Andrés Önd hleypir lífi í túrismann

Á forsíðu nýjasta Andrésblaðsins (6.11.2018) sést frægasta önd í heimi, ásamt þeim Ripp, Rapp og Rupp, við þekkta kirkju á Jótlandi í Danmörku. Reynslan sýnir að forsíðumynd af þessu tagi dregur að fjölda ferðamanna.

Auglýsing
andrés önd

Á forsíðumynd nýjasta blaðsins um íbúana í Andabæ sést turninn á „Den tilsandede kirke“ vestan við Skagen, nyrsta bæ Danmerkur. Turninn er það eina sem sést í dag, leifarnar af kirkjunni huldar sandi. Kirkjan, sem heitir Sankt Laurentii Kirke, var byggð á fjórtándu öld en turninn um eitt hundrað árum síðar. Á sextándu öld urðu miklar breytingar á landslagi á þessu svæði vegna sandfoks og árlega þurfti að fjarlægja tugi tonna sands sem söfnuðust að kirkjunni. Í lok átjándu aldar gáfust kirkjuyfirvöld upp fyrir sandinum, hluti kirkjunnar var tekinn niður áður en sandurinn huldi húsið. Turninn stóð þó áfram upp úr sandinum og er nú friðaður. Fjöldi fólks leggur árlega leið sína á þessar slóðir, meirihluti þeirra erlendir ferðamenn.

Ekki fyrsta ferðin til Danmerkur

Hér verður ekki nánar greint frá ástæðum þess að þeir Andrés Önd, Ripp, Rapp og Rupp, leggja leið sína til Norður-Jótlands. Þessi ferð er hinsvegar ekki sú fyrsta þeirra „fjórmenninga“ til Danmerkur, þangað hafa þeir komið nokkrum sinnum. Danmerkurdvöl þeirra hefur þó ætíð, með einni eða tveimur undantekningum, einskorðast við Kaupmannahafnarsvæðið.

Jelling og steinarnir

Á Suður-Jótlandi, skammt vestan við Vejle er smábærinn Jelling (Jalangur), íbúarnir tæplega fjögur þúsund. Þessi litli bær skipar mjög sérstakan sess í danskri sögu. Í Jelling er nefnilega að finna tvo mjög merkilega steina, kallaðir Jellingsteinarnir, stóri og litli.

Auglýsing

Stærri steininn lét Haraldur Blátönn (sem sagt er að Bluetooth staðallinn dragi nafn sitt af) reisa á grafhaug föður síns, Gorms gamla. Með Gormi gamla hefst formleg röð danskra konunga, óvíst er hvenær hann fæddist en talinn hafa látist 958/959. Á steininum stendur að Haraldur hafi látið gera hann í minningu foreldra sinna, Gorms og Þyri (Thyra) danabótar. Ennfremur að Haraldur þessi hafi lagt undir sig Danmörku og Noreg og snúið Dönum til kristni. Þessa staðhæfingu telja sagnfræðingar ekki standast, með þessu hafi Haraldur viljandi ýkt sinn hlut.

Orðrétt stendur rist í steininn „Kong Harald bød gøre disse kumler eftir Gorm sin fader og eftir Thyra sin moder – den Harald som vandt sig hele Danmark og Norge og gjorde danerne kristne.

Minni steininn, þann eldri, lét Gormur gamli reisa eftir að Þyri danabót lést árið 950, fæðingarár hennar var líklega 898. Á steininum stendur að hann hafi Gormur konungur látið reisa eftir dauða konu sinnar, Þyri. Orðrétt stendur „Kong Gorm gjorde disse kumler efter Thyra sin kone Danmarks bod“.

Ástæða þess að steinar þessi skipa svo sérstakan sess í sögu Danmerkur er að þarna er í fyrsta skipti orðið Danmörk nefnt, svo vitað sé, innan landamæra Danmerkur (þótt vitað sé um eldri dæmi annars staðar í Evrópu). Steinarnir eru þess vegna eins konar fæðingarvottorð Danmerkur og taldir meðal helstu gersema dönsku þjóðarinnar. Margir leggja leið sína til Jelling til að skoða steinana en Dönum sem fara þangað hefur fækkað talsvert þrátt fyrir að ferðamálayfirvöld á svæðinu hafi reynt ýmislegt til að vekja áhuga þeirra á þessum merku fornminjum.

Andrés blöðin vinsæl í Evrópu

Andrés Önd varð til árið 1934, hjá Walt Disney fyrirtækinu. Í upphafi voru nöfn teiknaranna ekki gefin upp, en þekktastur þeirra sem teiknað hafa Andrés er án efa Carl Barks, sem bæði teiknaði myndasögur í blöð og teiknimyndir fyrir hvíta tjaldið. Teiknimyndablöðin náðu aldrei verulega mikilli útbreiðslu vestan hafs en urðu hins vegar mjög vinsæl í Evrópu. Andrés Önd á dönsku.

Fyrsta Andrésblaðið með dönskum texta kom út árið 1949. Þá kom blaðið mánaðarlega, árið 1955 fór það að koma út hálfsmánaðarlega og árið 1959 varð það vikublað. Dönsku Andrésblöðin (eins og þau hafa alltaf verið kölluð) nutu mikilla vinsælda hér á Íslandi og hafa ugglaust orðið til að létta mörgum dönskunámið. Frá 16. maí 1983 hafa íslenskir lesendur (og svo sem aðrir líka) getað lesið um lífið og ævintýrin í Andabæ, á íslensku. Þá varð Fedtmule að Guffa svo dæmi sé nefnt. Þótt margt í Andrésblöðunum beri enn merki bandaríska upprunans hafa sögurnar þó breyst og orðið evrópskari. Nöfn teiknaranna og textahöfundanna eru ekki lengur leyndarmál.

Andrés, Ripp, Rapp og Rupp í Jelling

Í dag er margt í boði þegar afþreying er annars vegar. Þrátt fyrir allar þær breytingar og stóraukið úrval halda teiknimyndablöðin velli, ekki síst á Norðurlöndum þótt upplagið sé minna en á „gullaldarárunum“. Hér á landi er salan langmest gegnum áskrift.

Fyrir nokkrum árum efndi Egmont Serieforlaget í Danmörku, útgefandi Andrésblaðanna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Íslandi í samvinnu við forlagið Eddu, til hugmyndasamkepni meðal starfsfólks um söguefni tengt Danmörku. Þá kviknaði hugmyndin um að Andrés Önd, Ripp, Rapp og Rupp myndu leggja leið sína til Jelling. Röksemdin var að Jelling væri einn merkasti sögustaður Danmerkur og leiðangur Andrésar og félaga myndi vekja áhuga ungra danskra lesenda.

Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að gefa út sérstakt blað, ekki venjulegt vikublað, og þetta sérstaka blað yrði einungis í boði í safninu í Jelling, tiltekinn dag eða kannski tvo. Það yrði ekki selt, en til að krækja sér í eintak yrði fólk að koma í safnið og leysa þar þraut. Skemmst er frá því að segja að þetta, sem var rækilega auglýst, hitti algjörlega í mark. Þegar safnið var opnað þennan tiltekna dag, í mars árið 2017 biðu mörg hundruð manns fyrir utan og allt upplag þessarar sérútgáfu (8 þúsund eintök) kláraðist. Inn í þrautina var fléttað hluta sögu sem Carl Barks, sem áður var minnst á, hafði teiknað um leit að víkingahjálmi.

Stjórnendur safnsins í Jelling, sem unnu að gerð sérblaðsins með starfsfólki Egmont, voru afar ánægðir með þetta framtak forlagsins. En einkum þó þá staðreynd að Dönum sem leggja leið sína til Jelling hefur fjölgað til muna. Í könnunum sem safnið hefur gert meðal danskra gesta hefur komið fram að auglýsingarnar í kringum sérútgáfuna hafi vakið athygli þeirra, og ekki síst ungu kynslóðarinnar á þessum merka þjóðararfi.

Og nú er það kirkjan í sandinum

Eins og nefnt var fyrr í þessum pistli má, á forsíðu nýjasta Andrésblaðsins, sjá „den tilsandede kirke“ ásamt þeim Andrési, Ripp, Rapp og Rupp. Frásögnin af þessari ferð þeirra, um Norður-Jótland er aðalsaga blaðsins. Í viðtali af þessu tilefni sagði ferðamálafulltrúi Vendsyssel að forsíðan og sagan væru á við margar auglýsingar. Hann sagðist vonast til að þessi Jótlandsferð Andrésar yrði til að vekja athygli, ekki síst Dana, á þessu svæði.Den tilsandede kirke í Skagen.

Vikulega lesa um að bil 200 þúsund Danir Andrésblaðið en sama útgáfa kemur jafnframt út í Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands, textinn á viðkomandi tungumáli. Þjóðverjar og Norðmenn nota enska nafnið, Donald Duck, í Svíþjóð er það Kalle Anka og í Danmörku Anders And. Rétt er að nefna að þegar blöðin fóru að koma út á íslensku, árið 1983, var mikil vinna lögð í að gefa persónunum íslensk nöfn og þýða staðarheitin. Það verk annaðist Pétur Rasmussen. Nokkrir Andafræðingar sem skrifari þessa pistils ræddi við sögðu að íslenska þýðingin, sem ýmsir hafi annast, hafi ætíð verið vel heppnuð og hnyttin. Núverandi þýðandi er Jón Stefán Kristjánsson.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar