Af hverju skiptir olíuverðið svona miklu máli?

Af hverju hefur olíuframleiðsla svona mikil áhrif á heimshagkerfið? Munu áhrif hennar aukast eða minnka í framtíðinni og hvort yrði það gott eða slæmt fyrir okkur?

Olíudæla
Auglýsing

Ef litið er fram hjá fjár­mála­þjón­ustu hefur aðeins ein vara verið þess megnug að hafa komið af stað heimskreppu á síð­ustu ára­tug­um: olía. Sömu­leiðis hefur fram­leiðsla þess­arar vöru einnig virkað sem lyfti­stöng fyrir ýmis lönd í langan tíma, til að mynda Ísland í núver­andi upp­sveiflu. Hvernig má það vera að þessi eina vara hafi svo mikið að segja í vel­sæld landa og hvernig mun hún hafa áhrif á heims­hag­kerfið á kom­andi miss­erum? 

Í öllum stigum hag­kerf­is­ins

Í meg­in­at­riðum liggja tvær ástæður að baki þeim miklu svipt­ingum sem olían veldur í hag­kerfum ýmissa landa. Ann­ars vegar er hún mik­il­væg fram­leiðslu á svo öðrum vörum og þjón­ustu og hins vegar er fram­leiðsla hennar tíma­frek. 

Olía knýr áfram flest far­ar­tæki heims­ins og er því meg­in­uppi­staða í hvers kyns sam­göngum og flutn­ing­um. Þar sem heims­hag­kerfið reiðir sig á fram­leiðslu á þjón­ustu og vörum sem eru fluttar um langar vega­lengd­ir  nær því olíu­verð að hafa áhrif á verð þeirra flestra, hvort sem það eru inn­fluttir ban­anar frá Suð­ur­-Am­er­íku eða fiskur sem fluttur er úr landi með skipum og flug­vél­um. Hækk­andi verð á olíu myndi því skila sér í hærra verði á fiski og banönum og bitna á neyt­endum þeirra.

Auglýsing

Ásam­t þvi að hafa víð­tæk áhrif um allt hag­kerfið er olíu­verð bundið miklum sveiflum þar sem birgð­irnar eru af skornum skammti og erfitt er að breyta fram­leiðslu á henni til skamms tíma. Upp­setn­ing á brunnum og borpöllum kostar tíma og pen­ing, þannig að olíu­fyr­ir­tæki geta jafnan ekki brugð­ist skjótt við skyndi­legum breyt­ingum í eft­ir­spurn, til dæmis þegar stríð hefj­ast eða við­skipta­banni er komið á. 

Þar sem olíu­fram­leiðslan er óbreytt til skamms tíma geta slíkar skyndi­breyt­ingar leitt til gríð­ar­legra sveiflna í verði. Þessar sveiflur skila sér svo í miklum verð­breyt­ingum á fjölda ­neyslu-og ­út­flutn­ings­vara, en áhrif þess­arra verð­breyt­inga á hag­kerfi land­anna fara eftir því hvaða vörur þau flytja inn og út.

Ríkir græða og fátækir tapa á ódýrri olíu

Hægt er að sjá hversu næm lönd eru fyrir verð­breyt­ingum í olíu­verði með því að skoða inn-og ­út­flutn­ing landa af olíu sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Þau lönd sem reiða sig mest á útflutn­ing olí­unnar eru gjarnan þró­un­ar­lönd og nýmark­aðs­ríki, en Brasil­í­a, ­Suð­ur­-Súd­an og lýð­veldið Kongó eru á toppi list­ans. Á hinn bóg­inn eru það helst smærri iðn­ríki sem reiða sig mest á inn­flutta olíu, líkt og Suð­ur­-Kór­ea, Singapúr og Lit­háen. Ef litið er til þeirra óbeinu áhrifa sem olía hefur á verð ann­arra vara verður mun­ur­inn enn skýr­ari, en þar fylgja allar inn­fluttar neyslu­vörur iðn­ríkj­anna einnig heims­mark­aðs­verði á olíu. 

Þessi munur veldur miklu mis­ræmi í efna­hags­ár­angri ríkra og fátækra þjóða, en sýnt hefur verið fram á að verð­lækkun á olíu hagn­ist iðn­ríkjum á kostnað þró­un­ar­landa. Skýrasta dæmi um þetta er Ísland, en sú mikla lækkun sem varð á heims­mark­aðs­verði olíu árið 2014 hefur verið talin meg­in­á­stæða lágrar og stöðugrar verð­bólgu hér­lendis á síð­ustu árum

Hættur sveifl­unnar

Ekki er hins vegar lík­legt að olíu­verð­ið, sem enn er lægra en það var árið 2014, muni hald­ast lágt í fram­tíð­inni. Í augna­blik­inu ríkir mikil óvissa um áhrif yfir­vof­andi við­skipta­banns milli Írans og margra Vest­ur­landa, en bannið myndi að öllum lík­indum leiða til minni olíu­fram­leiðslu og þar af leið­andi hærra verðs. Ef litið er til langs tíma er einnig ljóst að olía er af skornum skammti í heim­inum og erf­ið­ara verður að fram­leiða hana á næstu árum og ára­tug­um. Olíu­verð mun því lík­lega fara hækk­andi í fram­tíð­inni, að öllu öðru óbreyttu, og leiða til hærra og óstöðugra verð­lags hjá hátekju­lönd­um.

Vegna eig­in­leika sinna er olían enn þess megnug að valda fjöl­þjóð­lega kreppu, annað hvort í þró­un­ar­löndum eða iðn­ríkj­um, taki hún miklar sveifl­ur. Reynt hefur verið að draga úr þessum fjöl­þjóð­legu sveiflum á heims­vísu með olíu­sam­ráðs­hópn­um OPEC, en yfir­lýst mark­mið hans er að við­halda stöð­ugu verð­lagi á olíu. Árang­ur OPEC er hins vegar umdeildur, en frá stofnun hóps­ins árið 1960 hefur heims­mark­aðs­verðið á olíu hald­ist óstöðugt og valdið mörg­um efna­hag­skrepp­um. 

Tvær flugur í einu höggi

Önnur leið til að draga úr kreppu­á­hrifum olíu­fram­leiðslu væri með því að draga úr vægi hennar í efna­hags­kerf­inu. Þar myndi aukin notkun ann­ars konar orku­gjafa fyrir far­ar­tæki vega hæst, en það er einmitteitt af mark­miðum núver­andi rík­is­stjórn­ar. Bann við notkun á einnota plast­pokum sem búnir eru til á olíu er einnig önnur leið til að draga úr eft­ir­spurn á olíu, en nú í vik­unni var til­kynnt að Nýja-­Sjá­land muni bæt­ast í hóp rúm­lega 40 landa sem hafa slíkt bann í gild­i. 

Þrátt fyrir að flestar þess­ara að­gerða eru fram­kvæmdar af ­lofts­lags-og um­hverf­is­á­stæðum er ekki síður mik­il­vægt að gera sér grein fyrir efna­hags­legum ávinn­ingi af því að reiða sig minna á olíu. Minni notkun allra vara sem tengdar eru fram­leiðslu olí­unnar myndu því að öllum lík­indum slá tvær flugur í einu höggi: Plánetan yrði hreinni og heims­hag­kerfið stöðugra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar