Farsinn sem breyttist í harmleik

Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.

Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Auglýsing

Ýmis rétt­ar­höld hafa staðið yfir­ Sil­vi­o Berluscon­i og svo­kall­aða „Ru­byga­te“ mál­inu á Ítalíu í nær ára­tug. Í þeim hefur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­ann verið sak­aður um að hafa keypt vændi af 17 ára stelpu í stórfurðu­legri kyn­lífs­veislu, mútað fjölda vitna til að þegja um atvikið og mis­notað emb­ætti sitt til að sleppa stelp­unni úr haldi lög­reglu. Fyrr í mán­uð­inum lést eitt lyk­il­vitni í mál­inu skyndi­lega, en grunur leikur á um að fyrir henni hafi verið eitr­að.

Ítal­ski Trump

Þrátt fyrir að hafa verið far­sæll við­skipta­jöfur og vin­sæl­asti stjórn­mála­maður Ítalíu um ára­tuga­skeið er Sil­vi­o Berluscon­i langt frá því að vera óum­deildur mað­ur. Allt frá því hann hóf feril sinn í stjórn­málum um miðja tíunda ára­tug­inn sem eig­andi fjöl­miðla­veld­is­ins ­Medi­a­set og fót­boltaliðs­ins AC Milan hefur hann verið við­rið­inn ótal hneyksl­is­mál­um. Þeirra á meðal eru mál sem tengj­ast skattsvikum, hags­muna­á­rekstrum hans sem stjórn­mála- og við­skipta­maður auk ýmissa ummæla sem sýndu kven­fyr­ir­litn­ingu, ras­isma eða for­dóma gagn­vart sam­kyn­hneigðum. Vegna fyrr­nefndra atriða auk hás ald­urs, fjölda lýta­að­gerða og gíf­ur­legs per­sónu­fylgis hafa margir blaða­menn bent á lík­indi hans og Don­ald Trump ­Banda­ríkja­for­seta.

Rubygate

Eitt hneyksl­is­mál Berluscon­i hefur þó dregið langan dilk á eftir sér og gæti leitt til þess að fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­ann verði dæmdur til fang­els­is­vistar, en það er hið svo­kall­aða „Ru­byga­te“ mál. Málið vísar til marokkóskrar vænd­is­konu að nafn­i Ka­rima El Ma­hrough sem gekk undir nafn­in­u Ru­by Ru­bacuori, eða Ru­by Hjarta­þjóf­ur. Berluscon­i liggur undir grun fyrir að hafa keypt vændi af Ru­by árið 2010 þegar hún var aðeins 17 ára göm­ul, en hann gegndi emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra Ítalíu á þessum tíma. 

Auglýsing

Frænka Mu­barak

Upp­tök máls­ins má rekja til hand­töku Karimu í ­Mílanó ­vegna gruns um þjófn­að, en þar sem hún var ólög­ráða átti hún að vera vistuð á ung­linga­heim­ili. Hins veg­ar, áður en að því kom, hringd­i Berluscon­i ­sjálfur í lög­reglu­stjóra borg­ar­innar og krafð­ist þess að hún yrði látin laus und­ir­eins. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði lög­reglu­stjór­anum að Ka­rima væri í raun frænka þáver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, Hosn­i Mu­barak, og að rétt­ast væri að sleppa henni til að afstýra diplómat­ískri krísu milli land­anna. 

Bunga bunga

Karima El Marough, eða Ruby Rubacouri, í dómssal.Upp komst að Ka­rima væri ótengd egypska ein­ræð­is­herr­anum og var hún því yfir­heyrð af lög­reglu skömmu síð­ar. Þar greindi hún frá sam­bandi sínu við Berluscon­i og sagði hann hafa boðið henni í veislur á sveita­setri sínu og borgað henni fyrir að taka þátt í svoköll­uðum „bunga bunga“ kyn­lífs­at­höfn­um. Lýs­ingar á þessum veislum eru stórfurðu­legar, en þær hafa meðal ann­ars inni­haldið súlu­dans hjá ungum stelpum í nunnu­bún­ingum og fata­fellu í AC Milan ­treyju með grímu af brasil­ísku fót­bolta­stjörn­unn­i Ron­ald­in­ho, sam­kvæmt lýs­ingu sjón­ar­votta.

Sek­ur, sak­laus og aftur sek­ur?

Berluscon­i hefur stað­fast­lega neitað ásök­unum um að nokk­urs konar kyn­lífs­veisla hafi átt sér stað á sveita­setri sínu og hefur lýst umræddum veislum sem „fínum kvöld­verð­ar­boð­u­m.“ Hins vegar var hann dæmdur árið 2013 til 7 ára fang­els­is­vistar fyrir að hafa keypt vændi af ólög­ráða stelpu og mis­notað emb­ætti sitt sem for­sæt­is­ráð­herra. Berluscon­i á­frýj­aði dómnum og var sýkn­aður af báðum ákærum, fyrst af áfrýj­un­ar­dóm­stóli árið 2014 og síðar af hæsta­rétti Ítalíu árið 2015. 

Þrátt fyrir sýkn­una hófst nýtt dóms­mál gegn Berluscon­i ­seinna sama ár þar sem grunur lék á um að hann hafi borgað vitnum máls­ins alls um tíu millj­ónir evra og gefið þeim fjölda gjafa fyrir að milda vitn­is­burð sinn. Meðal slíkra gjafa voru milli­færslur til­ Karimu frá banka­reikn­ingi í Antigua og afnot ann­ars vitnis afíbúð á 22. Hæð í Velasca-­turn­inum í Mílanó. Dóms­málið er ansi viða­mikið og stendur enn yfir, en ásam­t Berluscon­i eru 27 aðrir ein­stak­lingar ákærðir fyrir að hafa annað hvort borgað eða þegið mút­ur. 

Ima­ne Fa­dil

Imane Fadil, eitt af lykilvitnunum gegn BerlusconiEitt af lyk­il­vitn­unum í mál­inu var Ima­ne Fa­dil, marokkósk fyr­ir­sæta sem á að hafa tekið þátt í „bunga bunga“ partýj­unum hjá Sil­vi­o Berlusconi.Í við­tali við Ima­ne í jan­úar síð­ast­liðnum sagð­ist hún hafa þurft að gjalda dýru verði vegna vitn­is­burðar síns vegna árása frá­ Berluscon­i ­sjálfum og fylgd­ar­liði hans. Nokkrum dögum seinna var hún lögð inn á spít­ala vegna heift­ar­legra maga­verkja og tíðra upp­kasta. Á spít­al­anum var hún fyrst greind með­ bein­merg­s­bil­un, en heilsu hennar hrak­aði stöðugt auk þess sem hún létt­ist tölu­vert. Þann fyrsta mars síð­ast­lið­inn lést Ima­ne svo á spít­al­an­um, 34 ára að aldri. 

Ima­ne ­sjálfa grun­aði að eitrað hafi verið fyrir henni og bað starfs­fólk spít­al­ans um að leita að spilli­efnum í lík­ama henn­ar. Nið­ur­stöður úr fyrstu eit­ur­efna­grein­ing­unni lágu fyrir þann 6. mars, en sam­kvæmt þeim eru engin aug­ljós merki um eitr­un, þótt magn hinna ýmsu málma hafi verið óvenju­hátt í blóð­inu henn­ar. Síð­asta föstu­dag úrskurð­uðu læknar í Mílanó svo að úti­lokað sé að eitrað hafi verið fyrir henni með geisla­virkum efn­um. 

Þrátt fyrir úrskurð lækn­ana er enn óljóst hvort eitrað hafi verið fyrir henni með öðrum hætti, en lög­fræð­ing­ur Ima­ne ­segir mögu­legt að henni hafi verið byrlað með málm­um. Aðrir læknar hafa tekið undir þessar vanga­velt­ur, en ekk­ert er hægt að segja um það fyrr en nið­ur­stöður úr krufn­ingu á Ima­ne liggur fyrir á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar