Mynd: Mannlíf Mannlíf 4. jan
Mynd: Mannlíf

Snúin staða

Ísland er allt annarri stöðu en flest lönd í Evrópu, Asíu og Norður- og Suður-Ameríku, þegar kemur að einum þætti: fjármálakerfinu. Einum áratug eftir fjármálahrunið stendur það traustum fótum, og búið að hreinsa út ónýt og slæm útlán. Þetta hefur ekki verið gert vítt og breitt um heiminn. Tjöldin eru fallin, því seðlabankar munu ekki halda hjólunum gangandi á næstunni í heiminum. Hvað þýðir það fyrir Ísland? Hvað er framundan?

Blaða­menn­irnir Jenna Randow og Alessandro Speci­ale, sem starfa fyrir Bloomberg, sendu frá sér ítar­lega grein 27. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem fjallað var um stöð­una í Evr­ópu síðla árs 2012, og hversu litlu mun­aði að það færi illa í álf­unni á þeim tíma.

Fyrir sex árum höfðu áhyggjur af efna­hags­vanda í Evr­ópu stig­magnast, með til­heyrr­andi hækkun á vaxta­á­lagi þjóð­ríkja og fyr­ir­tækja, og var margt farið að benda til þess að hálf­gert hrun væri framund­an, með til­heyr­andi hörm­ungum fyrir almenn­ing. Ekki síst var staðan við­kvæm í Suð­ur­-­Evr­ópu, þar sem atvinnu­leysi var hátt og óvissa um hvernig ætti að bjarga gríska hag­kerf­inu var við­var­andi.

Maður er nefndur Mario Drag­hi, dokt­or­s­mennt­aður hag­fræð­ingur frá MIT, en hann er for­seti banka­stjórnar Seðla­banka Evr­ópu. Með dramat­ískum hætti leiddi hann fram stefnu bank­ans, og hjó á hnúta sem voru að myndast, bæði í innri póli­tík seðla­bank­ans, en ekki síður á mark­aðn­um.

Í grein Randow og Speci­ale er frá því greint, að það hafi verið að grípa um sig tauga­veiklun innan bank­ans, en Draghi hafði skýra sýn á hlut­ina, og tal­aði fyrir henni. Hún var ein­föld, en áhrifa­mikil í senn: Evran yrði var­in, alveg sama hvað gengi á. Hann lét orðin falla 26. Júlí 2012, og frá þeim degi mark­aði hann mikil spor í efna­hags­stefn­una í Evr­ópu.

Til­trú fædd­ist

Hvers vegna skipti þetta miklu máli? Var þetta ekki aug­ljóst? Hvað þýddi þetta fyrir alþjóða­mark­aði?

Allt frá þess­ari yfir­lýs­ingu, sem sett var fram opin­ber­lega og í stefnu­yf­ir­lýs­ingu bank­ans, var allt í einu kom­inn ein­hvers konar björg­un­ar­hringur fyrir fjár­festa í Evr­ópu. Vaxta­á­lag fór hratt nið­ur, fjár­fest­ing efldist. Til­trú mynd­að­ist á því að evru­svæðið myndi ekki lið­ast í sund­ur.

En hlut­verk Seðla­bank­ans stór­efldist, við að halda hjól­unum gang­andi. Hinn 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn lauk umfangs­mik­illi áætlun seðla­bank­ans, sem hefur falist í því að fjár­festa fyrir um 60 millj­arða evra í skulda­bréfum fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga og þjóð­ríkja, með það að mark­miði að örva hag­vöxt í álf­unni. Umfangið hefur verið gríð­ar­legt, eins og töl­urnar gefa til kynna.

Margir ótt­ast nú, að tjöldin muni falla, og að nýr og erf­ið­ari veru­leiki taki við hjá þeim ríkjum sem ekki hafa nýtt tím­ann til þess að taka til. Sér­stak­lega bein­ast spjótin að stórum evr­ópskum fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem mörg hver eru enn í vand­ræðum og með mörg löskuð útlán í sínum eigna­söfn­um, jafn­vel þó ára­tugur sé nú lið­inn frá því að fjár­málakreppa skall á mörk­uðum um allan heim.

Búast má við því að vextir fari hækk­andi hjá Seðla­banka Evr­ópu á næst­unni, og verð­bólgu­draug­ur­inn fari á stjá. Erfitt er þó um þetta að spá, en flestir grein­endur búast við því að það verði breyttur og erf­ið­ari veru­leiki fyrir marga að takast á við, þegar örvandi fjár­fest­inga seðla­bank­ans stoppa.

Atvinnu­leysi er nú komið niður í um 7 pró­sent í Evr­ópu, og hag­vöxtur hefur verið á bil­inu 1 til 2 pró­sent. Þetta er mikil breyt­ing frá árið 2012 þegar atvinnu­leysi mæld­ist um 11 pró­sent að með­al­tali, og hag­vöxtur var lít­ill sem eng­inn. Út frá þessum mæli­kvarða þá hafa þessar gríð­ar­lega umfangs­miklu fjár­fest­ingar seðla­bank­ans náð mark­miði sín­u. 

Ísland í bóm­ull

Á með­an, á Íslandi. Staða end­ur­reistu bank­anna þriggja, Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans, gæti vart verið ólík­ari heldur en hjá mörgum evr­ópskum og alþjóð­legum bönk­um, þessi miss­er­in. Hrunið - og þá einkum neyð­ar­lögin og fram­kvæmd fjár­magns­haft­anna - mark­aði upp­hafið að ein­hverri lygi­leg­ustu „hreins­un“ á efna­hags­reikn­ingum í heilu fjár­mála­kerfi sem farið hefur fram. Ónýt lán eru svo til alveg farin úr efna­hags­reikn­ingum íslensku bankana, en van­skila­hlut­fall er lítið sem ekk­ert. 

Í hvít­bók­inni um fram­tíð­ar­sýn fyrir íslenska fjár­mála­kerf­ið, sem starfs­hópur stjórn­valda sendi frá sér á dög­unum og fjallað var ítar­lega um í Mann­lífi og á vef Kjarn­ans fyrir tveimur vik­um, sést glögg­lega hversu sterkt - og jafn­framt ein­angrað - íslenska fjár­mála­kerfið er. Sam­an­lagt eigið fé þriggja stærstu bank­anna er yfir 600 millj­arðar króna, og eig­in­fjár­hlut­fallið á bil­inu 20 til 25 pró­sent. Starf­semin er svo til alveg ein­angruð við Ísland, og ekki útlit fyrir að það breyt­ist í bráð, nema þá að óveru­legu leyti.

Sam­hliða þess­ari end­ur­reisn hefur það ger­st, að skulda­staða þjóð­ar­bús­ins við útlönd hefur tekið algjörri kúvend­ing til hins betra.

Í nýlegri til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands var þessi ein­staka staða gerð að umtals­efni, en fá dæmi eru um við­líka stöðu meðal þró­aðra ríkja sem Ísland er venju­lega borið saman við. Þetta er ekki eðli­leg staða.

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 var 76,5 millj­arða afgangur á við­skipta­jöfn­uði við útlönd. Halli á vöru­skipta­jöfn­uði var 43,7 millj­arðar en afgangur á þjón­ustu­jöfn­uði var 123,7 millj­arð­ar, og munar þar mikið um hversu umfangs­mikil ferða­þjón­usta er orð­in.

Sam­kvæmt bráða­birgða­yf­ir­liti námu erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins 3.380 millj­örðum króna í lok árs­fjórð­ungs­ins en skuldir 3.012 millj­arð­ar. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 368 millj­arða króna eða 13,3% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og batn­aði um 162 millj­arða króna.

Hrein fjár­magns­við­skipti bættu erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins um 86 millj­arða á fjórð­ungn­um. Erlendar eignir juk­ust um 17 millj­arða króna vegna fjár­magns­við­skipta en skuldir lækk­uðu um 69 millj­arða króna.

Þessi staða sýnir í raun, að Ísland er ekki aðeins í góðri stöðu, heldur um margt ein­stakri.

Ræt­ist úr vanda í ferða­þjón­ustu?

En nú þegar 2019 er handan við hornið eru engu að síður ógnir í kort­un­um. Helst má nefna að end­ur­skipu­lagn­ing í flug­iðn­aði muni skapa erf­ið­leika í ferða­þjón­ustu, og að kjara­við­ræður muni enda með illindum og verk­föll­um. Slík staða getur verið erfið fyrir þjóð­ar­bú­ið, og leitt til erf­ið­leika í efna­hags­mál­un­um, eins og mörg dæmi úr sög­unni sanna.

Þrátt fyrir að mik­ill skjálfti hafi verið á mörk­uð­um, eftir að erf­ið­leikar WOW air komu upp á yfir­borð­ið, þá virð­ist meira traust vera fyrir hendi um þessar mund­ir. Til­kynn­ing Icelandair um að félagið sé til­búið að auka veru­lega fram­boð flug­sæta, hefur haft róandi áhrif innan ferða­þjón­ust­unn­ar, en WOW air og Indigo Partners eiga enn í samn­inga­við­ræðum um mögu­lega fjár­fest­ingu síð­ar­nefnda félags­ins. Vonir standa til þess að hún gangi eft­ir, en ljóst er að félagið mun draga veru­lega saman segl­in, eins og það hefur þegar til­kynnt um. 

Sam­drátt­ur­inn jafn­gildir því að um 180 til 290 þús­und færri erlendir ferða­menn komi til lands­ins á ári, sé miðað við stöð­una eins og hún var í fyrra, en WOW air hefur flutt á bil­inu 600 til 700 þús­und erlenda ferða­menn hingað til lands á und­an­förnum árum. Til að setja þá tölu í sam­hengi, þá komu hingað til lands­ins um 450 þús­und erlendir ferða­menn árið 2010 en í fyrra voru þeir um 2,7 millj­ón­ir.

Þetta eru miklar stærð­ir, og ljóst að sam­dráttur getur haft mikil áhrif. Aðilar í ferða­þjón­ustu bera sig hins vegar vel, og virð­ast pant­anir gisti­staða og hót­ela fyrir kom­andi ár vera í ágætu horfi, miðað við síð­ustu ár. Auk þess er breyt­ing að eiga sér stað á mark­aði með gist­ingu, þar sem færri ferða­menn sækja í Air­bnb gist­ingu um þessar mund­ir, á sama tíma og fram­boð hót­elgist­ing­ar, einkum í Reykja­vík, hefur auk­ist mik­ið.

Stál í stál

Í kjara­við­ræð­unum hefur dregið til tíð­inda að und­an­förnu þar sem Starfs­greina­sam­band­ið, VR og Efl­ing eru ekki alveg sam­stíga í samn­inga­við­ræð­unum við atvinnu­rek­end­ur. Þetta hefur leitt til þess að VR og Efl­ing ganga nú í takti við Vil­hjálm Birg­is­son og félagið sem hann er í for­svari fyr­ir, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness. Þessi þrjú fyrr­nefndu félög hafa vísað kjara­deilu sinni við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara. 

Ástæðan fyrir því að samn­ings­um­boð Starfs­greina­sam­bands­ins var aft­ur­kallað er tví­þætt. Ann­ars vegar að meiri­hluti for­manna SGS vildu ekki að VR og SGS mynd­uðu sam­eig­in­lega samn­inga­nefnd en það var mat þess­ara félaga að slíkt myndi „klár­lega styrkja samn­ing­stöð­una umtals­vert“, eins og sagði í til­kynn­ingu, enda hefði SGS og VR verið með um 75% félags­manna innan ASÍ á bak­við sig. 

Síð­ara atriðið laut að því að meiri­hluti Starfs­greina­sam­bands­ins vildi ekki vísa deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara þrátt fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins „hafi ekki lagt neitt á borðið hvað lýtur að spurn­ing­unni um svig­rúm til launa­breyt­inga og því til við­bótar hefur skiln­ings­leysi stjórn­valda að þess­ari kjara­deilu verið algert og hafa þau engu svarað um þær kröfur sem verka­lýðs­hreyf­ingin gerir á stjórn­völd.“

Óhætt er að segja að mikil gjá sé á milli þeirra sem nú sitja við samn­inga­borð­ið, þegar kemur að kröf­um. Atvinnu­rek­endur telja að svig­rúmið til launa­hækk­ana sé á bil­inu 1 til 4 pró­sent, en for­ystu­fólk stærstu stétt­ar­fé­lag­anna hefur kynnt kröfu­gerð þar sem farið er fram á 20 til 30 pró­sent hækkun lægstu launa, og grunn­hækkun lægstu launa úr 300 þús­und í 425 þús­und. Auk þess hefur verið gerð krafa um mikla aðkomu stjórn­valda, meðal ann­ars með því að breyta skatt­kerf­inu þannig að það þjóni betur þeim sem lægstu launin hafa. Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega að und­an­förnu, fyrir að sýna kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar ekki meiri skiln­ing. 

Drífa Snædal forseti ASÍ
Mynd: Bára Huld Beck

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, hefur hamrað á því í sínum mál­flutn­ingi, að besta leiðin til að koma til móts við það fólk sem lægstu launin hef­ur, sé að breyta skatt­kerf­inu. Í grein sem hún skrif­aði í Við­skipta­blað­ið, sem birt­ist á Þor­láks­messu, segir hún skýrt að skatt­kerfið sé það sem rýna þurfi í, til að bæta hag fólks­ins á gólf­inu. „Besta leiðin til að rétta kjör fólks og jafna þau er að breyta skatt­kerf­inu. Að mínu mati þarf kerfið ekki að vera ein­falt en það þarf að virka bæði sem tekju­öfl­un­ar­tæki og jöfn­un­ar­tæki. Alþýðu­sam­bandið hefur með óyggj­andi hætti sýnt fram á að skattar hafi hækkað hjá lægst laun­aða fólk­inu en lækkað hjá þeim sem hæstar hafa tekj­urnar ef litið er aftur um 30 ár. Þetta þarf að leið­rétta. Það er líka alger­lega óásætt­an­legt að ákveð­inn hópur í sam­fé­lag­inu sem rekur sitt eigið fyr­ir­tæki og skammtar sér fjár­magnstekjur í hærra hlut­falli en laun, geti fengið veru­legan skatta­frá­drátt þar sem fjár­magns­skattur er lægri en tekju­skatt­ur. Það má eng­inn vera stikk­frí þegar kemur að því að greiða í sam­eig­in­lega sjóði. Mitt mat er að vet­ur­inn framund­an ráð­ist af því hvort stjórn­völd komi með aðgerðir sem um munar í skatta- og hús­næð­is­mál­um. Nú þegar er hús­næð­is­hópur á vegum stjórn­valda að störfum sem skilar af sér í jan­úar en skatta­málin standa út af. Þessi tvö mál munu skipta sköpum fyrir jöfn­uð, jafn­rétti og sann­girni. Það er stjórn­valda ekki síður en atvinnu­rek­enda að mæta miklum vænt­ingum og kröfum um raun­veru­legar breyt­ing­ar,“ sagði Drífa.

Spjótin bein­ast að fast­eigna­mark­aðnum

Hús­næð­is­málin hafa verið mikið til umræðu að und­an­förnu í tengslum við kjara­við­ræð­ur. Miklar verð­hækk­anir á hús­næði hafa ein­kennt fast­eigna­markað á Íslandi und­an­farin fimm ár. Hápunkt­inum hefur vafa­lítið verið náð, í þeim efn­um, en fast­eigna­verð ­fer enn hækk­andi, sé horft til mæl­inga Þjóð­skrár Íslands. Á vor­mán­uðum 2017 mæld­ist árs­hækkun á hús­næði 23,5 pró­sent, en hún mælist nú um 4 pró­sent. 

Blikur eru á lofti á mark­aðn­um, þar sem búist er við því að um 5 þús­und nýjar íbúðir komi út á markað á næstu 18 mán­uð­um. Þetta gæti leitt til offram­boðs á mark­aðn­um, sem ætti þá að leiða til lækk­unar á fast­eigna­verði. En eitt af því sem óvissa er um er hversu mikið þarf að byggja til að skapa meira jafn­vægi á mark­aðn­um. Í nýlegri hag­sjá Lands­bank­ans var þetta gert að umtals­efni og bent á að ekki væri skýrt hversu mikil þörf væri fyrir hús­næð­is­upp­bygg­ing­u. 

Grein­end­um ber ekki saman um hversu mikið þarf að byggja, og þá væri einnig erfitt að segja til um hvernig þró­unin yrði á næst­unni, þegar kæmi að eft­ir­spurn eftir hús­næði. Mikið væri byggt á dýrum svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, meðal ann­ars í mið­borg­inni, en eft­ir­spurnin væri frekar eftir ódýr­ari eign­um, og þá einkum litlum og með­al­stórum íbúð­um.

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur talað fyrir því að stjórn­völd eigi aðkomu að hús­næð­is­mál­un­um, og liðki meðal ann­ars fyrir því að staða leigj­enda batni og fyrstu kaup­enda sömu­leið­is.

Mögu­leiki á góðri lend­ingu

Þrátt fyrir að staða efna­hags­mála nú í byrjun nýs árs, sé um margt snúin þá eru for­sendur fyrir góðri lend­ingu, eftir mik­inn upp­gang síð­ustu ára, fyrir hendi. Sterk staða rík­is­sjóðs og fjár­mála­kerf­is­ins getur skipt miklu máli á næst­unni þar sem tölu­verð óvissa er um þróun mála á alþjóða­mörk­uð­um. Þá skiptir máli að vera með sterkar und­ir­stöð­ur. En alveg eins og hingað til í hag­sögu Íslands, þá er það útflutn­ing­ur, bæði á vörum og þjón­ustu, sem mun skipta sköpum fyrir Ísland.

Einn nefndarmaður vildi hækka vexti

Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var birt 26. desember síðastliðinn, en ákveðið var að halda stýrivöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun, og eru þeir nú 4,5 prósent. Verðbólga mælist 3,7.

Í fundargerðinni kemur fram að einn nefndarmanna af fimm hafi viljað hækka vexti. Ekki kemur fram hver það var, en í nefndinni eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Katrín Ólafsdóttir hagfræðiprófessor og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

„Nefndin ræddi þá möguleika að staldra við og halda vöxtum óbreyttum eða hækka vexti um 0,25 prósentur. Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti voru þau að lækkun raunvaxta milli funda væri fyrst og fremst tilkomin vegna skammtímaáhrifa gengislækkunarinnar á verðbólgu og skammtímaverðbólguvæntingar. Þótt þróun raunhagkerfisins og verðbólgu hafði í meginatriðum verið eins og gert var ráð fyrir á síðasta fundi og efnahagshorfur hefðu ekki breyst mikið væru verðbólguhorfur líklega hagstæðari en þá var gert ráð fyrir þar sem olíuverð hefði lækkað nokkuð undanfarið. Einnig gætu forsendur verið til staðar fyrir lægri raunvöxtum en ella þar sem hátíðnivísbendingar og væntingakannanir bentu til neikvæðari væntinga og að það gæti dregið hraðar úr eftirspurn en búist var við. Jafnframt var bent á að auknar líkur væru á að til verkfalla kæmi á nýju ári sem gætu leitt til hraðrar kólnunar í þjóðarbúskapnum. Helstu rökin fyrir því að hækka vexti voru hins vegar þau að þörf var á meiri hækkun vaxta en ákveðin var í nóvember í ljósi aukinnar undirliggjandi verðbólgu og hækkunar verðbólguvæntinga. Þar að auki hefðu raunvextir lækkað á ný og væru nú svipaðir og fyrir vaxtahækkunina í nóvember. Taumhaldið væri því of laust þegar haft er í huga að innlend eftirspurn hefði verið heldur meiri á þriðja ársfjórðungi en spáð var auk þess sem verðbólguvæntingar væru yfir markmiði á alla mælikvarða. Þá var bent á að lækkun raunvaxta að undanförnu á sama tíma og spenna er enn í þjóðarbúskapnum gæti ennfremur verið hluti skýringarinnar á gengislækkun krónunnar.

Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 4,5%, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 4,25%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,25% og daglánavextir 6,25%. Fjórir nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra. Einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi hækka vexti um 0,25 prósentur. Að mati nefndarmanna myndi peningastefnan á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í fundargerðinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar