Mynd: Kjarninn kjarninn samsett
Mynd: Kjarninn

Framlag Kjarnans á árinu 2015

Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2015.

Föst­u­dag­inn 23. jan­úar 2015 skap­að­ist ­at­hygl­is­vert ástand á Íslandi. Kvöldið áður hafði maður sem hafði misst fyr­ir­tækið sitt í hendur banka, Víglundur Þor­­steins­­son, sent frá sér gögn til þing­­manna og fjöl­miðla sem hann sagði sýna fram á að stjórn­­­mála­­menn, emb­ætt­is­­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi af óbil­­girni framið stór­­felld lög­­brot og beitt blekk­ingum til að hafa 300-400 millj­­arða króna af íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­­um. Þetta fé hafi þess í stað runnið til kröf­u­hafa.

Rök­­stuðn­­ingur Víg­lundar var sá að bráða­birgða­­mat Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins á eignum sem fluttar voru úr þrota­­búum föllnu bank­anna ætti að vera end­an­­legur úrskurður um virði þeirra.

Mál­­flutn­ingur Víg­lundar er vel þekkt­­ur, enda var þetta í þriðja sinn sem hann steig fram og bar hann á borð. Hann hélt hins vegar ekki vatni, líkt og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans um mál­ið.

Ill­ugi Gunn­ars­son komst í vand­ræði þegar upp komst að hann hefði þegið fjár­stuðn­ing frá Hauki Harð­ar­syni, stjórn­ar­for­manni Orku Energy. Í honum fólst að Haukur keypti íbúð Ill­uga af honum og leigði honum hana síðan aftur auk þess sem Ill­ugi hafði starfað sem ráð­gjafi hjá Hauki. Þetta fjár­hags­lega hæði var tor­tryggt vegna þess að  Illugi tók Hauk með í opin­bera heim­sókn til Kína í mars 2015 og opn­aði fyrir honum við­skipta­legar dyr. Ill­ugi hefur ætið þver­tekið fyrir að hafa gert nokkuð óeðli­legt.

Sam­hliða gríð­ar­legri fjölgun ferða­manna jókst þrýst­ingur á stefnu­mótun og gjald­töku á ferða­manna­stöðum til upp­bygg­ing­ar. Ragn­heiður Elín Árna­dóttir lagði fram frum­varp um nátt­úrupassa sem vakti mjög harða gagn­rýni víð­ast hvar, og svo fór að ákveðið var að málið færi ekki lengra, enda eng­inn stuðn­ingur við aðferð­ina.

ESB og fjár­kúgun

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra greindi frá því í mars að hann hefði afhent utan­rík­is­ráð­herra Lett­lands bréf um að rík­is­stjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu. Málið var gríð­ar­lega umdeilt og sam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins var mik­ill meiri­hluti Íslend­inga ósáttur við fram­göngu Gunn­ars Braga. ESB leit svo á að þetta væri ekki form­leg aft­ur­köllun og stjórn­ar­and­staðan sendi eigið bréf og sagði það Alþingis að taka ákvörðun af þessu tagi.

Í byrjun júní voru systur á fer­tugs­aldri eru hand­teknar í úthverfi Hafn­ar­fjarðar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Önnur var fyrr­ver­andi ást­kona umsvifa­mik­ils fjöl­miðla­eig­anda sem á sér langa póli­tíska for­sögu. Þær ætl­uðu að not­færa sér upp­lýs­ingar sem áttu að sýna fram á að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði tekið þátt í fjár­mögnun á kaupum á fjöl­miðli án þess að slík kaup væru gerð opin­ber, til að hafa af for­sæt­is­ráð­herr­anum átta millj­ónir króna.  Þetta hljómar eins kvik­mynda­hand­rit, en var íslenskur veru­leiki. Og Kjarn­inn gerði honum skil­merki­lega grein í ítar­legum frétta­skýr­ing­um.

Losun hafta voru kynnt með mikilli viðhöfn í Hörpu í júní 2015.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Um svipað leyti kynntu stjórn­völd áætlun sína um losun hafta. Hún byggði á því að slita­búum föllnu bank­anna var gefin kostur á því að semja um að greiða stöð­ug­leika­fram­lag gegn því að klára nauða­samn­inga sína eða fá á sig 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt. Eftir að kynn­ing­unni lauk kom í ljós að öll slita­búin höfðu þegar samið um að ljúka mál­inu með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags.

Skrán­ing Sím­ans og menn­ing­ar­legur ras­ismi

Ákveðið var að skrá Sím­ann á markað í októ­ber 2015. Kjarn­inn greindi frá því að áður fengu tveir hópar að kaupa hlut á lægra verði en bauðst í útboð­inu. Annar hóp­ur­inn var sam­an­settur af helstu stjórn­endum Sím­ans og fjár­festum sem þeir tengdu sam­an. Þeir fengu að kaupa á gengi sem var um þriðj­ungi lægra en útboðs­geng­ið.

Þá fengu valdir vild­ar­við­skipta­vinir Arion banka að kaupa á lægra verði líka. Bank­inn við­ur­kenndi að gagn­rýni á sölu til vild­ar­við­skipta­vina hefði verið rétt­mæt en stóð með ákvörð­un­inni að selja stjórn­enda­hópn­um.

Í íslenskri stjórn­mála­orð­ræðu má tví­mæla­laust greina sterkan menn­ing­ar­legan ras­isma. Þetta var nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var við Háskól­ann á Bif­röst og Kjarn­inn greindi einn fjöl­miðla frá. Þar ber helst að nefna moskumál­ið, hug­myndir Ásmundar Frið­riks­sonar um bak­grunns­rann­sókn á múslimum og umræð­una í kringum skipan Gúst­afs Níels­sonar í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur. Árið 2015 var árið þar sem opin­ber umræða um útlend­inga, inn­flytj­end­ur, fjöl­menn­ingu og alþjóða­sam­skipti náði nýjum hæð­um. Og Kjarn­inn tók sam­stundis for­ystu í þeirri umræðu.

Mikil umræða spratt upp um menningarlegan rasisma í íslenskri orðræðu. Þar var meðal annars vísað til orða Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um bakgrunnsrannsókn á múslimum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Á árinu komst umræða um sæstreng til Bret­lands á flug og ákváðu David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra að skipa vinnu­hóp til að taka út mögu­leika þeirrar fram­kvæmd­ar. Lands­virkjun hafði auk þess staðið í samn­inga­við­ræðum við Norð­urál um end­ur­nýjun raf­orku­samn­ings og mik­ill þrýst­ingur hefur skap­ast á fyr­ir­tækið að selja ork­una áfram á lágu verði til að verja störf, meðal ann­ars frá verka­lýðs­fé­lagi og Sam­tökum Iðn­að­ar­ins. For­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði á þessum tíma að aukin arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé eitt mesta efna­hags­lega hags­muna­mál íslensku þjóð­ar­inn­ar. Kjarn­inn tók virkan þátt í umræðu um þetta mik­il­væga hags­muna­mál og stóð meðal ann­ars fyrir opnum fundi um lagn­ingu strengs­ins.

Trú og loft­lags­mál

Í októ­ber var birt könnun sem sýndi að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er fylgj­andi aðskiln­aði ríkis og kirkju. Alls voru þá tæp­lega 90 þús­und Íslend­ingar utan þjóð­kirkj­unn­ar. Á árinu komst sam­visu­frelsi presta til að meina sam­kyn­hneigðum um gift­ingu í umræð­una og var á end­anum bann­að. Aukin fram­lög til kirkj­unnar voru einnig gagn­rýnd mjög og Ólöf Nor­dal, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, opn­aði á að taka öll sam­skipti ríkis og kirkju upp. Svo náðu Zúistar, trú­fé­lag sem ætl­aði að end­ur­greiða öll sókn­ar­gjöld, í yfir 3.000 fylgj­end­ur. Kjarn­inn var leið­andi í umfjöllun um þessi mál á árinu 2015.

Í sama mán­uði greindi Kjarn­inn frá því að félag í eigu Árna Harð­­ar­­son­­ar, stjórn­­­ar­­manns og lög­­­manns lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen, ætti um 60 pró­­sent þeirra hluta­bréfa sem voru að baki hóp­­mál­­sókn ­gegn Björgólfi Thor Björg­­ólfs­­syni. Árni átti hluta­bréf­in, sem hann hafði keypt af islenskum líf­eyr­is­­sjóðum í vik­unni á und­an, í gegnum félag sem heitir Urriða­hæð ehf. Sam­tals greindi Árni á milli 25 til 30 millj­­ónir króna fyr­ir­ hluta­bréf­in, sem voru verð­­laus nema að til tæk­ist að fá við­­ur­­kennt fyr­ir­ ­dóm­stólum að Björgólfur Thor ætti að greiða fyrrum hlut­höfum Lands­­bank­ans skaða­bæt­­ur. Til við­­bótar þurfti Urrið­hæð að greiða sinn hluta máls­­kostn­að­­ar.

Árni er nán­­asti sam­­starfs­­maður Róberts Wessm­ans. Þeir störf­uðu áður báðir hjá Act­a­vis, á meðan að Björgólfur Thor var aðal­­eig­andi þess fyr­ir­tæk­­is. Síðan að Árni og Róbert hættu störfum hjá Act­a­vis árið 2008 hefur andað veru­­lega köldu milli þeirra og Björg­­ólfs Thors. Hann hafði meðal ann­­ars stefnt þeim til greiðslu skaða­­bóta fyrir mein­tan fjár­­­drátt auk þess sem báðir aðilar höfðu ítrekað atyrt hinn á opin­berum vett­vangi á und­an­­förnum árum.

Mál­inu var á end­anum vísað frá.

Kjarninn fjallaði ítarlega um kaupin á Borgun. Og var verðlaunaður fyrir.
Mynd:EPA

Sögu­legt sam­komu­lag um lofts­lags­mál náð­ist í París um miðjan des­em­ber. Er þetta víð­tæk­asta alþjóða­sam­komu­lag sem gert hefur verið enda sam­þykktu það nær öll ríki heims. Sam­eig­in­legt mark­mið ríkj­anna sem skrif­uðu undir er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hægja á hlýnun jarð­ar. Um er að ræða mark­mið næstu ára­tuga en margt er þó enn óráð­ið; munu ríkin inn­leiða mark­mið sín um minni los­un? Er hlýnun jarðar innan við tvær gráður raun­hæft mark­mið? Ísland samdi með Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi og mun semja um hlut­deild sína í sam­komu­lag­inu á nýju ári. Kjarn­inn var á staðn­um.

Blaða­manna­verð­laun fyrir umfjöllun um Borgun

Kjarn­inn hafði opnað hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál seint á árinu 2014. Umfjöllun um það hélt áfram af miklum krafti á árinu 2015 og Magnús Hall­dórs­son, blaða­maður Kjarn­ans, var til­nefndur til Blaða­manna­verð­launa Íslands fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins fyrir ítar­­lega umfjöllun um sölu á hlutum Lands­­bank­ans í Borgun í lok­uðu sölu­­ferli og vís­bend­ingar um að hlutur Lands­­bank­ans hafi ver­ið ­seldur á und­ir­verði m.a. í ljósi aðgreiðslna og því hafi ekki verið gætt að hags­munum eig­enda sem er almenn­ingur í land­inu.

Magnús hlaut verð­launin snemma árs 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar