Klámið í kjallarageymslunum

Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.

DR
Auglýsing

Innan veggja danska útvarpsins hefur um alllangt skeið verið á sveimi orðrómur þess efnis að í kjallarageymslum stofnunarinnar væru geymdar á þriðja tug gamalla kvikmynda, sem fæstir hefðu vitað að þar væri að finna. Varla teldist það fréttnæmt nema vegna þess að þetta eru klámmyndir sem á sínum tíma var stranglega bannað að sýna, hvað þá selja. Klámmyndir, sem jafnvel enn í dag þykja grófar að ekki sé meira sagt. Myndirnar eru danskar, þýskar, franskar og bandarískar, þær elstu frá byrjun síðustu aldar og þær yngstu frá sjötta áratugnum. Þessar myndir eru svart hvítar og þöglar, lengdin   frá þremur upp í tíu mínútnar, myndu í dag kallast stuttmyndir.

Komust í eigu DR árið 1974

Þótt fæstir hafi, fyrr en nú, haft hugmynd um tilvist þessara kvikmynda í safni DR er ekki síður athyglisvert að enginn virtist lengi vel vita hvaðan þær komu, eða frá hverjum. Myndirnar, sem eru rúmlega 20 talsins, eru allar skráðar í safnið í desember árið 1974 og sagðar „Safn Meyers“. Enginn virtist vita neitt um þennan Meyer og ekki stendur neitt skráð um það (svo vitað sé) hver tók á móti myndunum og ekki stendur heldur neitt um ástæður þess að þær voru færðar DR til varðveislu. Auk skráningarseðils safnadeildar DR, fylgir hverri mynd nákvæm lýsing á söguþræðinum, myndgæðum og sömuleiðis mat skrásetjara á frammistöðu leikaranna. Ekki er vitað hver skrifaði þessar upplýsingar en þær fylgdu myndunum þegar þær voru afhentar DR. Flestar kvikmyndanna eru teknar á 16 millimetra filmu en nokkrar einnig á 35 millimetra filmu. Kvikmyndasérfræðingar, sem DR ræddi við, telja að í heiminum séu til um 2000 myndir af sama tagi, og þær sem geymdar eru í kjallaranum hjá DR. Frá upphafi kvikmyndagerðar og fram til ársins 1968.

1967 og 1969

Árið 1967 samþykkti danska þingið, Folketinget, lög um klám. Þar var útgáfa klám- rita og bóka heimiluð. Fram til þess tíma var útgáfa og sala á bókum og blöðum sem innihéldu klámfengið efni bönnuð. Eigi að síður var talsvert af slíku efni í umferð, en eins og einn gamall kaupmaður orðaði það í samtali við DR „maður var með þetta undir afgreiðsluborðinu en ekki í hillunum.“ Eftir lagabreytinguna 1967 streymdu á markaðinn í Danmörku alls kyns tímarit og bækur sem innihéldu klám og klámfengið efnið. Tveimur árum síðar, 1. júlí 1969,  samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu útgáfu og sölu á myndefni sem innihéldi klám, Danir voru fyrsta þjóðin í heiminum sem heimilaði slíkt. Ári eftir setningu lagann kom á markaðinn kvikmyndin „Rauði rúbíninn“ með Ole Søltoft í aðalhlutverkinu. Hann hefur iðulega verið nefndur fyrsti danski kvikmyndaelskhuginn og lék á árunum eftir 1970 meðal annars í hinum þekktu „rúmstokksmyndum“ sem nutu mikilla vinsælda. Þessar myndir hafa stundum verið kallað gamanmyndir með klámkenndu ívafi.

Auglýsing

Er eitthvað merkilegt við þessar myndir?

Skráning myndasafnsins.Þessari spurningu svaraði einn af sérfræðingum DR játandi og í sama streng tók sagnfræðingurinn Thomas Oldrup sem segir „Safn Meyers“ mjög merkilegt. Tiltölulega fáar myndir af þessu tagi séu til í heiminum og „Meyer“ hafi greinilega vandað valið þegar hann keypti. Oldrup segir að þótt myndirnar eigi ekki erindi í sjónvarpið séu þær merkilegir safngripir og þær beri að varðveita.

Hver var Meyer?

Eftir að yfirmenn DR  ákváðu að gera upplýsingarnar um klámmyndirnar opinberar fóru fréttamenn að reyna að grafast fyrir um þennan Meyer, sem ekkert var vitað um. Einhver benti þeim á Ole Brage fyrrverandi starfsmann safnadeildarinnar sem hugsanlega vissi eitthvað um málið. Það reyndust orð að sönnu. Ole Brage kannaðist vel við myndasafnið og það sem meira var, hann hafði kynnst Meyer og vissi að það var hann sem hafði afhent DR myndirnar og fengið smávægilega borgun fyrir. Þarna voru fréttamennirnir komnir á sporið og komust í samband við fjölskyldu Meyers. Meyer, sem var silfurvöruframleiðandi, dó fyrir ellefu árum. Hann var safnari, átti stærsta safn sem til var á Norðurlöndum af alls kyns orðum, safnaði líka sparibaukum, skotvopnum og mörgu fleiru. Fréttamennirnir komust líka að því að Meyer hafði átt miklu fleiri klámmyndir en þær sem hann afhenti DR. Ole Brage taldi að kannski hefðu myndirnar sem fóru til DR verið þær merkilegustu að mati Meyers.  

DR hefur undanfarið birt nokkrar greinar um „Klámmyndirnar í kjallaranum“ eins og fréttamenn kalla það. Þeir eru ekki hættir, ætla nú að reyna að komast að því hvar Meyer fékk myndirnar og líka hvað varð um myndirnar sem fóru ekki til DR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar