Með stígvélin í Hæstarétt

Gúmmístígvél eru þarfaþing en mál þeim tengd rata sjaldnast fyrir dómstóla. Eitt slíkt er þó á leiðinni fyrir Hæstarétt Danmerkur. Það mál snýst um kínverskar eftirlíkingar danskra tískustígvéla.

RUB 1 stígvél Ilse Jacobsen Hornbæk
RUB 1 stígvél Ilse Jacobsen Hornbæk
Auglýsing

Fyrir rúmum fimm­tíu árum bað íslenskt dag­blað fimm­tíu Íslend­inga fædda á fyrsta ára­tug síð­ustu aldar að nefna nokkur atriði sem þeir teldu til helstu fram­fara. Nær allir nefndu raf­magn­ið, renn­andi vatn, útvarpið og sím­ann. Margt fleira var nefnt, svo sem bættar sam­göngur og betri húsa­kost­ur. Eitt sem tíu úr þessum fimm­tíu manna hópi nefndu er ekki meðal þess sem nútíma­fólki dettur helst í hug í þessu sam­bandi. Nefni­lega gúmmí­stíg­vél og gúmmí­skó.

Nútím­inn á kannski erfitt með að skilja hví­lík lífs­gæði fólust í því að vera ekki sífellt blautur í fæt­urna, og sár­fætt­ur, en fólkið sem ólst upp við sauð­skinns­skó kunni vel að meta breyt­ing­una. Eins og margar kyn­slóðir Íslend­inga fór fólkið sem tók þátt í áður­nefndri könnun flestra sinna ferða fót­gang­andi, oft­ast með lélegan fóta­bún­að.

Goodye­ar, Hutchin­son og gúmmíið

Á árunum eftir 1920 varð gúmmí­skófatn­aður sífellt algeng­ari og vin­sælli. Upp­finn­ingin var þó eldri en í kringum 1840 fann Banda­ríkja­mað­ur­inn Charles Goodyear upp svo­nefnda gúmmí­s­uðu, aðferð til að forma og móta gúmmí og fékk einka­leyfi á aðferð­inni. Landi hans Hiram Hutchin­son keypti leyfi til að nota aðferð­ina og setti árið 1853 á fót stíg­véla­verk­smiðj­una Aigle í Frakk­landi. Stíg­vélin „slógu í gegn“ ef svo mætti segja. Þau leystu af hólmi tré­kloss­ana sem franskur almenn­ingur hafði not­ast við. Bretar kalla stíg­vél Well­ington boots eftir her­tog­anum sem barð­ist við Napo­leon við Waterloo í Belgíu árið 1815. Stíg­vél Well­ingtons voru hnéhá leð­ur­stíg­vél sem ekki var á allra færi að eignast, semsé allt annar hlutur en gúmmí­stíg­vél­in.

Auglýsing

CEBO, NOKIA og tútt­urnar

CEBO-stígvélÁ fyrstu ára­tugum síð­ustu ald­ar, þegar gúmmí­stíg­vélin og skórnir urðu algengur skófatn­að­ur, datt fæstum orðið „tísku­varn­ing­ur“ í hug. Nota­gildið var þá númer eitt. Ís­lend­ingar tóku þessum nýja fóta­bún­aði fagn­andi. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna ugg­laust eftir CEBO gúmmí­skóm og stíg­vél­um, tékk­nesk gæða­vara hét það í aug­lýs­ing­um. Gúmmí­skórnir svartir með hvítum sóla og rönd, stíg­vélin oft­ast svört en einnig til mold­ar­brún með rjóma­gulum sóla. Þótt CEBO hafi verið algeng­asta vöru­merkið voru einnig nokkrar aðrar teg­undir fáan­leg­ar.

Ekki var gúmmí­skófatn­að­ur­inn þó alltaf fáan­legur í versl­un­um, enda alls kyns hömlur á inn­flutn­ingi, en Íslend­ingar dóu ekki ráða­laus­ir. Eftir að loft­fyllt bíldekk komu til sög­unnar upp­götv­uðu hug­vits­menn að slöng­urnar í dekkj­unum væru til fleiri hluta nyt­sam­leg­ar. Til dæmis væri hægt að gera úr slöng­unum gúmmí­skó og stíg­vél. Margir spreyttu sig á skó­gerð­inni, með mis­jöfnum árangri, oft­ast var fram­leiðslan ein­göngu til heima­nota en vitað er um að minnsta kosti einn fram­leið­anda hér á landi, sem hafði skó­gerð­ina að aðal atvinnu um margra ára skeið. Slöngu­skórnir voru ein­lit­ir, svartir og því auð­þekktir frá inn­fluttu skónum með hvítu botn­ana. Þeir heima­gerðu þóttu ekki jafn fínir og þeir inn­fluttu og voru kall­aðir tútt­ur, eða gúmmí­tútt­ur. Sú orða­notkun færð­ist reyndar síðar yfir á þessa með hvíta botn­in­um, sem enn fást í búð­um, nú fram­leiddir í Nor­egi, og líka græna gúmmí­skó sem fást víða.

Löngu eftir að tékk­neski skófatn­að­ur­inn varð vin­sæll á Íslandi kom hinn finnski NOKIA skófatn­aður á mark­að­inn. NOKIA stíg­vélin þóttu gæða­vara og nutu um langt ára­bil mik­illa vin­sælda meðal Íslend­inga (Finn­arnir setja þau saman í hönd­unum sagði Jón Múli í aug­lýs­ing­um).

Þótt gúmmí­skór og stíg­vél njóti ekki sömu vin­sælda meðal Íslend­inga og áður fyrr er þessi skófatn­aður síður en svo úr sög­unni. Gúmmí­skór og stíg­vél fást víða enda nota­gildið ótví­rætt.

Stíg­véla­drottn­ingin frá Horn­bæk

Danir eru stíg­véla­þjóð. Einkum er það kven­fólkið sem notar þennan skófatnað í ríkum mæli. Sá sem gengur um götur Kaup­manna­hafn­ar, og á annað borð veltir fyrir sér fóta­bún­aði þeirra sem á vegi hans verða, tekur strax eftir því að stíg­vél eru þar mjög áber­andi. Kannski ekki yfir hásum­arið en alla aðra tíma árs­ins. Lengst af voru svörtu stíg­vélin lang algeng­ust en það er ekki lengur svo. Nú er hægt að kaupa stíg­vél í öllum regn­bog­ans litum og reyndar mörgum fleiri. Þessi stíg­véla­bylt­ing, eins og sumir kalla það, er einkum verk einnar konu: Ilse Jac­ob­sen. Múr­ara­dóttur frá Horn­bæk á Norð­ur- Sjá­landi eins og hún kallar sjálfa sig.

Ilse Jac­ob­sen fædd­ist í Horn­bæk fyrir 59 árum, þar hefur hún búið allt sitt líf, þar var hún skírð, fermd og gift og þar hyggst hún búa til dauða­dags. Fað­ir­inn var múr­ari, móð­irin heima­vinn­andi með þrjú börn. Efnin voru tak­mörkuð og aðeins sex ára gömul fór Ilse að bera út blöð til að afla vasa­pen­inga. Ell­efu ára fékk hún vinnu á Hótel Horn­bæk­hus og þegar hún mætti á stað­inn og átti að vinna við að afgreiða á barnum náði hún ekki upp á afgreiðslu­borð­ið. Hót­el­stjór­inn upp­götv­aði að hún hafði logið til um ald­ur­inn en eftir að hafa rætt við hana ákvað hann að hún fengi vinn­una.

Seinna trú­lof­að­ist hún, og gift­ist syni hót­el­stjór­ans, þaðan kemur eft­ir­nafnið Jac­ob­sen. Ilse lærði hag­fræði og stjórn­mála­fræði en eig­in­mað­ur­inn rak heild­sölu með skó og Ilse ferð­að­ist um Dan­mörku þvera og endi­langa og seldi mik­ið. Þessi kynni hennar af „skó­brans­an­um“ vöktu áhuga hennar á skótaui og hún velti fyrir sér hvernig á því stæði að stíg­vél væru ein­ungis til í svörtum lit.

Ilse Jacobsen Mynd: Scanpix

Árið 1993 opn­aði hún litla verslun (31 fer­metra) með sandala sem hún hafði sjálf hannað og tísku­fatnað frá lítt þekktum fram­leið­anda. En þótt versl­unin væri lítil gekk rekst­ur­inn vel en Ilse hafði ekki gleymt stíg­vél­un­um. Árið 2000 hafði hún hannað kven­stíg­vél, sem hún lét fram­leiða í nokkrum lit­um. Þau voru úr gúmmí. „Mér þótti þessi PVC (plast) stíg­vél leið­in­leg og vildi gera stíg­vél að tísku­skófatn­aði. Reyndar voru það ekki Danir sem tóku stíg­vél­unum best í byrj­un, það voru Svíar og Norð­menn. Svo komu Dan­irnir og allir hin­ir.“

Til að gera langa sögu stutta eru lit­skrúð­ugu stíg­vélin nú seld í hátt á þriðja þús­und versl­unum í fleiri en þrjá­tíu lönd­um. Stíg­vélin eru tísku­vara og undir merki Ilse Jac­ob­sen Horn­bæk er nú jafn­framt fram­leiddur margs konar tísku­varn­ing­ur. Í dag eru í boði lit­skrúðug stíg­vél frá mörgum fram­leið­end­um.

Kín­versku stíg­vélin og Hæsti­réttur

Danska vöru­húsið Bilka og fleiri danskar versl­anir hafa um nokk­urt skeið haft til sölu stíg­vél, undir vöru­merk­inu VRS. Þessi stíg­vél eru í útliti nákvæm­lega eins og RUB 1 stíg­vél Ilse Jac­ob­sen Horn­bæk. VRS stíg­vélin eru fram­leidd í Kína, RUB1 í Evr­ópu. Ilse Jac­ob­sen vildi ekki sætta sig við að kín­verski fram­leið­and­inn hermdi svo nákvæm­lega eftir hennar hönnun að hún stefndi Morsø skoimport, fyr­ir­tæk­inu sem flytur inn kín­versku stíg­vél­in.

Stígvélin vinstra megin eru Ilse Jacobsen en þau til hægri kínversk.

Ilse Jac­ob­sen tap­aði mál­inu í Sjó- og versl­un­ar­rétt­inum danska og sömu­leiðis á næsta dóm­stigi, Lands­rétt­in­um. Nið­ur­staða dóm­stól­anna var að hönnun RUB 1 stíg­vél­anna væri ekki svo afger­andi sér­stök að hægt væri að tala um höf­und­ar­rétt. Þetta vildi Ilse Jac­ob­sen ekki sætta sig við og sótti um að fá málið tekið fyrir í Hæsta­rétti Dan­merkur Sú beiðni var sam­þykkt, fyrir nokkrum dög­um, á þeim for­sendum að um prinsip mál væri að ræða. Kröfu Ilse Jac­ob­sen um að Bilku og öðrum versl­unum sem selja VRS stíg­vélin yrði gert að hætta sölu á þeim og eyði­leggja lag­er­inn var hafnað á lægra dóm­stigi. Ekki er vitað hvenær málið verður tekið fyrir í Hæsta­rétti Dan­merk­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar