Bára Huld Beck

Á heitum degi í hjarta kalda stríðsins

Auður Jónsdóttir og Bára Huld Beck röltu á heitum sunnudegi um sögufrægt svæði í Berlín, Tempelhof-flugvöll og nágrenni, áður hjarta kalda stríðsins en nú hjarta Berlínar-búa í sumarskapi. Við gömlu flugstöðvarbygginguna sem eitt sinn tilheyrði nasistum má nú finna hjarta framandi menningar slá. Á allra síðustu árum hafa þúsundir flóttafólks m.a. dvalið í henni.

Berlín getur verið syfju­leg við fyrstu sýn á sunnu­dög­um. En í nota­legu veðri fyll­ast almenn­ings­garðar og leik­svæði borg­ar­anna af lífi. Borgin státar af mörgum leik­flæmum fyrir almenn­ing, enda mikið sprengd í stríð­inu. Þessi svæði eru sum hver fút­úrísk að sjá, nýtt í bland við leifar af gömlum járn­braut­ar­teinum eða húsa­rústum – og sum hver borg­ar­búum ákaf­lega hjart­fólg­in.

Þá ekki síst gamli Tempel­hof-flug­völl­ur­inn sem var nýttur sem alþjóða­flug­völlur þar til fyrir örfáum árum síðan en er nú flennistórt leik­rými í miðju borg­ar­innar þar sem fólk hleyp­ur, leikur sér, grill­ar, fleytir flug­drek­um, hjólar og þeysir um á línu­skaut­um.

Fjár­festar ætl­uðu að nota hluta vall­ar­ins undir bygg­ing­ar, m.a. var talað um lúxus­í­búð­ir, en úr því varð mikið póli­tískt þref í vin­sælli borg þar sem hús­næð­is­vandi er far­inn að gera vart við sig og endað með ástríðu­fullri atkvæða­greiðslu borg­ar­búa sem vildu margir hafa svæðið ósnort­ið, enda slíkt víð­áttu­svæði stór­borg­ar­búum kært.

Tempelhof-flugvöllurinn
Bára Huld Beck

Við einn enda vall­ar­ins er gríð­ar­stór bygg­ing sem til­heyrði á sínum tíma nas­ist­um, varð síðar flug­stöðv­ar­bygg­ing og hýsti nú síð­ast þús­undir flótta­manna frá Sýr­landi og fleiri löndum en þar geta jafn­framt lista­menn, fyr­ir­tæki og verk­takar leigt sér vinnu­að­stöðu, auk þess sem þar hafa bæði verið leik­hús og kab­ar­ett. Þetta verður að telj­ast nokkuð tákn­rænt að þessi gamla nas­ista­bygg­ing skuli hafa gegnt þessu hlut­verki, á svæði sem var væg­ast sagt umdeilt í borg­ar­skipu­lags­mál­um.

Tempelhof-byggingin
Bára Huld Beck

Flug­völl­ur­inn varð þó hvað frægastur þegar hann gegndi hlut­verki loft­brúar fyrir eyj­una Vest­ur­-Berlín, umkringda rúss­neskum yfir­ráðum í Kalda stríð­inu, en þegar verst lét þurftu banda­menn, með­vit­aðir um mik­il­vægi vest­urs­ins, að flytja bæði vatn og brýn­ustu nauð­synjar til Vest­ur­-­Þjóð­verja og lentu þá flug­vélar á allt að þriggja mín­útna fresti þar, þegar verst lét (segir sagan) á níu­tíu sek­úndna fresti. Kannski ekki skrýtið að Tempel­hof-flug­völlur hafi verið kall­aður hjarta Kalda stríðs­ins.

Við hlið Tempel­hof-vallar er svo Hasen­heide-­garð­ur­inn; feikistór, frekar villtur almenn­ings­garður þar sem dóp­dílerar brosa til barna­fjöl­skyldna, nakið fólk breiðir úr sér á nekt­ar­sól­baðs­spotta, ein­hverjir leika míní­gólf, gamlir tyrk­neskir karlar sötra te með teppi á hnjánum og stór­fjöl­skyldur grilla. Þar er líka úti­bíó, gam­al­dags veit­inga­sala, tveir leik­vellir og hús­dýra­garð­ur.

Fyrir neðan Hasen­heide-­garð endar hið víð­feðma Kreuz­berg-hverfi. Við tekur Kreuz-Kölln og þar byrjar NeuKölln; gam­alt verka­manna­hverfi hverfi fullt af inn­flytj­end­um, fjöl­mörgum af tyrk­neskum og arab­ískum upp­runa, en líka frá ótelj­andi lönd­um. Þangað sækja jafn­framt náms­menn, lista­menn og allir sem hafa gaman af mann­lífi. Á þessum myndum má sjá líf sunnu­dags­stemn­ing­una á þessu sögu­fræga svæði.

Tempelhof-garðurinn
Bára Huld Beck
Gamlir lestarteinar
Bára Huld Beck

Við fyrstu sýn virð­ist þetta vera venju­legur staður þar sem fólk safn­ast saman en þegar betur er að gáð má sjá leifar af gömlum tíma. Að rekast á gamla lestar­teina í miðjum garði vekur upp margar spurn­ing­ar. Eru þetta teinar sem not­aðir voru fyrr á síð­ustu öld, í stríð­inu eða hvað? Við fáum engin svör en það gerir þá enn for­vitni­legri fyrir vik­ið.

Trommuleikarar í stuði
Bára Huld Beck
Trommað fyrir maraþonhlaupara
Bára Huld Beck

Á góðum degi má heyra tón­list og góðan trumbu­slátt. á Tempel­hof . Þarna var trommað fyrir mara­þon­hlaupara til þess að hvetja þá áfram. Ryþm­inn sest í blóðið og fylgir okkur það sem eftir lifir dags.

Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Hér er fýrað upp í grill­inu. Oft má sjá tyrk­neskar og arab­ískar stór­fjöl­skyldur grilla og hita te í kötlum meðan börnin leika.

Horft til himins í moskunni í Tempelhof.
Bára Huld Beck
Rimlar nútímans eða ... ?
Bára Huld Beck
Það er ekki hægt að fara um án þess að rekast á pylsusala og nýttu greinarhöfundar sér það að sjálfsögðu.
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Annar grein­ar­höf­undur sá þátt á BBC þess efnis að bág lífs­kjör fylgi því að vera vöru­bíl­stjóri í ýmsum Evr­ópu­lönd­um. En þessir herra­menn kunna að lifa líf­inu og sögðu okkur að þeir væru að með sinn eigin tyrk­neska veit­inga­stað á trukkn­um. Við göt­una á milli Hasen­heide-­garðs og Tempel­hof-vallar má oft sjá runu af kyrr­stæðum vöru­bíl­um.

Beðið í þungum þönkum eftir grænu.
Bára Huld Beck
Kaffihús í Hasenheide-garðinum
Bára Huld Beck

Í góðu veðri allan árs­ins hring er þétt setið við kaffi­söl­una í Hasen­heide-­garði og fólk fær sér ýmist kaffi eða bjór og krakk­arnir ís eða pylsu.

Það má endalaust leika sér í Hasenheide-garði.
Bára Huld Beck
Tívolí í Hasenheide-garðinum
Bára Huld Beck
Aladdín glottir
Bára Huld Beck

Fátt er eins drauga­legt eins og tómt tívolí en á sumrin fara flökku­tívolí á milli hverfa í Berlín og mis­jafnt eftir hverfum hvenær þau koma . Í byrjun maí er alltaf tívolí í Hasen­heide (Héra­heið­inn­i), garð­inum við hlið Tempel­hof, enda mikið er um dýrðir og líf­legar óeirðir þann 1. maí á þessu svæði. Í augna­blik­inu er engin starf­semi og tívolíið bíður eftir að stuðið hefj­ist.

Kona skokkar í pilsi og önnur hjólar í makindum með börnin í Kristjaníu-hjóli.
Bára Huld Beck
Fátt þýskara en þessi mynd.
Bára Huld Beck
Hjólreiðar eru vinsæll fararmáti umhverfismeðvitaðra Berlínarbúa en gott að halda í höndina á barninu sínu þegar hressustu hjólreiðamennirnir þjóta hjá, stundum utan hjólastíga. Hjólreiðamenningin er ennþá nokkuð villt í sumum hverfum.
Bára Huld Beck
Leikvöllur í Hasenheide-garðinum
Bára Huld Beck

Fáar borgir státa af jafn mörgum fal­legum leik­völlum eins og Berlín en þá má nán­ast finna á hverju götu­horni. Þeir eru stíl­aðir inn á mis­jafnan aldur og eru flestir með ein­hvers konar þema. Þessi virð­ist vera inn­blás­inn af tyrk­neskri soldána­höll. Nán­ast allir eru þaktir með mjúkum hvítum sandi fyrir litlar táslur að leika sér í. Eitt sinn á þessum leik­velli varð annar grein­ar­höf­undur vitni að þegar nokkrir blóð­heitir fjöl­skyldu­ferðir misstu sig í slags­mál og kom fót­boltalið, sem var að æfa í nágrenn­inu, og stillti til frið­ar.

Bára Huld Beck

„Af hverju drápuð þið mig?“ spyr þessi látni póní-hestur að hand­an. Ein­hver með­vit­aður starfs­maður hús­dýra­garðs­ins í Hasen­heide-­garði hefur hengt þetta upp til að hreyfa við með­fæddu sam­visku­biti Þjóð­verja.

Fundum einn asna í Berlín.
Bára Huld Beck
Hér má fá sjúklega góða víetnamska kássu á 4.50 evrur og er alltaf þéttsetinn bekkurinn. Stundum mega gestir einungis sitja eins lengi og þeir eru að klára matinn. Staðurinn er hinum megin við innganginn á Hasenheide-garðinum.
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Hundar eru ein­stak­lega vel upp aldir í Berlín. Stundum má sjá þá bíða óbundna fyrir utan mat­vöru­búðir eftir eig­anda sínum eða hlaupa á undan hjól­reiða­mönn­um.

Bára Huld Beck
Fyrir áhugasama er einstakt úrval af brúðkaupsvörum á þessu svæði.
Bára Huld Beck
Einhver týndi hattinum sínum.
Bára Huld Beck
Þeir eru góðir barirnir í Neukölln.
Bára Huld Beck
Við myndum segja hvað stæði þarna ef við vissum hvað þetta þýðir. Getur einhver hjálpað okkur?
Bára Huld Beck
Það er verið að hita sig upp fyrir 1. maí en eins og fyrr segir er mikið um fjör og óeirðir þennan dag í Kreuzberg og næsta nágrenni.
Bára Huld Beck
Í Neukölln má finna ýmsan skemmtilegan varning.
Bára Huld Beck
Auður Jónsdóttir í karlaveldi.
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck
Það er gaman hjá þessum að gæða sér á ávaxtatóbaki.
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Það er hörku­vinna að starfa á kebabstað: Í Berlín – þessu Róma­veldi nútím­ans – er víða unnið frá morgni til kvölds fyrir lágt kaup. Tyrkir hafa gert hið safa­ríka Berlín­ar-kebab frægt en í Berlín eru gam­al­grónar Tyrkja­byggðir í gömlu Vest­ur­-Ber­ín­ar­hverf­un­um. Þegar var Vest­ur­-Berlín var að bragg­ast veitti ekki af fleiri vinn­andi hönd­um...

Hurðir í Neukölln
Bára Huld Beck
Bára Huld Beck

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar