Glæpamenn í jakkafötum

„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.

Maður í jakkafötum
Auglýsing

Þegar frá því var greint sum­arið 2015 að erlendum „at­hafna­mönn­um“ hefði tek­ist að fá greidda „til baka“ 12,7 millj­arða danskra króna (ca. 290 millj­arða íslenska) blöskr­aði Dön­um, og reyndar fleir­um. Ekki vegna þess að upp­hæðin væri sér­lega há heldur vegna þess að við­kom­andi borg­uðu aldrei pen­ing­ana sem þeir fengu svo „end­ur­greidda“ frá dönskum yfir­völd­um. „Ým­is­legt rotið í ríki Dana“ hafa ein­hverjir kannski hugs­að. Þetta var þó aðeins upp­hafið á öðru og meira.

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag greindu fjöl­miðlar í Evr­ópu og víðar frá því að nokkrir af stærstu bönkum heims væru viðriðnir það sem talið er vera eitt stærsta skattsvika­mál sög­unn­ar. Upp­hæðin sem um ræðir nemur sem sam­svarar tæp­lega 10 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Svim­andi há tala og evr­ópskir fjöl­miðlar full­yrða reyndar að tala geti enn átt eftir að hækka.

Grunur vaknar

Niels Fastr­up, sér­fræð­ingur hjá danska útvarp­inu, DR, sagði í við­tali að skömmu eftir að „end­ur­greiðslu­mál­ið“ kom upp í Dan­mörku árið 2015 hefðu sér­fræð­ingar 19 evr­ópskra fjöl­miðla, frá 12 lönd­um, hist á fundi. Þar hefðu sumir greint frá grun­semdum sínum um að víðar en í Dan­mörku hefði verið leik­inn sami leik­ur­inn, sem sé að fá „end­ur­greidd­an“ skatt, sem aldrei hefði verið greidd­ur. Í fram­haldi af þessum fundi sér­fræð­inga fjöl­miðl­anna ákváðu þeir að ráð­ast í rann­sókn­ar­vinnu. 37 starfs­menn 19 fjöl­miðla unnu að rann­sókn­inni, sem hófst fyrir einu ári og var mjög umfangs­mik­il. 

Auglýsing

Þýska rann­sókn­ar­frétta­stofn­unin Cor­rectiv stjórn­aði vinn­unni, sem fór fram með mik­illi leynd og allir sem komu nálægt verk­efn­inu, sem nefnd­ist Cumex Files bundnir þagn­areiði. Gögnin sem Cor­rectiv hefur undir höndum eru sam­tals 180 þús­und blað­síður en að sögn Niels Fastrup sér­fræð­ings DR hefur hóp­ur­inn farið yfir að minnsta kosti annað eins magn síðan vinnan hófst. Brota­starf­semin hefur staðið yfir frá árinu 2001, kannski leng­ur, og fram til árs­ins 2016.

Mörg þekkt nöfn í Cumex Files

Morgan Stan­ley, Deutsche Bank, J.P. Morgan, Credit Suis­se, Bank of Amer­ica Merrill Lynch, State Street, Banco Sant­and­er, Commerz­bank, Investec, Barclays, BNP Pari­bas, Hypo-Ver­eins­bank, Macqu­arie Bank. Þessi nöfn og mörg önnur koma margoft fyrir í gögnum Cor­rect­iv.

Aðferðin

Í grund­vall­ar­at­riðum er aðferðin sem notuð hefur verið í nær öllum til­fellum sú sama. Hún er sú að stofna sér­stakan sjóð í landi þar sem ekki er skylt að borga skatt af arð­greiðsl­um. Næsta skref er að sjóð­ur­inn fái (oft­ast með aðstoð banka eða fjár­fest­ing­ar­sjóða) lánuð hluta­bréf í fyr­ir­tækj­um, í öðru landi, þegar árs­reikn­inga­dagur (arð­greiðslu­dag­ur) nálgast, slíkt þrýstir oft verði hluta­bréf­anna upp. 

Þegar arð­ur­inn hefur verið greiddur út, borgar stofn­andi sjóðs­ins þeim sem aðstoð­uðu hann (banki, lög­menn o.s.frv) og heldur sjálfur afgang­in­um. Skatta­yf­ir­völd í land­inu þar sem ,,fjár­fest“ var halda ætíð eftir skatti af arð­in­um, í Dan­mörku er hann til dæmis 27 pró­sent. Eig­andi sjóðs­ins sendir síðan kröfu um end­ur­greiðslu þessa skatts til skatta­yf­ir­valda í við­kom­andi landi og fær pen­ing­ana útborg­aða. 

Svo skilar sjóðs­eig­and­inn hluta­bréf­unum sem hann fékk að láni, en hefur áður fengið stað­fest­ingu þess sem réði yfir bréf­unum að hann, sjóðs­eig­and­inn, hafi átt bréfin þegar skatt­ur­inn var dreg­inn af arð­in­um. Ef hinn raun­veru­legi eig­andi hluta­bréf­anna er stað­settur í landi þar sem ekki þarf að borga skatt af arð­inum eru mörg dæmi þess, í mál­unum sem rann­sökuð voru, að bæði hinn raun­veru­legi eig­andi hluta­bréf­anna og sá sem fékk þau lán­uð, krefji skatta­yf­ir­völd um end­ur­greiðslu og í Cumex skjöl­unum eru dæmi um að skatta­yf­ir­völd hafi end­ur­greitt sama skatt­inn margoft, allt að tíu sinn­um. Þetta er í ein­földu máli aðferðin sem notuð hefur ver­ið.

Deutsche Bank Mynd: EPA

Bank­arnir vissu allt og tóku sjálfir þátt

Í Cumex skjöl­unum kemur fram að bank­arnir sem tóku þátt í skatta­svindlinu vissu nákvæm­lega hvað var á seyði og tóku þátt í að leika á skatta­yf­ir­völd. Sumir bank­anna hafa bein­línis við­ur­kennt þátt­töku sína, til dæmis Barclays og Deutsche Bank en sá síð­ar­nefndi vinnur nú með þýskum skatta­yf­ir­völdum að því að draga allt sem varðar þessi við­skipti fram í dags­ljós­ið. Sú spurn­ing hlýtur að vakna hvað fékk bank­ana til að taka þátt í þess­ari svika­myllu. Svarið er aug­ljóst: þeir högn­uð­ust sjálfir á svindlinu, ekki bara bank­arnir heldur nutu líka yfir­menn­irnir góðs af. Sumir þeirra áttu hlut í þeim fyr­ir­tækjum sem lánað var til hluta­bréfa­kaupa í og fengu kannski ofan í kaupið sér­stakan bónus frá bank­anum vegna góðrar útkomu bank­ans. Einn hag­fræð­ingur sem þýskt dag­blað ræddi við sagði að græðgin ætti sér engin mörk „heil­brigð skyn­semi og heið­ar­leiki víkur þegar seðla­búntin eru í aug­sýn.“

Frétta­menn danska útvarps­ins heim­sóttu Frank Tibo, hann var um nokk­urra ára skeið yfir­maður skatta­deildar þýska bank­ans Hypo-Ver­eins­bank, en í deild­inni störf­uðu 48 manns. Deild­inni var ætlað að sjá til þess að bank­inn stæði skil á greiðslu skatta í þeim löndum sem bank­inn hafði úti­bú. Skömmu eftir að Frank Tibo tók við yfir­manns­stöð­unni, árið 2006, fór hann að gruna að ekki væri allt með felldu varð­andi hluta­bréfa­við­skipti og ræddi það við yfir­menn bank­ans. Þeir gáfu lítið fyrir athuga­semd­irn­ar. Frank Tibo sagði að nokkrir fjár­mála­menn frá London hefðu verið mjög áber­andi og nán­ast ógn­andi í fram­komu. Vildu heldur ekki greina frá við­skipt­un­um, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti. Í við­tal­inu nefndi Frank Tibo einnig nýsjá­lend­ing­inn Paul Mora, en þýsk skatta­yf­ir­völd vildu hafa hendur í hári hans vegna skatta­mála, en þá hvarf Nýsjá­lend­ing­ur­inn eins og dögg fyrir sólu. Árið 2012 var Frank Tibo rek­inn frá bankan­um, sem nú hefur greitt skatta­sekt og bank­inn vinnur um þessar mundir með þýskum skatta­yf­ir­völd­um.

Frétta­menn DR og þýsku sjón­varps­stöðv­ar­innar ARD hittu þýskan lög­mann, sem var aðstoð­ar­maður Hanno Berger, sem áður hafði unnið hjá þýskum skatta­yf­ir­völdum en snéri sér síðar að hluta­bréfa­við­skipt­um. Þýski lög­mað­ur­inn sem býr á ónefndum stað í Þýska­landi og gengur undir dul­nefni (var í við­tal­inu með grímu og rödd hans breytt) lýsti í við­tal­inu hug­ar­fari og við­horfum Hanno Berger og hans lík­um. Skattur væri kostn­aður og úr þeim kostn­aði á að draga, helst svo mikið að ekki þurfi að borga neitt. Upp­ljóstr­ar­inn sagði að sitt hlut­verk hefði verið að búa svo um hnút­ana að kom­ist yrði hjá skatt­greiðsl­um. „Maður missti algjör­lega sjónar á raun­veru­leik­an­um, það varð ekki nóg að eiga einn Porsche, nauð­syn­legt að eiga tvo, ekki eina villu á Majorka heldur tvær.“

Danir töp­uðu hlut­falls­lega mestu

Tveir nor­rænir fjöl­miðlar tóku þátt í rann­sókn­ar­vinn­unni undir stjórn Cor­rect­iv. Danska útvarp­ið, DR, og dag­blaðið Politi­ken. Eftir að upp­víst varð um margs­konar klúður hjá danska skatt­inum varð­andi end­ur­greiðslu sölu­skatts og fleira, pen­inga­þvætti hjá Danske Bank og ýmis­legt annað hefur danskur almenn­ingur gegnum fjöl­miðl­ana sýnt umfjöllun um pen­inga- og banka­mál mik­inn áhuga. Þegar töl­urnar um pen­ing­ana sem sviknir voru út úr skatt­inum eru skoð­aðar sést að mest eru svikin í Þýska­landi, þar nema þau um það bil 4500 millj­örðum íslenskra króna, í Frakk­landi 2300 millj­örð­um, á Ítalíu 616 millj­örð­um, í Belgíu 272 millj­örðum og í Dan­mörku 230 millj­örðum króna. Fleiri lönd koma við sögu en tæm­andi upp­lýs­ingar um þau svik liggja ekki fyr­ir. Ef litið er til íbúa­fjölda land­anna kemur í ljós að Danir hafa orðið harð­ast úti. Þar er einkum einn banki sem kemur við sögu, sá er ástr­alskur, Macqu­arie.

Skatt­svikin álitin við­skipta­tæki­færi

Lógó Macquarie bankaÍ gögnum Cor­rectiv kemur ástr­alski bank­inn Macqu­arie mjög við sögu, einkum varð­andi skatt­svik í Dan­mörku og Þýska­landi. Í papp­írum frá Macqu­arie er bein­línis talað um skatt­svik sem við­skipta­mód­el, sem í felist mikil tæki­færi. Macqu­arie er einn aðal­eig­andi danska fjöl­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins TDC og danski eft­ir­launa­sjóð­ur­inn ATP (sem heldur utan um eft­ir­laun einnar millj­ónar Dana) hefur verið í nánu sam­starfi við Macqu­arie. Macqu­arie var um tólf ára skeið stór eig­andi í flug­stöð­inni á Kastrup við Kaup­manna­höfn og seldi sinn hlut, með miklum hagn­aði fyrir þremur árum. Þá hafði komið fram að bank­inn, sem breska dag­blaðið ,,The Sunday Times“ kall­aði í umfjöllun Vampýru­blóðsug­una hafði sent millj­óna­tugi danskra króna úr landi, og komið þeim í svo­nefnt ,,skatta­skjól“. Enn standa yfir mála­ferli vegna söl­unnar á flug­stöð­inni en dönsk skatta­yf­ir­völd krefja bank­ann um 703 millj­ónir danskra króna (um 13 millj­arða íslenska).

Glæpa­menn í jakka­fötum og með háls­tau stela frá almenn­ing­i ­Evr­ópskir stjórn­mála­menn, sem hafa tjáð sig um Cumex skjölin og Cor­rectiv skýrsl­una eru allir á einu máli: svona svika­myllu verður að stöðva. Tals­menn Evr­ópu­sam­bands­ins segja að nú verði stjórn­mála­menn að taka höndum sam­an, ekki dugi að tala um hlut­ina, nú þurfi mark­vissar aðgerðir til að hindra að fjár­glæfra­menn hrifsi til sín mikla fjár­muni úr vösum almenn­ings. Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana sagði þegar hann var spurður álits á skýrslu Cor­rectiv hóps­ins: ,,Þeir ganga um í jakka­föt­um, með háls­tau, en þeir eru glæpa­menn.“

Þess má geta að danska sjón­varp­ið, DR1, sýnir mánu­dags­kvöldið 22. októ­ber þátt um skattsvika­mál­ið. Þátt­ur­inn er á dag­skrá klukkan 18.30 að íslenskum tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar