Tekið fyrir að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum geti átt í sömu fyrirtækjum og sjóðirnir

Nýtt samkomulag setur hömlur á hversu lengi sömu einstaklingar geta setið í stjórnum lífeyrissjóða. Það skikkar líka stjórnarmenn sem eiga hluti í fyrirtækjum sem lífeyrissjóðurinn á líka í til að selja þá eða koma þeim fyrir í eignastýringu.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir samkomulagið í gær.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir samkomulagið í gær.
Auglýsing

Stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum munu ein­ungis geta setið í átta ár, þeir mega ekki sitja í stjórn, eiga eign­ar­hlut eða stunda við­skipti fyrir eigin reikn­ing í fyr­ir­tækjum sem líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á hlut í og árs­fundur líf­eyr­is­sjóða mun héðan í frá hafa æðsta vald í mál­efnum þeirra.

Þetta eru lyk­il­breyt­ingar í nýju sam­komu­lagi um stjórn­kerfi líf­eyr­is­sjóða, milli Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) og VR ann­ars vegar og sam­tök vinnu­veit­enda hins vegar sem und­ir­ritað var í gær. Sam­komu­lagið felur því í sér umtals­verðar breyt­ingar á því fyr­ir­komu­lagi sem verið hefur við val á stjórn­ar­mönnum í stjórnir líf­eyr­is­sjóða. Sam­komu­lagið kemur í stað eldri samn­inga frá árunum 1995 og 1996.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, var einn þeirra sem und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið í gær. Hann segir það vera jákvæða breyt­ingu í átt að auknu sjóð­fé­laga­lýð­ræði. „Það verður meiri fag­mennska við val og kjör á stjórn­ar­mönnum í stjórnir líf­eyr­is­sjóða.“

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn nær til Birtu líf­eyr­is­sjóðs, Festu líf­eyr­is­sjóðs, Gild­is, Líf­eyr­is­sjóðs Rang­æ­inga, Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja og Stapa líf­eyr­is­sjóðs.

Hægt er að lesa sam­komu­lagið í heild sinni hér.

Komið í veg fyrir hags­muna­á­rekstra

Líkt og áður sagði er um umtals­verðar breyt­ingar að ræða. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að um ákveð­inn milli­leik sé að ræða. Uppi hafi verið kröfur um stór­aukið sjóðs­fé­laga­lýð­ræði sem myndi losa tök ASÍ og Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Til þess að bregð­ast við þeirri stöðu hafi verið ákveðið að koma til móts við hluta þeirra krafna í þróun á stjórn­ar­hátt­um.Það var einnig undirritaður kjarasamningur um lífeyrismál milli VR annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda hins vegar sem lýtur einvörðungu að Lífeyrissjóði verzlunarmanna og kemur í stað kjarasamnings aðila frá 1996.

Helstu breyt­ing­arnar eru þær að nú má stjórn­ar­maður ein­ungis sitja í stjórn líf­eyr­is­sjóðs í átta ár en mátti áður sitja eins lengi og hann vildi. Þá mega stjórn­ar­menn eða starfs­menn líf­eyr­is­sjóða ekki lengur sitja í stjórnum fyr­ir­tækja sem sjóð­irnir eiga í í umboði hans og mun skýr­ari reglur eru settar til að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra. Þar skiptir mestu máli að stjórn­ar­menn mega ekki sitja í stjórn, eiga eign­ar­hlut eða stunda við­skipti fyrir eigin reikn­ing í fyr­ir­tækjum sem líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á hlut í nema um óveru­legar fjár­hæðir sé að ræða. Í sam­komu­lag­inu segir enn fremur að „eigi stjórn­ar­maður veru­legan hlut í fyr­ir­tæki á skráðum verð­bréfa­mark­aði við upp­haf stjórn­ar­setu ber honum að selja hlut­inn, koma honum í eigna­stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki eða eiga ekki við­skipti með við­kom­andi hluta­bréf á meðan hann á sæti í stjórn sjóðs­ins.“

Þá mun árs­fundur líf­eyr­is­sjóða hafa æðsta vald í mál­efnum þeirra.

Sér­stakt full­trúa­ráð skipað

Auk þess felst í sam­komu­lag­inu að skipað verður sér­stakt full­trúa­ráð sem verður að jöfnu skipað full­trúum stétt­ar­fé­laga sem aðild eiga að við­kom­andi líf­eyr­is­sjóði og full­trúum atvinnu­rek­enda.

Í sam­komu­lag­inu segir að full­trúar „í full­trúa­ráð­inu skulu koma úr hópi sjóð­fé­laga eða stjórn­enda fyr­ir­tækja sem eru greið­endur til sjóðs­ins. Stétt­ar­fé­lög sem aðild eiga að líf­eyr­is­sjóði skulu gera með sér form­legt sam­komu­lag um val og skipt­ingu full­trúa sinna í full­trúa­ráð­ið. Full­trúar sam­taka atvinnu­rek­enda skulu valdir úr hópi stærstu launa­greið­enda til sjóðs­ins eða hags­muna­sam­tökum atvinnu­rek­enda. Um fjölda full­trúa í full­trúa­ráði skal að öðru leyti kveða á um í sam­þykktum við­kom­andi líf­eyr­is­sjóðs.“

Þá munu stjórn­ar­menn og fram­kvæmda­stjórar líf­eyr­is­sjóða, sem falla undir gild­is­svið samn­ings­ins auk full­trúa frá ASÍ og SA, mynda sam­ráðs­hóp um líf­eyr­is­mál. „Hóp­ur­inn hitt­ist að jafn­aði tvisvar á ári til að ræða stöðu og þróun líf­eyr­is­kerf­is­ins, mál­efni líf­eyr­is­sjóð­anna og fram­vindu á grund­velli kjara­samn­ings þessa. ASÍ og SA bera ábyrgð á und­ir­bún­ingi og boðun fund­anna til skipt­is.“

Arf­leið Helga Magn­ús­sonar

Að stóru leyti er um sam­bæri­legar breyt­ingar að ræða og VR réðst í gagn­vart þeim stjórn­ar­mönnum sem sátu í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir rúmum tveimur árum. Þá ályktaði VR meðal ann­ars að óásætt­an­legt væri að stjórn­ar­menn í sjóðnum ættu hlut í fyr­irt­kjum sem sjóð­ur­inn fjár­festi í. Sam­tök iðn­að­ar­ins höfðu áður sett starfs­reglur hjá sér að full­trúi þeirra í sjóðnum mætti ein­ungis sitja í sex ár.Helgi Magnússon fjárfestir.

Á þeim tíma hverfð­ist umræðan mikið um per­sónu Helga Magn­ús­son­ar, þá vara­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns sjóðs­ins sem á sama tíma var umsvifa­mik­ill fjár­festir í íslensku við­skipta­líf­i. Skýrsla sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjár­eig­enda haustið 2016 sýndi að Helgi ætti eign­ar­hluti í Marel og N1 og að mark­aðsvirði þeirra væri nokkur hund­ruð millj­ónir króna. Hann sat í stjórnum beggja fyr­ir­tækja, ­sam­hliða stjórn­­­ar­­setu í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna, sem var hlut­hafi í þeim báð­um.

Helgi bauð sig ekki fram til áfram­hald­andi setu í stjórn sjóðs­ins vorið 2016, eftir að hafa setið í henni í níu ár. Margir við­mæl­enda Kjarn­ans nefndu Helga að fyrra bragði sem dæmi um ein­stak­ling sem gæti ekki setið í stjórn t.d. Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna eftir þær breyt­ingar sem gerðar voru í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar