Samfylkingin ekki mælst stærri frá árinu 2014

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Stjórnarandstaðan er með mun meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir. Og miðjuflokkarnir halda áfram að taka til sín það fylgi sem er á hreyfingu.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með 19,3 pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup, sem gert er grein fyrir á vef RÚV í dag. Það er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því í des­em­ber 2014, þegar fylgi flokks­ins mæld­ist 20,3 pró­sent.

Í nýj­ustu könn­un­inni munar ein­ungis 3,4 pró­sentu­stigum á Sam­fylk­ingu og Sjálf­stæð­is­flokki, sem mælist sem fyrr stærsti flokkur lands­ins. Fylgi hans mælist nú 22,7 pró­sent og hefur ekki mælst lægra á kjör­tíma­bil­inu í könn­un­um.

Þeir fimm flokkar sem mynda stjórn­ar­and­stöð­una mæl­ast nú með sam­tals 56,3 pró­senta fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir með 42,6 pró­sent. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá því sem var í síð­­­ustu kosn­­ing­um, þegar stjórn­­­ar­­flokk­­arnir fengu 52,9 pró­­sent fylgi og 35 þing­­menn en stjórn­­­ar­and­­staðan 28. Ef kosið yrði í dag myndi stjórn­­­ar­and­­staðan lík­­­ast til fá  35-36 þing­­menn en stjórn­­­ar­­flokk­­arnir þrír 27-28 , sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­­stjórn. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina fór í fyrsta sinn undir 50 pró­sent í könnun Gallup sem birt var í lok júlí og helst þar í nýj­ustu könn­un­inni. Skömmu eftir að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við mæld­ist stuðn­ingur við hana 74,1 pró­sent.

Þrír flokkar taka fylgið til sín

Skipta má stjórn­ar­and­stöð­unni í tvennt. Ann­ars vegar eru Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar sem skil­greina sig sem frjáls­lynda miðju­flokka, þótt áherslu­munur sé á ýmsum málum þeirra á milli. Þessi stjórn­ar­and­stöðu­blokk hefur verið að styrkj­ast mikið sam­kvæmt könn­unum og mælist nú með sam­an­lagt 41,9 pró­sent fylgi. Þar er Sam­fylk­ingin stærst með 19,3 pró­sent og bætir við sig 2,6 pró­sentu­stigum milli kann­ana, Píratar mæl­ast með 12,5 pró­sent en tapa 1,4 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi fá 10,1 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag, sem er 1,4 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn mæld­ist með fyrir mán­uði síð­an. Þessir þrír flokkar hafa bætt við sig 13,9 pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum sem fóru fram í októ­ber 2017 og eru einu flokk­arnir sem eiga sæti á Alþingi sem mæl­ast með meira fylgi í dag en þeir fengu þá.

Auglýsing
Hins vegar eru Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, sem þykja eiga meira skap saman en ofan­greindir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar. Mið­flokk­ur­inn mælist nú með 8,7 pró­sent fylgi en Flokkur fólks­ins með 5,7 pró­sent.

Báðir flokk­arnir unnu mik­inn kosn­inga­sigur í fyrra­haust og fengu þá sam­tals 17,8 pró­sent fylgi. Ef kosið yrði í dag myndu þeir hins vegar fá 14,4 pró­sent.

Vinstri græn rétta aðeins úr kútnum

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafa allir tapað fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri græn rétta hins vegar aðeins úr kútnum í nýj­ustu könnun Gallup og mæl­ast nú með 11,7 pró­sent fylgi. Í könn­un­inni sem birt var í lok júlí mæld­ist fylgið ein­ungis 10,7 pró­sent sem var það minnsta sem Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans, hafði mælst með frá því í árs­lok 2015. Flokk­ur­inn er þó enn langt frá kjör­fylgi sínu, sem var 16,9 pró­sent og gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins á þeim tíma.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá flokkur sem tapar mestu milli kann­ana, eða 1,9 pró­sentu­stigi. Það er einnig umtals­vert lægra en þau 25,3 pró­sent sem hann fékk í kosn­ing­unum fyrir um tíu mán­uðum síð­an. Ef fylgið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með í dag yrði nið­ur­staða kosn­inga þá væri það versta nið­ur­staða flokks­ins frá upp­hafi.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tekur líka dýfa úr 9,2 pró­sentum í 8,2 pró­sent milli kann­ana. Flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar