Launakostnaður Kaupþings jókst um milljarð en starfsfólki fækkaði

Alls fengu starfsmenn Kaupþings um yfir 2,6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld í fyrra. Í árslok störfuðu 19 manns hjá félaginu.

Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Kaupþing féll í október 2008. En félag utan um eftirstandandi eignir bankans er enn starfandi.
Auglýsing

Laun- og launa­tengdur kostn­aður Kaup­þings ehf., félags sem stofnað var um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka, jókst um einn millj­arð króna í fyrra þrátt fyrir fyrir að starfs­fólki hefði fækkað úr 30 í 19 á árinu. Alls nam kostn­aður félags­ins 2,6 millj­örðum króna á árinu 2017. Þar af fóru 544 millj­ónir króna til stjórnar og helstu stjórn­enda. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Kaup­þings.

Í stjórn Kaup­­þings í lok árs voru Allan Jef­frey Carr, Paul Cop­ley, Óttar Páls­­son, Bene­dikt Gísla­­son og Piergi­orgio Lo Greco. Copley er einnig fram­­kvæmda­­stjóri Kaup­­þing.

Til við­bótar fengu utan­að­kom­andi ráð­gjafar greidda tæp­lega 4,3 millj­arða króna í fyrra. Það er um 700 millj­ónum krónum minna en árið áður.

Auglýsing

Vilja ekki upp­lýsa um bón­us­greiðslur

Greint var frá því fyrir tveimur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­starfs­manna Kaup­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­­þings á þeim tíma var 87 pró­­sent hlutur félags­­ins í Arion banka, sem nú hefur verið að stórum hluta seld og það sem eftir stendur gert selj­an­­legt með skrán­ingu á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur ná ein­ungis til starfs­­manna Kaup­­þings, ekki stjórn­­­ar­­manna og ráð­gjafa sem unnið hafa fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra koma til við­­bótar því sem greið­ist til starfs­­manna.

Kaup­þing hefur ekki viljað upp­lýsa um hvort búið sé að greiða bónus­anna út né hver áætluð heild­ar­greiðsla sé.

Vog­un­ar­sjóðir alls­ráð­andi

Sjóðir tengdir sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Taconic Capi­tal eru langstærstu eig­endur Kaup­þings ehf. Sam­an­lagt eiga þeir 45,6 pró­sent hlut í félag­inu.

Stærsta eft­ir­stand­andi eign Kaup­þings er 32,67 pró­sent hlutur í Arion banka. Taconic Capi­tal á líka beint tíu pró­sent hlut í Arion banka og skip­aði nýverið Bene­dikt Gísla­son sem full­trúa sinn í stjórn bank­ans.

Næst stærsti eig­andi Kaup­þings er sjóð­ur­inn Sculptor Invest­ments s.a.r.l. sem er tengt Och-Ziff sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu. Och-Ziff á líka 6,58 pró­sent hlut beint í Arion banka. Þriðji stærsti eig­and­inn eru sjóðir tengdir CCP Credit Aquisition með sam­tals 9,3 pró­sent eign­ar­hlut og fjórði stærstir eru sjóðir í stýr­ingu Attestor Capital, sem er líka einn stærsti eig­andi Arion banka með 8,86 pró­sent beinan eign­ar­hlut.

Sam­tals eru eiga tíu stærstu eig­endur Kaup­þings 90,6 pró­sent hlut í félag­inu. Í þeim hópi eru vog­un­ar­sjóðir langstærstir en þar er líka að finna eign­ar­hluti sem haldið er á í gegnum sjóði eða útibú stór­banka á borð við JP Morgan og Deutsche Bank. Þá á slitabú Kaupt­hing Sin­ger & Fried­lander 3,2 pró­sent hlut.

Wintris á meðal eig­enda

Alls eru hlut­hafar 595 tals­ins. Af öðrum þekktum eig­endum Kaup­þings má nefna Wintris, félag í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Eign­ar­hlutur Wintris er mjög lít­ill og byggir á kröfum sem félagið lýsti í þrotabú Kaup­þings.

Alls voru eignir Kaup­þings metnar á 233,1 millj­arð króna í lok árs 2016 og höfðu þá lækkað úr 409,7 millj­örðum króna árið áður, m.a. vegna þess að Kaup­þing greiddi inn á skulda­bréf við íslenska rík­is­ins sem var hluti af stöð­ug­leika­skil­yrð­unum sem félagið þurfti að upp­fylla.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar