Einræðisherrann, Krókódíllinn og Gucci-Grace: valdabrask eða valdarán í Simbabve?

Simbabveski herinn hefur tekið yfir valdataumana í landinu og situr Robert Mugabe, forseti landsins, í stofufangelsi.

Robert Mugabe Simbabve herinn her valdarán
Auglýsing

Simbabveski her­inn hefur tekið yfir valdataumana í land­inu og situr Robert Muga­be, for­seti lands­ins, í stofu­fang­elsi. Aðgerðir hers­ins ger­ast rúma viku eftir að til­von­andi eft­ir­maður Muga­be, Emer­son Mnangagwa, var vikið úr emb­ætti vara­for­seta til að greiða leið­ina fyrir til­komu for­seta­frú­ar­innar Grace Mugabe sem erf­ingja emb­ætt­is­ins.

Heil þrjá­tíu og sjö ár eru síðan Robert Mugabe varð póli­tískur leið­togi lands­ins eftir að Lancaster Hou­se-sátt­mál­inn batt enda á hvíta minni­hluta­stjórn Ian Smith í land­inu, sem þá var kallað Ródesía, eftir blóð­ugt fjög­urra ára sjálf­stæð­is­stríð. Mugabe var leið­togi ZAN­U-­skæru­liða­sam­tak­anna sem eftir stríð breytt­ust í stjórn­mála­flokk sem hefur verið alls­ráð­andi í land­inu í stjórn­ar­tíð Muga­be.

Á þriðju­dag­inn hófst atburða­rás sem virð­ist ætla að binda enda á stjórn­ar­tíð Muga­be; simbabveski her­inn tók yfir skrif­stofur rík­is­valds­ins, þing­hús­ið, rík­is­út­varpið og flug­völl­inn í Harare, höf­uð­borg lands­ins, og sjón­varp­aði yfir­lýs­ingu þar sem til­kynnt var að aðgerðir hers­ins væru ekki ætl­aðar sem valda­rán en þeim væri beint að „glæpa­mönnum í kringum [Muga­be].“

Auglýsing

Valda­tafl Krókó­díls­ins

Að því er virð­ist snú­ast atburðir vik­unnar í Simbabve um bar­átt­una um hver það er sem mun taka við for­seta­emb­ætt­inu þegar hinn níu­tíu og þriggja ára gamli Robert Mugabe hverfur úr emb­ætti. Á þrjá­tíu og sjö ára stjórn­ar­tíð sinni hefur Mugabe aldrei til­kynnt um það hvern hann sjái fyrir sér að taki við emb­ætt­inu sem hefur leyst úr læð­ingi lang­vinna valda­bar­áttu á bak­við tjöld­in.

Á síð­ustu árum hefur þessi valda­bar­átta að mestu verið á milli tveggja aðila; Emer­son Mnangagwa, fyrr­ver­andi vara­for­seta og einn leið­toga ZAN­U-­skæru­lið­anna í sjálf­stæð­is­stríð­inu þar sem hann ávann sér við­ur­nefnið „Krókó­díll­inn“, ann­ars vegar og Grace Muga­be, eig­in­kona for­set­ans sem hefur lengi haft stuðn­ing ung­liða­hreyf­ingar stjórn­ar­flokks­ins.

Grace og Robert Mugabe á samkomu.Grace Muga­be, sem hefur hlotið við­ur­nefnin Gucci Grace og Dis­grace af and­stæð­ingum sínum vegna tíðra og kostn­að­ar­samra versl­un­ar­leið­angra, virt­ist vera í bíl­stjóra­sæt­inu til að taka við af eig­in­manni sínum eftir að Mnangagwa var vikið úr emb­ætti vara­for­seta fyrir um tveimur vikum síð­an. Muga­be-hjónin lýstu þá yfir óánægju við Mnangagwa og stuðn­ings­menn hans, sem kall­aðir eru „Team Lacoste“, en óhlið­holl­u­sta, van­virð­ing og svik­sam­leg hegðun voru gefnar upp sem ástæður ákvörð­un­ar­innar að víkja honum úr emb­ætti.

Með atburðum síð­ustu viku hefur þó komið í ljós að Mnangagwa hefur haft bet­ur; tengsl hans við her­inn eru sterk og lýstu þau sér á mándu­ag­inn síð­ast­lið­inn þeg­ar, viku eftir að Mnangagwa var vikið úr emb­ætti vara­for­seta, hers­höfð­ing­inn Con­stantino Chiwenga sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem hann var­aði stjórn­ar­flokk­inn við að reyna að fjar­lægja flokks­menn með „sjálf­stæð­is­bar­áttu­bak­grunn“ og að her­inn myndi ekki hika við að grípa til aðgerða til að vernda bylt­ing­una. Dag­inn eftir fór her­inn úr bröggum sínum og út á götur Harare.

Sama gamla tóbak­ið?

Simbabveski her­inn hefur gríð­ar­leg völd í land­inu og hefur lit­ist illa á að eft­ir­maður Mugabe yrði ekki úr þeirra röð­um. Þá hefur Simbabve ekki efni á því að verða enn frekar jað­ar­sett í alþjóða­sam­skiptum vegna þeirrar djúpu og lang­vinnu efna­hag­skreppu sem landið hefur verið í, sér­stak­lega í kjöl­far þess að Mugabe gerði land og eignir flestra hvítra land­eig­enda upp­tæk eftir þús­ald­ar­mót­in, og kemur það í veg fyrir beina her­stjórn sem val­mögu­leika. Mnangagwe virð­ist upp­fylla kröfur hers­ins um leið­toga borg­ara­legrar rík­is­stjórn­ar; sterk tengsl hans við her­inn og for­tíð hans í sjálf­stæð­is­bar­áttu lands­ins gefur honum trú­verð­ug­leika, og hann hefur gefið í skyn vilja til að ráð­ast í umbætur til að sætt­ast við Vest­ur­lönd, meðal ann­ars með því að veita hvítum land­eig­endum bætur fyrir land þeirra og eign­ir.

Robert MugabeÞrátt fyrir vonir íbúa lands­ins um umbætur og frið­sam­lega yfir­færslu valds er lítil ástæða til að vænta þess að stjórn­ar­hættir Mnangagwa verði mjög frá­brugðnir stjórn­ar­háttum Muga­be. Mnangagwa var örygg­is­mála­ráð­herra í Simbabve á níunda ára­tugnum þegar stjórn­völd réð­ust í Gukura­hund­i-­fjöldamorðin á Ndebele-ætt­bálknum sem var ekki álit­inn treystandi vegna ágrein­ings Mugabe og Jos­hua Nkomo, leið­toga ZAPU-­flokks­ins sem var í sam­keppni við ZANU. Þá var Mnangagwa lyk­il­maður í aðgerðum simbabveska hers­ins í Aust­ur-­Kongó á tíunda ára­tugnum og fyrsta ára­tug þess­arar aldar þar sem simbabveskir her­menn rændu gríð­ar­legum nátt­úru­auð­lindum í land­inu í skjóli átak­anna.

Þá hafa orðrómar um að Mnangagwe fór í útlegð til Kína eftir að honum var vikið úr emb­ætti vara­for­seta vakið mikla athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að Chiwenga einnig heim­sótti Kína örfáum dögum áður en valdaránið átti sér stað. Þar ræddi Chiwenga við Chang Wanqu­an, varn­ar­mála­ráð­herra Kína, en Simbabve, sem hefur lengi verið jað­ar­sett af Vest­ur­lönd­um, hefur lengi haft náin tengsl við Kína og hlaut Mnangagwe sjálfur þjálfun í Pekíng í lok sjö­unda ára­tug­ar­ins. Hvort að Pekíng hafi gefið Mnangagwe blessun sína yfir aðgerðir simbabveska hers­ins í vik­unni er óljóst en Kína hefur umtals­verða efna­hags­lega hags­muni í land­inu og hefur sætt gagn­rýni fyrir að styðja við bakið á harð­stjórn Muga­be.

Hvort að íbúar Simbabve líti á atburða­rás und­an­farnar viku sem fagn­að­ar­er­indi mun eflaust fara eftir því hvers konar rík­is­stjórn tekur við ef Mugabe neyð­ist til að segja af sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar