Verðbólgudraugurinn versti óvinur fasteignamarkaðarins

Blikur eru nú á lofti á fasteignamarkaði en töluvert hefur hægst á verðhækkunum. Þá stefnir í að verðbólga fari hækkandi á næstunni. Fasteignafélög munu lítið annað geta gert en að hækka leiguna.

Fasteignir hús
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað í vik­unni að hækka meg­in­vext­ina um 0,25 pró­sent­ur, úr 4,25 pró­sent í 4,5 pró­sent, og er ástæðan sú að verð­bólgu­draug­ur­inn er vakn­aður og lík­legur til að belgja sig í íslensku sam­fé­lagi á næst­unni.

Spár grein­enda í banka­kerf­inu, bæði hjá stóru við­skipta­bönk­unum þremur og seðla­bank­an­um, benda til þess að verð­bólga gæti farið yfir 3 pró­sent í des­em­ber og síðan farið hratt hækk­andi næstu mán­uð­ina á eft­ir, upp fyrir 5 pró­sent.

Meiri verð­bólga í kort­unum

Spárnar eru aðeins ólík­ar, en þær gera þó ráð fyrir að verð­bólgan fari á næstu mán­uðum upp í 3,5 til 5 pró­sent, en hún mælist nú 2,8 pró­sent.

Auglýsing

Eftir mikla hækkun fast­eigna­verðs á und­an­förnum árum, einkum árin 2013 til vor­mán­aða 2017, er nú farið að hægj­ast veru­lega á verð­hækk­unum en árs­hækkun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist nú 3,9 pró­sent. Á vor­mán­uðum í fyrra mæld­ist nú 23,5 pró­sent og var þá næstum eng­inn fast­eigna­mark­aður í heim­inum sem mæld­ist með svo mikla árlega hækk­un.

Það sem skipt hefur sköpum fyrir miklar hækk­anir á fast­eigna­mark­aði, og góð efna­hags­skil­yrði í hag­kerf­inu almennt, er að það hefur tek­ist að halda verð­bólg­unni í skefj­um. Í meira en fjögur ár, þar sem fjár­magns­höft voru fyrir hendi stóran hluta tím­ans, tókst að halda verð­bólg­unni undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­að­i. 

Greinendur Arion banka spá verðlækkun á fasteignmarkaði á næstu þremur árum.Vaxta­stig hélst lágt - í sögu­legum sam­an­burði á Íslandi - og lána­kjör voru einnig með besta móti. Mik­ill vöxtur í hag­kerf­inu, ekki síst vegna mik­ils vaxtar í ferða­þjón­ust­unni, ýtti síðan enn frekar undir mikla eft­ir­spurn eftir hús­næði. Ennþá vantar umtals­verðan fjölda af íbúðum á mark­að, einkum litlar og með­al­stór­ar, til að jafn­vægi náist á mark­aðn­um. ASÍ hefur sagt að um 8 þús­und íbúðir vanti inn á mark­að­inn, til að tryggja nægi­legt fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Grein­ingar hafa verið nokkuð mis­vísandi, en í máli Sölva Blön­dal, hag­fræð­ings og sér­fræð­ings í fast­eigna­mark­aðn­um, á fundi Félags við­skipta- og hag­fræð­inga á dög­unum kom fram að oft sé þörfin ofmet­in. Þetta var meðal ann­ars gert að umtals­efni í ítar­legri frétta­skýr­ingu um horfur á fast­eigna­mark­aði á vef Kjarn­ans.

Sam­tals eru 4.900 íbúðir í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag, sam­kvæmt mati Sam­taka iðn­að­ar­ins, og er áætlað að á þessu ári komi sam­tals 2.000 íbúðir á mark­að.

Á næsta ári má gera ráð fyr­ir að þær verði 2.200 og árið 2020 fari þær upp í allt að 2.600 íbúð­ir. Á næstu 18 mán­uðum eru íbúð­irnar um 5 þús­und sem koma inn á mark­að­inn.

Verð­lækkun eða verð­hækk­un?

Spár hafa verið nokkuð mis­vísandi þegar kemur að þróun fast­eigna­verðs á næst­unni. Grein­endur Arion banka gera ráð fyrir að fast­eigna­verð lækki á næstu þremur árum, að teknu til­liti til verð­bólgu, en aðrar spár hafa gert ráð fyrir lít­ils­háttar eða hóf­legri hækk­un. Þannig er mun­ur­inn á spánum frá því að vera lækkun um 2 pró­sent á næstu árum upp í að vera hækkun um 8 pró­sent. Vandi er um þetta að spá, greini­lega.

Leigu­verð lík­legt til að hækka

Hvort sem fast­eigna­verð mun hækka eða lækka á næst­unni, þá bendir margt til þess að leigu­verð muni hækka á næst­unni. Einkum á það við um leigu­samn­inga hjá stærstu fast­eigna­fé­lögum lands­ins. Fjár­mögnun þeirra að miklu leyti verð­tryggð og er fyr­ir­sjá­an­legt að skörp hækkun á verð­bólg­unni mun leiða til þess að skuld­irnar hækki, og það smitar síðan út í leigu­verð­ið.

Má sem dæmi nefna að eina íbúða­leigu­fé­lagið sem skráð er á mark­að, Heima­vell­ir, er með nokkuð við­kvæma stöðu hvað þetta varð­ar. Skuldir félags­ins eru tæp­lega 40 millj­arð­ar, og að miklu leyti verð­tryggð­ar. Eignir félags­ins nema rúm­lega 58 millj­örð­um. Fari svo að verð­bólgan hækki skarpt, og fast­eigna­verð lækki eða hækki lítið sem ekk­ert, þá getur það verið högg fyrir efna­hag félags­ins, jafn­vel þó leigu­verð verðið hækkað á móti.

Staðan er að mörgu leyti sam­bæri­leg hjá Almenna leigu­fé­lag­inu, en það félag er ekki skráð á mark­að, en stefnt er á skrán­ingu þess.

Uppgangur í ferðaþjónustu, hefur haft töluverð áhrif á fasteignamarkaði, ekki síst vegna mikils fjölda leiguíbúða miðsvæðis í Reykjavík, á þjónustusíðum eins og Airbnb.

Sömu sögu er að segja af fast­eigna­fé­lög­unum á mark­aði atvinnu­hús­næð­is. Heild­ar­eignir Reg­ins, Eikar og Reita nema um 350 millj­örðum króna og skuldir tæp­lega 250 millj­örð­um. Skuld­irnar eru að miklu leyti verð­tryggð­ar. Skörp hækkun verð­bólgu er því lík­leg til að hækka skuld­irnar nokk­uð, að nafn­virði, og um leið myndi það leiða til hækk­unar á leigu hjá við­skipta­vinum félag­anna.

Vita­skuld er síðan sam­bæri­leg staða uppi hjá heim­ilum lands­ins, þar sem algeng­asta fjár­mögn­un­ar­form lána eru verð­tryggð lán.

Einn óvissu­þáttur fyrir þróun á fast­eigna­mark­aði á næstu árum, snýr að því hvernig kjara­við­ræður muni ganga og til hvaða aðgerða verður gripið á fast­eigna­mark­aði. Stétt­ar­fé­lögin og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa sagt að grípa þurfi til aðgerða á hús­næð­is­mark­aði, en það hefur ekki nákvæm­lega verið útli­stað hverjar þær aðgerðir gætu ver­ið.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar