Reyfarakennd saga um fjárkúgun, ástir og eignarhald á fjölmiðli

Búið er að ákæra systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttur fyrir að reyna að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sumarið 2015. Málið er reyfarakennt og minnir mun meira á skáldsögu en íslenskan raunveruleika.

sigmundur_malin_hlin.jpg
Auglýsing

Systur á fer­tugs­aldri eru hand­teknar í úthverfi Hafn­ar­fjarðar fyrir að reyna að kúga fé út úr for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar. Önnur þeirra er fyrrum ást­kona umsvifa­mik­ils fjöl­miðla­eig­enda sem á sér langa póli­tíska for­sögu. Svo virð­ist sem þær hafi ætlað að not­færa sér upp­lýs­ingar sem þær höfðu undir hönd­um, og þær töldu að sýndu fram á að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði tekið þátt í fjár­mögnun á kaupum á fjöl­miðli án þess að slík kaup væru gerð opin­ber, til að hafa af for­sæt­is­ráð­herr­anum átta millj­ónir króna.  Þetta hljómar eins kvik­mynda­hand­rit, en er íslenskur veru­leiki. Og í dag var greint frá því að rann­sókn máls­ins sé lokið og að það fari inn á borð rík­is­sak­sókn­ara í vik­unni.

Til að skilja sam­hengi atburð­anna almenni­lega þarf að fara aðeins aftur í tíma, nánar til­tekið til ágúst 2014.

Ásak­anir um að Fram­sókn hafi ráða yfir DV

Síð­sum­ars 2014 hófust mikil átök um eign­ar­hald DV þegar hópur undir for­ystu Þor­steins Guðna­sonar vildi fá meiri­hluta í stjórn í takt við eign sína. Eign­ar­haldið var að mestu til­komið vegna þess að Gísli Guð­munds­son, kenndur við B&L, hefði lánað Reyni Trausta­syni, þáver­andi aðal­eig­anda og rit­stjóra DV, fé fyrir tveimur árum og fram­selt kröfu vegna þess láns til Þor­steins. Allt í allt sagði Þor­steinn að hann og við­skipta­fé­lagar hans hefðu sett 85 millj­ónir króna í DV.

Auglýsing

Eftir að hóp­ur­inn í kringum Þor­stein hafði náð yfir­ráðum í DV ráku þeir Reyni og flestir aðrir stjórn­endur mið­ils­ins hættu störfum í kjöl­far­ið.

Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, er til hægri á myndinni.Þann 29. októ­ber 2014 hafði Kjarn­inn eftir Ólafi M. Magn­ús­syn­i, fram­kvæmda­stjóra mjólk­ur­bús­ins Kú og fyrrum stjórn­ar­for­manni DV, að Hrólfur Ölv­is­son, fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði fundað þrí­vegis með sér undir því yfir­skini að menn tengdir Fram­sókn­ar­flokknum vildu kaupa DV. Þetta hafi gerst á þeim tíma þegar Ólafur var enn stjórn­ar­for­maður DV, en hann sagði sig úr stjórn­inni í maí 2013. Orð­rétt sagði Ólaf­ur: „Þegar ég var stjórn­ar­for­maður DV á sínum tíma þá kom fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins og hitti mig nokkrum sinnum og spurði hvort ég gæti beitt mér fyrir því að menn tengdir flokknum gætu kom­ist í að kaupa bréf í DV með ein­hverjum hætti. Það yrði auð­vitað ekki flokk­ur­inn sjálf­ur, heldur menn sem Kaup­fé­lag Skag­firð­inga myndi útvega fjár­muni til þess að gera það. Ég ljáði auð­vitað aldrei máls á þessu.“

Hrólfur hafn­aði því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi viljað eign­ast hlut í DV. Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér sagði: „Hvorki ég fyrir hönd flokks­ins, né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur farið þessa á leit og full­yrð­ingar Ólafs Magn­ús­sonar þar um eru rang­ar. Ólafur Magn­ús­son kom nokkrum sinnum á minn fund til að ræða ýmis per­sónu­leg mál­efni, bæði fjár­hags­leg og önn­ur. Aldrei var einu orði minnst á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði hug á að eign­ast hlut í blað­inu, en Ólafur hafði orð á því að fyrra bragði að DV væri í fjár­þröng og þyrfti á auknu hlutafé að halda.“

Pressan kaupir 70 pró­sent í DV

Ólafur var síðan beð­inn um að taka sæti í stjórn DV að nýju eftir að nýir eig­end­ur, undir for­ystu Þor­steins Guðna­son­ar, tóku við miðl­inum í sept­em­ber 2014. Hann sagði að í kjöl­farið hafi Þor­steinn sagt honum að í bígerð væri stór sam­ein­ing DV við annan fjöl­mið­il.

Þann 21. nóv­em­ber 2014 var svo til­kynnt að Pressan ehf., móð­ur­fé­lag Vef­pressunnar og vef­miðl­anna Pressunn­ar, Eyj­unnar og Bleikt, hefði náð sam­komu­lagi við eig­endur meiri­hluta hluta­fjár í útgáfu­fé­lag­inu DV ehf. um kaup á ráð­andi hlut í félag­inu, um 70 pró­sent eign­ar­hlut. Björn Ingi Hrafns­son er aðal­eig­andi Pressunn­ar, en hann er marg­reyndur fjöl­miðla­maður sem starf­aði auk þess sem aðstoð­ar­maður ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins um skeið og sat í borg­ar­stjórn Reykja­víkur fyrir hönd flokks­ins. Björn Ingi varð skömmu síðar stjórn­ar­for­maður og útgef­andi DV. Í skrif­legu svari til Kjarn­ans sama dag vildi Björn Ingi ekki gefa upp hvernig kaupin á DV voru fjár­mögn­uð. Hann vildi heldur ekki upp­lýsa um hvað hafi verið greitt fyrir þann hlut sem félög tengd honum keyptu í DV.

Þann 20. des­em­ber 2014, var til­kynnt um að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði heim­ilað sam­runa Pressunnar og DV að lok­inni rann­sókn. Sama dag var greint frá því að stór hluti kaup­verðs­ins á um 70 pró­sent hlut í DV ehf. hefði verið fjár­magn­aður með láni frá selj­endum hlut­ar­ins.

Í lok árs voru loks gerðar breyt­ingar á stjórn­endum DV. Þá voru Egg­ert Skúla­son og Kol­brún Berg­þórs­dóttir ráðin aðal­rit­stjórar DV og Hörður Ægis­son ráð­inn við­skipta­rit­stjóri mið­ils­ins.

Reynt að fjár­kúga for­sæt­is­ráð­herra

Aldrei hefur verið upp­lýst um hvaðan kaup­verð Pressunnar ehf. á tæp­lega 70 pró­sent hlut í DV kom að öðru leyti en að hluti þess hafi verið greiddur með selj­enda­láni. Í ljósi þeirra ásak­ana sem Ólafur M. Magn­ús­son setti fram í fyrra­haust, um að sá stjórn­mála­flokkur sem leiðir sitj­andi rík­is­stjórn, hafi viljað kom­ast yfir mið­ill­inn, hafa allskyns óstað­festar sögu­sagnir verið um hvernig fjár­mögn­un­inni sé hátt­að.

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DVÍ byrjun júní 2015 fengu þær sögu­sagnir vængi þegar Vísir greindi frá því að tvær konur hefðu verið hand­teknar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra. Kon­urnar heitar Hlín Ein­ars­dóttir og Malín Brand og eru syst­ur. Sam­kvæmt reifara­kenndri frá­sögn fjöl­miðla áttu þær að hafa sent hand­skrifað bréf heim til Sig­mundar Dav­íðs þar sem þess var kraf­ist að hann greiddi þeim um átta millj­ónir króna. Ann­ars myndu upp­lýs­ingar sem áttu að vera við­kvæmar fyrir hann að verða gerðar opin­ber­ar.

Málið var strax til­kynnt til lög­reglu sem réðst í umfangs­miklar aðgerðir sem leiddu til þess að syst­urnar voru hand­teknar í Hafn­ar­firði, sunnan Valla­hverf­is, á föstu­dag. Í fjár­kúg­un­ar­bréf­inu stóð að for­sæt­is­ráð­herra ætti að skilja pen­ing­ana sem þær vildu fá á þeim stað.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kom fram að þær hefðu báðar játað verkn­að­inn við yfir­heyrslur og þeim sleppt að þeim lokn­um. Syst­urnar geta átt yfir höfði sér allt að sex ára fang­elsi fyrir fjár­kúg­un­ina sem þær hafa játað á sig. Rann­sókn máls­ins er nú lok­ið, um fimm mán­uðum eftir að það kom upp.

DV greindi frá því í jún­í­byrjun 2015 að bréfið frá Hlín og Malín hafi haf­ist á blíðum nótum en fljót­lega hafi til­gangur þess komið í ljós. Sig­mundi Davíð og fjöl­skyldu hans hafi verið veru­lega brugðið þegar hand­skrifað bréf með meintri fjár­kúgun barst á heim­ili þeirra. Í frá­sögn DV sagði að í bréf­inu hafi verið farið fram á ákveðna upp­hæð auk þess sem nákvæm lýs­ing var á því hvar ætti að afhenda fjár­mun­ina. Sá staður var við Krísu­vík­ur­veg, sunnan Valla­hverfis í Hafn­ar­firði. Sam­kvæmt DV var lögð þung áhersla það í lok bréfs­ins á að afleið­ing­arnar yrðu alvar­legar ef að haft yrði sam­band við lög­reglu.

Björn Ingi neit­ar 

En hvernig teng­ist þessi reyfara­kennda, og for­dæma­lausa, atburð­ar­rás eign­ar­haldi DV?

Í fyrsta lagi þá er Hlín fyrrum rit­stjóri Bleikt.is, vefs sem Pressan ehf. á og rek­ur. Í öðru lagi var hún sam­býl­is­kona Björns Inga um nokk­urra ára skeið. Því sam­bandi lauk síðla árs 2014. Malín, sem starf­aði sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu, er, líkt og áður sagði systir Hlín­ar.

Upp­lýs­ing­arnar sem hótað var að gera opin­berar snérust, að sögn Vís­is.is, um fjár­hags­leg tengsl Sig­mundar Dav­íðs og Björns Inga Hrafns­son­ar, aðal­eig­anda og útgef­anda DV. Stundin sagði að upp­lýs­ing­arnar væri tölvu­póstur sem farið hefði á milli for­sæt­is­ráð­herra og Björns Inga í tengslum við kaupin á DV á árinu 2014.­Upp­lýs­ing­arnar snér­ust um að ­Sig­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka sem notuð hafi verið til kaupanna.

Stöðuuppfærsla Björns IngaBjörn Ingi birti stöðu­upp­færslu á Face­book sama dag og málið kom upp til að bregð­ast við þessum ásök­un­um. Þar sagði hann Sig­mund Davíð ekki hafa fjár­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann ætti ekki hlut í blað­inu. Þar sagði hann einnig: „Ég er harmi sleg­inn yfir fregnum dags­ins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. For­sæt­is­ráð­herra fjár­magn­aði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blað­inu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé til­lit til þess að hér er mann­legur harm­leikur á ferð­inni og að aðgát skuli höfð í nær­veru sál­ar.“

Sig­mundur Davíð sendi frá sér yfir­lýs­ingu um málið skömmu síð­ar. Þar sagði hann að bréf hafi verið sent á heim­ili hans, í umslagi merkt eig­in­konu hans. Þar hafi verið skrifað að ef Sig­mundur Davíð myndi ekki greiða nokkrar millj­ónir króna myndu fjöl­miðlar fá upp­lýs­ingar sem ættu að reyn­ast honum skað­leg­ar. Hann segir að af bréf­inu að ráða virð­ast umræddar upp­lýs­ingar byggja á get­gátum og sögu­sögn­um. Í yfir­lýs­ing­unni segir einnig: "Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hót­an­anna er rétt að taka fram að ég hef engin fjár­hags­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­son, né hef ég komið að kaupum Vef­pressunnar á DV á nokkurn hátt. ­Fjöl­skyldu minni er veru­lega brugðið vegna þess­ara atburða. Ég vil hvetja til hóf­stilltrar umræðu um málið og minni á að grun­aðir ger­endur eiga ætt­ingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöll­un­ina."

MP banki sendi frá sér yfir­lýs­ingu um málið þann 3. júní 2015. Þar sagð­ist bank­inn, sem í dag hefur sam­ein­ast Straumi og heitir Kvika, ekki ­geta tjáð sig efn­is­lega um hvort nafn­greindir ein­stak­ling­ar eða fyr­ir­tæki eru, eða eru ekki, í við­skiptum við bank­ann. Bank­inn geti ekki rofið trúnað um við­skipta­vini eða ein­stök við­skipti en full­yrðir að vinnu­lag bank­ans er í öllum til­vikum í fullu sam­ræmi við þau lög sem gilda um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Í yfir­lýs­ing­unni var einnig fjallað um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við stjórn­endur MP banka. Þar sagði meðal ann­ars: „Í fréttum hefur jafn­framt verið fjallað um tengsl for­sæt­is­ráð­herra við MP banka. Rétt er að fjöl­skyldu­tengsl eru á milli for­stjóra bank­ans og for­sæt­is­ráð­herra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bank­ans.“

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri Kviku (áð­urMP banka) er kvæntur systur Sig­mundar Dav­íðs. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar MP banka, er auk þess einn nán­asti ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra í efna­hags­málum og hefur gengt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir hann. 

Önnur systirin ber af sér sakir

Malín tjáði sig um málið í sam­tali við Vísi sama dag og það rataði í fjöl­miðla. Þar sagð­ist hún ekki hafa tekið þátt í því að skrifa fjár­kúg­un­ar­bréfið til for­sæt­is­ráð­herra og því hafi hún ekki tekið þátt í fjár­kúg­un­inni. „Kjarni máls­ins er að þarna bland­ast ég inn í atburða­rás sem ég hvorki skipu­lagði né tengd­ist nokkurn hátt nema fjöl­skyldu­bönd­um,“ sagði Malín.

 Malín Brand segist ekki hafa tekið þátt í því að skrifa bréfið.Hún sagði að Hlín Ein­ars­dótt­ir, systir hennar og fyrr­ver­andi rit­stjóri Bleikt.is, hefði skrifað og sent bréf­ið. Hún hafi ekki trúað því að nokkur tæki bréfið alvar­lega. Malín við­ur­kenndi fyrir lög­reglu að hafa haft vit­neskju um málið og að hún keyrði systur sína á vett­vang í Hafn­ar­firði, þar sem for­sæt­is­ráð­herr­ann átti að skilja eftir fjár­muni sam­kvæmt fyr­ir­mælum bréfs­ins. „Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætl­un­ar­verk hafi tek­ist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér.“

Hlín fór í við­tal við DV þann 19. júní 2015. Þar sagði hún syst­ur sína hafa tekið fullan þátt í fjár­kúg­un­inni og að ástæðan fyrir henni hafi verið fjár­hags­vand­ræði þeirra systra. Þar kom einnig fram að þegar syst­urnar voru hand­teknar hafi þær ætlað að sækja tösku sem inni­hélt átta millj­ónir króna í reiðu­fé. Hlín sagði í við­tal­inu að hún hafi glímt við miklar geð­rask­anir á þessum tíma og að hún hafi verið lögð inn á geð­deild í kjöl­far atburð­anna.

Spurn­ingum ósvarað

Eftir standa ansi margar spurn­ingar um þetta for­dæma­lausa mál. Til dæmis hefur enn ekki verið greint frá því nákvæm­lega hvers eðlis þær upp­lýs­ingar séu sem átti að nota til að kúga fé út úr for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Þ.e. bréfið hefur ekki verið birt.

Það hefur heldur ekki verið greint frá því með nægi­lega skýrum hætti hvernig kaup Pressunnar á DV voru fjár­mögnuð haustið 2014. Kjarn­inn spurði Elfu Ýr Gylfa­dótt­ur, fram­kvæmda­stýru Fjöl­miðla­nefnd­ar, um það í júní 2015 hvort kallað hafi verið eftir upp­lýs­ingum um fjár­mögnun þegar kaup á fjöl­miðlum eiga sér stað. Hún sagði að svo væri ekki. Hins vegar hafi verið óskað eftir upp­lýs­ingum um yfir­ráð ef þau eru önnur en skráð eign­ar­hald. „Það telj­ast yfir­ráð ef ein­hver annar en skráður eig­andi getur haft áhrif á rekstur og stjórnun fyr­ir­tæk­is.“

Fjöl­miðla­nefnd fór yfir sam­runa Vef­pressunnar og DV árið 2014 og kann­aði þá meðal ann­ars mögu­leg yfir­ráð utan skrá­setts eign­ar­halds. Elfa sagði að for­svars­menn hins sam­ein­aða útgáfu­fé­lags hafi stað­fest í tölvu­pósti að ekki væru í gildi hlut­hafa­sam­komu­lag, lána­samn­ingar né annað sem fellur undir skil­grein­ing­una um yfir­ráð. Nefndin fór aftur yfir sam­run­ann í dag í ljósi fregna af fjár­kúg­un­ar­til­raun gagn­vart for­sæt­is­ráð­herra.

Í gær var svo greint frá því að syst­urnar hafi verið ákærðar fyrir fjár­kúgun og að málið verði þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur eftir tæpan hálfan mán­uð. 

Frétta­skýr­ingin var upp­færð 3. nóv­em­ber 2016.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None