Þrjár konur vinsælustu ráðherrarnir á Íslandi

Ný könnun sýnir sterka stöðu þriggja kvenna sem sitja í ríkisstjórn landsins, og umtalsverðar óvinsældir hinna tveggja kvennanna sem þar hafa setið. Hún sýnir líka að í tveimur tilvikum eru varaformenn stjórnarflokka vinsælli en formennirnir.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 14. mars 2019
Auglýsing

Í vik­unni birti Mask­ína könnun þar sem mæld var ánægja og óánægja með störf þeirra ráð­herra sem sitja í þeirri rík­is­stjórn sem nú er við völd.

­At­hygli vekur að þeir þrír ráð­herrar sem mest ánægja er með eru allt kon­ur, ein frá hverjum stjórn­ar­flokki. Hinar tvær kon­urnar sem setið hafa í rík­is­stjórn­inni eru hins vegar á meðal óvin­sæl­ustu ráð­herr­anna.

Þá sýnir könn­unin að hjá tveimur stjórn­ar­flokkum er mun meiri ánægja með störf vara­for­manna þeirra en þá sem leiða flokk­anna. Eini flokks­for­mað­ur­inn sem nýtur mestra vin­sælda af ráð­herrum síns flokks er Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra.

Stjarna Lilju rís hratt

Mest er ánægjan með Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur, vara­for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Alls segj­ast 67,6 pró­sent aðspurðra vera ánægðir með störf henn­ar. Hún er líka sá ráð­herra sem minnst óánægja er með, en 9,6 pró­sent sögð­ust ekki ánægðir með störf Lilju.

Auglýsing
Lilja hefur látið tölu­vert til sín taka frá því að hún sett­ist í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Hún hefur meðal ann­ars látið vinna nýja aðgerð­ar­á­ætlun til að fjölga kenn­ur­um, kynnt frum­varp um stuðn­ing stjórn­valda við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla, unnið að nýju stuðn­ings­kerfið fyrir náms­menn og látið auka sam­an­tekt á hag­tölum svo hægt sé að greina hvort að speki­leki sé frá Íslandi.Lilja Alfreðsdóttir. Mynd: Bára Huld Beck.

Lilja var einnig ein þeirra sem varð hvað mest fyrir barð­inu á drykkju­tali sex þing­manna á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber. Við­brögð hennar við því sem um hana var sagt vöktu mikla athygli og mælt­ust afar vel fyr­ir. Í við­tali við Kast­ljós 5. des­em­ber 2018 var hún mjög afger­andi í afstöðu sinni gagn­vart fram­ferði Klaust­ur­fólks­ins., sagði tal þeirra vera „al­gjört ofbeldi“ og að hún væri „of­boðs­lega“ ósátt við það. Lilja sagði enn fremur að „of­beld­is­menn hafa ekki dag­skrár­vald í íslensku sam­fé­lag­i“.

Það stendur líka upp úr í könn­un­inni að Lilja er lang­vin­sæl­asti ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður flokks henn­ar, mælist með 27,8 pró­sent ánægju og Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, með enn minni, eða 22,3 pró­sent. Óánægja með störf þeirra er auk þess mun meiri en með störf Lilju.

Í könnun Mask­ínu kemur fram að ánægja með störf Lilju aukast hjá stuðn­ings­mönnum allar flokka nema eins. Hjá stuðn­ings­mönnum Mið­flokks­ins, klofn­ings­flokks úr Fram­sókn undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, hefur ánægjan dal­að. Lík­lega má rekja það að hluta til Klaust­ur­máls­ins, en fjórir helstu þing­menn hans voru í aðal­hlut­verki í því máli. Það er óneit­an­lega athygl­is­vert að rúm­lega helm­ingur kjós­enda Flokks fólks­ins, Pírata og Sam­fylk­ing­ar, sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu, eru ánægðir með störf Lilju. Hjá Við­reisn er ánægjan enn meiri, en 85,8 pró­sent. Það er meiri ánægja en hjá kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks, sem þó situr í stjórn með Fram­sókn.

Á meðal Fram­sókn­ar­manna nýtur Lilja þó 100 pró­sent stuðn­ings, og er eini ráð­herr­ann þar sem allir kjós­endur ákveð­ins flokks segj­ast ánægðir með störf hans. Þannig segj­ast ein­ungis 76,9 pró­sent kjós­enda Fram­sóknar ánægðir með störf for­manns síns, Sig­urðar Inga, og 34,7 pró­sent þeirra eru ánægðir með Ásmund Ein­ar.

Þór­dís vin­sælli en Bjarni

Næst vin­sæl­asti ráð­herr­ann er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Hún tók nýverið við stjórn­ar­taumunum í dóms­mála­ráðu­neyt­inu til við­bótar við emb­ætti ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: Bára Huld Beck.Þór­dís er yngsti ráð­herr­ann í rík­is­stjórn lands­ins – verður 32 ára í lok árs – og þykir einna lík­leg­ust til að verða næsti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks þegar Bjarni Bene­dikts­son ákveður að stiga til hlið­ar, sem alls óljóst er hvort verður í náinni fram­tíð. Hann hefur raunar sagt það nýlega að hann sé ekki far­inn að hugsa um að hætta. Litlar sem engar líkur eru á að ein­hver skori Bjarna á hólm.

Þór­dís hefur á sínum herðum helstu efna­hags­stoð íslensk efna­hags­lífs, ferða­þjón­ust­una, og hefur auk þess þurft að há flókna bar­áttu innan flokks og utan vegna þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða.

Alls segj­ast 43,2 pró­sent lands­manna vera ánægð með störf hennar og 19 pró­sent vera óánægð. Þar eru skilin milli ánægju kjós­enda stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu þó mun skýr­ari með þeirri einu und­an­tekn­ingu að rúm­lega tveir af hverjum þremur kjós­endum Við­reisnar eru ánægðir með Þór­dísi.

Auglýsing
Einungis kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks eru ánægð­ari með hana en Við­reisn­ar­fólk­ið. Á meðal þeirra eru hins vegar 87,5 pró­sent aðspurðra ánægðir með Þór­dísi en 81 pró­sent segj­ast vera ánægðir með Bjarna, for­mann flokks­ins.

Sá sem oft­ast er nefndur sem lík­legur mót­fram­bjóð­andi Þór­dísar í for­manns­slag fram­tíð­ar­innar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra, siglir nokkuð lygnan sjó sam­kvæmt könn­un­inni, og þriðji hver þátt­tak­andi sagð­ist ánægður með hans störf en rúm­lega fjórði hver lýsti yfir óánægju. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins segj­ast 80,1 pró­sent vera ánægðir með störf hans.

For­sæt­is­ráð­herra með varn­ar­sigur

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur lengi notið mik­illar lýð­hylli þvert á flokka. Í könnun sem gerð var árið 2015 naut hún mest trausts alls for­ystu­fólks í stjórn­mál­um. Sex af hverjum tíu sögð­ust treysta henni. Ýmsar kann­anir sem gerðar voru fyrir til­urð sitj­andi rík­is­stjórnar sýndu einnig að flestir Íslend­ingar vildu Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra. Í maí 2016 gerði Frétta­blaðið meira að segja skoð­ana­könnun um með hvaða stjórn­mála­menn lands­menn myndu helst vilja búa með og þar var Katrín einnig hlut­skörpust. Alls vildu 13 pró­sent aðspurðra búa með Katrínu.

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Bára Huld Beck.Skömmu áður hafði Stundin gert skoð­ana­könnun um hvaða Íslend­ing þjóðin vildi helst sem for­seta. Þar mæld­ist Katrín með mestan stuðn­ing allra sem komust á blað.

Við­búið var að umdeilt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn myndi hafa áhrif á vin­sældir Katrín­ar, bæði innan flokks og utan. Samt sem áður er hún sá ráð­herra sem er í þriðja sæti yfir þá sem mest ánægja með, en 38,6 pró­sent lands­manna segj­ast vera það með störf Katrín­ar. Hún er hins vegar umdeild­ari en flestir ráð­herrar líkt og oft vill verða með leið­toga rík­is­stjórna og þegar kemur að hinni hlið­inni þá eru nán­ast jafn margir, eða 34,4 pró­sent, óánægðir með Katrínu.

Í sam­an­burði við hina tvo stjórn­ar­leið­tog­anna, Bjarna Bene­dikts­son og Sig­urð Inga Jóhanns­son, er staða Katrínar þó ansi sterk. Um fjórð­ungur aðspurðra var ánægður með þeirra störf og Bjarni er auk þess að glíma við að vera sá ráð­herra sem næst mest óánægja er með, á eftir Sig­ríði Á. And­er­sen. Alls sögð­ust 51,6 pró­sent aðspurðra í könnun Mask­ínu vera óánægð með störf Bjarna.

Fleiri óánægðir með Svandísi en ánægðir

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra er sá kvenn­ráð­herra sem enn situr í rík­is­stjórn sem nýtur minnstrar hylli hjá lands­mönn­um. Ólíkt hinum sitj­andi kvenn­ráð­herrum þá eru fleiri óánægðir með Svandísi en ánægð­ir. Ein­ungis Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, og Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mæl­ast óvin­sælli en Svan­dís. Alls seg­ist ein­ungis fimmt­ungur aðspurðra vera ánægð með hana.

Svandís Svavarsdóttir. Mynd: Bára Huld Beck.Þegar kemur að óánægju er staðan aðeins skárri. Þá bæt­ist Bjarni Bene­dikts­son við þá tvo flokks­fé­laga sína, Sig­ríði og Krist­ján Þór, sem sitja í þremur efstu sætum óánægju­list­ans. En þar á eftir kemur Svan­dís.

Lík­ast til spilar inn í að Svan­dís situr í einu erf­ið­asta ráðu­neyt­inu og því fjár­frekasta. Heil­brigð­is­mál eru ofar­lega á baugi í íslenskum stjórn­málum og erfitt að gera öllum til geðs. En Svan­dís er sann­ar­lega umdeild og hefur meðal ann­ars tekið harða afstöðu gegn auknum einka­rekstri í heil­brigð­is­mál­um. Hinir tveir ráð­herrar Vinstri grænna, Katrín Jak­obs­dóttir og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, mæl­ast með mun betri ánægju­tölur en Svan­dís og mun færri eru líka óánægðir með störf þeirra. Um þriðj­ungur aðspurðra er til að mynda ánægður með Guð­mund en fjórð­ungur óánægð­ur.

Auglýsing
Hún hefur líka talað opin­skátt um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og sagði meðal ann­ars í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir rúmu ári að hún væri þeirrar skoð­unar að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafi ráðið allt of miklu á Íslandi allt of miklu allt of lengi. „Ég var mjög efins um þessa leið, að vinna með Sjálf­­stæð­is­­flokknum og fara svona þvert yfir. En ég er algjör­­lega sann­­færð um það núna að þetta var mjög góð hug­mynd[...]Mér finnst við pín­u­­lítið skulda Íslend­ingum að reyna þetta. Auð­vitað er það þannig að undir slíkum kring­um­­stæðum erum við ekki að fara fram með ítr­­ustu póli­­tísku sýn Vinstri grænna. Og heldur ekki ítr­­ustu póli­­tísku sýn sjálf­­stæð­is­­manna. En á sama tíma verð ég ekki sjálf­­stæð­is­­mað­­ur. Og Bjarni [Bene­dikts­­son] verður mjög seint Vinstri grænn.“

Það kemur enda í ljósi að Sjálf­stæð­is­menn eru síst ánægðir með störf hennar af öllum ráð­herrum í rík­is­stjórn, en ein­ungis 19,1 þeirra segj­ast ánægðir með Svandísi. Að sama skapi sögð­ust 51,6 pró­sent þeirra vera ánægðir með hana. Það mæld­ist meiri ánægja, og minni óánægja, með störf Svan­dísar á meðal kjós­enda stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins Sam­fylk­ingar en á meðal Sjálf­stæð­is­manna.

Sig­ríður í sér­flokki

Sig­ríður Á. And­er­sen sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra 13. mars vegna nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Land­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Það gerði hún ekki af fúsum og frjálsum vilja, enda hafði Sig­ríður sagt í við­tölum dag­inn áður en hún sagði af sér, að það kæmi ekki til greina.

Sigríður Á. Andersen. Mynd: Bára Huld Beck.Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hafi gert Bjarna Bene­dikts­syni og Sig­urði Inga Jóhanns­syni ljóst að Sig­ríður gæti ekki setið áfram að hennar mati. Þeim skila­boðum þyrfti að koma skýrt til henn­ar. Þegar Katrín fór á þing­flokks­fund síðar saman þennan dag lá enn ekki skýrt fyrir hvort Sig­ríður ætl­aði að segja af sér eða ekki. Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans innan úr Vinstri grænum kom til greina að slíta stjórn­ar­sam­starfi ef Sig­ríður yrði ekki látin víkja.

Klukkan 13:49 síð­degis mið­viku­dag­inn 13. mars var boðað til blaða­manna­fundar í dóms­mála­ráðu­neyti sem skyldi hefj­ast 41 mín­útu síð­ar. Þar flutti Sig­ríður nokkuð sam­heng­is­lausa ræðu sem vakti mikla furðu á meðal ýmissa innan rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins. Þegar leið á ræð­una kom í ljósi að dóms­mála­ráð­herr­ann ætl­aði að stíga til hliðar sem ráð­herra á meðan að verið væri að fjalla meira um Lands­rétt­ar­málið og vinna úr þeirri stöðu sem upp var kom­in. Hún hefði skynjað að hennar per­sóna kynni að hafa trufl­andi áhrif á frek­ari með­ferð máls­ins.

Svo virt­ist sem Sig­ríður teldi ráð­stöf­un­ina tíma­bundna, en slíkt gengur þó ekki upp sam­kvæmt stjórn­skipun lands­ins. Ráð­herra getur ekki vikið tíma­bund­ið, heldur segir af sér og fer úr rík­is­stjórn. Það hefur Sig­ríður nú gert.

Auglýsing
Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir bætti við sig dóms­mála­ráðu­neyt­inu um stund í kjöl­far­ið. Fyrir liggur þó að nýr dóms­mála­ráð­herra verður skip­að­ur. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Sig­ríður sæki það fast að snúa aftur þótt að ekk­ert hafi annað gerst í Lands­rétt­ar­mál­inu frá afsögn hennar utan þess að stjórn­völd hafa ákveðið að láta reyna á hvort efri deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins vilji taka málið fyr­ir.

Könnun Mask­ínu sýnir að Sig­ríður nýtur ekki mik­illar hylli hjá almenn­ingi. Hún er sá ráð­herra þeirrar rík­is­stjórnar sem setið hefur á þessu kjör­tíma­bili sem fæstir eru ánægðir með 13,8 pró­sent, og lang­flestir óánægðir með, 65,8 pró­sent. Auk þess er hún sá ráð­herra sem flestir höfðu fast­mót­aða skoðun á. Þ.e. hlut­fall þeirra sem voru hvorki ánægðir né óánægir með Sig­ríði var lægst allra ráð­herra. Þegar skoðað er ein­ungis þeir sem taka afstöðu í könn­un­inni er nið­ur­staðan sú að tæp­lega 83 pró­sent voru óánægðir með störf Sig­ríð­ar.

Óvin­sældir Sig­ríðar eru ekki nýtil­komn­ar. Í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Stund­ina í febr­úar í fyrra kom fram að 72,5 pró­sent lands­manna vildu að hún myndi segja af sér emb­ætti vegna Lands­rétt­ar­máls­ins.

End­ur­koma hennar í rík­is­stjórn verður því að telj­ast afar lang­sótt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar