Kallar eftir upplýsingum um hvað ríkustu Íslendingarnir eiga mikið

Logi Einarsson hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi og vill fá að vita hvað allra ríkustu fjölskyldur landsins eiga mikið eigið fé. Hann vill líka fá upplýsingar um hvernig sú eign hefur þróast á undanförnum árum.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill fá upplýsingar um hvert eigið fé ríkustu fimm prósent, eitt prósent og 0,1 prósent landsmanna í árslok ársins 2016. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þess efnis.

Fyrirspurnin er efnislega samhljóma fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lagði fram í desember 2014. Bjarni Benediktsson, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsmálaráðherra, svaraði fyrirspurninni í febrúar 2015.

Í svari ráð­herra kom fram að þau fimm pró­sent lands­manna sem mest áttu í lok árs 2013 hafi átt 1.052 millj­arðar króna. Þessi hóp­ur, sem taldi þá um tíu þús­und fjöl­skyld­ur, átti tæp­lega helm­ing alls eigin fjár á Íslandi í lok þess árs.

Rík­asta eitt pró­sent lands­manna átti um 483 millj­arða króna í eigið fé (22 pró­sent af eigið fé lands­manna) og rík­asta 0,1 pró­sent­ið, um 200 fjöl­skyld­ur, áttu 169 millj­arða króna (7,7 pró­sent alls eigin fjár). 20 árum áður átti sama hlut­fall íslensku þjóð­ar­innar 2,6 pró­sent af heild­ar­eignum henn­ar, en þá voru fjöl­skyld­urnar 144. Hluta­bréfa­eign er metin á nafn­virði í tölunum, ekki mark­aðsvirði, og því er afar lík­legt að eignir þeirra rík­ustu séu tals­vert meiri en kemur fram hér að ofan. Hinir rík­ustu eru enda lík­legri en aðrir til að vera umsvifa­miklir eig­endur hluta­bréfa.

Misskipting auðs eykst áfram á Íslandi

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu 12. október síðastliðinn að þær rúmlega 20 þúsund fjölskyldur sem tilheyra þeim tíu prósentum þjóðarinnar sem eiga mest eigið fé – eignir þegar skuldir hafa verið dregnar frá – hafi átt 2.062 milljarða króna í hreinni eign um síðustu áramót. Alls á þessi hópur 62 prósent af öllu eigin fé í landinu. Eigið fé hans jókst um 185 milljarða króna á síðasta ári. 

Auglýsing
Eigið fé hinna 90 prósent landsmanna jókst á sama tíma um 209 milljarða króna. Það þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna.Þegar eigið fé 20 prósent efnamestu fjölskyldna þjóðarinnar er skoðað kemur í ljós að sá hópur á 85 prósent af öllu eigið fé í landinu. Sá helmingur þjóðarinnar sem á minnst er samanlagt með neikvætt eigið fé upp á 175,3 milljarða króna. Þetta kom fram í tölum um eiginfjárstöðu Íslendinga í lok árs 2016 sem birtar voru í byrjun október.

Ekki er boðið upp á frekari skiptingu í tölum Hagstofunnar um eiginfjárstöðu en á milli tíunda. Því eru ekki, sem stendur, aðgengilegar um hversu mikið eigið fé ríkasta eitt prósent landsmanna átti um síðustu áramót. Þær upplýsingar munu hins vegar liggja fyrir þegar fyrirspurn Loga verður svarað á komandi vorþingi.

Ríkasta prósentið þénaði helming fjármagnstekna

Kjarninn greindi frá því í nóvember að alls hafi Íslendingar þénað 117 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016. Það er umtalsvert meira en árið áður, þegar heildarfjármagnstekjur Íslendinga voru 95,3 milljarðar króna.

Tekjurnar dreifðust ekki jafnt á milli hópa. Þvert á móti. Tekjuhæsta eitt prósent landsmanna tók til sín 55 milljarða króna af þeim tekjum sem urðu til vegna fjármagns í fyrra, eða 47 prósent þeirra. Það er bæði hærri krónutala og hærra hlutfall en þessi hópur, sem samanstendur af 1.966 framteljendum (1.331 einhleypum og 635 samsköttuðum), hafði í fjármagnstekjur á árinu 2015.

Þessi staða þýðir að hin 99 prósent íslenskra skattgreiðenda skipti á milli sín 53 prósent fjármagnstekna sem urðu til á árinu 2016.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar