Svarti kaupasýkidagurinn

„Galdurinn er að gera alltaf eitthvað nýtt og helst gera það að hefð.“ Þetta var svar breska verslunareigandans Harry Gordon Selfridge, þegar hann var spurður um verslunarrekstur, snemma á síðustu öld. Löngu fyrir daga þess sem nú nefnist Black Friday.

Black Friday
Auglýsing

Stundum er sagt um okkur Íslend­inga að við séum ótrú­lega fljótir að til­einka okkur erlenda strauma, nán­ast á hvaða sviði sem er. Fyr­ir­bærið sem hæst hefur borið und­an­farna daga á sér hins­vegar ekki langa sögu hér á landi en er ekki nýtt af nál­inni Þetta er að sjálf­sögðu Black Fri­day.

Þeir fjöl­mörgu útlend­ingar sem leggja leið sína til Íslands reka augun í fjöl­margt sem heima­menn veita enga athygli. Eitt er það að Íslend­ingar ganga mjög gjarna í svörtu, margir ferða­menn hafa orð á þessu þegar þeir eru spurðir um land og þjóð. Svart er líka tákn sorg­ar­inn­ar, nær allir mæta til dæmis svart­klæddir í jarð­ar­far­ir. Við eigum líka orða­til­tæki þar sem orðið svart kemur fyrir og það er ætíð nei­kvætt „nú er það svart, svart­nætti, aldrei séð það svart­ara“ og fleira mætti nefna. 

Árið 1863 fyr­ir­skip­aði Abra­ham Lincoln for­seti Banda­ríkj­anna að síð­asti fimmtu­dagur í nóv­em­ber ár hvert skyldi vera frí­dagur (thanks­gi­ving) þar vestra, til að þakka vel­gjörðir lið­ins árs. George Was­hington, fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna hafði þá löngu fyr­ir­skipað að slíkur þakk­ar­gjörð­ar­dagur skyldi hald­inn árlega en nefndi ekki til­tek­inn dag. Árið 1939 ákvað Frank­lin D. Roos­evelt for­seti að þakk­ar­gjörð­ar­dag­ur­inn skyldi hald­inn fjórða fimmtu­dag í nóv­em­ber ár hvert og þingið stað­festi þessa til­lögu hans tveimur árum síð­ar. Sá siður hefur hald­ist síðan og kalkúnn víða á borð­um. Margir taka sér frí frá vinnu dag­inn eftir þakk­ar­gjörð­ina, fá þannig „langa helg­i“. Black Fri­day

Auglýsing

Árið 1951 var í tíma­rit­inu Fact­ory Mana­gement and Main­ten­ance, sem fjall­aði um iðn­að­ar­mál, föstu­dag­ur­inn eftir þakk­ar­gjörð nefndur Black Fri­day og vísað til þess að atvinnu­lífið væri nán­ast lamað, þar sem margir mættu ekki til vinnu. Þrátt fyrir það voru flestar versl­anir opnar og því nýttu margir frí­dag­inn til að versla. Lög­reglan í borg­inni Fíla­delfíu kall­aði árið 1961 þennan föstu­dag Black Fri­day vegna mik­ils umferð­ar­öng­þveitis tengdu inn­kaupa­ferðum borg­ar­búa.

Stóra versl­un­ar­helgin

Sú hefð, að nota föstu­dag­inn eftir þakk­ar­gjörð­ar­dag­inn, til inn­kaupa hefur fyrir löngu fest sig í sessi í Banda­ríkj­un­um. Þar vestra er löng hefð fyrir alls kyns til­boðum og afslátt­um, og „svarti föstu­dag­ur­inn“ hefur árum saman verið einn stærsti inn­kaupa­dagur árs­ins. Salan eykst með ári hverju og versl­anir kepp­ast um að krækja í við­skipta­vin­ina, það verður best gert með til­boðum og afslátt­um. Versl­anir aug­lýsa tug­pró­senta afslátt og allir selj­endur vöru og þjón­ustu telja sig verða að taka þátt í slagnum um kúnn­ana.

Ekki gengur allt ætíð frið­sam­lega fyrir sig og bæði banda­rískir og evr­ópskir fjöl­miðlar birta árlega sög­ur, og mynd­skeið, af rifr­ildum og slags­mál­um. Fyrir fjórum árum mátti til dæmis sjá mynd­skeið frá verslun í Mar­yland þar sem tvær konur vildu báðar fá sömu rauðu nær­bux­urnar og slógu hvor til ann­arrar meðan þær héldu í buxna­streng­inn. Bux­urnar voru ekki gerðar fyrir átök og rifn­uðu en kon­urnar héldu áfram að slást þangað til starfs­menn gripu í taumana. Fyrir nokkrum árum kom til mik­illa átaka í hús­gagna­verslun í Texas þar sem tveir hópar tók­ust á og not­uðu hús­gögn sem vopn. Þegar tókst að skakka leik­inn höfðu margir hlotið sár og skrámur og fjöldi hús­gagna stór­skemmdur eða ónýt­ur. Eng­inn taldi sig eiga upp­tökin og versl­unin sat uppi með skemmd­irn­ar.

Líka í Evr­ópu

Þótt þakk­ar­gjörð­ar­sið­ur­inn sé að mestu bund­inn við Banda­ríkin er föstu­dag­ur­inn Black Fri­day orð­inn útbreiddur í Evr­ópu. Einkum á allra síð­ustu árum. Danska dag­blaðið Berl­ingske birti fyrir nokkrum dögum sölu­tölur frá Banda­ríkj­unum og nokkrum Evr­ópu­löndum (ekki þó frá Íslandi) og þar kemur fram að Danir eru þeir sem kaupa allra þjóða mest á þessum útsölu­degi, eins og Berl­ingske kall­aði það. Danir keyptu fyrir upp­hæð sem svarar til ca. 42 millj­arða íslenskra króna, í Banda­ríkj­unum nam salan þennan dag upp­hæð sem sam­svarar 622 millj­örðum íslenskra króna. Miðað við íbúa­fjölda land­anna kom­ast Banda­ríkja­menn ekki í hálf­kvisti við Dani.

Svartur föstudagur.

Af hverju elska Danir Black Fri­day

Þessa spurn­ingu lögðu blaða­menn Berl­ingske fyrir nokkra sér­fróða um neyt­enda­mál og inn­kaupa­venj­ur. Sér­fræð­ing­arnir nefndu allir að Danir leggi mikið upp úr að kaupa með afslætti, haldi fast um budd­una. Og það eru ekki bara jóla­gjaf­irnar sem þeir kaupa á svarta föstu­deg­in­um. Park­et, máln­ing, hús­gögn, mat­vör­ur, bílar, bygg­ing­ar­vör­ur, raf­tæki o.s.frv., o.s.frv.. Skrif­ari þessa pistils var í Kaup­manna­höfn fyrir nokkrum dögum og sá margt fólk í búð­um. Fékk svo að vita að flestir væru þar að skoða en ætl­uðu að bíða með inn­kaupin fram til föstu­dags. Skrif­ar­inn fór líka í stóra versl­ana­mið­stöð og þar voru aug­lýs­ingar um „stór­kost­lega afslætti“ hvert sem litið var.

Fyr­ir­bærið Black Fri­day á sér ekki langa sögu í Dan­mörku, byrj­aði árið 2013. Þremur árum síðar vakti það athygli danskra fjöl­miðla að þekktur versl­un­ar­eig­andi á Strik­inu aug­lýsti að hann væri ekki með í þessum svarta föstu­degi. Áður­nefndir sér­fræð­ingar nefndu líka að hjá Dönum sé það nán­ast þjóðar­í­þrótt að rölta í búð­ir, þess vegna séu þeir mjög með­vit­aðir um verð og láti ekki auð­veld­lega glepjast af gylli­boðum sem vissu­lega er líka nóg af.

„Maður þarf að gæta þess að skilja ekki heil­ann eftir heima þegar maður fer í búð­irnar á Black Fri­day“ sagði einn úr hópi sér­fræð­ing­anna.

Rímar illa við nytja­stefn­una

Á allra síð­ustu árum hefur umræðan um neyslu­hyggju og nægju­semi orðið æ hávær­ari í Dan­mörku. ,,G­leymir þjóðin svo þessu þegar Black Fri­day“ rennur upp spurðu blaða­menn Berl­ingske. „Nei“ var svar­ið. „Ef þú sérð tösk­una sem þig lang­aði alltaf í, á til­boði sem ekki verður end­ur­tek­ið, er erfitt að stand­ast freist­ing­una“ sagði einn sér­fræð­ing­anna. „Þegar heim er komið með nýju sértil­boðstösk­una, og ekki pláss fyrir eina í við­bót, er bara eitt að gera; fara með þá gömlu, sem varla sér á, í end­ur­nota­búð­ina. Þar gerir svo ein­hver annar kjara­kaup, fær þessa líka flottu tösku á spott­prís. Allir eru ánægð­ir; sá sem seldi yfir að hafa ekki hent tösk­unni og kaup­and­inn sem borg­aði aðeins brot af því sem ný taska hefði kost­að.“

Skilar sér í end­ur­nýt­ing­una

Ofan­greind ummæli eins neyt­enda­sér­fræð­ing­anna koma heim og saman við upp­lýs­ingar end­ur­nota­versl­ana og end­ur­vinnslu­stöðv­anna. Í kjöl­far Black Fri­day eykst það sem þangað berst. Hvort sem um er að ræða fatn­að, hús­gögn, raf­tæki eða ann­að.

Hvað með net­versl­an­irn­ar?

Net­verslun hefur á allra síð­ustu árum auk­ist mjög mikið í Dan­mörku. Mörgum þykir þægi­legt að þurfa ekki að fara í búð­ina, slíkar ferðir taka tíma, verðið stundum lægra á net­inu, og freist­ing­arnar færri en þegar rölt er um búð­ina. Danska útvarp­ið, DR, greindi frá því um miðjan dag sl. föstu­dag, Black Fri­day, að flutn­inga­fyr­ir­tækin sem sjá um að koma net­pönt­unum til kaup­enda sæju fram á algjört kaos, eins og það var orð­að, pakka­fjöld­inn væri slík­ur. Aukn­ingin milli ára væri mikil og nú væri fólk farið að panta stærri hluti en áður, á net­inu. Tals­maður danska pósts­ins, POST­NORD sagði að þótt það væri kannski óvenju­legt að verið væri að panta elda­vélar og kæli­s­kápa á net­inu væri það við­ráð­an­legt. „Ég veit ekki alveg hvað við gerum ef fólk fer að kaupa bíla á net­inu og vill fá þá senda heim, með póst­in­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar