Byssurnar frá Stary Tekov

Þeir eru margir staðirnir í henni veröld sem nánast engir kannast við né vita hvar eru. Einn slíkra er smábærinn Stary Tekov í Slóvakíu. Enn færri kannast líklega við kaupmanninn Jozef Hostinsky og verslunina Tassat. Hostinsky er vopnasali, selur byssur.

Byssa Mynd: Sænska lögreglan
Auglýsing

Síðla árs 2014 ráku starfs­menn Evr­ópu­lög­regl­unn­ar, Europol, augun í nokkur sænsk nöfn í vopna­reg­istri sló­vösku lög­regl­unn­ar. Europol hafði sam­band við sænsku lög­regl­una, sem fór, nokkru síð­ar, að fylgj­ast með þremur sænskum mönn­um. Lög­regl­una grun­aði að þeir hefðu keypt vopn í Slóvakíu og smyglað til Sví­þjóð­ar. Lög­reglan kom­st, að eigin sögn fyrir til­vilj­un, að því að einn mann­anna sem fylgst var með var með tals­vert magn danskra pen­inga­seðla í fórum sín­um. Í maí 2015 tal­aði einn Sví­anna við nokkra unga menn frá Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn í síma. Þau sím­töl, sem lög­reglan hler­aði, snér­ust um við­skipti. Vopna­við­skipt­i. ­Fjöldi ólög­legra vopna í umferð.

Lög­regla í mörgum Evr­ópu­löndum telur sig vita að ólög­legum vopnum í umferð hafi fjölgað mikið á und­an­förnum árum. Danska lög­reglan veit fyrir víst að í margra mán­aða átökum glæpa­gengja í Kaup­manna­höfn á síð­asta ári komu ólög­leg vopn við sögu.

Mis­mun­andi aðferðir við að breyta byssum

Þrátt fyrir að í Evr­ópu hafi árum saman verið í gildi lög varð­andi byssu­leyfi og notkun til­tek­inna skot­vopna hefur sala slíkra vopna ekki verið bönn­uð. Skil­yrði er að þær séu þannig úr garði gerðar að ein­ungis sé hægt að hleypa af púð­ur­skotum en ekki að nota þær sem skot­vopn (með kúlu). Heim­ilt er að selja byssur sem búið er að breyta og gera ónot­hæfar sem skot­vopn. 

Auglýsing

Aðferð­irnar við að gera þær ónot­hæfar voru mis­mun­andi, víð­ast hvar var byss­unum breytt þannig að úti­lokað væri að „laga þær“ og þannig hafa regl­urnar t.d. verið í Dan­mörku. Í Slóvakíu var, fram til júlí árið 2015, notuð önnur aðferð, þar var steypt í hlaup­ið. Með réttum aðferð­um, og vara­hlut­um, var fremur auð­velt að gera slíkar byssur að skot­vopni á nýjan leik. Í Slóvakíu voru margir vopna­salar með breyttar byssur (með ísteyptu hlaupi) til sölu. Slíkt frétt­ist.

Inn­kaupa­ferðir til Slóvakíu

Ferðalagið frá Slóvakíu til Malmö.Ekki eru til neinar tölur um hve margar byssur slóvaskir kaup­menn hafa selt við­skipta­vinum sínum en þær eru marg­ar. Meðal þeirra sem gerðu sér ferð, eða ferð­ir, til Slóvakíu til vopna­kaupa voru þrír Sví­ar, Tamer Zahran, Bjørn Nyman og Dragan Zeljo, allir frá Mal­mö. Þeir eru allir á fer­tugs­aldri, þekkj­ast vel og hafa margoft kom­ist í kast við lög­in. Það voru nöfn þess­ara manna sem starfs­menn Europol ráku augun í, eins og fyrr var get­ið. Vorið 2014 losn­aði Tamer Zahran úr fang­elsi, hafði setið inni fyrir fíkni­efna­brot. 

Áður­nefndir félagar hans höfðu ekki setið með hendur í skauti, þeir höfðu nokkrum sinnum farið til Slóvakíu og keypt þar byssur með ísteyptu hlaupi, ásamt ýmsum vara­hlut­um. Tví­menn­ing­arnir keyptu byss­urnar hjá tveimur kaup­mönn­um. Annar þeirra í bænum Part­izanske, Bjørn Nyman hafði áður skipt við hann, og Dragan Zeljo hafði keypt 60 byssur af gerð­inni Scorpion hjá Jozef Host­in­sky í versl­unni Tassat í smá­bænum Stary Tekov. Þessir tveir bæir, eru á svip­uðum slóð­um, norð­austan höf­uð­borg­ar­innar Brat­islava.

Í ágúst 2014, þegar Tamer Zahran var laus úr fang­els­inu fór hann ásamt Birni Nyman akandi, til Stary Tekov. Frá Malmö er vega­lengdin um það bil 1150 kíló­metr­ar. Þeir keyptu sam­tals 235 byssur í þess­ari ferð og fluttu þær, hindr­un­ar­laust, til Mal­mö.

Danskir kaup­endur

Haustið 2014 eru byss­urnar frá Slóvakíu komnar í umferð í und­ir­heimum Sví­þjóð­ar. Á síð­ustu fjórum mán­uðum þess árs lagði sænska lög­reglan hald á 32 byss­ur. Á þessum tíma vissi lög­reglan hvorki hvernig byss­urnar hefðu komið til Sví­þjóðar né hvaðan þær komu. Þegar farið var að fylgj­ast með þre­menn­ing­unum marg­nefndu, eftir ábend­ingu Europol átt­aði lög­reglan sig á því að þeir tengd­ust sölu á byss­unum frá Slóvak­íu. Lög­reglan fylgd­ist einnig náið með kunn­ingjum þre­menn­ing­anna og komst að því að einn þeirra hitti margoft danskan mann, Larim að nafni í Mal­mö. 

Dag einn heyrði lög­reglu­maður á hler­un­ar­vakt minnst á byssur „þessar þarna Scorp“ og svo er svarað „já, hann vill fá fjórar Scorpi­o“. 28. maí, dag­inn eftir þetta sím­tal fór Dan­inn Larim (sem lög­reglan fylgd­ist með) ásamt þremur vinum sínum yfir Eyr­ar­sunds­brúna til Malmö á tveimur bíl­um, með tug­þús­undir danskra og sænskra króna í reiðu­fé. Á Torn­falks­gatan í suð­ur­hluta Malmö hittu Dan­irnir marg­nefndan Tamer Zahran ásamt tveimur kunn­ingjum hans. Dan­irnir fengu afhentan hvítan poka, Sví­arnir tóku við umslagi. Allt þetta sáu sænskir lög­reglu­menn.

Elt­inga­leikur á Eyr­ar­sunds­brúnni

Eftir að hafa tekið við hvíta pok­anum héldu Dan­irnir til baka yfir sund­ið, sænska lög­reglan í humátt á eft­ir. Þegar Dan­irnir höfðu borgað brú­ar­gjaldið gaf lög­reglan þeim merki um að stoppa. Því hlýddu Dan­irnir ekki heldur gáfu í og óku á miklum hraða yfir sjálfa brúna, lög­reglan á eftir með blikk­andi ljós. Þegar bíl­arnir voru komnir á þann hluta veg­ar­ins sem liggur yfir eyj­una Pip­ar­hólmann tókst lög­regl­unni að stöðva bíla Dan­anna. Þá hafði einn þeirra kastað, fyrst hvíta pok­anum og síðan sjálfum sér út úr öðrum bílnum og tók strikið yfir Pip­ar­hólmann í átt að sjón­um. Sænskur lög­reglu­maður (vænt­an­lega í topp­formi) hljóp hann uppi en Dan­inn hafði á hlaup­unum hent frá sér hvíta pok­an­um. Í pok­anum reynd­ust vera tvær Scorpio byss­ur, ásamt ýmsum fylgi­hlut­um, og pen­ingar sem lög­reglan telur að hafi átt að nota til greiðslu fyrir tvær byssur til við­bót­ar, sem kannski hafi ekki verið til­búnar þennan dag.

Byss­urnar voru frá verslun Jozefs Host­in­sky

Þrátt fyrir að búið væri að afmá fram­leiðslu­númer byssnanna sem voru í hvíta pok­anum tókst tækni­deild dönsku lög­regl­unnar að greina núm­er­in. Þau stemma við númer á byssum sem Dragan Zeljo keypti í versl­un­inni Tassat, verslun Jozefs Hast­in­sky í smá­bænum Stary Tekov. Dóttir kaup­manns­ins, sem vann í verslun föður síns, skráði sam­visku­sam­lega teg­und og fram­leiðslu­númer hverrar byssu sem seld var í búð­inni, klukkan hvað kaupin fóru fram, nafn kaup­and­ans og sölu­verð­ið. Fað­ir­inn stað­festi, með und­ir­skrift, upp­lýs­ing­arnar í skránni. Aðra byss­una keypti Dragan Zeljo 9. jan­úar 2014 og hina 7. mars sama ár.

Yfirlit dóttur kaupmannsins.

Rétt­ar­höld og dómar

19. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn hófust rétt­ar­höld í máli Sví­anna þriggja í Malmö og féll dómur þann 19. des­em­ber, Dragan Zeljo fékk þriggja og hálfs árs fang­els­is­dóm, Björn Nyman og Tamer Zahran fengu hvor um sig fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm, brot þeirra alvar­legri af því þeir seldu byss­urnar til afbrota­manna. Dan­irnir fjórir fengu hver um sig þriggja ára fang­elsi, sá dómur féll árið 2016.

Hvað með allar byss­urn­ar?

Sænska lög­reglan hefur lagt hald á 65 af þeim tæp­lega 300 byssum sem Sví­arnir keyptu í Slóvak­íu. Danska lög­reglan hefur lagt hald á tíu byssur sem vitað er að þre­menn­ing­arnir keyptu. Ekki er vitað hvar hinar 225 eru nið­ur­komn­ar. Danska lög­reglan telur næsta víst að í Dan­mörku séu margar byssur sem keyptar voru í Slóvakíu þótt ekki sé hægt að full­yrða slíkt. Í við­tali við dag­blaðið Jót­land­s­póst­inn sagði starfs­maður vopna­deildar dönsku lög­regl­unnar að lík­legt væri að fleiri en Sví­arnir þrír hefðu lagt leið sína til Slóvakíu til að verða sér úti um skot­vopn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar