Boða áframhaldandi skoðun á óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á kosningar

Nafnlaus áróður var áberandi í kosningunum 2016 og 2017. Nýtt frumvarp bannar flokkum og frambjóðendum þeirra að borga beint fyrir slíkan áróður, þótt enginn slíkur hafi orðið uppvís af því að gera slíkt hingað til. Það voru aðrir sem borguðu.

skatta kata
Auglýsing

Í frum­varpi um breyt­ingar á lögum um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda, sem lögð voru fram af full­trúum allra flokka á þingi í gær, er lagt til bann við stuðn­ingi slíkra við nafn­lausan kosn­inga­á­róð­ur. Þar segir að stjórn­mála­flokk­um, kjörnum full­trúum þeirra og fram­bjóð­end­um, sem og fram­bjóð­endum í per­sónu­kjöri, verði gert óheim­ilt að „fjár­magna, birta eða taka þátt í birt­ingu efnis eða aug­lýs­inga í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu nema fram komi við birt­ingu að efnið sé birt að til­stuðlan eða með þátt­töku þeirra.“

Þeir sem brjóta gegn þessu munu sæta ótil­greindum sekt­um.

Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu kemur þó skýrt fram að full­trú­arnir telji bannið ein­ungis taka á hluta þess vanda­máls sem við sé að glíma og lýtur að „mögu­legum til­raunum ýmissa aðila til að hafa óeðli­leg áhrif á kosn­ingar eða draga taum til­tek­inna stjórn­mála­afla án þess að kjós­endur geti áttað sig á hver eigi í hlut eða varað sig á ann­ar­legum hvötum og hags­munum sem kunna að búa að baki. Sömu vanda­mál geta komið upp þegar um er að ræða her­ferðir í þágu til­tek­inna mál­efna án þess að þær teng­ist til­teknum stjórn­mála­sam­tök­um. Þessi atriði ásamt fleirum verða tekin til nán­ari skoð­unar í áfram­hald­andi vinnu af hálfu stjórn­valda.“

Auglýsing
Ástæða þessa hluta er ein­föld: ekk­ert hefur komið fram um að stjórn­mála­sam­tök eða fram­bjóð­endur hafi greitt fyrir starf­semi þeirra sem birtu og bjuggu til nafn­lausan kosn­inga­á­róður fyrir síð­ustu tvær kosn­ing­ar. Óþekktir þriðju aðil­ar, sem voru fjár­magn­aðir af huldu­mönn­um, sáu um slíkan rekstur og slíkar birt­ing­ar. Boð­aðar laga­breyt­ingar ná ekki með nokkrum hætti til slíkra.

Óeðli­leg áhrif á kosn­ingar

Í alþing­is­­kosn­­ingum árin 2016 og 2017 var nafn­­laus áróður gegn ákveðnum stjórn­­­mála­­flokkum áber­andi á sam­­fé­lags­mið­l­­um. Í mars lögðu þing­­menn fjög­­urra stjórn­­­mála­­flokka fram beiðni um skýrslu frá Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra um aðkomu og hlut­­deild huld­u­að­ila í kosn­­ingum til Alþing­­is. Þeir vildu meðal ann­­ars að kom­ist yrði að því hverjir stóðu að nafn­­lausum áróðri í kringum alþing­is­­kosn­­ing­­arnar 2016 og 2017 og kanna tengslin milli þeirra og stjórn­­­mála­­flokk­anna sem buðu fram til Alþing­­is.

Í beiðn­inni sagði að um hafi verið að ræða „rætnar og and­lýð­ræð­is­­legar her­­ferðir sem eng­inn vill gang­­ast við. Á skömmum tíma höfðu tug­­þús­undir ein­stak­l­inga séð og dreift umræddum mynd­­böndum og áróðri á sam­­fé­lags­miðlum (einkum á Face­book og YouTu­be) þar sem veist var að póli­­tískum and­­stæð­ingum í skjóli nafn­­leyndar og ráð­ist að þeim per­­són­u­­lega með ósann­indum og skrum­skæl­ingum án þess að kjós­­endum væri ljóst hverjir stæðu á bak við áróð­­ur­inn. Þær síður sem mest voru áber­andi voru ann­­ars vegar Face­­book-­­síð­­­urnar Kosn­­ingar 2016 og Kosn­­ingar 2017, sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórn­­­mál­anna, og hins vegar Face­­book-­­síðan Kosn­­inga­vakt­in, sem beindi spjótum sínum að hægri væng stjórn­­­mál­anna.

Auglýsing
Í skýrslu Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofn­unar Evr­­ópu (ÖSE) í kjöl­far alþing­is­­kosn­­ing­anna árið 2017 kom m.a. fram að umboð eft­ir­lits­að­ila til eft­ir­lits með ólög­­mætum og nafn­­lausum kosn­­inga­á­róðri á net­miðlum væri ófull­nægj­andi. Athuga­­semdir ÖSE eru alvar­­legar og renna stoðum undir mik­il­vægi þess­­arar skýrslu­beiðn­­i.“

Ekk­ert hægt að skoða for­tíð­ina

For­sæt­is­ráð­herra skil­aði umræddri skýrslu í júní síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staða hennar var að ekk­ert lægi fyrir um það hvaða huld­u­að­ilar stóðu að nafn­­lausum áróðri í kringum alþing­is­­­kosn­­­ing­­­arnar 2016 og 2017 og ekk­ert lægi fyrir hvort stjórn­­­mála­­sam­tök sem lúta eft­ir­liti Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar hafi „staðið á bak við umræddar her­­ferðir eða notið góðs af þeim þannig að slíks fram­lags bæri að geta í reikn­ingum stjórn­­­mála­­sam­tak­anna eða ein­stakra fram­­bjóð­enda.“ Þá væri vand­­séð hvað stjórn­­völd geti gert til að graf­­ast fyrir um hverjir standi á bak við þær.

Því telja stjórn­völd sig ekki hafa neina heim­ild, né nein úrræði, til að rann­saka eða skýra það sem í frum­varp­inu sem var lagt fram í gær er kallað mögu­legar til­raunir „ým­issa aðila til að hafa óeðli­leg áhrif á kosn­ingar eða draga taum til­tek­inna stjórn­mála­afla án þess að kjós­endur geti áttað sig á hver eigi í hlut eða varað sig á ann­ar­legum hvötum og hags­munum sem kunna að búa að baki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar