Samfylkingin ekki mælst stærri frá árinu 2014

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Stjórnarandstaðan er með mun meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir. Og miðjuflokkarnir halda áfram að taka til sín það fylgi sem er á hreyfingu.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með 19,3 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup, sem gert er grein fyrir á vef RÚV í dag. Það er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því í des­em­ber 2014, þegar fylgi flokks­ins mæld­ist 20,3 pró­sent.

Í nýj­ustu könn­un­inni munar ein­ungis 3,4 pró­sentu­stigum á Sam­fylk­ingu og Sjálf­stæð­is­flokki, sem mælist sem fyrr stærsti flokkur lands­ins. Fylgi hans mælist nú 22,7 pró­sent og hefur ekki mælst lægra á kjör­tíma­bil­inu í könn­un­um.

Þeir fimm flokkar sem mynda stjórn­ar­and­stöð­una mæl­ast nú með sam­tals 56,3 pró­senta fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir með 42,6 pró­sent. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá því sem var í síð­­­ustu kosn­­ing­um, þegar stjórn­­­ar­­flokk­­arnir fengu 52,9 pró­­sent fylgi og 35 þing­­menn en stjórn­­­ar­and­­staðan 28. Ef kosið yrði í dag myndi stjórn­­­ar­and­­staðan lík­­­ast til fá  35-36 þing­­menn en stjórn­­­ar­­flokk­­arnir þrír 27-28 , sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­­stjórn. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina fór í fyrsta sinn undir 50 pró­sent í könnun Gallup sem birt var í lok júlí og helst þar í nýj­ustu könn­un­inni. Skömmu eftir að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við mæld­ist stuðn­ingur við hana 74,1 pró­sent.

Þrír flokkar taka fylgið til sín

Skipta má stjórn­ar­and­stöð­unni í tvennt. Ann­ars vegar eru Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar sem skil­greina sig sem frjáls­lynda miðju­flokka, þótt áherslu­munur sé á ýmsum málum þeirra á milli. Þessi stjórn­ar­and­stöðu­blokk hefur verið að styrkj­ast mikið sam­kvæmt könn­unum og mælist nú með sam­an­lagt 41,9 pró­sent fylgi. Þar er Sam­fylk­ingin stærst með 19,3 pró­sent og bætir við sig 2,6 pró­sentu­stigum milli kann­ana, Píratar mæl­ast með 12,5 pró­sent en tapa 1,4 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi fá 10,1 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag, sem er 1,4 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn mæld­ist með fyrir mán­uði síð­an. Þessir þrír flokkar hafa bætt við sig 13,9 pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum sem fóru fram í októ­ber 2017 og eru einu flokk­arnir sem eiga sæti á Alþingi sem mæl­ast með meira fylgi í dag en þeir fengu þá.

Auglýsing
Hins vegar eru Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, sem þykja eiga meira skap saman en ofan­greindir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar. Mið­flokk­ur­inn mælist nú með 8,7 pró­sent fylgi en Flokkur fólks­ins með 5,7 pró­sent.

Báðir flokk­arnir unnu mik­inn kosn­inga­sigur í fyrra­haust og fengu þá sam­tals 17,8 pró­sent fylgi. Ef kosið yrði í dag myndu þeir hins vegar fá 14,4 pró­sent.

Vinstri græn rétta aðeins úr kútnum

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafa allir tapað fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri græn rétta hins vegar aðeins úr kútnum í nýj­ustu könnun Gallup og mæl­ast nú með 11,7 pró­sent fylgi. Í könn­un­inni sem birt var í lok júlí mæld­ist fylgið ein­ungis 10,7 pró­sent sem var það minnsta sem Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans, hafði mælst með frá því í árs­lok 2015. Flokk­ur­inn er þó enn langt frá kjör­fylgi sínu, sem var 16,9 pró­sent og gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins á þeim tíma.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá flokkur sem tapar mestu milli kann­ana, eða 1,9 pró­sentu­stigi. Það er einnig umtals­vert lægra en þau 25,3 pró­sent sem hann fékk í kosn­ing­unum fyrir um tíu mán­uðum síð­an. Ef fylgið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með í dag yrði nið­ur­staða kosn­inga þá væri það versta nið­ur­staða flokks­ins frá upp­hafi.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tekur líka dýfa úr 9,2 pró­sentum í 8,2 pró­sent milli kann­ana. Flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar