Ráðherrann á sjömílnaskónum

Fjölmiðlalandslagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og Danir eru að boða róttækar breytingar á lögum um fjölmiðla og danska ríkisútvarpið.

DR
Auglýsing

,,Við stígum sjömílna­skref og tökum djúpa skóflustungu“ sagði Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merkur þegar hún kynnti fyr­ir­hug­aða útfærslu  dönsku rík­is­stjórn­ar­innar á sam­komu­lagi um rekstr­ar­um­hverfi ljós­vaka- og prent­miðla sl. fimmtu­dag. Rík­is­stjórnin hafði áður greint frá því að fram­lög til Danska rík­is­út­varps­ins, DR,  yrðu skorin niður um 20 pró­sent á næstu fimm árum. Rík­is­stjórnin stefnir að því að selja 40 pró­sent af sjón­varps­stöð­inni TV2, slíkt hefur verið reynt áður en þá var ,,lík í lest­inni“ sem gerði þær hug­myndir að engu.

Þegar fyr­ir­ætl­anir dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um tutt­ugu pró­senta nið­ur­skurð Danska rík­is­út­varps­ins, DR, voru kynntar fyrir rúmum tveim vikum kom það mörgum á óvart að það var Krist­ian Jen­sen fjár­mála­ráð­herra, ásamt einum þing­manni Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem styður stjórn­ina í flestu, sem gerði frétta­mönnum grein fyrir ákvörðun stjórn­ar­inn­ar. Ekki menn­ing­ar­mála­ráð­herrann, ráð­herra mála­flokks­ins. Fyrir utan nið­ur­skurð­inn hjá DR var helsta frétt þess fundar að í stað afnota­gjalds verður tek­inn upp nef­skatt­ur. Fjár­mála­ráð­herr­ann sagði að breyt­ingin þýddi jafn­framt skatta­lækk­un. Á áður­nefndum fundi kom fram að stjórn­ar­flokk­arn­ir, ásamt Danska Þjóð­ar­flokknum hefðu orðið sam­mála um nið­ur­skurð­inn og ef stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir vildu taka þátt í gerð fjöl­miðla­samn­ings næstu fjög­urra ára yrðu þeir að sam­þykkja nið­ur­skurð­inn hjá DR. 

Þetta köll­uðu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir ,,af­ar­kosti“ og ekki er á þess­ari stundu ljóst hvort þeir taka þátt í gerð samn­ings­ins. Hvort þeir verða með eða ekki skiptir hins­vegar miklu máli. Ef þeir verða með verður ekki hróflað við samn­ing­unum næstu fjögur árin, frá árinu 2019, ef þeir verða ekki með en samn­ing­ur­inn  sam­þykktur á þingi er núver­andi stjórn­ar­and­staða óbundin af samn­ingn­um. Gæti þess vegna tekið hann upp strax eftir næstu kosn­ing­ar, sem verða vænt­an­lega á næsta ári.

Samn­ing­ur­inn     

Þess hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu hverjar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi nýja ramma­samn­ing­inn yrðu, aðrar en boð­aður nið­ur­skurður hjá DR. Og sl. fimmtu­dag voru til­lög­urnar kynnt­ar, og að þessu sinni var það menn­ing­ar­mála­ráð­herrann, Mette Bock sem það gerði. Ráð­herr­ann sagði að með þessum samn­ingi væri stigið sjömílna­skref og tekin djúp skóflustunga. Nánar til­tekið að hér væri um að ræða mestu breyt­ingar á dönsku fjöl­miðlaum­hverfi í ára­tugi.

Auglýsing
[Og breyt­ing­arnar eru vissu­lega umtals­verð­ar:

1. 20 pró­sent nið­ur­skurður hjá DR. Gert ráð fyrir að sjón­varps­rás­unum fækki um tvær, en þær eru nú sex. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn setti sem skil­yrði fyrir stuðn­ingnum að barna­efni yrði ekki skorið nið­ur.

2. Stjórnin vill selja 40 pró­sent hlut í TV2, en ríkið eigi áfram 60 pró­sent, fyrst um sinn. Ráð­herr­ann sagði að stefna stjórn­ar­innar væri að selja TV2, eins og það leggur sig, en það yrði ekki gert strax. En TV2 er með ,,lík í lest­inni“ eins og blaða­maður Berl­ingske kall­aði það, stöðin á hugs­an­lega yfir höfði sér millj­arða sekt frá ESB, vegna rík­is­styrks. Þetta er gam­alt mál og teng­ist því að stöðin er að stærstum hluta rekin á aug­lýs­inga­tekj­um. Fyrir meira en ára­tug var ætl­unin að selja TV2 en þá fóru þær hug­myndir upp í loft, vegna þess­ara sömu mála. Mette Bock sagði frétta­mönnum að hugs­an­legir kaup­endur að TV2 yrðu los­aðir undan öllum slíkum ábyrgð­um. Vitað er að margir renna hýru auga til TV2, þar á meðal nokkrar stærstu fjöl­miðla­sam­steypur Dan­merk­ur. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn vill að starf­semi TV2 verði í auknum mæli flutt til Óðins­véa, á Fjóni, þar sem höf­uð­stöðv­arnar eru. Starf­semin hefur í auknum mæli flust til Kaup­manna­hafnar og því vill Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn breyta.

3. Svæð­is­stöðvar TV2 eiga árlega að spara 2 pró­sent næstu fimm árin. Þetta vekur ekki mikla hrifn­ingu hjá Danska þjóð­ar­flokkn­um, óljóst er um við­horf ann­arra.

4. Stjórnin vill sexfalda það sem kallað er ,,al­manna­þjón­ustu­pott­ur­inn“. Þetta er sjóður sem sjálf­stæðir fram­leið­endur geta sótt um styrki úr. Miðað er við að við­fangs­efni sem styrk hlýtur varði danskt þjóð­líf, sögu og menn­ingu. Þessi ,,pott­ur“ verður 220 millj­ón­ir(3.6 millj­arðar íslenskir) á ári.

5. Stjórnin hyggst bjóða út rekstur nýrrar sjón­varps­rás­ar, sem sinni menn­ing­ar­málum og upp­lýs­inga­miðlum ásamt útvarps­rás sem sendi sígilda tón­list og menn­ing­ar­efni.

6. Net­miðlar verði und­an­þegnir virð­is­auka­skatti, eins og nú gildir um prent­miðla

7. Krafa um að DR og TV2 kaupi danskar kvik­myndir verður afnum­in. Styrkur til kvik­mynda­gerðar verður auk­inn.  

8. Sér­stakur sjóður verður mynd­að­ur, ætl­aður til að styrkja svæð­is- og viku­frétta­blöð, utan þétt­býl­iskjarna. Reglur varð­andi þennan sjóð, og sama gildir um næsta lið hér fyrir neð­an.

9. Styrkur til nýrra prent- og net­miðla verður auk­inn frá því sem nú er.

10. Þegar starfs­leyfi Radi­o24­Syv rennur út í októ­ber 2019 verður starf­semin boðin út. Fjár­veit­ingar til stöðv­ar­innar verða skornar niður um þriðj­ung. Þessi ákvörðun vekur mikla athygli því Radi­o24­Syv, sem var sett á lagg­irnar árið 2010 og er tal­máls­rás, fréttir og umræðu­þættir eru uppi­staða dag­skrár­inn­ar. Sú ákvörðun að skera fram­lag til þess­arar stöðvar niður hefur vakið undrun margra, sem og sú krafa Danska þjóð­ar­flokks­ins að stöð­in, sem nú er í Kaup­manna­höfn, verði flutt til Vest­ur­-Jót­lands.

11. Öllum útvarps­send­ingum á FM bylgju verður hætt þegar helm­ingur hlust­enda nýtir sér staf­ræna tækni við mót­töku send­inga. Í síð­asta lagi þó árið 2021.

Minni fjár­munir en betra efni

Mette Bock ráð­herra menn­ing­ar­mála sagði á frétta­manna­fund­inum að DR myndi áfram gegna mik­il­vægu hlut­verki í dönsku sam­fé­lagi. Tím­arnir hefðu hins­vegar breyst og nú gætu margir aðrir fram­leitt og boðið uppá vandað efni, bæði í útvarpi og sjón­varpi. Hún teldi að nið­ur­skurð­ur­inn hjá DR yrði til að ,,skerpa fók­usinn“ eins og hún komst að orði og DR myndi bjóða uppá vand­aðra efni. Frétta­menn vildu fá útskýr­ingar á því hvernig minni pen­ingar þýddu betra efni.

Eins og vænta mátti hefur mikið verið fjallað um þetta mál í dönskum fjöl­miðl­um. Margir hafa lýst ákveðnum ótta við þessar breyt­ing­ar, með minni umsvifum DR sjái erlendir aðilar  sér leik á borði til að ná auknum ítökum á dönskum sjón­varps­mark­aði. Hvort sú verður raunin er ókomið í ljós.

Hvað nú?

Nú kemur fjöl­miðla­samn­ing­ur­inn til kasta þings­ins. Búast má við miklum átökum því vitað er að margir þing­menn eru ósáttir við margt í fyr­ir­ætl­unum stjórn­ar­inn­ar. Í sumum fjöl­miðl­anna hefur það verið rifjað upp að Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra hafi um fjög­urra ára skeið verið aðal­rit­stjóri og fram­kvæmda­stjóri dag­blaðs­ins JydskeVest­kyst­en. Ýmsar ákvarð­anir hennar urðu þess vald­andi að blaðið var nærri farið á haus­inn og hún hrökkl­að­ist úr starf­inu. Skömmu síðar var hún ráðin til DR, sem dag­skrár­stjóri, sú ráðn­ing vakti undrun margra. Eftir tæp­lega tveggja ára veru þar sagði hún upp og fékk tveggja millj­óna starfs­loka­samn­ing (tæpar 33 millj­ónir íslenskar). ,,Er þetta rétta mann­eskjan til að segja DR að hysja upp um sig?“ spyr dálka­höf­undur Politi­ken og lætur les­endum eftir að svara.

Nýr samn­ingur á að taka gildi 1. jan­úar á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar