Að ljúga með penslinum

Danskur listmálari hefur fyrir skömmu lokið við gerð sjö málverka sem eiga að sýna sögu Danska jafnaðarmannaflokksins. Efnistök listamannsins hafa verið gagnrýnd harðlega og eitt dönsku dagblaðanna sagði að þarna væri logið með penslinum.

Hér er Jens Otto Krag við málaratrönurnar og við borðið má sjá Anker Jörgensen. Þeir voru báðir forsætisráðherrar Danmerkur á sínum tíma.
Hér er Jens Otto Krag við málaratrönurnar og við borðið má sjá Anker Jörgensen. Þeir voru báðir forsætisráðherrar Danmerkur á sínum tíma.
Auglýsing

Löng hefð er fyrir því að á veggj­u­m fund­ar­her­bergja ­þing­flokk­anna á Krist­jáns­borg hangi mál­verk. Þing­flokk­arnir eru að mestu sjálf­ráðir um hvað hengt er á vegg­ina en til að fá styrk til að kaupa slík verk þarf við­kom­andi þing­flokkur að fá sam­þykki sér­stakrar „lista­verka­nefnd­ar“ á Krist­jáns­borg. Fyrir nokkrum árum vakti  athygli þegar Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu (Li­ber­al Alli­ance) var neitað um slíkan styrk, vegna kaupa á fimm mál­verkum eft­ir Johnn­y Mad­sen. Nefndin skoð­aði ekki verkin áður en hún synj­aði um styrk­inn en byggði afstöðu sína á þeirri stað­reynd að málar­inn væri ekki mennt­aður sem slík­ur. Það er rétt en hins veg­ar er við­kom­andi bæði virtur og vin­sæll í heima­landi og hefur feng­ist við mynd­list frá unga aldri. Hann er þó lík­lega þekkt­ari sem tón­list­ar­maður og hefur gefið út 20 sóló­plöt­ur. Af mál­verk­unum fimm er það að segja að Frjáls­ræð­is­banda­lagið keypti þau, fyrir eigið fé, og þau hanga nú á veggjum þing­flokks­her­berg­is­ins. 

Hug­mynd Hen­rik Sass L­ar­sen

Fyrir rúmum tveimur árum fékk Hen­rik Sass L­ar­sen ­for­maður þing­flokks jafn­að­ar­manna þá hug­mynd að skipta út myndum sem Maja Lise Eng­el­hardt hafði málað árið 2001. Hún er þekktur lista­maður og myndir hennar í þing­flokks­her­berg­inu voru af lands­lagi á mis­mun­andi árs­tíma. Hug­mynd Hen­rik Sass var að nýju mál­verkin myndu segja sögu flokks jafn­að­ar­manna sem var stofn­aður árið 1871. Hen­rik Sass vildi fá tvo menn til þessa verks: mál­ar­ann Jac­ob Brostr­up og  sagn­fræð­ing­inn Mart­in E.O. Grunz. Jac­ob Brostr­up var til­tölu­lega lítið þekktur en Mart­in E.O. Grunz hins veg­ar þekktur á sínu sviði. Þeir hófust þegar handa við að skipu­leggja vinn­una og ákváðu fljót­lega að yfir­skrift verks­ins skyldi vera „Fol­kets Tid“ ­sem er fengin úr bar­áttu­söng jafn­að­ar­manna „Dan­mark ­for ­fol­ket“ eft­ir Oskar Han­sen. Lagið varð til um sama leyti og jafn­að­ar­menn, undir for­ystu Thor­vald Staun­ing, kynntu nýja stefnu­skrá „Dan­mark for ­fol­ket“ árið 1934.

Auglýsing
Sjö stórar myndir

Þegar þeir Jac­ob Brostr­up og Mart­in E.O. Grunz ­byrj­uðu að skipu­leggja efn­is­tökin varð þeim fljót­lega ljóst að ekki yrði vinn­andi vegur að hafa allt með. Þótt vegg­plássið væri all­mikið yrðu þeir að velja og hafna. Í blaða­við­tali sögð­ust tví­menn­ing­arnir hafa fengið mjög frjálsar hendur varð­andi efn­is­tök­in. Þeir, og Henn­ing Sass L­ar­sen, hefðu verið sam­mála um að mynd­irnar ættu ekki að vera ein­hvers­kon­ar ­tím­an­leg ­skrá­setn­ing þar sem reynt yrði að fylgja sögu flokks­ins frá stofnun til dags­ins í dag. Og þetta ættu ekki að ver­a por­trett­mynd­ir af for­mönnum og ráð­herrum, nóg væri til af slíku.

Nið­ur­staðan varð sjö stórar myndir þar sem, í hverri fyrir sig, er lögð  áhersla á ákveðna þætti í dönsku þjóð­lífi og  jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn hefur komið við sög­u. Brostr­up ­sagð­ist hafa reynt að hafa hverja mynd þannig að í henni rúm­að­ist margt og ekki væri allt aug­ljóst ef litið væri á mynd­ina í skynd­ingu. Sér hefði líka þótt nauð­syn­legt að mynd­irnar yrðu, hvað lita­valið varð­aði, líf­leg­ar, eins og hann orð­aði það.   

Helle Thorning Schmidt gengur yfir lestateinana í átt Mette Frederiksen, eftirmanni sinum á formannsstóli. Mynd: BrostrupEkki setið auðum hönd­um 

Mynd­irnar sjö voru fyrir skömmu hengdar upp í fund­ar­her­berg­i ­jafn­að­ar­manna á Krist­jáns­borg. Af því til­efni voru þar sam­an­komnir nokkrir fyrr­ver­andi ráð­herrar flokks­ins og þing­menn, auk frétta­manna. Óhætt er að taka undir þau orð lista­manns­ins að í hverri mynd rúmist margt og þar er að finna fjöl­mörg smá­at­riði sem ekki blasa við né eru aug­ljós við fyrstu sýn. Og málar­inn hefur ekki setið auðum höndum enda sagð­ist hann hafa unnið nótt og dag síðan hann hófst handa.

Það sem er og það sem ekki er

Danskir gagn­rýnendur eru ekki vanir að taka á hlut­unum með silki­hönsk­um. Og það á sann­ar­lega við um mynd­irnar sjö sem nýlega voru afhjúpað­ar. Hjá þeim fékk „Fol­kets Tid“ væg­ast sagt blendnar mót­tök­ur. Sum blað­anna hafa eytt miklu púðri í umfjöllun um mynd­irn­ar, þar hef­ur Politi­ken verið fremst í flokki en þar hafa birst margar greinar um mynd­irn­ar. Það er ekki hin tækni­lega hlið mynd­anna, vinna mál­ar­ans, sem einkum er gagn­rýnd heldur efn­is­tök­in. Í mynd­unum sé dregin upp ákveðin glans­mynd af sögu jafn­að­ar­manna, lögð áhersla á allt sem jákvætt getur talist í tæp­lega 150 ára sögu flokks­ins en lítt eða ekki það nei­kvæða. For­mönnum og for­sæt­is­ráð­herrum flokks­ins sé gert mis­hátt undir höfði, sumir sjá­ist hrein­lega ekki meðan aðrir fái mikla athygli í mynd­un­um.

Þegar blaða­menn Politi­ken ­gengu á Hen­rik Sass L­ar­sen varð­andi valið á þeim for­ingjum Jafn­að­ar­manna­flokks­ins sem sýndir eru á mynd­unum svar­aði hann því til að hann hefði í sam­tölum við mál­ar­ann nefnt ákveðin nöfn, meira hefði það nú ekki ver­ið. „Það er kannski í eðli okkar allra að muna frekar það sem vel er gert en hitt“ sagði Hen­rik Sass L­ar­sen þegar hann var spurður um söl­una á raf­orku­fyr­ir­tæk­in­u DONG, á öðrum ára­tug þess­arar ald­ar, í stjórn­ar­tíð Helle T­horn­ing-Schmidt. Sú sala var geysi­lega umdeild og er eitt­hvert mesta hita­mál í dönskum stjórn­málum um margra ára skeið. Eftir á við­ur­kenna flestir að ákvörð­unin um söl­una á DONG hafi verið röng, verð­ið allt of lágt og kaup­and­inn, ­Gold­man Sachs, hagn­að­ist um millj­arða danskra króna þegar hann seldi hlut­inn tveimur árum síð­ar. Mörgu fleiru þótti blaða­mönn­um Politi­ken hafa verið stungið undir stól á lérefti Jac­ob Brostr­up. Meðal ann­ars er lítið gert úr hlut Helle T­horn­ing-Schmidt, á einni af mynd­unum sést hún ganga yfir lesta­teina, í átt að ­Mette Frederiksen eft­ir­manni sínum á for­manns­stóli. Það að lista­mað­ur­inn láti fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra ganga yfir lesta­teina þótti blaða­mönn­um Politi­ken ærið gild­is­hlað­ið. Þótt mörgum jafn­að­ar­mönnum hafi þótt stjórn­ar­stefna Helle T­horn­ing- Scmid­t hall­ast nokkuð til hægri má ekki líta fram hjá því að frá alda­mótum hefur jafn­að­ar­mönnum ein­ungis einu sinni tek­ist að vera í rík­is­stjórn, það var frá 2011 -2015, undir stjórn­ Helle T­horn­ing- Schmidt.

Hér er kútterinn Henny og Vilhelm Buhl stendur í stýrishúsinu. Mynd: Brostrup.dkAð ljúga með pensl­inum

Þótt margir blaða­menn, og sagn­fræð­ingar hafi gagn­rýnt efn­is­tök þeirra Jac­ob Brostr­up og Mart­in E.O. Grunz og sneytt fram hjá ­mörgu því sem jafn­að­ar­menn vilja kannski gleyma er þó sýnu alvar­leg­ast þegar „bein­línis er logið með pensl­in­um“ eins og kom­ist er að orði í þremur dönsku dag­blað­anna. Þarna vísa þeir í mynd af kútt­ern­um Henny, sem er í for­grunni einnar mynd­anna. Myndin er máluð eftir ljós­mynd sem tekin var í maí árið 1945, þar er Henn­y á leið til Dan­merkur frá Sví­þjóð. Henn­y var einn þeirra báta sem flutti um það bil sjö þús­und Gyð­inga frá Dan­mörku til Sví­þjóðar og forð­aði þeim þannig úr klóm nas­ista. Málar­inn Jac­ob Brostr­up hefur skipt út eða fjar­lægt nokkra þeirra sem eru á ljós­mynd­inni. Aftan við stýr­is­húsið á mynd Brostr­up standa hjónin Ella og Hans Hed­toft. Hans Hed­toft var einn helsti áhrifa­maður í danskri póli­tík og vann leynt og ljóst gegn nas­istum á her­náms­árunum í Dan­mörku. Það eru Kútterinn Henny á Eyrarsundi í maí 1945þó ekki Hed­toft hjónin sem vekja mesta athygli á mál­verki Brostr­up heldur er það ­skip­stjór­inn ­sem stendur í stýr­is­hús­inu. Þar hefur málar­inn gert sér lítið fyrir og skip­stjór­inn er eng­inn annar en Vil­helm Bu­hl ­sem var for­sæt­is­ráð­herra um skeið árið 1942 og aftur í nokkra mán­uði eftir að stríð­inu lauk. Það að Jac­ob Brostr­up skuli hafa valið að gera Vil­helm Bu­hl að skip­stjóra á fiski­bátnum hefur sætt harðri gagn­rýni. Árið 1942, þegar Vil­helm Bu­hl var for­sæt­is­ráð­herra, hélt hann ræðu þar sem hann hvatti landa sína til að segja til þeirra sem ynnu gegn Þjóð­verj­um. Þessi ræða sætti mik­illi gagn­rýni. Hann neydd­ist til að segja af sér skömmu síð­ar, að kröfu Þjóð­verja sem þrátt fyrir áður­nefnda ræðu töldu hann ekki „sinn mann“. 

Rétt er að geta þess að fund­ar­her­berg­i ­jafn­að­ar­manna, frekar en önnur slík á Krist­jáns­borg, er að jafn­aði ekki opið almenn­ingi. Hins vegar er af og til boð­ið ­upp á skoð­un­ar­ferðir um höll­ina og þá geta þátt­tak­end­ur oft­ast nær fengið að sjá fund­ar­her­berg­i ­flokk­anna

Á hlekknum hér fyrir neðan má sjá allar mynd­irnar sem Jac­ob Brostr­up ­mál­aði fyrir þing­flokk jafn­að­ar­manna og hanga uppi í fund­ar­her­berg­i þeirra á Krist­jáns­borg.

www.brostr­up.dk

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar