Tíu staðreyndir um NATO

Mikið gekk á á leiðtogafundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins fyrr í vikunni. Í ljósi þess tók Kjarninn saman nokkrar staðreyndir um bandalagið og stöðu Íslands innan þess.

Frá höfuðstöðvum NATO í Brussel.
Frá höfuðstöðvum NATO í Brussel.
Auglýsing

1. 69 ára banda­lag

Atl­ants­hafs­banda­lagið (e. NATO) var stofnað þann fjórða apríl árið 1949 af tíu Vest­ur­-­Evr­ópu­þjóðum ásamt Kanada og Banda­ríkj­un­um. Meg­in­hlut­verk banda­lags­ins var að verj­ast ágangi Sov­ét­ríkj­anna, en það stefndi einnig að auknu stjórn­mála­sam­starfi aðild­ar­ríkja og vann gegn upp­gangi her­skárra þjóð­ern­isafla í Evr­ópu. Lyk­ilá­kvæði stofn­samn­ings banda­lags­ins er fimmta grein þess, en hún til­greinir að sér­hver árás á aðild­ar­rík­i NATO ­jafn­gildi árás á öll ríki þess.

2. 28 opin­berar aðgerðir

Í dag eru aðild­ar­ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins 29 tals­ins, en starf­semi þess hefur tekið miklum breyt­ingum frá stofn­un. Banda­lagið tók ekki þátt í neinum hern­að­ar­að­gerðum á meðan Kalda stríðið stóð yfir, en frá enda­lokum Sov­ét­ríkj­anna  snemma á tíunda ára­tugnum hefur það staðið í að minnsta kosti 28 opin­berum aðgerðum. Þeirra á meðal var þátt­taka frið­ar­gæslu­liða í Bosníu og Her­segóvínu vegna stríðs­ins í gömlu Júgóslavíu fyrir 25 árum síð­an.

3. 42-­föld lands­fram­leiðsla Íslands

Áætluð heild­ar­út­gjöld sem renna til­ NATO á þessu ári eru 1.013.406.000.000 ­Banda­ríkja­dal­ir, sem jafn­gildir rúmri billjón dala, eða 42-falda lands­fram­leiðslu Íslands. Sömu­leiðis telur sam­eig­in­legur her banda­lags­ins 3,18 millj­ón­ir, en það er meira en nífaldur íbúa­fjöldi Íslands.

Auglýsing

4. Þátt­taka Íslands

Ísland er eitt af stofn­þjóðum banda­lags­ins og jafn­framt eina þjóð þess sem ekki hefur eigin her og eigin varn­ir. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands skil­greinir aðild okkar að NATO hins vegar sem lyk­il­stoð í vörnum lands­ins. Lengst framan af var meg­in­fram­lag Íslands til sam­eig­in­legrar örygg­is­stefn­u NATO í formi aðstöðu til banda­ríska varn­ar­liðs­ins sem hafði aðsetur hér til árs­ins 2006. Nú fel­ast helstu fram­lög okkar í rekstur og umsjón varn­ar­mann­virkja NATO á Íslandi, þar með talið fjög­urra rat­sjár­stöðva, auk gisti­ríkja­stuðn­ings fyrir heim­sóknir og æfingar liðsafla banda­lags­ins. Einnig starfa tíu Íslend­ingar á veg­um NATO ­sem borg­ara­legir sér­fræð­ing­ar, en þeir fást meðal ann­ars við upp­lýs­inga­mál og sprengju­eyð­ing­u. 

5. Ísland úr NATO, her­inn burt

Þátt­taka Íslands í NATO hefur ekki verið óum­deild, en til átaka kom á Aust­ur­velliþegar rík­is­stjórn Íslands ætl­aði að sam­þykkja aðild okkar að banda­lag­inu árið 1949. Sam­tök her­stöðvaand­stæð­inga stóðu einnig á bak við ell­efu Kefla­vík­ur­göngur, þar sem veru banda­ríska setu­liðs­ins og aðild Íslands að NATO var mót­mælt, á tíma­bil­inu 1960-1991. Vinstri græn hafa einnig lýst yfir and­stöðu sinni við NATO, en úrsögn Íslands úr banda­lag­inu hefur verið á stefnu­skrá flokks­ins í langa tíð.

6. Leið­toga­fund­ur­inn

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag og fimmtu­dag stóð yfir 29. leið­toga­fundur sam­bands­ins. Þeir eru ekki haldnir með reglu­legu milli­bili, en venju­lega er kallað til þeirra til að kynna annað hvort stefnu­breyt­ingu eða inn­göngu nýrra aðild­ar­ríkja að banda­lag­inu. Aðal­mál á dag­skrá leið­toga­fund­ar­ins í ár voru útgjalda­mál aðild­ar­ríkj­anna auk aðild­ar­við­ræðna Úkra­ínu og Georgíu að NATO.

7. Tveggja pró­senta markið

Mestu athygli á leið­toga­fund­inum vöktu hins vegar ummæli Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um mis­jöfn fjár­fram­lög aðild­ar­ríkj­anna til varn­ar­mála, en Trump vildi að öll banda­lags­ríki myndu leggja út 2% af vergri lands­fram­leiðslu sinni til varn­ar­mála nú þegar og hækka hlut­fall sitt upp í 4% í náinni fram­tíð.

8. Hærri útgjöld sam­þykkt

Með­lim­ir NATO hafa nú þegar sam­þykkt að auka útgjöld sín til varn­ar­mála, en árið 2014 ákváðu aðild­ar­ríkin að stefna að útgjalda­aukn­ingu til varn­ar­mála þannig að hvert land næði 2% mark­inu innan árs­ins 2024. Ein­ungis fimm aðild­ar­ríki hafa náð mark­inu nú þeg­ar, en það eru Banda­ríkin með 3,5%, Grikk­land með 2,27%, Eist­land með 2,14%, Bret­land með 2,1% og Lett­land með slétt tvö pró­sent. 

9. Fram­lag Banda­ríkj­anna

Hvort sem miðað er við höfða­tölu eða raun­fram­lög leggja Banda­ríkin lang­mest fram til sam­eig­in­legra varn­ar­mála Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Metið fram­lag ­Banda­ríkj­ana í ár eru 727 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en það er meira en fram­lag allra hinna 28 ríkj­anna sam­an­lagt. Á síð­ustu níu árum hefur þó hlut­fall fram­laga Banda­ríkj­anna af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála minnkað um þriðj­ung, frá 5,3 pró­sent árið 2009 niður í 3,5 pró­sent í ár.

10. Fram­lag Íslands

Ísland er her­laust land og greiðir því lang­minnst til varn­ar­mála af öllum aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins. Sam­kvæmt fjár­lögum árið 2018 nema heild­ar­út­gjöld Íslands til varn­ar­mála í ár um 1,9 millj­örðum íslenskra króna, en það er ekki nema 0,07 pró­sent af lands­fram­leiðslu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar