Er hægt að banna félagasamtök?

Danski dómsmálaráðherrann hyggst höfða mál gegn glæpasamtökunum Loyal to Familia, LTF, í því skyni að banna starfsemi þeirra með lögum. LTF hafa á undanförnum árum átt í stríði við önnur glæpasamtök í Kaupmannahöfn, þar sem fjölmargir hafa særst.

Loyal to Familia
Loyal to Familia
Auglýsing

Sam­tökin Loyal to Famil­ia, LTF, urðu til haustið 2012. Stofn­end­urnir voru flestir inn­flytj­endur eða af erlendu bergi brotn­ir, fyrr­ver­andi félagar í sam­tökum kenndum við Blaagaards Plads á Norð­ur­brú en einnig frá nokkrum hverfum í norð­ur­hluta Kaup­manna­hafnar og nágrenni. LTF hafa, að mati lög­regl­unn­ar, allt frá stofnun ætlað sér stóra hluti í und­ir­heimum Kaup­manna­hafn­ar. Þar voru hins­vegar fyrir nokkur önnur sam­tök, þar á meðal Bandidos og Brot­has, sem ekki tóku þessum nýju sam­tökum fagn­andi. Einkum þau síð­ar­nefndu.

Upp­lýs­ingar um LTF, og önnur sam­tök af svip­uðum toga liggja ekki á lausu, ekk­ert eig­in­legt félaga­tal fyr­ir­finnst enda „starf­sem­in“ þess eðlis að félag­arnir hafa ekki sér­legan áhuga á að upp­lýsa um hana. Lög­reglan telur að á síð­asta ári hafi félagar í LTF verið nokkuð á þriðja hund­rað, lang flestir í Kaup­manna­höfn og nágrenni en sam­tökin hafa einnig verið að reyna að ná fót­festu í Árós­um.

Auglýsing

Ætl­uðu sér yfir­ráð á Norð­ur­brú

Eftir að LTF varð til, haustið 2012, varð fljót­lega ljóst að sam­tökin hygð­ust ekki sitja á frið­ar­stóli. Ætl­uðu sér að verða ráð­andi á svæð­inu sem liggur að og í nágrenni inn­flytj­enda­hverf­is­ins Mjølnerpar­ken á Norð­ur­brú og hrekja önnur sam­tök á brott. Og það er einmitt á svæð­inu þar í kring sem hvað oft­ast hefur komið til átaka á síð­ustu árum. Sam­tökin Brot­has hafa litið á Mjölnerpar­ken sem sitt yfir­ráða­svæði og voru ekki til­búin að gefa það eft­ir.

Nørrebro í Kaupmannahöfn Mynd: Wiki Commons.

Og hvað þýða svo þessi yfir­ráð, og að helga sér svæði? Það hefur ákveðna tákn­ræna merk­ingu, sýnir hverjir það eru sem drottna. Þeir sem það gera sýna líka margs konar yfir­gang gagn­vart íbú­un­um, þvinga eig­endur versl­ana og veit­inga­staða til að borga svo­kallað „vernd­ar­gjald“ sé það ekki gert er haft í hót­unum og iðu­lega ekki látið sitja við orðin tóm. Rúður brotnar trekk í trekk, kannski allt inn­an­dyra brotið og bramlað og þess eru mörg dæmi að kveikt hafi verið í að næt­ur­lagi. Þessu teng­ist svo verslun með eit­ur­lyf.

Shuiab Khan

Leið­togi LTF er Shu­aib Khan 32 ára, af paki­stönskum ætt­um. For­eldrar hans fluttu til Dan­merkur á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fað­ir­inn Wallait Khan er þekktur í sam­fé­lagi Pakistana í Kaup­manna­höfn og hefur enn­fremur setið í bæj­ar­ráði borg­ar­inn­ar. Wallait Khan er, þrátt fyrir ára­tuga­bú­setu í Dan­mörku, pakist­anskur rík­is­borg­ari. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem danska lög­reglan býr yfir á fjöl­skyldan land í Pakistan og þrátt fyrir að Wallait Khan seg­ist ein­ungis hafa komið þangað sjö sinnum síðan hann flutti til Kaup­manna­hafnar veit danska lög­reglan bet­ur. Það eru þessi tengsl við Pakistan sem hafa orðið til þess að danska lög­reglan hefur margoft reynt að fá syn­in­um, Shu­aib Khan vísað úr landi í Dan­mörku. Það hefur hins­vegar reynst árang­urs­laust, dóm­stólar telja Shu­aib Khan ekki hafa þau tengsl við Pakistan að hægt sé að senda hann þang­að. Shu­aib Khan hefur hlotið marga dóma fyrir rán og ofbeld­is­verk og hefur mátt dúsa í fang­elsi árum sam­an. Lög­reglan telur að Shu­aib Khan hafi stjórnað LTF sam­tök­unum úr fang­els­inu og sé enn leið­togi sam­tak­anna. Hann losn­aði úr fang­elsi fyrir nokkrum mán­uðum og var ákaft fagnað af félögum sínum þegar hann yfir­gaf fang­elsið og gekk út í frels­ið.

Skot­bar­dag­ar, morð og ofbeldi

Síðan í febr­úar 2015 hefur oftar en fjöru­tíu sinnum verið hleypt af skotum í átökum glæpa­gengja í Kaup­manna­höfn. Þrír hafa lát­ist í þessum átökum og tugir særst. Lög­reglan segir að LTF komi lang oft­ast við sögu í þessum átökum og séu nær alltaf annar „stríðs­að­il­inn“ eins og tals­maður lög­reglu komst að orði.

Vill upp­ræta LTF

Søren Pape Poul­sen dóms­mála­ráð­herra hefur lengi talað fyrir því að gripið verði til aðgerða í því skyni að binda enda á skálmöld­ina. Fyrir nokkrum mán­uðum síðan hóf danski rík­is­lög­mað­ur­inn, að beiðni ráð­herr­ans, athugun á því hvort for­sendur væru fyrir því að banna LTF sam­tök­in. Enda þótt í Dan­mörku ríki félaga­frelsi eru í lög­unum ákvæði sem gera kleift að banna starf­semi við sér­stakar kring­um­stæð­ur. Til dæmis ef starf­semin grund­vall­ast á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og ofbeldi. Nið­ur­staða rík­is­lög­manns var birt fyrir nokkrum dögum og þar kom fram að hægt væri að beita þessu laga­á­kvæði gegn LTF. Slík ákvörðun þarf að fara fyrir dóm­stóla og sama dag og greint var frá nið­ur­stöðu rík­is­lög­manns til­kynnti dóms­mála­ráð­herr­ann að und­ir­bún­ingur dóms­máls hæf­ist þegar í stað.

Søren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra Danmerkur. Mynd: EPA.

Mót­bárur

Lög­fræð­ingur Shu­aib Khan og LTF er ósáttur við ákvörðun dóms­mála­ráð­herr­ans. Segir hana jaðra við ofsókn­ir, LTF séu ekki lengur í stríði við önnur sam­tök. Hugs­an­legt bann yrði ein­ungis sýnd­ar­mennska, þeir sem áður hafa klæðst hettu­peysum merktum LTF kaupi bara peysur með öðru merki. Sömu­leiðis sé spurn­ing hvort LTF geti kall­ast félags­sam­tök. Søren Pape Poul­sen dóms­mála­ráð­herra gefur lítið fyrir þessi rök, segir að þótt LTF láti lítið fyrir sér fara í augna­blik­inu sé það vegna þess að lög­reglan sé með sér­stakan við­bún­að. Vegna aðgerða lög­reglu sitji margir félagar í LTF í grjót­inu um þessar mundir og það geri sam­tök­unum erfitt fyr­ir. Auk þess ótt­ist félagar í LTF vænt­an­leg rétt­ar­höld og haldi sig þess vegna á mott­unni. Og varð­andi það að breyta um nafn á sam­tök­unum segir ráð­herr­ann að þau yrðu jafn ólög­leg og LTF og yrðu sam­stundis upp­rætt.

Fimmtán félagar í LTF afplána nú langa fang­els­is­dóma og tugir ann­arra hafa fengið væg­ari dóma, eða bíða ákæru vegna margs konar afbrota.

Ekki liggur fyrir hvenær boðuð rétt­ar­höld hefj­ast en það verður vænt­an­lega með haustinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar