýt­ingu nátt­úr­unn­ar, upp­bygg­ingu inn­viða og rekstr­ar­um­hverfi atvinnu­grein­ar­innar

Þau vilja tryggja fjár­magn til stefnu­mark­andi áætlun um nátt­úru­vernd. Björt fram­tíð seg­ist styðja stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs enda nauð­syn­legt að varð­veita nátt­úru­verð­mæti mið­há­lend­is­ins sem eru ein­stök á heims­vís­u. Þau styðja því ein­dregið áform umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um stofnun þjóð­garða­stofn­un­ar.

Björt Fram­tíð telur nauð­syn­legt að fá fram heild­stæðar upp­lýs­ingar um nátt­úru­auð­lindir Íslands og ástand þeirra til að byggja undir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um að nýt­ing auð­linda til lands og sjávar verði ætíð í jafn­vægi þannig að kom­andi kyn­slóðir megi njóta sömu gæða og þær sem nú byggja land­ið. Þau styðja því ein­dregið áform umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um gerð hvít­bókar um nátt­úru­auð­lindir lands­ins.

Þau benda á að and­rúms­loft sé grunnur alls lífs og mik­il­vægt sé að vernda loft­gæði með öllum til­tækum ráð­um. „Við getum dregið úr þeirri loft­mengun sem er af manna­völd­um. Ómengað loft skiptir öllu máli,“ segja þau. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Þau segj­ast ætla að vera áfram í fremstu röð í umhverf­is­mál­um. Ísland sé til fyr­ir­myndar í umhverf­is­málum en þau geti gert bet­ur. Þau ætli að fylgja eftir metn­að­ar­fullum mark­miðum í lofts­lags­málum og gæta jafn­vægis milli nýt­ingar og nátt­úru.

Píratar

Píratar vilja verndum við­kvæma nátt­úru mið­há­lend­is­ins. Mið­há­lendið sé ein dýr­mætasta perla lands­ins. Þar má finna eld­fjöll, jökla, vatns­miklar ár og fossa, lit­rík háhita­svæði, víð­feðm hraun og svartar sand­auðnir sem kall­ast á við við­kvæmar gróð­ur­vinj­ar. Saman mynda þessi nátt­úru­fyr­ir­bæri stór­brotnar lands­lags­heildir á einum stærstu víð­ernum Evr­ópu. Þessa þjóð­ar­ger­semi þurfi að vernda til fram­tíð­ar.

Þau vilja stuðla að raf­bíla­væð­ingu Íslands, meðal ann­ars með því að huga að innviðum og með fjár­hags­legum íviln­unum sem stefna að því að auka hlut­fall raf­bíla. Almenn orku­mála- og umhverf­is­stefna ætti að inni­halda mark­mið um raf­bíla­væð­ingu og gera nauð­syn­legar ráð­staf­anir til að ná þeim mark­mið­um.

Ísland verði leið­andi í lofts­lags­mál­um. Ísland taki skýra afstöðu gegn frek­ari olíu­leit og olíu­vinnslu í efna­hags­lög­sög­unni. Meng­andi starf­semi greiði sér­staka meng­un­ar­rentu umfram hefð­bundna skatta. Hag­rænir hvatar verði nýttir til þess að draga úr útstreymi meng­unar í umhverf­ið. Ísland verði leið­andi í lofts­lags­mál­um, grípi til aðgerða sem upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­samn­ings­ins og setji for­dæmi fyrir aðrar þjóðir að gera slíkt hið sama.Flokkur fólks­ins hefur ekki skilað inn stefnu­málum sínum á síð­una og áherslur Dög­un­ar, Við­reisnar og Mið­flokks­ins vantar varð­andi umhverf­is­mál. 

Tekið skal fram að þessi listi er ekki tæm­andi. Á morgun mun Kjarn­inn einnig vera með umfjöllun um önnur mál sem snú­ast um dóm­stóla, stjórn­ar­skrá og lýð­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar