Klámið í kjallarageymslunum

Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.

DR
Auglýsing

Innan veggja danska útvarps­ins hefur um all­langt skeið verið á sveimi orðrómur þess efnis að í kjall­ara­geymslum stofn­un­ar­innar væru geymdar á þriðja tug gam­alla kvik­mynda, sem fæstir hefðu vitað að þar væri að finna. Varla teld­ist það frétt­næmt nema vegna þess að þetta eru klám­myndir sem á sínum tíma var strang­lega bannað að sýna, hvað þá selja. Klám­mynd­ir, sem jafn­vel enn í dag þykja grófar að ekki sé meira sagt. Mynd­irnar eru danskar, þýskar, franskar og banda­rískar, þær elstu frá byrjun síð­ustu aldar og þær yngstu frá sjötta ára­tugn­um. Þessar myndir eru svart hvítar og þögl­ar, lengdin   frá þremur upp í tíu mín­útn­ar, myndu í dag kall­ast stutt­mynd­ir.

Komust í eigu DR árið 1974

Þótt fæstir hafi, fyrr en nú, haft hug­mynd um til­vist þess­ara kvik­mynda í safni DR er ekki síður athygl­is­vert að eng­inn virt­ist lengi vel vita hvaðan þær komu, eða frá hverj­um. Mynd­irn­ar, sem eru rúm­lega 20 tals­ins, eru allar skráðar í safnið í des­em­ber árið 1974 og sagðar „Safn Meyer­s“. Eng­inn virt­ist vita neitt um þennan Meyer og ekki stendur neitt skráð um það (svo vitað sé) hver tók á móti mynd­unum og ekki stendur heldur neitt um ástæður þess að þær voru færðar DR til varð­veislu. Auk skrán­ing­ar­seð­ils safna­deildar DR, fylgir hverri mynd nákvæm lýs­ing á sögu­þræð­in­um, mynd­gæðum og sömu­leiðis mat skrá­setj­ara á frammi­stöðu leik­ar­anna. Ekki er vitað hver skrif­aði þessar upp­lýs­ingar en þær fylgdu mynd­unum þegar þær voru afhentar DR. Flestar kvik­mynd­anna eru teknar á 16 milli­metra filmu en nokkrar einnig á 35 milli­metra filmu. Kvik­mynda­sér­fræð­ing­ar, sem DR ræddi við, telja að í heim­inum séu til um 2000 myndir af sama tagi, og þær sem geymdar eru í kjall­ar­anum hjá DR. Frá upp­hafi kvik­mynda­gerðar og fram til árs­ins 1968.

1967 og 1969

Árið 1967 sam­þykkti danska þing­ið, Fol­ket­in­get, lög um klám. Þar var útgáfa klám- rita og bóka heim­il­uð. Fram til þess tíma var útgáfa og sala á bókum og blöðum sem inni­héldu klám­fengið efni bönn­uð. Eigi að síður var tals­vert af slíku efni í umferð, en eins og einn gam­all kaup­maður orð­aði það í sam­tali við DR „maður var með þetta undir afgreiðslu­borð­inu en ekki í hill­un­um.“ Eftir laga­breyt­ing­una 1967 streymdu á mark­að­inn í Dan­mörku alls kyns tíma­rit og bækur sem inni­héldu klám og klám­fengið efn­ið. Tveimur árum síð­ar, 1. júlí 1969,  sam­þykkti danska þingið lög sem heim­il­uðu útgáfu og sölu á myndefni sem inni­héldi klám, Danir voru fyrsta þjóðin í heim­inum sem heim­il­aði slíkt. Ári eftir setn­ingu lag­ann kom á mark­að­inn kvik­myndin „Rauði rúbín­inn“ með Ole Søltoft í aðal­hlut­verk­inu. Hann hefur iðu­lega verið nefndur fyrsti danski kvik­mynda­elsk­hug­inn og lék á árunum eftir 1970 meðal ann­ars í hinum þekktu „rúm­stokks­mynd­um“ sem nutu mik­illa vin­sælda. Þessar myndir hafa stundum verið kallað gam­an­myndir með klám­kenndu ívafi.

Auglýsing

Er eitt­hvað merki­legt við þessar mynd­ir?

Skráning myndasafnsins.Þess­ari spurn­ingu svar­aði einn af sér­fræð­ingum DR ját­andi og í sama streng tók sagn­fræð­ing­ur­inn Thomas Old­rup sem segir „Safn Meyers“ mjög merki­legt. Til­tölu­lega fáar myndir af þessu tagi séu til í heim­inum og „Meyer“ hafi greini­lega vandað valið þegar hann keypti. Old­rup segir að þótt mynd­irnar eigi ekki erindi í sjón­varpið séu þær merki­legir safn­gripir og þær beri að varð­veita.

Hver var Meyer?

Eftir að yfir­menn DR  ákváðu að gera upp­lýs­ing­arnar um klám­mynd­irnar opin­berar fóru frétta­menn að reyna að graf­ast fyrir um þennan Meyer, sem ekk­ert var vitað um. Ein­hver benti þeim á Ole Brage fyrr­ver­andi starfs­mann safna­deild­ar­innar sem hugs­an­lega vissi eitt­hvað um mál­ið. Það reynd­ust orð að sönnu. Ole Brage kann­að­ist vel við mynda­safnið og það sem meira var, hann hafði kynnst Meyer og vissi að það var hann sem hafði afhent DR mynd­irnar og fengið smá­vægi­lega borgun fyr­ir. Þarna voru frétta­menn­irnir komnir á sporið og komust í sam­band við fjöl­skyldu Meyers. Meyer, sem var silf­ur­vöru­fram­leið­andi, dó fyrir ell­efu árum. Hann var safn­ari, átti stærsta safn sem til var á Norð­ur­löndum af alls kyns orð­um, safn­aði líka spari­bauk­um, skot­vopnum og mörgu fleiru. Frétta­menn­irnir komust líka að því að Meyer hafði átt miklu fleiri klám­myndir en þær sem hann afhenti DR. Ole Brage taldi að kannski hefðu mynd­irnar sem fóru til DR verið þær merki­leg­ustu að mati Meyer­s.  

DR hefur und­an­farið birt nokkrar greinar um „Klám­mynd­irnar í kjall­ar­an­um“ eins og frétta­menn kalla það. Þeir eru ekki hætt­ir, ætla nú að reyna að kom­ast að því hvar Meyer fékk mynd­irnar og líka hvað varð um mynd­irnar sem fóru ekki til DR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar