Skrifstofa forsetans greiddi einnig fyrir ferð embættismanns með Elizu

Forsetaskrifstofan greiddi fyrir annan embættismann sem fór með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu.

Eliza Reid landsliðið
Auglýsing

For­seta­skrif­stofan greiddi fyrir emb­ætt­is­mann með Elizu Reid for­seta­frú í ferð hennar til Rúss­lands á heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu þar sem hún fylgd­ist með leik íslenska lands­liðs­ins til Argent­ínu. Þetta kemur fram í svari for­seta­skrif­stof­unnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

­Greint var frá því í síð­ustu viku að ferð Elizu, þar sem hún fór með sonum sínum og Guðna Th. Jóhann­es­sonar eig­in­manns hennar og for­seta Íslands, hafi verið kostuð af emb­ætti for­seta Íslands. Þrátt fyrir það leit for­seta­emb­ættið ekki svo á að hún hafi verið á leiknum sem opin­ber emb­ætt­is­mað­ur.

Í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn Íslands þann 26. mars var því lýst yfir að íslenskir ráða­menn yrðu ekki við­staddir HM í Rúss­landi til að mót­mæla meintri efna­vopna­árás Rússa í breska bænum Salisburygegn Sergei Skrípal, rúss­neskum njósn­ara, og dóttur hans. Þessar aðgerðir stjórn­valda voru liður í þátt­töku í sam­stilltum aðgerðum vest­rænna ríkja vegna árás­ar­innar sem talin er alvar­legt brot á alþjóða­lögum og ógn við öryggi og frið í Evr­ópu.

Auglýsing

„Eliza Reid er ekki emb­ætt­is­mað­ur, fer ekki til Rúss­lands í opin­berum erinda­gjörðum og mun ekki eiga fundi með þar­lendum ráða­mönn­um. Ferð hennar fellur hins vegar undir verk­efni hennar og verk­svið sem for­seta­frú, meðal ann­ars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrif­stofu for­seta Íslands eins og gildir um aðrar utan­lands­ferðir af svip­uðu tag­i,“ sagði í svari skrif­stofu for­seta við fyr­ir­spurn Vísis.

Verk­svið maka for­set­ans hvergi skil­greint

Kjarn­inn spurði for­seta­skrif­stof­una um hvort verk­efni og/eða verk­svið maka for­seta Íslands væri skil­greind ein­hvers staðar form­lega? Í svari kom fram að staða maka for­seta Íslands sé hvergi skil­greind form­lega, „og rétt að hafa í huga að ekki hafa allir for­setar átt maka. Eigi for­seti maka er jafnan til þess ætl­ast að hann taki eftir föngum þátt í við­burðum og verk­efnum sem lúta að störfum for­seta Íslands. Um líf og hlut­verk maka for­seta á síð­ustu öld, og verk þeirra og verk­svið um þá daga, má m.a. fræð­ast um í ævi­sögum for­set­anna og BA-­rit­gerð­inni „Bankað upp á að Bessa­stöð­u­m“.“

Kjarn­inn spurði einnig að því hvernig það sam­rým­ist það að mati emb­ættis for­seta Íslands þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar frá 26. mars síð­ast­liðn­um,. að íslenskir ráða­menn sæki ekki heims­meist­ara­mótið í Rúss­landi, að for­seta­frúin fari á kostnað rík­is­ins á mót­ið? Sú afstaða emb­ætt­is­ins að maki for­seta Íslands sé ekki emb­ætt­is­maður var ítrekuð í svari skrif­stof­unn­ar.

„Ákvörðun rík­is­stjórnar 26. mars s.l. nær ekki til maka for­seta enda hefur maki for­seta enga stjórn­skipu­lega stöðu. Þá eru það engin tíð­indi að for­seta­frú sé við­stödd við­burði, sem emb­ætti for­seta Íslands stendur straum af kostn­aði við, án þess að for­seti sé með í för. Má þar nefna Eyr­ar­rós­ina, við­ur­kenn­ingu sem veitt er menn­ing­ar­stofnun eða -starfi ár hvert á lands­byggð­inni, ráð­stefnu á Ísa­firði um tungu­mál og fjöl­menn­ingu, útskrift á Akur­eyri og þar fram eftir göt­un­um. Erlendis má til dæmis nefna ráð­stefnu í Kanada um rík­is­borg­ara­rétt, ferða­lag til flótta­manna­búða í Jórdaníu og ráð­stefnu á vegum UNESCO í Óman. Til fróð­leiks mætti nefna að frá síð­ustu mán­aða­mótum hefur Eliza í krafti sinnar óform­legu en aug­ljósu stöðu á Bessa­stöðum verið við­stödd setn­ingu Lista­há­tíðar í Reykja­vík, setið styrkt­ar­kvöld­verð á vegum Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, verið við minn­ing­ar­at­höfn og messu á Sjó­manna­degi, flutt opn­unará­varp á tungu­mála­ráð­stefnu í Ver­öld – húsi Vig­dísar og annað ávarp á nor­rænu geð­lækna­þingi, lesið inn á fræðslu­mynd­band fyrir Nor­ræna hús­ið, átt fund með Kokka­lands­liði Íslands sem vernd­ari þess, sótt verð­launa­há­tíð­ina Grímuna og flutt ávörp við útskrift í skól­um. Er þá ekki allt talið og nán­ari upp­lýs­ingar má sjá á heima­síðu for­seta­emb­ætt­is­ins, www.­for­set­i.is.,“ segir í svari for­seta­skrif­stof­unn­ar. Þá segir að allir þessir við­burði falli undir verk­svið og verk­efni for­seta­frú­ar, á sama hátt og hún hafi haldið til Moskvu og sýnt þannig í verki nú sem endranær „stuðn­ing for­seta­emb­ætt­is­ins við lands­lið Íslands í knatt­spyrnu karla og frá­bæra frammi­stöðu þess, án þess að gengið hafi verið á svig við þá ákvörðun og ósk rík­is­stjórn­ar­innar að hátt­settir ráða­menn sæki ekki Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu og leiki Íslands þar.“

Þá spurði Kjarn­inn að því hvort aðrir emb­ætt­is­menn hefðu farið með for­seta­frúnni í ferð­ina til Moskvu, í hvaða erinda­gjörðum og með hvaða hætti þeirra ferða­lag hafi verið greitt. Fram kom í svar­inu að einn starfs­maður skrif­stofu for­seta Íslands hafi verið í för með for­seta­frúnni, „ eins og venja er í ferðum for­seta­frúar af þessu tagi. Í þetta sinn var Árni Sig­ur­jóns­son skrif­stofu­stjóri með í för og stóð skrif­stofan að sjálf­sögðu straum af kostn­aði við för hans.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar