Mynd: Skjáskot Tekjur.is
Mynd: Skjáskot

Persónuvernd bannar birtingu Tekjur.is á upplýsingum úr skattskrá

Stjórn Persónuverndar hefur komist að þeirri niðurstöðu að það megi ekki birta upplýsingar úr skattskrá landsmanna, þar sem bæði launa- og fjármagnstekjur eru aðgengilegar, rafrænt á vefnum. Tekjur.is hefur verið lokað.

Stjórn Per­sónu­verndar komst í gær að þeirri nið­ur­stöðu að óheim­ilt sé að halda úti staf­ræna gagna­grunn­inum Tekj­ur.is þar sem upp­lýs­ingar úr skatt­skrá eru gerðar aðgengi­leg­ar. Rekstr­ar­fé­lag gagna­grunns­ins hefur verið gert að eyða gagna­grunn­inum og öðrum upp­lýs­ingum úr skatt­skrá sem félagið hefur undir hönd­um. Fær það frest til þess til 5. des­em­ber næst­kom­andi. Þetta kemur fram í ákvörðun stjórnar sem birt var í morg­un.

Tekj­ur.is hafa orðið taf­ar­laust við ákvörðun Per­sónu­verndar og hefur síð­unni nú þegar verið lok­að.

Vef­ur­inn Tekj­ur.is opn­aði 12. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þar var hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um launa- og fjár­­­magnstekjur allra full­orð­inna Íslend­inga eins og þær birt­ust í skatt­­skrá rík­­is­skatt­­stjóra 2017. Upp­­lýs­ing­­arnar sýndu því tekjur allra lands­­manna á árinu 2016. Hægt var ein­fald­­lega að fletta þeim ein­stak­l­ingi upp sem við­kom­andi hefur áhuga á að vita hvað var með í tekjur á árinu.

Skatt­skrá lands­manna er opin­ber og aðgengi­leg á prenti í tvær vikur á hverju ári. Sú birt­ing er á grund­velli 98. gr. laga um tekju­skatt nr. 90/2003. Þar segir meðal ann­­ars að skatt­­skrá skuli liggja frammi á „hent­ugum stað“ í tvær vikur á ári. Síðar í sömu máls­grein seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu stjórnar Per­sónu­verndar má hins vegar ekki setja þær opin­beru upp­lýs­ingar fram með raf­rænum og aðgengi­legum hætti.

Tæm­andi upp­lýs­ingar um tekjur

Einu sinni á ári birtir emb­ætti rík­is­skatt­stjóra lista yfir þá 40 ein­stak­linga sem greiða hæsta skatta hér­lendis sam­kvæmt álagn­inga­skrá. Á sama tíma eru þær skrár gerðar tíma­bundið aðgengi­legar og nokkrir íslenskir fjöl­miðlar ná í þær, búa til lista yfir tekjur ein­stak­linga eftir atvinnu­greinum og selja for­vitnum almenn­ingi sem byggja á skrán­um.

Þær upp­lýs­ing­ar, sem emb­ætti rík­is­skatt­stjóra velur að birta með þessum hætti, gefa þó ekki raunsanna mynd af tekjum Íslend­inga.

Sumir sem greiða him­in­háa skatta hafa getað beðið þangað til eftir að álagn­ing­ar­skráin er birt og talið svo fram. Þannig hafa þeir sloppið við að lenda á útsendum lista rík­is­skatt­stjóra, og að nöfn þeirra birt­ist í flestum fjöl­miðlum lands­ins. Og í álagn­inga­skránum kemur bara fram hverjar heild­ar­greiðslur við­kom­andi vegna opin­berra gjalda voru. Þar er ekki hægt að sjá t.d. hversu mikið hver ein­stak­lingar þén­aði í launa­tekjur og hversu háar fjár­magnstekjur þeirra voru. Það skiptir umtals­verðu máli í ljósi þess að stað­greiðsla skatta af launa­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent að útsvari með­töldu en fjár­magnstekju­skattur var 20 pró­sent þangað til um síð­ustu ára­mót þegar hann var hækk­aður upp í 22 pró­sent.

Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Upp­lýs­ingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir borga hvað í skatta, er hins vegar hægt að finna í áður­nefndri skatt­skrá. Þeirri sem myndar gagna­grunn Tekj­ur.is sem stjórn Per­sónu­verndar hefur nú úrskurðað að stand­ist ekki lög.

Ákvörð­unin kom á óvart

Ingvar Smári Birg­is­­son, for­­maður Sam­­bands ungra sjálf­­stæð­is­­manna, gerði þann 15. októ­ber síð­ast­lið­inn kröfu um að lög­­­bann yrði sett á Tekj­ur.­is. Því var hafn­að. Auk þess barst for­m­­leg kvörtun borist Per­­són­u­vernd frá almanna­tengl­inum Björg­vini Guð­­munds­­syni, einum eig­anda KOM almanna­tengsla, vegna máls­ins. Á grund­velli þeirrar kvört­un­ar, og ann­arra sam­bæri­legra, hóf Per­sónu­vernd skoðun á mál­inu sem lauk með fyrr­greindum hætti í gær.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni, lög­manni Tekj­ur.is, segir að ákvörðun Per­sónu­verndar hafi komið veru­lega á óvart, enda séu ein­ungis birtar upp­lýs­ingar á síð­unni sem þegar séu opin­berar og almenn­ingur geti nálg­ast hjá Rík­is­skatt­stjóra. „Í ákvörð­un­inni er horft fram­hjá þeirri stað­reynd, sem og þeim laga­á­kvæðum sem til­greina að útgáfa upp­lýs­inga úr skatt­skrá sé heim­il, í heild eða að hluta. Stjórn Per­sónu­verndar túlkar skatta­lög með þeim hætti að ein­göngu sé heim­ilt að gefa skatt­skrána út á pappír en ekki raf­rænt sem er óraun­hæft þar sem skatt­skráin er u.þ.b. 6.700 blað­síð­ur.

Sú túlkun stjórnar Per­sónu­verndar að gagna­grunnar falli ekki undir fjöl­miðlun er áhyggju­efni og er var­huga­verð fyrir stöðu tján­ing­ar­frels­ins og frjálsrar fjöl­miðl­unar í land­inu. Í því sam­bandi er rétt að minna á að fram­kvæmda­valdið skipar meiri­hluta stjórnar Per­sónu­verndar án til­nefn­ing­ar.

Tekj­ur.is vill þakka almenn­ingi fyrir góðar við­tökur og gagn­lega umræðu um tekju­skipt­ingu og skatt­lagn­ingu í sam­fé­lag­inu. Tekj­ur.is telur ákvörðun stjórnar Per­sónu­verndar í and­stöðu við lög og mun í fram­hald­inu skoða rétt­ar­stöðu sína.“

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um helstu nið­ur­stöð­urnar sem hægt var að nálg­ast á Tekj­ur.is í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 12. októ­ber síð­ast­lið­inn. Hana er hægt að lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar