Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld

Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.

Flosi Þorgeirsson
ww1in.jpg
Auglýsing

Á síð­asta ári, nánar til­tekið í nóv­em­ber, var þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að byss­urnar þögn­uðu á víg­stöðv­un­um. Fyrri heims­styrj­öldin hefur mögu­lega, meðal nútíma­fólks, fallið nokkuð í skugg­ann af síð­ari heims­styrj­öld­inni. Þó eru margir sagn­fræð­ingar sem myndu hik­laust telja þá síð­ari vera skil­getið afkvæmi hinnar fyrri. 

Fyrri heims­styrj­öldin er stundum talið vera fyrsta „nú­tíma“ stríð­ið. Það er vel þekkt að taktík og tækni hald­ast ekki alltaf i hendur í hern­aði. Ýmsir her­for­ingjar í byrjun stríðs­ins töldu að hún yrði háð eins og ein­kenndi orr­ustur nítj­ándu ald­ar: Herir myndu mæt­ast á einum stað og berj­ast þar til yfir lyki. Það eru einkum tvö vopn sem báru hit­ann og þung­ann af blóðsút­hell­ingum fyrri heims­styrj­ald­ar: Fall­byssan og vél­byss­an. Gegn þessum byssu­kjöftum voru þús­undir manna sendir yfir einskis­manns­landið og voru því skilj­an­lega brytj­aðir nið­ur. Því varð til það þreyti­stríð sem ein­kenndi skot­grafa­hernað styrj­ald­ar­inn­ar. Þessa patt­stöðu reyndu menn að brjóta upp á ýmsan máta og láta sér detta í hug ný víg­tól sem gætu nýst við það verk­efni. Hér verða talin upp fimm vopn sem annað hvort, fyrst litu dags­ins ljós í því stríði, eða voru fyrst notuð í ein­hverjum mæli þar.

1. Skrið­dreki

Skriðdrekinn.

Auglýsing

Hug­myndin að bryn­vörðu tæki sem gæti hrist af sér kúlna­regn og brot­ist gegnum víg­línur and­stæð­ing­anna varð reyndar til áður en heims­styrj­öldin braust út. Ýmsir hern­að­ar­sér­fræð­ingar höfðu t.d. látið sig dreyma um ein­hvers­konar „land­skip“ sem líkt­ist stál­klæddum her­skipum en athöfn­uðu sig á landi, frekar en sjó. Vanda­málið var bara hvernig slíkt tæki ætti að hreyfast úr stað. Rit­höf­und­ur­inn H. G. Wells hafði ríkt ímynd­un­ar­afl og í smá­sögu sinni Járn­slegnu land­skipin (e. The Land Ironclads) frá 1903, lýsti hann einmitt tækjum sem voru nokk­urs konar skrið­drek­ar. Árið 1911 reyndi aust­ur­ríski her­for­ing­inn Günther Burstyn að fá fjár­magn til að hanna vél sem væri bryn­varin og með fall­byssu í turni ofan á öku­tæk­inu. Þessum turni átti svo að vera hægt að snúa í ýmsar áttir til að skjóta úr byss­unni. En Burstyn hafði ekki erindi sem erf­iði. Í aust­ur-ung­verska hernum var ekki talin þörf á slíku tæki enda voru eflaust ekki margir sem sáu fyrir sér að styrj­öldin mikla sem von væri á yrði frá­brugðin orr­ustum 19. ald­ar, þar sem hið glæsta ridd­ara­lið réði lögum og lof­um. Svipað við­horf ríkti hjá öðrum herjum sem urðu í aðal­hlut­verki í stríð­inu mikla. Annað kom á dag­inn og ridd­ara­liðið reynd­ist algjör tíma­skekkja og var, rétt eins og fót­göngu­lið­arn­ir, brytjað niður af rjúk­andi vél­byssu­kjöft­u­m. 

Er í ljós kom hvers kyns staða var upp komin í styrj­öld­inni, fóru ýmsir að leita í þessar hug­myndir og árið 1916 hvíldi mikil leynd yfir send­ingu frá Bret­landi á víg­stöðv­arn­ar. Til að reyna að koma í veg fyrir að Þjóð­verjar kæmust að því hvað þetta væri, var sagt að verið væri að senda stóra vatns­tanka á víg­stöðv­arn­ar. Enn þann dag í dag er skrið­drek­inn því kall­aður Tank í ensku. Þessir bresku skrið­drekar voru afar stór­ir, þungir og hæg­fara. Þeir tóku fyrst þátt í orr­ustu við Somme í Frakk­landi þann 15. sept­em­ber 1916. Margir þeirra bil­uðu og einnig kom í ljós að bryn­klæðn­ingin var ekki nógu þykk. En þeir þóttu þó hafa sýnt nægi­lega getu svo ákveðið var að halda áfram með fram­leiðslu þeirra. Það var ekk­ert grín að vera í áhöfn skrið­dreka í fyrri heims­styrj­öld. Hávað­inn var ærandi og svo fer­legur fnykur að það leið oft yfir menn af súr­efn­is­leysi. Hit­inn var oft á tíðum alveg óbærilegur og gat farið upp í 50°C. Menn lærðu þó að vinna við þetta og lærðu einnig af mis­tök­un­um. Í orr­ust­unni við Cambrai í nóv­em­ber 1917 tókst skrið­drek­unum að brjót­ast í gegn um víg­línu Þjóð­verja og mark­aði það í raun end­ann á skot­grafa­stríð­inu. Frakkar byggðu einnig skrið­dreka en þeim hugn­að­ist ekki þessir stóru og þungu bresku drek­ar. Renault skrið­drek­inn franski var lít­ill og aðeins tveir í áhöfn en hann var einnig fljótur að sanna sig.

2. Orr­ustuflug­vélar

Herflugvél.

Lík­lega sáu fáir fyrir þær miklu breyt­ingar sem flug­vélin átti eftir að hafa á hernað og allt fram að seinni heims­styrj­öld máttu her­for­ingjar berj­ast við skrif­finna í ráðu­neytum sem voru ekki sann­færðir um mik­il­vægi flug­vél­ar­innar og höfðu í raun ekki þekk­ingu til að ráðskast með slíkar ákvarð­an­ir. Ýmsir sagn­fræð­ingar telja t.d. að vel­gengi Breta í orr­ust­unni um um Bret­land sé ekki síst að þakka sköru­legri fram­göngu hers­höfð­ingj­ans Hugh Dowd­ing sem var óþreyt­andi í bar­áttu sinni við að efla orr­ustu­véla­flota Breta.

Flug­vélin var ekki eina loft­farið sem nýtt var í fyrri heims­styrj­öld en einnig var not­ast við loft­belgi og loft­skip (eins og t.d. hið þýska Zepp­el­in). Í fyrstu voru öll þessi loft­för notuð í njósn­a­skyni, m.a. til að kom­ast að því hvar stór­skota­lið óvin­ar­ins væri stað­sett og fylgj­ast með liðs­flutn­ingum sem gætu bent til þess að árás væri yfir­vof­andi. Fljót­lega var farið að nota flug­vélar í árás­ar­skyni, til að ráð­ast á skot­mörk á jörðu niðri. Ein­hvern veg­inn varð að finna leið til að skjóta niður sprengju – og könn­un­ar­vélar and­stæð­ings­ins en loft­varna­byssur þess tíma voru óná­kvæmar og ollu litlum skaða. Þar með fædd­ist hug­myndin að sér­stakri flug­vél sem hefði það sem aðal­verk­efni að skjóta niður önnur loft­för. Orr­ustu­vélin var fædd.

3. Eit­ur­gas

Eiturgasið.

Eflaust eitt ógeð­felldasta vopn sem leit dags­ins ljós í þessum hræði­lega hild­ar­leik. Í seinni heims­styrj­öld­inni var ekki not­ast við það. Notkun þess var erfið enda hafði vind­ur­inn áhrif og gasið fór ekki í mann­grein­ar­á­lit. Mönnum var einnig í fersku minni hryll­ingar fyrri heims­styrj­aldar og hefur það mögu­lega haft áhrif á það að gasið var ekki notað í seinni heims­styrj­öld. Eit­ur­gas hafði reyndar verið bannað með alþjóða­lögum sem sett voru árið 1907 en því miður fór eng­inn eftir því er heims­styrj­öldin braust út. Það voru Þjóð­verjar sem nýttu það fyrst árið 1914. Þótt allir væru dauð­hræddir við þetta vopn þá hafði það lítil hern­að­ar­leg áhrif. Í raun er aðeins ein orr­usta í allri heims­styrj­öld­inni þar sem segja má með vissu að gasið hafi skipt sköp­um: Í orr­ust­unni við Capor­etto 1917, þar sem Ítalir og Aust­ur­rík­is­menn börðust, hafði gasið mikil áhrif á ítalska her­inn sem beið afhroð.

4. Kaf­bátur

Kafbátur.

Hug­myndin að þessu vopni er eldri og nokk­urs­konar kaf­bátur var meira að segja not­aður í banda­ríska frels­is­stríð­inu 1776. Það var þó ekki fyrr en í fyrri heims­styrj­öld sem þetta vopn kom til skjal­anna, eins og við þekkjum það í dag. Í byrjun heims­styrj­ald­ar­inn­ar, í lok júlí 1914, voru ýmsir innan breska flot­ans ekki sann­færðir um að nota mætti kaf­báta til að sökkva stórum skip­um. Það breytt­ist þann 5. sept­em­ber sama ár er þýskur kaf­bátur sökkti breska her­skip­inu HMS Pat­hf­ind­er. Talið er að aðeins um 18 af 270 manna áhöfn hafi kom­ist lífs af. Kaf­bát­ur­inn hafði sannað sig sem stór­hættu­legt og áhrifa­mikið vopn. Þegar yfir lauk höfðu kaf­bátar Þjóð­verja sökkt svo mörgum skipum sem sam­svarar um 13 millj­ónum tonna.  Óvinir Þjóð­verja börð­ust hetju­lega gegn kaf­bátaógn­inni og um helm­ingur kaf­báta­flota þeirra hvarf í haf­ið, ásamt um 5000 kaf­báts­mönnum sem sneru ekki lif­andi úr þessum kalda hild­ar­leik á haf­inu. Það voru fyrst og fremst Þjóð­verjar sem not­uð­ust við kaf­báta í fyrri heims­styrj­öld, m.a. vegna þess að breski flot­inn var mun öfl­ugri en sá þýski. 

5. Eld­varpa

Eldvarpan.

Annað mjög ógeð­fellt vopn. Ólíkt gas­inu var það notað einnig í seinni heims­styrj­öld. Sér­stak­lega í kyrra­hafs­stríði Banda­ríkja­manna og Jap­ana en jap­anskir her­menn leynd­ust oft í hellum og gjótum og var eld­varpan notuð til að brenna allt sem fyrir var áður en her­menn fóru inn til að kanna hvort ein­hver leynd­ist þar. Í fyrri heims­styrj­öld voru það Þjóð­verjar sem fyrst nýttu þetta hættu­lega vopn.  Þó það væri öfl­ugt og ylli mik­illi hræðslu meðal her­manna þá var það örð­ugt í notkun og hafði ekki telj­andi áhrif. Það var aðal­lega notað af þýska hernum þótt Frakkar og Bretar nýttu það einnig í ein­hverjum mæli. Eld­vörpuna bar einn maður og gat hann sent frá sér eld­straum sem náði allt að 18 metr­um. Þetta var sér­lega hættu­legt starf því það var alltaf hætta á því að tank­ur­inn á baki manns­ins gæti sprungið og vegna þess að þetta var sér­lega illa liðið vopn, þá ein­beittu her­menn sér að því að drepa eld­varpar­ann sem fyrst. Líf­tími þeirra var oft­ast ekki lang­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar