Hlutfallslega flest sjálfsvíg á Vestfjörðum á síðasta ári

Hlutfallslega tóku flestir eigið líf á Vestfjörðum árið 2017 en flest sjálfsvíg miðað við íbúafjölda síðustu tíu ár hafa verið framin á Suðurnesjum. Óttar Guðmundsson segir erfitt að segja til um hvað valdi sveiflum í tíðni sjálfsvíga milli ára.

Einmana drengur
Auglýsing

Nokkur vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið á hinum ýmsu geð­sjúk­dómum í íslensku sam­fé­lagi á síð­ustu árum og ára­tugum en enn ger­ist það að fólk sér ekki aðra leið út úr van­líð­an­inni en að taka eigið líf. Þegar tölur er skoð­aðar má sjá sveiflur milli ára eftir aldri, búsetu og kyni. Óttar Guð­munds­son geð­læknir segir ýmsar skýr­ingar geta legið að baki þessum sveiflum á Íslandi og sé engin skýr­ing endi­lega betri en önn­ur.

Teng­ing milli áfeng­is­neyslu og sjálfs­víga

Óttar Guðmundsson Mynd: Úr einkasafniSam­kvæmt töl­um, sem Emb­ætti land­læknis hefur tekið sam­an, er mik­ill munur á milli hversu margir karl­menn og konur fremja sjálfs­víg. Í fyrra frömdu til að mynda 32 karl­menn sjálfs­víg en 2 kon­ur. Þess má geta að sam­kvæmt tölum lög­reglu voru framin 40 sjálfs­víg árið 2017 en 6 af þeim voru útlend­ingar sem unnu í mjög skamman tíma á land­inu og/eða voru ferða­menn. Þeir telj­ast ekki í dán­ar­meina­skrá þar sem þeir telj­ast hjá heima­landi sínu.

En hvaða ástæður gætu legið að baki þessum gríð­ar­lega mun milli kynj­anna? „Það virð­ist vera að karl­mönnum líði verr með sjálfa sig,“ segir Óttar og bætir því við að þeir geti verið hvat­vís­ari og beiti agressí­vari aðferðum en kon­ur. Hann segir að þeir drekki sömu­leiðis meira og verði fyllri. Hann bendir á að teng­ing sé á milli sjálfs­víga og áfeng­is­neyslu og að karl­menn séu lík­legri til að drekka ofan í mikið þung­lyndi.

Auglýsing

Ungir karl­menn í áhættu­hópi

Óttar hefur áhyggjur af ungum mönn­unum og þrátt fyrir að öfl­ugt for­varn­ar­starf hafi verið unnið á síð­ast­liðnum árum þá séu þeir í áhættu­hópi. Óttar bendir á að ungar konur séu mun ólík­legri til að taka eigið líf og séu það hugs­an­leg merki þess að þeim líði ekki eins illa og drengj­un­um. Þeir hafi nei­kvæðar til­finn­ingar gagn­vart sjálfum sér sem teng­ist oft neyslu og von­leysi. „Svo virð­ist sem strákum líði verr. Stelpum gengur betur í skóla og virð­ist ganga betur í líf­inu í dag,“ segir hann. Enn fremur eigi strákar erf­ið­ara með að tala um til­finn­ingar sín­ar.

­Stelpum gengur betur í skóla og virð­ist ganga betur í líf­inu í dag.

Óttar segir að stúlkur eða konur eigi það aftur á móti frekar til að gera sjálfs­vígstil­raunir sem séu hróp á hjálp og að það sama eigi við um sjálfs­skaða.

Öll for­vörn er af hinu góða, að mati Ótt­ars, þar sem strákar eru hvattir til að segja hug sinn. Hann bendir á að sjálfs­vígs­tíðni hafi minnkað eilítið síð­ustu ár þrátt fyrir að auð­vitað sé erfitt að segja til um beint orsaka­sam­hengi þar á milli.

Sveiflur til­vilj­un­ar­kenndar

Nokkrar sveiflur eru milli síð­ustu tveggja ára hvað varðar sjálfs­víg en þær hafa þó aldrei farið yfir 50 eða niður fyrir 26. Svipað hefur verið uppi á ten­ingnum síð­ustu tíu ár. Óttar segir að hann myndi vilja sjá töl­urnar lækka enn frek­ar.

Þegar hann er spurður út í ástæður fyrir þessum sveiflum segir hann þær vera til­vilj­un­ar­kenndar og að ekki sé hægt að draga neinar álykt­anir varð­andi þær. Þó sé hægt að sjá ákveðin mynstur og vonar hann að for­varnir beri árang­ur.

Söfnun upp­lýs­inga mik­il­væg fyrir for­varnir

Mesta aukn­ingin hefur verið á Vest­fjörðum en eins og áður segir voru flest sjálfs­víg þar á síð­asta ári. Þetta er þó heldur óvenju­legt þar sem sjálfs­vígs­tíðnin hefur ekki verið há þar hingað til. Ótt­ari bendir á að lítið þurfi að aukast til að sveiflur fari að sjást. „Það eru engar skýr­ingar á þessu,“ segir hann og erfitt sé að segja til um hvað þessar tölur þýði. Hvort þetta sé var­an­legt eða ein­ungis tíma­bundið og til­vilj­unum háð.

Það skiptir öllu máli að vita hvað við höfum milli hand­anna. Við getum ekki beitt for­vörnum nema vita hvert við eigum að beina þeim.

Óttar segir að miklu máli skipti að halda vel utan um tölur af þessu tagi því þá sé hægt að gera sér betur grein fyrir vanda­mál­inu. „Það skiptir öllu máli að vita hvað við höfum milli hand­anna. Við getum ekki beitt for­vörnum nema vita hvert við eigum að beina þeim,“ segir hann. Með því að reyna að átta sig á hvaða hóp verið er að tala um og hvernig eigi að ná til hans þá sé hægt að gera ráð­staf­anir til þess að koma í veg fyrir sjálfs­víg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar