Allt er breytt - Hvað er Amazon að hugsa?

Byltingarkenndur nýr hugbúnaður í smásölu er kominn fram. Margar spurningar vakna um breytt landslag í smásölu.

Amazon-Fresh.jpg
Auglýsing

Í dag opn­aði Amazon Go verslun Amazon í Seattle. Þetta eru tíma­mót í heimi smá­söl­unnar og tækn­inn­ar. Búðin er hátækni­und­ur. Fólk gengur inn í búð­ina. Sím­inn er sjálf­krafa skann­aður inn í kerfi búð­ar­inn­ar. Síðan fer fólk um og finnur vör­urn­ar, og gengur svo rak­leiðis út aft­ur. Engar biðrað­ir. Engir búð­ar­kassar eða starfs­menn við þá. Við­skiptin fara fram í gegnum not­enda­svæði Amazon í sím­an­um. Það sem gerir þetta mögu­legt, er mynda­véla- og skynjara­bún­aður í lofti versl­un­ar­inn­ar, sem hefur verið í mörg ár í þró­un. Fjórtán mán­uðir eru frá því að búðin var opnuð fyrir starfs­mönnum Amazon, en nú hefur stóra skrefið verið stig­ið, og getur almenn­ingur nú verslað í búð­inni.

Stans­laus umferð hefur verið um búð­ina í dag, sam­kvæmt skrifum Seattle Times, en blaða­maður hyggst heim­sækja hana þegar örlítið um hægist, von­andi síðar í vik­unni.

Auglýsing


Hvað svo?

Stóra spurn­ingin sem nú er spurt, er hvað Amazon hyggst gera. Munu nú spretta fram versl­anir vítt og breitt um Banda­rík­in, eða jafn­vel heim­inn?

Verður 470 Whole Foods versl­unum fyr­ir­tæk­is­ins breytt í þessa veru? Munu mán­að­ar­gjöld not­enda Amazon vild­ar­kjara­kerf­is­ins (Amazon Pri­me) hækka?

Þrjú atriði hafa helst verið nefnd, nú strax á fyrsta degi.

1. Búðin er bylt­ing í versl­un, og má líkja henni við það þegar strik­a­merkin komu fram. Þá fengu versl­un­ar­rek­endur verk­færi til að auka hag­kvæmni og áreið­an­leika í þjón­ustu. Tæknin sem Amazon hefur nú kynnt til sög­unnar - og hefur einka­leyfi á - getur aukið hag­kvæmni til muna en hún stuðlar líka að mun betri nýt­ingu á plássi. Tölvu­stýrðir lag­erar hjálpa til við að nýta pláss og stuðla að betri nýt­ingu á vör­um. Þetta eru áhættu­þættir sem oft geta reynst versl­unum erf­ið­ir; ann­ars vegar afföll og hins vegar hús­næð­is­kostn­að­ur. Margir virð­ast gera ráð fyrir að Amazon muni nýta sér bún­að­inn í Whole Foods versl­un­um, en einnig í fleiri Amazon Go búð­um. Þegar tæknin var fyrst kynnt skrif­aði Laura Stevens, blaða­maður Wall Street Journal, frétta­skýr­ingu þar sem hún sagð­ist vera með heim­ildir fyrir því, að Amazon væri búið að vinna með fjár­festum að því að tryggja sér um tvö þús­und stað­setn­ingar fyrir Amazon Go versl­anir í Banda­ríkj­un­um. Amazon neit­aði, en þó með þeim orðum að þessi áform væru ekki orðin að veru­leika. Neit­unin var ekki sann­fær­andi, með öðrum orð­um.

2. Amazon er orð­inn að for­dæma­lausum risa í smá­sölu, vegna net­versl­un­ar­inn­ar. Talið er að áskrif­endur vild­ar­kjara­kerfis Amazon séu nú orðnir yfir 90 millj­ón­ir, en opin­ber tala er ekki gefin upp. Eftir því sem þessi mark­aður stækk­ar, þeim mun verð­mæt­ara verður fyrir fram­leið­endur og umboðs­að­ila að koma vörum á fram­færi á hinu risa­vaxna Amazon mark­aðs­torgi. Amazon hyggst hækka mán­að­ar­gjaldið fyrir Prime með­limi úr tæp­lega 10 Banda­ríkja­dölum á mán­uði, í 12. En á sama tíma vill fyr­ir­tækið bjóða fólki að halda sömu „gömlu“ kjör­unum ef það skiptir yfir í árs­á­skift. Kunn­ugir blaða­menn í tækni­geir­anum hér í Seatt­le, sem blaða­maður Kjarn­ans ræddi við, segja að Amazon vilji frekar hafa fólk í árs áskrift en mán­að­ar­legri, þar sem áreið­an­leiki í greiðslu­kerfum fyr­ir­tæk­is­ins er meiri þannig. Upp­hæð­irnar eru miklar, og hags­mun­irnir mikl­ir. Eftir því sem útbreiðsla á þessu vild­ar­kjara­kerfi verður meiri því mun auð­veld­ara verður fyrir fyr­ir­tækið að tengja við­skipta­vini við Amazon Go versl­an­ir, vítt og breitt. Allt helst þetta í hendur hjá þessum risa; versl­an­ir, net­versl­unin og vild­ar­kjara­kerf­ið. Það er eins konar horn­steinn í við­skipta­sam­bandi Amazon við sína við­skipta­vini.



3. Blaða­maður New York Times heim­sótti Amazon Go versl­un­ina í gær, degi áður en hún opn­aði, og gerði til­raun til að stela vör­um. Það gekk ekki betur en svo, að hann var rukk­aður fyrir þær. Í umfjöllun sinni veltir hann því upp, að hugs­an­lega muni Amazon ein­blína á að breiða út hug­bún­að­ar­kerfi sitt, og selja öðrum smá­sölu­fyr­ir­tækjum aðgang að því. Með því móti myndi fyr­ir­tækið ein­blína fyrst og síð­ast á þennan hluta versl­un­ar­rekstr­ar­ins, það er hug­bún­að­ar­hlut­ann. 

Það má taka dæmi: Íslensk verslun not­ast við hug­búnað Amazon, og greiðir eina milljón á mán­uði til fyr­ir­tæk­is­ins. Hug­bún­að­ur­inn og kerfið allt, er síðan hryggjar­stykkið í skipu­lag­inu, og hjálpar til við að gera versl­anir og lag­era hag­kvæm­ari. Það er vel hugs­an­legt, að þetta sé eitt af því sem komi til greina hjá Amazon, þegar kemur að þessum bylt­ing­ar­kennda hug­bún­aði.

Það er erfitt að spá fyrir um fram­tíð­ina, en miðað það skref sem Amazon steig í dag, þá er óhætt að tala um að bylt­ing sé framundan í smá­sölu. Vax­andi net­verslun er eitt, en þessi skynjara- og gervi­greind­ar­verslun er ann­að. Amazon er leið­andi í hvoru tveggja. Fyr­ir­tækið er nú virði tæp­lega 600 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 65 þús­und millj­arða króna. Stofn­and­inn Jeff Bezos heldur enn um þræð­ina sem for­stjóri, og á enn 17 pró­sent hlut í fyr­ir­tæki. Sem gerir hann að auð­ug­asta manni heims, með um 100 millj­arða Banda­ríkja­dala eign­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar