„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum

Fyrsta fjármálafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu verður tekið fyrir á þingi næstu dagana. Samkvæmt formanni eins ríkisstjórnarflokksins mun frumvarpið marka útrýmingu fátæktar í landinu, en aðrir eru ekki jafnsannfærðir um það.

Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
Auglýsing

Síð­asta fimmtu­dags­kvöld steig Luigi Di Maio, for­maður ítölsku Fimm­stjörnu­hreyf­ing­ar­innar (M5S), út á svalir Chig­i-hall­ar­innar í Róm með sam­flokks­mönnum sínum og veif­aði til ljós­mynd­ara, sigri hrós­and­i.  

Ástæða fagn­að­ar­lát­anna var sú að rík­is­stjórn­in, sem sam­anstendur af popúlista­flokk­unum M5S og Lega Nord, hefur náð sam­komu­lagi um fjár­laga­frum­varp til næsta árs. Hins veg­ar, þrátt fyrir fagn­að­ar­læti Di Maio og félaga, er mögu­legt að frum­varpið gæti leitt til alvar­legra lang­tíma­af­leið­inga fyrir Ítalíu og jafn­vel Evr­ópu­sam­bandið í heild sinni.

Fátækt­inni útrýmt

„Við mun­um, með þessum aðgerðum og þessum fjár­lög­um, útrýma fátækt­inni með ákveðnum hætt­i,“ sagði Di Maio þegar hann var spurður út í fjár­laga­frum­varpið í ítölskum spjall­þætti fyrr í vik­unni

Auglýsing

Yfir­lýs­ingar hans eru í takt við kosn­inga­lof­orð M5S, en flokk­ur­inn lof­aði mik­illi útgjalda­aukn­ingu úr rík­is­sjóði, meðal ann­ars til að tryggja fátækum fjöl­skyldum borg­ara­laun og hækka elli­líf­eyri. Sam­hliða þessu lof­aði flokk­ur­inn einnig stór­felldri skatta­lækk­unum á fyr­ir­tæki, auk afnáms 400 „til­gangs­lausra“ reglu­gerða sem áttu að hægja á efna­hags­líf­inu.

Samið við Lega

Áherslur M5S í efna­hags­málum voru einnig sam­þykktar af hinum rík­is­stjórn­ar­flokkn­um, Lega Nord, þótt báðir flokk­arnir komi úr ólíkum átt­um. Sá fyrr­nefndi varð til sem gras­rót­ar­hreyf­ing gegn spill­ingu í ríkj­andi valda­flokk­um, en Lega á rætur sínar að rekja til fas­ism­ans og beinir jafnan spjótum sínum að inn­flytj­endum og róma­fólki. Svo virð­ist sem Lega hafi ákveðið að sam­þykkja efna­hags­stefnu M5S svo lengi sem rík­is­stjórnin sýni aukna hörku gagn­vart flótta­mönn­um, sam­kvæmt sam­eig­in­legri stefnu­yf­ir­lýs­ingu flokk­anna.

Gegn áformum fjár­mála­ráð­herra

Álits­gjafar og aðrir sér­fræð­ingar voru þó margir hverjir full­vissir um að lítið yrði úr lof­orðum beggja flokk­anna, þar sem rík­is­skuldir væru háar og mik­ill þrýst­ingur væri frá Evr­ópu­sam­band­inu um að ná þeim nið­ur. Þvert á vænt­ingar kynnti nýja rík­is­stjórnin mikla útgjalda­aukn­ingu í nýju frum­varpi, en gert er ráð fyrir að halli á fjár­lögum rík­is­sjóðs muni aukast úr 1,6 pró­sentum af lands­fram­leiðslu upp í 2,4 pró­sent.

Slíkur halli gæti gjör­breytt efna­hags­horfur lands­ins til langs tíma og eru langt umfram það sem fjár­mála­ráð­herra lands­ins taldi leyfi­legt. Ráð­herrann, sem er óflokks­bund­inn hag­fræði­pró­fess­or, hafði reiknað að halli rík­is­sjóðs mætti mesta lagi fara upp í 1,6 pró­sent ef skuldir hins opin­bera ættu ekki að aukast. Lík­legt er því að opin­berar skuldir muni aukast ef frum­varpið nær í gegn, en þær standa nú í 131 pró­senti af lands­fram­leiðslu Ítalíu og eru þær næst­hæstu í allri Evr­ópu, á eftir Grikk­landi.

Virðir ekki regl­urnar

Þrátt fyrir að til­lög­urnar boði meiri þenslu en fjár­mála­ráð­herr­ann mældi með hefur hann samt sem áður ákveðið að sitja enn sem ráð­herra og mun því að öllum lík­indum skrifa undir frum­varp­ið. Við­brögðin voru harð­ari í Brus­sel, en efna­hags­full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins Pierre Moscovici gaf ítölsku rík­is­stjórn­inni tón­inn á föstu­dag­inn. „Við höfum engan áhuga á krísu milli fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og Ítal­íu, þar sem landið er mik­il­vægt á evru­svæð­inu. Hins vegar höfum við heldur engan áhuga á að Ítalía virði ekki regl­urnar og lækki ekki skuldir sín­ar, sem eru hættu­lega háar,“ sagði Moscovici í frönskum spjall­þætti nú á föstu­dag­inn. Einnig bætti hann við að nið­ur­greiðsla slíkrar skulda myndi þýða minni fjár­fest­ingu í vega­kerf­inu, menntun og félags­mál á Ítalíu í fram­tíð­inni.

Vand­ræði í stjórn­ar­skránni

Auk þess sem til­lögur Di Maio og félaga brjóta í bága við stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins er einnig óljóst hvort þær séu leyfi­legar sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lands­ins. Í nýrri grein stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem bætt var við í kjöl­far evru­krepp­unnar árið 2012, er þess kraf­ist af rík­inu að reka fjár­lög með sem minnstum halla ef efna­hagur lands­ins er ekki í nið­ur­sveiflu. Di Maio hefur áður sagst vilja eyða umræddri grein úr stjórn­ar­skránni, en for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, sem er óflokks­bund­inn, hefur þver­tekið fyrir það.

Mark­aðir óhressir

Fjár­mála­mark­aðir brugð­ust ekki vel við fagn­að­ar­lát­unum á svöl­unum í Róm síð­asta fimmtu­dag, en vextir til tíu ára ítal­skra rík­is­skulda­bréfa hækk­uðu ört eftir opnun mark­aða á föstu­dag­inn auk þess sem vísi­tala Kaup­hall­ar­innar í Mílanó lækk­aði um fjögur pró­sent. Munur á vöxtum ítal­skra og þýskra rík­is­skulda­bréfa hefur farið ört vax­andi frá myndun rík­is­stjórnar M5S og Lega, en hann end­ur­speglar þverr­andi traust fjár­festa á Ítal­íu.

Kosið verður um frum­varpið á næstu vik­um, en skiptar skoð­anir eru á því hver lang­tíma­á­hrif þess verða á ítalskt efna­hags­líf, nái það í gegn. Evr­ópu­sam­band­ið, fjár­festar og óflokks­bundnir ráð­herrar eru þó ekki enn sann­færðir um að Di Maio muni takast ætl­un­ar­verk sitt að „út­rýma fátækt“ fyrir fullt og allt. Þess í stað trúa margir þeirra að þenslan gæti leitt til enn meiri fátæktar á Ítalíu á næstu árum, þegar tími er kom­inn til þess að borga loks skuld­irn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar