„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum

Fyrsta fjármálafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu verður tekið fyrir á þingi næstu dagana. Samkvæmt formanni eins ríkisstjórnarflokksins mun frumvarpið marka útrýmingu fátæktar í landinu, en aðrir eru ekki jafnsannfærðir um það.

Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
Auglýsing

Síðasta fimmtudagskvöld steig Luigi Di Maio, formaður ítölsku Fimmstjörnuhreyfingarinnar (M5S), út á svalir Chigi-hallarinnar í Róm með samflokksmönnum sínum og veifaði til ljósmyndara, sigri hrósandi.  

Ástæða fagnaðarlátanna var sú að ríkisstjórnin, sem samanstendur af popúlistaflokkunum M5S og Lega Nord, hefur náð samkomulagi um fjárlagafrumvarp til næsta árs. Hins vegar, þrátt fyrir fagnaðarlæti Di Maio og félaga, er mögulegt að frumvarpið gæti leitt til alvarlegra langtímaafleiðinga fyrir Ítalíu og jafnvel Evrópusambandið í heild sinni.

Fátæktinni útrýmt

„Við munum, með þessum aðgerðum og þessum fjárlögum, útrýma fátæktinni með ákveðnum hætti,“ sagði Di Maio þegar hann var spurður út í fjárlagafrumvarpið í ítölskum spjallþætti fyrr í vikunni

Auglýsing

Yfirlýsingar hans eru í takt við kosningaloforð M5S, en flokkurinn lofaði mikilli útgjaldaaukningu úr ríkissjóði, meðal annars til að tryggja fátækum fjölskyldum borgaralaun og hækka ellilífeyri. Samhliða þessu lofaði flokkurinn einnig stórfelldri skattalækkunum á fyrirtæki, auk afnáms 400 „tilgangslausra“ reglugerða sem áttu að hægja á efnahagslífinu.

Samið við Lega

Áherslur M5S í efnahagsmálum voru einnig samþykktar af hinum ríkisstjórnarflokknum, Lega Nord, þótt báðir flokkarnir komi úr ólíkum áttum. Sá fyrrnefndi varð til sem grasrótarhreyfing gegn spillingu í ríkjandi valdaflokkum, en Lega á rætur sínar að rekja til fasismans og beinir jafnan spjótum sínum að innflytjendum og rómafólki. Svo virðist sem Lega hafi ákveðið að samþykkja efnahagsstefnu M5S svo lengi sem ríkisstjórnin sýni aukna hörku gagnvart flóttamönnum, samkvæmt sameiginlegri stefnuyfirlýsingu flokkanna.

Gegn áformum fjármálaráðherra

Álitsgjafar og aðrir sérfræðingar voru þó margir hverjir fullvissir um að lítið yrði úr loforðum beggja flokkanna, þar sem ríkisskuldir væru háar og mikill þrýstingur væri frá Evrópusambandinu um að ná þeim niður. Þvert á væntingar kynnti nýja ríkisstjórnin mikla útgjaldaaukningu í nýju frumvarpi, en gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum ríkissjóðs muni aukast úr 1,6 prósentum af landsframleiðslu upp í 2,4 prósent.

Slíkur halli gæti gjörbreytt efnahagshorfur landsins til langs tíma og eru langt umfram það sem fjármálaráðherra landsins taldi leyfilegt. Ráðherrann, sem er óflokksbundinn hagfræðiprófessor, hafði reiknað að halli ríkissjóðs mætti mesta lagi fara upp í 1,6 prósent ef skuldir hins opinbera ættu ekki að aukast. Líklegt er því að opinberar skuldir muni aukast ef frumvarpið nær í gegn, en þær standa nú í 131 prósenti af landsframleiðslu Ítalíu og eru þær næsthæstu í allri Evrópu, á eftir Grikklandi.

Virðir ekki reglurnar

Þrátt fyrir að tillögurnar boði meiri þenslu en fjármálaráðherrann mældi með hefur hann samt sem áður ákveðið að sitja enn sem ráðherra og mun því að öllum líkindum skrifa undir frumvarpið. Viðbrögðin voru harðari í Brussel, en efnahagsfulltrúi Evrópusambandsins Pierre Moscovici gaf ítölsku ríkisstjórninni tóninn á föstudaginn. „Við höfum engan áhuga á krísu milli framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Ítalíu, þar sem landið er mikilvægt á evrusvæðinu. Hins vegar höfum við heldur engan áhuga á að Ítalía virði ekki reglurnar og lækki ekki skuldir sínar, sem eru hættulega háar,“ sagði Moscovici í frönskum spjallþætti nú á föstudaginn. Einnig bætti hann við að niðurgreiðsla slíkrar skulda myndi þýða minni fjárfestingu í vegakerfinu, menntun og félagsmál á Ítalíu í framtíðinni.

Vandræði í stjórnarskránni

Auk þess sem tillögur Di Maio og félaga brjóta í bága við stefnu Evrópusambandsins er einnig óljóst hvort þær séu leyfilegar samkvæmt stjórnarskrá landsins. Í nýrri grein stjórnarskrárinnar, sem bætt var við í kjölfar evrukreppunnar árið 2012, er þess krafist af ríkinu að reka fjárlög með sem minnstum halla ef efnahagur landsins er ekki í niðursveiflu. Di Maio hefur áður sagst vilja eyða umræddri grein úr stjórnarskránni, en forsætisráðherra landsins, sem er óflokksbundinn, hefur þvertekið fyrir það.

Markaðir óhressir

Fjármálamarkaðir brugðust ekki vel við fagnaðarlátunum á svölunum í Róm síðasta fimmtudag, en vextir til tíu ára ítalskra ríkisskuldabréfa hækkuðu ört eftir opnun markaða á föstudaginn auk þess sem vísitala Kauphallarinnar í Mílanó lækkaði um fjögur prósent. Munur á vöxtum ítalskra og þýskra ríkisskuldabréfa hefur farið ört vaxandi frá myndun ríkisstjórnar M5S og Lega, en hann endurspeglar þverrandi traust fjárfesta á Ítalíu.

Kosið verður um frumvarpið á næstu vikum, en skiptar skoðanir eru á því hver langtímaáhrif þess verða á ítalskt efnahagslíf, nái það í gegn. Evrópusambandið, fjárfestar og óflokksbundnir ráðherrar eru þó ekki enn sannfærðir um að Di Maio muni takast ætlunarverk sitt að „útrýma fátækt“ fyrir fullt og allt. Þess í stað trúa margir þeirra að þenslan gæti leitt til enn meiri fátæktar á Ítalíu á næstu árum, þegar tími er kominn til þess að borga loks skuldirnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar