Búrkubannið

Það er ekki á hverjum degi sem danska þingið, Folketinget, fjallar um klæðnað fólks, og enn sjaldnar að þingið samþykki lög sem banni tiltekinn fatnað. Slíkt gerðist þó fyrir nokkrum dögum þegar þingið samþykkti lög, sem almennt kallast búrkubannið.

Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Auglýsing

Lagasetning þessi á sér langan aðdraganda. Árið 2009 ræddi Martin Henriksen þingmaður Danska þjóðarflokksins „búrkumálið“ í þinginu og lagði til að sett yrðu lög sem bönnuðu hvers kyns búnað sem hyldi andlit og höfuð. Ræða þingmannsins hlaut þá litlar undirtektir, hann og aðrir þingmenn Danska þjóðarflokksins hafa síðan margoft fitjað upp á þessari umræðu, lengst af við takmarkaðar undirtektir. 

Í janúar síðastliðnum var lagt fram frumvarp um bann við hvers kyns klæðnaði sem hyldi andlit, á almannafæri. Þetta frumvarp olli strax deilum í þinginu. Sumum þingmönnum þótti aldeilis fráleitt að þingið væri að blanda sér í hverju fólk klæddist, öðrum þótti sjálfsagt að í Danmörku giltu sambærileg lög og þegar eru í gildi í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Ljóst var að varðandi þetta mál myndu flokkslínur riðlast þegar til atkvæðagreiðslu kæmi. Mikill hiti var í umræðum á þinginu meðan frumvarpið var til umfjöllunar þótt ljóst væri að það yrði á endanum samþykkt.  Margir þingmenn voru fjarstaddir þegar frumvarpið varð að lögum, af 179 þingmönnum greiddu 75 atkvæði með frumvarpinu en 30 voru á móti.

Gildir um hvers kyns höfuðbúnað sem hylur andlit

Allir vita að lögin eru sett til höfuðs þeim höfuðbúnaði sem sumar múslímskar konur bera. Búrkunni svonefndu, sem hylur allan líkamann en fyrir augunum er eins konar net, og niqab, sem er svart að lit og á er smá rifa kringum augun en líkaminn að öðru leyti hulinn. En lögin gilda ekki einungis um búrkur og niqab, slík lög myndu stríða gegn lögum um trúfrelsi. Þess vegna gilda lögin líka um hvers kyns búnað sem hylur andlitið nær alveg, eða að miklu leyti. Gildir þannig um lambhúshettur (elefanthuer) sem eru mjög vinsælar meðal hjólreiðafólks og skokkara. Sama gildir um hvers kyns grímubúninga, og mótorhjólahjálma, sem lögbundið er að nota. Þegar þessi nýju lög eru lesin kemur í ljós að þau eru ekki mjög afgerandi. 

Auglýsing

Þótt bannað sé að hylja andlitið, alveg eða að hluta, er slíkt þó leyfilegt ef það þjónar „viðurkenndum tilgangi“. Til dæmis mega hjólreiðamenn láta lambhúshettuna yfir munn og nef á köldum vetrarmorgnum. En hvað er kaldur vetrarmorgun. Ef lögregluþjónn mætir konu klæddri niqab í fimmtán gráðu hita á Strikinu og konan segir að sér sé kalt, hvað á laganna vörður þá til bragðs að taka? Getur hann sagt að „sér þyki ekki nægilega kalt til að klæða sig með þessum hætti“ eða hvað?

Og grímuklæddur maður sem mætir lögregluþjóni á götu og segist vera á leið á skemmtun, þjónar þetta ferðalag hans „viðurkenndum tilgangi?“ Á lögreglan að fylgja manninum og kanna hvort hann segi satt: sé í raun og veru á leið á skemmtun?

Lögreglan klórar sér í kollinum

Af framansögðu er ljóst að lögreglunni, sem ætlað er að framfylgja lögunum, er vandi á höndum. Í lögunum, sem taka gildi 1. ágúst nk, er tekið fram að lögreglan hefur ekki heimild til að handtaka fólk og getur til dæmis ekki krafist þess að konur taki ofan búrkuna eða niqab. Þess í stað skal lögreglan sekta viðkomandi. Hljómar kannski einfalt en hvernig á lögreglan að vita við hvern hún talar? Kona getur framvísað persónuskilríki sem lögreglan getur engan veginn gengið úr skugga um að tilheyri henni. Margir asískir ferðamenn sem koma til Danmerkur ganga gjarna með einskonar rykgrímur, sem hylja neðri hluta andlitsins, um götur bæja og borga, er það ólöglegt? Spurningarnar eru margar en svörin færri.

Eiga jólasveinar von á því að vera sektaðir í Danmörku? Mynd: Birgir Þór HarðarsonSekt fyrir að bera búnað sem hylur andlit er 1000 krónur danskar (ca. 16.500 íslenskar) en séu brotin ítrekuð getur sektin tífaldast.

Það er fleira sem veldur lögreglunni áhyggjum. Í lögunum er nefnilega tekið fram að ef lögregluna gruni að kona beri ekki búrku eða niqab af fúsum og frjálsum vilja (heldur að kröfu eiginmannsins) eigi lögreglan að tilkynna um slíkt til starfsfólks bæjarfélagsins sem þá ber skylda til að kanna hvort grunur lögreglu sé á rökum reistur. Konur sem játa íslamstrú og bera á almannafæri búrku eða niqab hafa í viðtölum við danska fjölmiðla sagt að fyrr flytji þær frá Danmörku en taka niður höfuðbúnaðinn.

Hvað með jólasveinaskegg?

Þegar frumvarpið um „búrkubannið“ var lagt fram í danska þinginu í janúar ræddi eitt dönsku dagblaðanna við formann félags danskra jólasveina. Með blik í auga og bros á vör lýsti formaðurinn áhyggjum þeirra sveina „skeggspretta okkar er misjöfn og sumir nota því hjálpartæki í formi gerviskeggs.“ Formaðurinn sagði að ef frumvarpið yrði að lögum yrðu þeir sveinkarnir að leita lausna, kannski sækja um gerviskeggburðarleyfi á aðventunni. Nú er spurningin hvort gerviskegg jólasveina flokkist undir það sem í lögunum nefnist „viðurkenndur tilgangur“. Svar við þeirri spurningu fæst ekki fyrr en dregur að jólum.

Fordæmi fyrir banni

Í fyrra úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að belgíska þinginu hefði verið heimilt að setja lög sem banna að andlit sé að stórum hluta hulið með hvers kyns búnaði. Í Frakklandi var samskonar bann lögleitt árið 2011.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar