Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði

Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.

Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Auglýsing

Laun- og launa­tengdur kostn­aður Kaup­þings ehf., félags sem stofnað var um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka, jókst um einn millj­arð króna í fyrra þrátt fyrir fyrir að starfs­fólki hefði fækkað úr 30 í 19 á árinu. Alls nam kostn­aður félags­ins 2,6 millj­örðum króna á árinu 2017. Þar af fóru 544 millj­ónir króna til stjórnar og helstu stjórn­enda. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Kaup­þings.

Í stjórn Kaup­­þings í lok árs voru Allan Jef­frey Carr, Paul Cop­ley, Óttar Páls­­son, Bene­dikt Gísla­­son og Piergi­orgio Lo Greco. Copley er einnig fram­­kvæmda­­stjóri Kaup­­þing.

Til við­bótar fengu utan­að­kom­andi ráð­gjafar greidda tæp­lega 4,3 millj­arða króna í fyrra. Það er um 700 millj­ónum krónum minna en árið áður.

Auglýsing

Vilja ekki upp­lýsa um bón­us­greiðslur

Greint var frá því fyrir tveimur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­starfs­manna Kaup­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­­þings á þeim tíma var 87 pró­­sent hlutur félags­­ins í Arion banka, sem nú hefur verið að stórum hluta seld og það sem eftir stendur gert selj­an­­legt með skrán­ingu á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur ná ein­ungis til starfs­­manna Kaup­­þings, ekki stjórn­­­ar­­manna og ráð­gjafa sem unnið hafa fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra koma til við­­bótar því sem greið­ist til starfs­­manna.

Kaup­þing hefur ekki viljað upp­lýsa um hvort búið sé að greiða bónus­anna út né hver áætluð heild­ar­greiðsla sé.

Vog­un­ar­sjóðir alls­ráð­andi

Sjóðir tengdir sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Taconic Capi­tal eru langstærstu eig­endur Kaup­þings ehf. Sam­an­lagt eiga þeir 45,6 pró­sent hlut í félag­inu.

Stærsta eft­ir­stand­andi eign Kaup­þings er 32,67 pró­sent hlutur í Arion banka. Taconic Capi­tal á líka beint tíu pró­sent hlut í Arion banka og skip­aði nýverið Bene­dikt Gísla­son sem full­trúa sinn í stjórn bank­ans.

Næst stærsti eig­andi Kaup­þings er sjóð­ur­inn Sculptor Invest­ments s.a.r.l. sem er tengt Och-Ziff sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu. Och-Ziff á líka 6,58 pró­sent hlut beint í Arion banka. Þriðji stærsti eig­and­inn eru sjóðir tengdir CCP Credit Aquisition með sam­tals 9,3 pró­sent eign­ar­hlut og fjórði stærstir eru sjóðir í stýr­ingu Attestor Capital, sem er líka einn stærsti eig­andi Arion banka með 8,86 pró­sent beinan eign­ar­hlut.

Sam­tals eru eiga tíu stærstu eig­endur Kaup­þings 90,6 pró­sent hlut í félag­inu. Í þeim hópi eru vog­un­ar­sjóðir langstærstir en þar er líka að finna eign­ar­hluti sem haldið er á í gegnum sjóði eða útibú stór­banka á borð við JP Morgan og Deutsche Bank. Þá á slitabú Kaupt­hing Sin­ger & Fried­lander 3,2 pró­sent hlut.

Wintris á meðal eig­enda

Alls eru hlut­hafar 595 tals­ins. Af öðrum þekktum eig­endum Kaup­þings má nefna Wintris, félag í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Eign­ar­hlutur Wintris er mjög lít­ill og byggir á kröfum sem félagið lýsti í þrotabú Kaup­þings.

Alls voru eignir Kaup­þings metnar á 233,1 millj­arð króna í lok árs 2016 og höfðu þá lækkað úr 409,7 millj­örðum króna árið áður, m.a. vegna þess að Kaup­þing greiddi inn á skulda­bréf við íslenska rík­is­ins sem var hluti af stöð­ug­leika­skil­yrð­unum sem félagið þurfti að upp­fylla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar