Tíu staðreyndir um NATO

Mikið gekk á á leiðtogafundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins fyrr í vikunni. Í ljósi þess tók Kjarninn saman nokkrar staðreyndir um bandalagið og stöðu Íslands innan þess.

Frá höfuðstöðvum NATO í Brussel.
Frá höfuðstöðvum NATO í Brussel.
Auglýsing

1. 69 ára banda­lag

Atl­ants­hafs­banda­lagið (e. NATO) var stofnað þann fjórða apríl árið 1949 af tíu Vest­ur­-­Evr­ópu­þjóðum ásamt Kanada og Banda­ríkj­un­um. Meg­in­hlut­verk banda­lags­ins var að verj­ast ágangi Sov­ét­ríkj­anna, en það stefndi einnig að auknu stjórn­mála­sam­starfi aðild­ar­ríkja og vann gegn upp­gangi her­skárra þjóð­ern­isafla í Evr­ópu. Lyk­ilá­kvæði stofn­samn­ings banda­lags­ins er fimmta grein þess, en hún til­greinir að sér­hver árás á aðild­ar­rík­i NATO ­jafn­gildi árás á öll ríki þess.

2. 28 opin­berar aðgerðir

Í dag eru aðild­ar­ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins 29 tals­ins, en starf­semi þess hefur tekið miklum breyt­ingum frá stofn­un. Banda­lagið tók ekki þátt í neinum hern­að­ar­að­gerðum á meðan Kalda stríðið stóð yfir, en frá enda­lokum Sov­ét­ríkj­anna  snemma á tíunda ára­tugnum hefur það staðið í að minnsta kosti 28 opin­berum aðgerðum. Þeirra á meðal var þátt­taka frið­ar­gæslu­liða í Bosníu og Her­segóvínu vegna stríðs­ins í gömlu Júgóslavíu fyrir 25 árum síð­an.

3. 42-­föld lands­fram­leiðsla Íslands

Áætluð heild­ar­út­gjöld sem renna til­ NATO á þessu ári eru 1.013.406.000.000 ­Banda­ríkja­dal­ir, sem jafn­gildir rúmri billjón dala, eða 42-falda lands­fram­leiðslu Íslands. Sömu­leiðis telur sam­eig­in­legur her banda­lags­ins 3,18 millj­ón­ir, en það er meira en nífaldur íbúa­fjöldi Íslands.

Auglýsing

4. Þátt­taka Íslands

Ísland er eitt af stofn­þjóðum banda­lags­ins og jafn­framt eina þjóð þess sem ekki hefur eigin her og eigin varn­ir. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands skil­greinir aðild okkar að NATO hins vegar sem lyk­il­stoð í vörnum lands­ins. Lengst framan af var meg­in­fram­lag Íslands til sam­eig­in­legrar örygg­is­stefn­u NATO í formi aðstöðu til banda­ríska varn­ar­liðs­ins sem hafði aðsetur hér til árs­ins 2006. Nú fel­ast helstu fram­lög okkar í rekstur og umsjón varn­ar­mann­virkja NATO á Íslandi, þar með talið fjög­urra rat­sjár­stöðva, auk gisti­ríkja­stuðn­ings fyrir heim­sóknir og æfingar liðsafla banda­lags­ins. Einnig starfa tíu Íslend­ingar á veg­um NATO ­sem borg­ara­legir sér­fræð­ing­ar, en þeir fást meðal ann­ars við upp­lýs­inga­mál og sprengju­eyð­ing­u. 

5. Ísland úr NATO, her­inn burt

Þátt­taka Íslands í NATO hefur ekki verið óum­deild, en til átaka kom á Aust­ur­velliþegar rík­is­stjórn Íslands ætl­aði að sam­þykkja aðild okkar að banda­lag­inu árið 1949. Sam­tök her­stöðvaand­stæð­inga stóðu einnig á bak við ell­efu Kefla­vík­ur­göngur, þar sem veru banda­ríska setu­liðs­ins og aðild Íslands að NATO var mót­mælt, á tíma­bil­inu 1960-1991. Vinstri græn hafa einnig lýst yfir and­stöðu sinni við NATO, en úrsögn Íslands úr banda­lag­inu hefur verið á stefnu­skrá flokks­ins í langa tíð.

6. Leið­toga­fund­ur­inn

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag og fimmtu­dag stóð yfir 29. leið­toga­fundur sam­bands­ins. Þeir eru ekki haldnir með reglu­legu milli­bili, en venju­lega er kallað til þeirra til að kynna annað hvort stefnu­breyt­ingu eða inn­göngu nýrra aðild­ar­ríkja að banda­lag­inu. Aðal­mál á dag­skrá leið­toga­fund­ar­ins í ár voru útgjalda­mál aðild­ar­ríkj­anna auk aðild­ar­við­ræðna Úkra­ínu og Georgíu að NATO.

7. Tveggja pró­senta markið

Mestu athygli á leið­toga­fund­inum vöktu hins vegar ummæli Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um mis­jöfn fjár­fram­lög aðild­ar­ríkj­anna til varn­ar­mála, en Trump vildi að öll banda­lags­ríki myndu leggja út 2% af vergri lands­fram­leiðslu sinni til varn­ar­mála nú þegar og hækka hlut­fall sitt upp í 4% í náinni fram­tíð.

8. Hærri útgjöld sam­þykkt

Með­lim­ir NATO hafa nú þegar sam­þykkt að auka útgjöld sín til varn­ar­mála, en árið 2014 ákváðu aðild­ar­ríkin að stefna að útgjalda­aukn­ingu til varn­ar­mála þannig að hvert land næði 2% mark­inu innan árs­ins 2024. Ein­ungis fimm aðild­ar­ríki hafa náð mark­inu nú þeg­ar, en það eru Banda­ríkin með 3,5%, Grikk­land með 2,27%, Eist­land með 2,14%, Bret­land með 2,1% og Lett­land með slétt tvö pró­sent. 

9. Fram­lag Banda­ríkj­anna

Hvort sem miðað er við höfða­tölu eða raun­fram­lög leggja Banda­ríkin lang­mest fram til sam­eig­in­legra varn­ar­mála Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Metið fram­lag ­Banda­ríkj­ana í ár eru 727 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en það er meira en fram­lag allra hinna 28 ríkj­anna sam­an­lagt. Á síð­ustu níu árum hefur þó hlut­fall fram­laga Banda­ríkj­anna af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála minnkað um þriðj­ung, frá 5,3 pró­sent árið 2009 niður í 3,5 pró­sent í ár.

10. Fram­lag Íslands

Ísland er her­laust land og greiðir því lang­minnst til varn­ar­mála af öllum aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins. Sam­kvæmt fjár­lögum árið 2018 nema heild­ar­út­gjöld Íslands til varn­ar­mála í ár um 1,9 millj­örðum íslenskra króna, en það er ekki nema 0,07 pró­sent af lands­fram­leiðslu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar