Framundan eru málsóknir á hendur Mark Zuckerberg, forstjóra og stofnanda Facebook, en hluthafar eru ósáttir við ganga mála hjá fyrirtækinu eftir að verðmiði þess hrundi um fimmtung fyrr í vikunni eftir að uppgjör félagsins var birt, sem var langt undir væntingum.
Verðmiði fyrirtækisins er nú búinn að lækka um 119 milljarða Bandaríkjadala á tveimur síðustu viðskiptadögum, eða sem nemur meira en 12 þúsund milljörðum króna.
Biggest loss in stock market history https://t.co/xE7I792X7k
— Sean Hannity (@seanhannity) July 27, 2018
Í umfjöllun Reuters kemur fram að einn hluthafi fyrirtækisins, James Kacouris, sé að undirbúa hópmálsókn en hann hefur sjálfur lagt fram kæru. Hún snýr að því að Facebook hafi brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti, með ónægri eða rangri upplýsingagjöf til markaðarins og fjárfesta.
Óhætt er að segja að Zuckerberg hafi staðið í ströngu undanfarin misseri, enda hefur fyritækið verið sakað um að vera miðpunkturinn í uppgangi popúlisma í stjórnmálum í heiminum og að hagsmunaaðilar hafi með óeðlilegum hætti komist yfir gögn um notendur og nýtt þau til þess að hafa áhrif á kosningar.