Fátæk en sexí

Berlín lætur íbúa sína fá það sterklega á tilfinninguna að þeir séu í iðrum Rómarveldis, herðir börn með því að skilja þau út undan í afmælisboðum og hipsterarnir eru hákapítalískir. Auður Jónsdóttir skrifar um borgina flóknu.

Greinarhöfundur telur nauðsynlegt að hafa íslenskan fréttaritara starfandi í Berlín, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Hann þurfi meðal annars að gera hinu táknræna evrópska samfélagi, þar sem lífsbaráttan er að ýmsu leyti miklu harðari en við eigum að venja
Greinarhöfundur telur nauðsynlegt að hafa íslenskan fréttaritara starfandi í Berlín, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Hann þurfi meðal annars að gera hinu táknræna evrópska samfélagi, þar sem lífsbaráttan er að ýmsu leyti miklu harðari en við eigum að venja
Auglýsing

Í fyrra­vor bjó ég í gamla Vest­ur­-Berlín­ar­hverf­inu Schöneberg og hafði gert það í næstum fjögur ár en á vorin byrja far­fugl­arnir að tylla sér á aðal­götu mið­bæj­ar­ins: betl­arar sem sumir virð­ast vera svo­kallað Róma­fólk, en reyndar er ólíkt eftir hverfum í Berlín hver upp­runi betl­ara er og hvers eðlis eymdin er. Í einu hverf­inu sérðu helst heim­il­is­laus götu­börn á tán­ings­aldri, í því næsta dópista á ver­gangi, í því þriðja tann­lausar kerl­ingar að skrapa saman fyrir bjór­flösku.

Á aðal­göt­unni í hverf­inu mínu voru oft aðeins örfá skref á milli betl­ara en ég átti í eins konar sam­bandi við tvo þeirra. Annar var erki­þýskur róni með vel upp alinn hund sem átti sér­stakan sníkju­dall. Hinn var ung­lings­drengur gerður út til að svindla með því að bjóða til sölu tíma­rit sem heim­il­is­lausir í borg­inni gefa út og selja til að þurfa ekki að betla – merki­legt mál­gagn – en þegar hann var búinn að fá klinkið fékk maður ekki blaðið heldur biðj­andi augna­ráð.

Ósýni­legir mansals­greifar

Það var eitt­hvað við þennan dreng, kannski hversu ungur hann var og ég móðir lít­ils drengs, sem gerði það að verkum að ég leyfði honum að svindla á mér á hverjum degi.

Auglýsing

Hann var grind­hor­aður með barns­legt bros og augu sem ljóm­uðu þegar hann sá mig – sem rétti honum oft­ast tvær evrur og flækti mig um leið í óþægi­legum þönk­um. Var ég að kaupa mér vændi, vellíðan við að sjá þakk­lætið í augum hans, hafði ekki ein­hver sænskur fræði­maður sýnt fram á það? Og ef hann var gerður út var ég þá að styrkja mansals­greifa í kitsuðum plast­höllum í Rúm­en­íu?

Ég sagði við sjálfa mig að senni­lega yrði drengnum refsað ef hann kæmi ekki fær­andi hendi eftir dag­inn og að ef til vill hefði hann verið alinn upp á einu af þessum alræmdu mun­að­ar­leys­ingja­hælum þar sem eng­inn heldur á börn­un­um. Einn dag­inn var dreng­ur­inn ekki lengur þarna en ég hugsa ennþá til hans.  

Félags­leg með­vit­und

Í þessu ráð­setta alþýðu­hverfi, þó vin­sælu meðal góð­borg­ara, getur verið nauð­syn­legt að brynja sig á leið­inni heim til sín úr leik­skól­an­um. Á stuttum spotta mæt­irðu kannski dóp­uðu barni með betlandi móður sinni, útlima­lausum börnum nýkomnum úr stríði, harð­snúnu gömlu fólki sem skammar þig af því að það kann ekki ann­að, bók­stafstrú­uðum körlum sem hóta kon­unni sinni með augna­ráð­inu ef hún spjallar við þig og grun­sam­lega vönk­uðum for­eldrum sem leyfa börn­unum sínum að leika sér úti á umferð­ar­götu. Og þú getur ekk­ert gert. Svona er bara lífið í borg af þess­ari stærð­argráðu með mikla, flókna sögu og þunga­vigtar stjórn­mála­líf.

Reyndu að ræða hug­tök á borð við ein­elti eða alkó­hól­isma við sund­ur­leitan hóp for­eldra í einum af öllum þessum leik­skólum sem eru reknir af for­eldrum því í Berlín er botn­laus eft­ir­spurn eftir leik­skól­um.

Í borg sem þess­ari er algjör­lega til­vilj­unum háð hver hefur heyrt hvaða hug­tak. Ég hef sjaldan upp­lifað mig eins kjána­lega og þegar ég mætti með ein­eltis­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar á for­eldra­fund í leik­skóla þar sem flestir sötr­uðu bjór og horfðu á mig eins og geim­veru meðan ég rembd­ist við að þýða félags­legt orð­færið – ofan í hóp sem til­heyrði gjör­ó­líkum stéttum sam­fé­lags­ins.  

Þá angrar gjarnan íslenska for­eldra að börn eigi oftar en ekki að velja sjálf hverjum þau bjóða í afmælið sitt. Við­kvæði ein­hverra þýskra kunn­ingja minna er að það að velja og líka það að vera hafnað styrki börnin fyrir lífs­tíð. Ég skil ekki ennþá hvernig það getur styrkt barn að vera útskúfað þegar flest hin börnin fá skreytt boðskort í hólfið sitt, enda voru barna­af­mælin eitt heitasta umræðu­efnið meðal íslenskra mæðra í Berlín.

Að herða börnin

Það er mikið lagt upp úr sjálf­stæði í borg sem þess­ari, kannski ekki að ástæðu­lausu. Strax í leik­skóla tíðkast að fara með elstu börnin – og oft líka yngri börn ef for­eldr­arnir vilja – í fimm daga ferða­lag til að njóta nátt­úr­unnar (og líka herða þau), stundum í hund­ruð kíló­metra fjar­lægð frá for­eldr­un­um, en ef barn drukknar í stöðu­vatni er það lítil bak­síðu­frétt í gulu press­unn­i. 

Í leik­skól­unum sem sonur minn sótti lagði starfs­fólkið áherslu á að korn­ung börnin gætu klifrað í svim­andi háum leik­tækjum og við­kvæðið að það væri betra að brjóta útlim en sjálfstraustið.
Í leik­skól­unum sem sonur minn sótti lagði starfs­fólkið áherslu á að korn­ung börnin gætu klifrað í svim­andi háum leik­tækjum og við­kvæðið að það væri betra að brjóta útlim en sjálfs­traust­ið. Og þá á alveg eftir að impra á sam­keppn­is­með­vit­und for­eldr­anna þegar börnin hefja skóla­göngu, vit­andi að innan örfárra ára verður skorið úr um hvort það fetar akademíska leið í líf­in­u.   

Þýska stálið er engin ímynd­un.

Róm­ar­veldi nútím­ans

Hvort ýmsir siðir eru betri eða verri en það sem tíðkast í íslensku sam­fé­lagi er ekki mitt að dæma. Berlín er dásam­leg og frjáls­lynd borg; eins heill­andi og hún er hrika­leg, eins rík og hún er fátæk. Fyrr­ver­andi borg­ar­stjór­inn Klaus Wower­eit vissi hvað hann söng með hinum fleygu orð­um: Berlin ist arm, aber sexy.   

Og samt ekki bein­línis fátæk því ég hef hvergi dvalið þar sem ég hef haft eins sterk­lega á til­finn­ing­unni að ég væri í iðrum Róma­veldis nútím­ans.

Í mat­vöru­mörk­uðum flæðir enda­laust fram­boð úr hill­unum af glæ­nýjum ávöxtum & græn­meti, ferskri mat­vöru og áfengi fyrir lægra verð en maður á að venj­ast. Í Þýska­landi er hefð fyrir að borða með­vitað og árs­tíða­bund­ið, á vorin er sukkað í aspas og hvítvín fyllir til­boðs­hill­urnar meðan börnin leggj­ast á beit hjá sér­stökum jarð­ar­berja­söl­um. Í haust­upp­sker­unni fylla fag­ur­litir jarð­á­vextir hill­urnar og gjarnan búið að stilla upp við­eig­andi rauð­víns­flöskum sem kosta álíka og kakó­mjólk í 10/11.

Menn­ing smá­vöru­kaup­manna fær líka að njóta sín; í mið­bæjum hverf­anna mynd­ast þorps­legir kjarnar með fal­legum sér­búðum og kaffi­húsum þar sem hanga hágæða­fjöl­miðlar á sér­stökum prikum sem fólk neytir með árs­tíða­bundnu, líf­rænu haust­graskers­súp­unni eða léttu freyði­víni og jarð­ar­berjum með kaffi­sop­anum til að fagna vor­inu. Líka fólk með lítið á milli hand­anna því það hefur lengi getað leyft sér meira í Berlín en víða ann­ars stað­ar, þó að það sé breyt­ingum háð.

Hákapital­ískir hip­sterar

Í Berlín er hægt að njóta sín fátækur og sexí og fyrir vikið hóp­ast þangað ung­menni, lista­menn, eilífð­ar­hip­sterar, draum­óra­mann­eskjur og fólk í félags­legri neyð; sumt frá öðrum stöðum í Þýska­landi já eða öðrum heims­álfum en fjöl­margir koma frá öðrum löndum í Evr­ópu í leit að betra lífi.Í Berlín er hægt að njóta sín fátækur og sexí og fyrir vikið hópast þangað ungmenni, listamenn, eilífðarhipsterar, draumóramanneskjur og fólk í félagslegri neyð.

Úr verður erki­berlínsk gróska á mörgum sviðum en ófáir gef­ast upp eftir eitt eða tvö ár, þó að borgin bjóði upp á mörg tæki­færi er tölu­vert um að fólki bjóð­ist að vinna spenn­andi verk­efni út á heið­ur­inn frekar en laun eða að því bjóð­ist þræla­vinna á lúsa­laun­um. Og ef þú ætlar að ílengj­ast í borg­inni þarf­tu, líkt og Þjóð­verjar, að borga upp­hæð sem marga munar um í svo­kall­aðan sjúkra­kassa eftir þann umsamda tíma sem evr­ópska sjúkra­trygg­inga­kortið býður upp á.

Berlín er hákapít­al­ísk borg, þrátt fyrir alla hip­ster­ana.

Hlað­borð í hóru­húsum

Fyrir örfáum árum heyrði ég áætlað að það væru fimm hund­ruð hóru­hús í borg­inni og sum þeirra bjóða upp á hlað­borð, þú getur borgað þig inn fyrir nokkra þús­und­kalla, fengið frían drykk og sofið hjá eins mörgum konum og þú hefur lyst á.

Í gamla Vest­ur­-Berlín­ar­hverf­inu mínu voru þó nokkur hóru­hús, stundum í nágrenni við leik­skóla, og maður hafði á til­finn­ing­unni að örþreyttu þjón­arnir sem kjöft­uðu svo glað­beittir við mann á hræó­dýru veit­inga­hús­unum ættu eftir að sofna í fang­inu á fyrstu hlað­borðs­kon­unni eftir ómann­eskju­lega langan vinnu­dag, sjálfir búnir að daðra úr sér sál­ina við kúnn­ann og leika ýkta stað­al­mynd af ítölsku, ind­versku eða grísku þjóð­erni sínu til að fá lífs­nauð­syn­legt þjór­fé.

Ísland í alþjóð­legu sam­hengi

Berlín er of flókin og stór­brotin til að það sé hægt að gera henni minnstu skil í pistli. Síð­ast þegar ég vissi var ekki frétta­skýr­andi á vegum Rík­is­út­varps­ins sér­stak­lega starf­andi í Berlín. Ein­hvern veg­inn finnst manni að það væri snið­ugt að hafa frétta­skýranda á stað sem hefur jafn mikið vægi í stjórn­málum og við­skiptum og höf­uð­borg Þýska­lands sem er ein af burð­ar­borgum Evr­ópu og virkur þátt­tak­andi í hádramat­ískum alþjóða­svipt­ingum. Sem dæmi má nefna tengsl stórra hópa borg­ar­búa af rúss­neskum og tyrk­neskum ættum og stjórn­mál­anna í Þýska­landi við bæði Rúss­land og Tyrk­land en fyrir vikið fjalla þýskir fjöl­miðlar af djúpri inn­sýn um mik­il­væg átaka­mál þar, mál sem oft teygja ang­ana inn í póli­tík­ina í Berlín og skila sér ekki alltaf á sama hátt inn í fjöl­miðla á ensku.

Til að geta skilið sem best stjórn­mála­hrær­ing­arnar í Evr­ópu og heim­inum væri ráð að hafa frétta­skýranda starf­andi í Berlín, bæði fyrir útvarp og sjón­varp. Ekki bara til að gera stjórn­mál­unum skil heldur líka tákn­rænu evr­ópsku sam­fé­lagi þar sem lífs­bar­áttan er að ýmsu leyti miklu harð­ari en við eigum að venjast, þrátt fyrir allt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnAuður Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFólk