Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði

Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.

Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Auglýsing

Laun- og launa­tengdur kostn­aður Kaup­þings ehf., félags sem stofnað var um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka, jókst um einn millj­arð króna í fyrra þrátt fyrir fyrir að starfs­fólki hefði fækkað úr 30 í 19 á árinu. Alls nam kostn­aður félags­ins 2,6 millj­örðum króna á árinu 2017. Þar af fóru 544 millj­ónir króna til stjórnar og helstu stjórn­enda. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Kaup­þings.

Í stjórn Kaup­­þings í lok árs voru Allan Jef­frey Carr, Paul Cop­ley, Óttar Páls­­son, Bene­dikt Gísla­­son og Piergi­orgio Lo Greco. Copley er einnig fram­­kvæmda­­stjóri Kaup­­þing.

Til við­bótar fengu utan­að­kom­andi ráð­gjafar greidda tæp­lega 4,3 millj­arða króna í fyrra. Það er um 700 millj­ónum krónum minna en árið áður.

Auglýsing

Vilja ekki upp­lýsa um bón­us­greiðslur

Greint var frá því fyrir tveimur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­starfs­manna Kaup­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­­þings á þeim tíma var 87 pró­­sent hlutur félags­­ins í Arion banka, sem nú hefur verið að stórum hluta seld og það sem eftir stendur gert selj­an­­legt með skrán­ingu á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur ná ein­ungis til starfs­­manna Kaup­­þings, ekki stjórn­­­ar­­manna og ráð­gjafa sem unnið hafa fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra koma til við­­bótar því sem greið­ist til starfs­­manna.

Kaup­þing hefur ekki viljað upp­lýsa um hvort búið sé að greiða bónus­anna út né hver áætluð heild­ar­greiðsla sé.

Vog­un­ar­sjóðir alls­ráð­andi

Sjóðir tengdir sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Taconic Capi­tal eru langstærstu eig­endur Kaup­þings ehf. Sam­an­lagt eiga þeir 45,6 pró­sent hlut í félag­inu.

Stærsta eft­ir­stand­andi eign Kaup­þings er 32,67 pró­sent hlutur í Arion banka. Taconic Capi­tal á líka beint tíu pró­sent hlut í Arion banka og skip­aði nýverið Bene­dikt Gísla­son sem full­trúa sinn í stjórn bank­ans.

Næst stærsti eig­andi Kaup­þings er sjóð­ur­inn Sculptor Invest­ments s.a.r.l. sem er tengt Och-Ziff sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu. Och-Ziff á líka 6,58 pró­sent hlut beint í Arion banka. Þriðji stærsti eig­and­inn eru sjóðir tengdir CCP Credit Aquisition með sam­tals 9,3 pró­sent eign­ar­hlut og fjórði stærstir eru sjóðir í stýr­ingu Attestor Capital, sem er líka einn stærsti eig­andi Arion banka með 8,86 pró­sent beinan eign­ar­hlut.

Sam­tals eru eiga tíu stærstu eig­endur Kaup­þings 90,6 pró­sent hlut í félag­inu. Í þeim hópi eru vog­un­ar­sjóðir langstærstir en þar er líka að finna eign­ar­hluti sem haldið er á í gegnum sjóði eða útibú stór­banka á borð við JP Morgan og Deutsche Bank. Þá á slitabú Kaupt­hing Sin­ger & Fried­lander 3,2 pró­sent hlut.

Wintris á meðal eig­enda

Alls eru hlut­hafar 595 tals­ins. Af öðrum þekktum eig­endum Kaup­þings má nefna Wintris, félag í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Eign­ar­hlutur Wintris er mjög lít­ill og byggir á kröfum sem félagið lýsti í þrotabú Kaup­þings.

Alls voru eignir Kaup­þings metnar á 233,1 millj­arð króna í lok árs 2016 og höfðu þá lækkað úr 409,7 millj­örðum króna árið áður, m.a. vegna þess að Kaup­þing greiddi inn á skulda­bréf við íslenska rík­is­ins sem var hluti af stöð­ug­leika­skil­yrð­unum sem félagið þurfti að upp­fylla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar