Að ljúga með penslinum

Danskur listmálari hefur fyrir skömmu lokið við gerð sjö málverka sem eiga að sýna sögu Danska jafnaðarmannaflokksins. Efnistök listamannsins hafa verið gagnrýnd harðlega og eitt dönsku dagblaðanna sagði að þarna væri logið með penslinum.

Hér er Jens Otto Krag við málaratrönurnar og við borðið má sjá Anker Jörgensen. Þeir voru báðir forsætisráðherrar Danmerkur á sínum tíma.
Hér er Jens Otto Krag við málaratrönurnar og við borðið má sjá Anker Jörgensen. Þeir voru báðir forsætisráðherrar Danmerkur á sínum tíma.
Auglýsing

Löng hefð er fyrir því að á veggjum fundarherbergja þingflokkanna á Kristjánsborg hangi málverk. Þingflokkarnir eru að mestu sjálfráðir um hvað hengt er á veggina en til að fá styrk til að kaupa slík verk þarf viðkomandi þingflokkur að fá samþykki sérstakrar „listaverkanefndar“ á Kristjánsborg. Fyrir nokkrum árum vakti  athygli þegar Frjálsræðisbandalaginu (Liberal Alliance) var neitað um slíkan styrk, vegna kaupa á fimm málverkum eftir Johnny Madsen. Nefndin skoðaði ekki verkin áður en hún synjaði um styrkinn en byggði afstöðu sína á þeirri staðreynd að málarinn væri ekki menntaður sem slíkur. Það er rétt en hins vegar er viðkomandi bæði virtur og vinsæll í heimalandi og hefur fengist við myndlist frá unga aldri. Hann er þó líklega þekktari sem tónlistarmaður og hefur gefið út 20 sólóplötur. Af málverkunum fimm er það að segja að Frjálsræðisbandalagið keypti þau, fyrir eigið fé, og þau hanga nú á veggjum þingflokksherbergisins. 

Hugmynd Henrik Sass Larsen

Fyrir rúmum tveimur árum fékk Henrik Sass Larsen formaður þingflokks jafnaðarmanna þá hugmynd að skipta út myndum sem Maja Lise Engelhardt hafði málað árið 2001. Hún er þekktur listamaður og myndir hennar í þingflokksherberginu voru af landslagi á mismunandi árstíma. Hugmynd Henrik Sass var að nýju málverkin myndu segja sögu flokks jafnaðarmanna sem var stofnaður árið 1871. Henrik Sass vildi fá tvo menn til þessa verks: málarann Jacob Brostrup og  sagnfræðinginn Martin E.O. Grunz. Jacob Brostrup var tiltölulega lítið þekktur en Martin E.O. Grunz hins vegar þekktur á sínu sviði. Þeir hófust þegar handa við að skipuleggja vinnuna og ákváðu fljótlega að yfirskrift verksins skyldi vera „Folkets Tid“ sem er fengin úr baráttusöng jafnaðarmanna „Danmark for folket“ eftir Oskar Hansen. Lagið varð til um sama leyti og jafnaðarmenn, undir forystu Thorvald Stauning, kynntu nýja stefnuskrá „Danmark for folket“ árið 1934.

Auglýsing
Sjö stórar myndir

Þegar þeir Jacob Brostrup og Martin E.O. Grunz byrjuðu að skipuleggja efnistökin varð þeim fljótlega ljóst að ekki yrði vinnandi vegur að hafa allt með. Þótt veggplássið væri allmikið yrðu þeir að velja og hafna. Í blaðaviðtali sögðust tvímenningarnir hafa fengið mjög frjálsar hendur varðandi efnistökin. Þeir, og Henning Sass Larsen, hefðu verið sammála um að myndirnar ættu ekki að vera einhverskonar tímanleg skrásetning þar sem reynt yrði að fylgja sögu flokksins frá stofnun til dagsins í dag. Og þetta ættu ekki að vera portrettmyndir af formönnum og ráðherrum, nóg væri til af slíku.

Niðurstaðan varð sjö stórar myndir þar sem, í hverri fyrir sig, er lögð  áhersla á ákveðna þætti í dönsku þjóðlífi og  jafnaðarmannaflokkurinn hefur komið við sögu. Brostrup sagðist hafa reynt að hafa hverja mynd þannig að í henni rúmaðist margt og ekki væri allt augljóst ef litið væri á myndina í skyndingu. Sér hefði líka þótt nauðsynlegt að myndirnar yrðu, hvað litavalið varðaði, líflegar, eins og hann orðaði það.   

Helle Thorning Schmidt gengur yfir lestateinana í átt Mette Frederiksen, eftirmanni sinum á formannsstóli. Mynd: BrostrupEkki setið auðum höndum 

Myndirnar sjö voru fyrir skömmu hengdar upp í fundarherbergi jafnaðarmanna á Kristjánsborg. Af því tilefni voru þar samankomnir nokkrir fyrrverandi ráðherrar flokksins og þingmenn, auk fréttamanna. Óhætt er að taka undir þau orð listamannsins að í hverri mynd rúmist margt og þar er að finna fjölmörg smáatriði sem ekki blasa við né eru augljós við fyrstu sýn. Og málarinn hefur ekki setið auðum höndum enda sagðist hann hafa unnið nótt og dag síðan hann hófst handa.

Það sem er og það sem ekki er

Danskir gagnrýnendur eru ekki vanir að taka á hlutunum með silkihönskum. Og það á sannarlega við um myndirnar sjö sem nýlega voru afhjúpaðar. Hjá þeim fékk „Folkets Tid“ vægast sagt blendnar móttökur. Sum blaðanna hafa eytt miklu púðri í umfjöllun um myndirnar, þar hefur Politiken verið fremst í flokki en þar hafa birst margar greinar um myndirnar. Það er ekki hin tæknilega hlið myndanna, vinna málarans, sem einkum er gagnrýnd heldur efnistökin. Í myndunum sé dregin upp ákveðin glansmynd af sögu jafnaðarmanna, lögð áhersla á allt sem jákvætt getur talist í tæplega 150 ára sögu flokksins en lítt eða ekki það neikvæða. Formönnum og forsætisráðherrum flokksins sé gert mishátt undir höfði, sumir sjáist hreinlega ekki meðan aðrir fái mikla athygli í myndunum.

Þegar blaðamenn Politiken gengu á Henrik Sass Larsen varðandi valið á þeim foringjum Jafnaðarmannaflokksins sem sýndir eru á myndunum svaraði hann því til að hann hefði í samtölum við málarann nefnt ákveðin nöfn, meira hefði það nú ekki verið. „Það er kannski í eðli okkar allra að muna frekar það sem vel er gert en hitt“ sagði Henrik Sass Larsen þegar hann var spurður um söluna á raforkufyrirtækinu DONG, á öðrum áratug þessarar aldar, í stjórnartíð Helle Thorning-Schmidt. Sú sala var geysilega umdeild og er eitthvert mesta hitamál í dönskum stjórnmálum um margra ára skeið. Eftir á viðurkenna flestir að ákvörðunin um söluna á DONG hafi verið röng, verðið allt of lágt og kaupandinn, Goldman Sachs, hagnaðist um milljarða danskra króna þegar hann seldi hlutinn tveimur árum síðar. Mörgu fleiru þótti blaðamönnum Politiken hafa verið stungið undir stól á lérefti Jacob Brostrup. Meðal annars er lítið gert úr hlut Helle Thorning-Schmidt, á einni af myndunum sést hún ganga yfir lestateina, í átt að Mette Frederiksen eftirmanni sínum á formannsstóli. Það að listamaðurinn láti fyrrverandi forsætisráðherra ganga yfir lestateina þótti blaðamönnum Politiken ærið gildishlaðið. Þótt mörgum jafnaðarmönnum hafi þótt stjórnarstefna Helle Thorning- Scmidt hallast nokkuð til hægri má ekki líta fram hjá því að frá aldamótum hefur jafnaðarmönnum einungis einu sinni tekist að vera í ríkisstjórn, það var frá 2011 -2015, undir stjórn Helle Thorning- Schmidt.

Hér er kútterinn Henny og Vilhelm Buhl stendur í stýrishúsinu. Mynd: Brostrup.dkAð ljúga með penslinum

Þótt margir blaðamenn, og sagnfræðingar hafi gagnrýnt efnistök þeirra Jacob Brostrup og Martin E.O. Grunz og sneytt fram hjá mörgu því sem jafnaðarmenn vilja kannski gleyma er þó sýnu alvarlegast þegar „beinlínis er logið með penslinum“ eins og komist er að orði í þremur dönsku dagblaðanna. Þarna vísa þeir í mynd af kútternum Henny, sem er í forgrunni einnar myndanna. Myndin er máluð eftir ljósmynd sem tekin var í maí árið 1945, þar er Henny á leið til Danmerkur frá Svíþjóð. Henny var einn þeirra báta sem flutti um það bil sjö þúsund Gyðinga frá Danmörku til Svíþjóðar og forðaði þeim þannig úr klóm nasista. Málarinn Jacob Brostrup hefur skipt út eða fjarlægt nokkra þeirra sem eru á ljósmyndinni. Aftan við stýrishúsið á mynd Brostrup standa hjónin Ella og Hans Hedtoft. Hans Hedtoft var einn helsti áhrifamaður í danskri pólitík og vann leynt og ljóst gegn nasistum á hernámsárunum í Danmörku. Það eru Kútterinn Henny á Eyrarsundi í maí 1945þó ekki Hedtoft hjónin sem vekja mesta athygli á málverki Brostrup heldur er það skipstjórinn sem stendur í stýrishúsinu. Þar hefur málarinn gert sér lítið fyrir og skipstjórinn er enginn annar en Vilhelm Buhl sem var forsætisráðherra um skeið árið 1942 og aftur í nokkra mánuði eftir að stríðinu lauk. Það að Jacob Brostrup skuli hafa valið að gera Vilhelm Buhl að skipstjóra á fiskibátnum hefur sætt harðri gagnrýni. Árið 1942, þegar Vilhelm Buhl var forsætisráðherra, hélt hann ræðu þar sem hann hvatti landa sína til að segja til þeirra sem ynnu gegn Þjóðverjum. Þessi ræða sætti mikilli gagnrýni. Hann neyddist til að segja af sér skömmu síðar, að kröfu Þjóðverja sem þrátt fyrir áðurnefnda ræðu töldu hann ekki „sinn mann“. 

Rétt er að geta þess að fundarherbergi jafnaðarmanna, frekar en önnur slík á Kristjánsborg, er að jafnaði ekki opið almenningi. Hins vegar er af og til boðið upp á skoðunarferðir um höllina og þá geta þátttakendur oftast nær fengið að sjá fundarherbergi flokkanna

Á hlekknum hér fyrir neðan má sjá allar myndirnar sem Jacob Brostrup málaði fyrir þingflokk jafnaðarmanna og hanga uppi í fundarherbergi þeirra á Kristjánsborg.

www.brostrup.dk

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar