Magasin du Nord, Den gamle dame, 150 ára

Íslendingar ættu flestir að þekkja Magasín du Nord úr heimsóknum sínum til Kaupmannahafnar og frá þeim tíma sem íslenskir athafnamenn áttu þessa sögufrægu verslun um stutt skeið. Hún á stórafmæli í ár.

Magasin du nord
Auglýsing

Árið 1868, þegar þeir Theodor Wessel og Emil Vett opn­uðu verslun í Árósum undir heit­inu Emil Vett & Co hefur þeim lík­lega ekki dottið í hug að það væri upp­hafið á rekstri einnar þekkt­ustu versl­unar á Norð­ur­lönd­um. Emil Vett & Co var vefn­að­ar­vöru­versl­un, sem Danir köll­uðu þá hvidevar­er.

Versl­unin í Árósum naut frá upp­hafi vin­sælda og 1870, tveimur árum eftir stofnun fyr­ir­tæk­is­ins, opn­uðu þeir Wessel og Vett útibú í Ála­borg. Sama ár settu þeir á lagg­irnar heild­verslun á Østergade (hluti af því sem síðar fékk nafnið Strø­get, Strik­ið). Árið 1871 var versl­unin í Árósum flutt í stærra hús­næði og sama ár flutti heild­versl­unin í Kaup­manna­höfn í hluta Hotel du Nord við Kóngs­ins Nýja­torg, og þar var jafn­framt opnuð smá­sölu­versl­un. Versl­unin við Kóngs­ins Nýja­torg fékk nafnið „De for­enede Hvidevare Forretn­inger ved Th. Wessel & Co“. Við­skiptin gengu vel og vöru­úr­valið var ekki ein­skorðað við vefn­að­ar­vör­ur, í nýju búð­inni voru jafn­framt seld föt og hús­gögn.

Magasin du Nord

Eins og áður sagði var „ríf­andi gang­ur“ í við­skipt­unum og árið 1879 höfðu tví­menn­ing­arnir opnað fjölda úti­búa víða um land, og breyttu jafn­framt nafn­inu, fyr­ir­tækið og allar versl­an­irnar fengu nú nafnið „Magasin du Nor­d“. Eig­end­urnir sögðu að þeim þætti við hæfi að tengja nafnið hinu þekkta hót­eli í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, Hotel du Nord. Þeir leigðu jafn­framt æ stærri hlut hót­els­ins og árið 1890 höfðu þeir keypt allt húsið og jafn­framt tvö hús við hlið­ina.

Auglýsing

Kaup­menn­irnir hugs­uðu stórt og á árunum 1893 – 95 voru gamla hót­elið og húsin við hlið­ina rifin og á lóð­inni reist stór­hýsið sem enn stendur og snýr fram­hlið­inni að Kon­ung­lega leik­hús­inu við torg­ið. Húsið er í frönskum ný-end­ur­reisn­ar­stíl, sama stíl og Kon­ung­lega leik­húsið sem er í næsta nágrenni. Athygli vekur að á fram­hlið versl­un­ar­húss­ins hefur frá upp­hafi staðið skrif­að, gylltum stöf­um, „Hotel du Nor­d“, það var gert í virð­ing­ar­skyni við gamla hót­elið sem á sínum tíma þótti afar glæsi­legt. Arki­tektar húss­ins voru Henri Glæ­sel og Albert Jen­sen, báðir þekktir á sínu sviði og bygg­ing­ar­meist­ari var Olaus Mynster, sem bæði var lærður arki­tekt og múr­ari, sömu­leiðis þekktur og virtur fag­mað­ur.

Magasin du Nord um allt land

Á síð­asta ára­tug 19. ald­ar­innar og fyrstu ára­tugum þeirrar tutt­ug­ustu óx veldi Magasin du Nord hratt. Versl­anir með Magasin nafn­inu spruttu upp en flestar þeirra voru í eigu ein­stak­linga eða fyr­ir­tækja sem fengu að nota nafnið og selja sömu vör­ur. Árið 1892 voru 50 versl­anir með Magasin du Nord nafn­inu í Dan­mörku, 1906 voru þær 98 og á þriðja ára­tug síð­ustu aldar voru 170 Magasin du Nord versl­anir í land­inu, flestar litl­ar. 1911 var opnuð verslun í Malmö í Sví­þjóð, hún bar þó ekki Magasin du Nord nafn­ið, hét Th. Wessel & Vett.  Á árunum eftir 1950 ákvað stjórn Magasin du Nord að reka fáar, en stórar versl­an­ir. Í dag eru Magasin versl­an­irnar sex tals­ins. Í Kaup­manna­höfn er, auk versl­un­ar­innar við Kóngs­ins Nýja­torg, minni verslun í Fields á Ama­ger, í Lyngby er stór Magasin versl­un, ein í Rødovre, í Óðins­véum á Fjóni er ein verslun og sömu­leiðis í Árósum á Jót­landi, þar sem fyr­ir­tækið var stofn­að. Á næst­unni verður ein Magasin verslun til við­bótar opn­uð, í Ála­borg. Auk þess net­verslun þar sem við­skiptin aukast jafnt og þétt. Af stofn­endum Magasin du Nord, þeim Wessel og Vett er það að segja að þeir drógu sig að mestu út úr rekstr­inum um alda­mótin 1900, Wessel lést árið 1905 og Vett sex árum síð­ar.

Ekki fyrsta stór­versl­unin

Magasin du Nord var ekki fyrsta stór­versl­unin sem Danir kynnt­ust. Í Kaup­manna­höfn voru Fonn­es­bech (1847 – 1970), Crome & Goldschmidt (1860 – 1971). Síðar komu Mes­sen (1875 – 1972) Illum (1891 -)  og Daells Varehus (1910 – 1999) og fleiri mætti nefna. Þessar versl­an­ir, að Illum und­an­tek­inni, sem er í eigu ítalsks fyr­ir­tæk­is, heyra sög­unni til.

Kaupin á Illum og erf­ið­leika­ára­tugir   

Árið 1991 keypti Magasin erki­keppi­naut­inn Ill­um. Ekki voru þau kaup ferð til fjár og síð­asti ára­tugur síð­ustu aldar reynd­ist Magasin þungur í skauti. Magasin seldi 80% af Illum árið 2003 en ári síðar keypti Baugur Group versl­un­ina Magasin og eign­að­ist þá jafn­framt 20% hlut í Ill­um.

Rekstur Magasin var sömu­leiðis erf­iður á fyrstu árum þess­arar aldar en smám saman rétti fyr­ir­tækið úr kútn­um. Saga Baugs Group verður ekki rakin hér en fyr­ir­tækið komst í þrot árið 2009 og þá keypti breska fyr­ir­tækið Deb­en­hams Magasin og hefur rekið það síð­an.

Sífelld end­ur­nýjun og breyt­ingar

Stundum er haft á orði að stöðnun og kyrr­staða beri dauð­ann með sér. Þetta á ekki síst við um versl­an­ir, þar skiptir öllu máli að hafa í boði, á sann­gjörnu verði, vörur sem við­skipta­vin­irnir vilja, bjóða góða þjón­ustu, koma með nýj­ung­ar, stunda öfl­uga og árang­urs­ríka aug­lýs­inga- og kynn­ing­ar­starf­semi, vera „á tán­um“ eins og það er kall­að. Líka er mik­il­vægt að inn­rétt­ingar og fyr­ir­komu­lag breyt­ist, slíkt þarf að ger­ast í litlum skrefum en þó nógu stórum til þess að við­skipta­vin­irnir skynji að ekki ríki stöðnun og allt sé „eins og það hefur alltaf ver­ið“. Reyna að höfða til allra ald­urs­hópa, óháð stétt og stöðu, láta við­skipta­vin­ina finna að þeir séu vel­komn­ir. Alla þessa þætti hefur Magasin lagt rækt við. Eitt verður þó að nefna sem ekki hefur í ára­tugi þótt ástæða til að breyta, það er firma­merk­ið. Núver­andi merki var tekið í notkun árið 1954 og þá var nafn versl­un­ar­innar líka stytt og hún hefur síðan verið nefnd Magasin. Í litlu Magasin sögu­safni sem starf­rækt er í sömu bygg­ingu og versl­unin við Kóngs­ins Nýja­torg má meðal ann­ars sjá fjöld­ann allan af tíma­ritum og vöru­listum sem Magasin hefur gefið út í áranna rás. Þar má sjá það nýjasta sem versl­unin bauð upp á, á hverjum tíma. Þessi rit bera með sér að aug­lýs­ing­unum hefur einkum verið beint að kven­þjóð­inni, sem  alla tíð hefur verið stærsti kaup­enda­hóp­ur­inn og konur eru 82% þeirra sem leggja leið sína í Magasin. Af ein­stökum vöru­flokkum hefur fatn­aður alla tíð, að fyrstu árunum und­an­tekn­um, vegið þyngst í söl­unni en snyrti­vörur eru sömu­leiðis veiga­mik­ill þátt­ur. Enn fremur selur Magasin skótau, bús­á­höld, leir­tau, rúm­fatn­að, raf­tæki og heim­il­is­muni margs kon­ar.

Eins og áður var nefnt hefur verslun á net­inu auk­ist jafnt og þétt og er nú rúm­lega fjórð­ungur veltu Magasin.

Á síð­asta ári komu rúm­lega 20 millj­ónir við­skipta­vina í versl­anir Magasin. Flestir komu í Magasin í Kaup­manna­höfn, um það bil 7.5 millj­ónir og næst­flestir í Árósum, tæp­lega 4 millj­ón­ir. Starfs­menn eru um 3 þús­und.

„Den gamle dame“ í fullu fjöri

Síð­ustu ár hefur rekst­ur­inn gengið vel en á næstu árum verða umtals­verðar breyt­ingar á næsta nágrenni versl­un­ar­innar í Kaup­manna­höfn, sem kalla má flagg­skip fyr­ir­tæk­is­ins. Breyt­ing­unum er ætlað að styrkja svæðið sem versl­un­ar- og þjón­ustu­miðju mið­borg­ar­innar og Magasin ætlar sér bita af þeirri köku, einsog for­stjór­inn orð­aði það í við­tali. Og, eins og áður sagði verður á þessu ári opnuð ný Magasin verslun í Ála­borg Ekk­ert bendir því til ann­ars en  „Den gamle dame“ eins og Magasin er stundum kallað muni hér eftir sem hingað til soga til sín við­skipta­vini í þús­unda­tali á degi hverj­um.

Að lokum má geta þess að í Kaup­manna­höfn var 150 ára afmæl­inu  fagnað með úti­skemmtun á Kóngs­ins Nýja­torgi 14. apríl síð­ast­lið­inn en 8. maí verður sér­stök Magasin afmæl­is­há­tíð í Árósum þar sem saga fyr­ir­tæk­is­ins hófst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar