Neyðarlánsskýrslan frestast um tvær vikur – Verður birt 14. maí

Skýrsla um neyðarlánið sem Kaupþing veitti haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum, sem boðuð var í febrúar 2015, átti að vera birt í dag. Útgáfu hennar hefur verið frestað til 14. maí næstkomandi.

Neyðarlánið var veitt í kjölfar símtals milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Neyðarlánið var veitt í kjölfar símtals milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Auglýsing

Birt­ing skýrslu sem Seðla­banki Íslands hefur unnið að árum sam­an, og fjallar um  til­­drög þess að Kaup­­­þing fékk 500 millj­­­óna evra neyð­­­ar­lán þann 6. októ­ber 2008, hefur enn verið frestað. Í mars boð­aði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri að skýrslan yrði birt 30. apr­íl, sem er í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands hefur birt­ingu hennar hins vegar verið frestað um tvær vikur og verður hún nú birt 14. maí næst­kom­andi.

Upp­­­haf­­­lega var skýrslu­­­gerðin boðuð í febr­­­úar 2015. Skýrslan nær einnig yfir sölu­­­ferlið á danska bank­­an­um FIH, sem var tek­inn að veði fyrir lán­veit­ing­unni. Mun minna fékkst fyrir það veð en lagt var upp með og áætlað er að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna neyð­­­ar­láns­ins hafi numið 35 millj­­­örðum króna.

Auglýsing
Í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­­­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­­­spurn Jóns Stein­­­dórs Vald­i­mar­s­­­son­­­ar, þing­­­manns Við­reisn­­­­­ar, um neyð­­­ar­lán­veit­ing­una, sem birt var á vef Alþingis 14. nóv­­­em­ber 2018, kom fram að hún ætl­­­aði að óska eftir því að Seðla­­­banki Íslands myndi óska svara frá Kaup­­­þingi ehf. um ráð­­­stöfun umræddra fjár­­­muna og að bank­inn myndi greina frá nið­­­ur­­­stöðum þeirra umleit­ana í skýrslu.

Már greindi frá því í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun mars að Seðla­banki Íslands væri búinn að fá svör frá Kaup­þingi ehf, félagi utan um eft­ir­stand­andi eignir hins gjald­þrota banka, um í hvað neyð­ar­lánið fór.

„Við höfum spurt. Við erum komin með svar sem er kannski ekki alveg full­kom­ið[...]en sem er hægt að draga þó nokkrar álykt­­anir af. Það verður í þess­­ari skýrslu. Hún er meira og minna bara á borð­inu. Það þarf að klára örfá atriði. Það stendur á þessum karli sem hér er.[...]Þetta liggur eins og mara á mér að klára þetta. Og ég vil bara klára þetta sem fyrst.“  

Nýjar upp­lýs­ingar birtar

Í bók­inni Kaupt­hink­ing: Bank­inn sem átti sig sjálf­­ur, sem kom út í nóv­­em­ber 2018, er aðdrag­and­inn að veit­ingu neyð­­­ar­láns­ins rak­inn ítar­­­lega og ýmsar áður óbirtar upp­­­lýs­ingar birtar um þann aðdrag­anda. Þar voru einnig birtar nýjar upp­­­lýs­ingar um hvernig neyð­­­ar­lán­inu var ráð­staf­að.

Á meðal þess sem þar er greint frá er að þann 21. apríl 2008 var sam­­­þykkt sér­­­­­stök banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt, nr. 1167, um hver við­brögð Seðla­­­banka Íslands við lausa­­­fjár­­­­­vanda banka ætti að vera. Í regl­unum var sér­­­stak­­­lega kveðið á um að skipa ætti starfs­hóp innan bank­ans til að takast á við slíkar aðstæður og gilda ætti ákveðið verk­lag ef aðstæður sem köll­uðu á þraut­­­ar­vara­lán kæmu upp. Verk­lag­inu var skipt í alls sex þætti. Í sam­­­þykkt­inni var líka fjallað um við hvaða skil­yrði lán til þrauta­vara kæmu til greina og í henni var settur fram ákveð­inn gát­listi vegna mög­u­­­legra aðgerða Seðla­­­bank­ans við slíkar aðstæð­­­ur.

Þegar Kaup­­­þing fékk 500 millj­­­ónir evra lán­aðar 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, var ekki farið eftir þeirri banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt. Þá er ekki til nein lána­beiðni frá Kaup­­­þingi í Seðla­­­bank­­­anum og fyrir liggur að Kaup­­­þingi var frjálst að ráð­stafa lán­inu að vild.

Lán­aði 171 milljón til Lindsor

Þann 6. októ­ber 2008, þegar Seðla­­banki Íslands veitti Kaup­­þingi neyð­­ar­lán upp á 500 millj­­ónir evra, veitti Kaup­­þing félag­inu Lindsor, sem stýrt var af stjórn­­endum bank­ans, 171 milljón evra lán til 25 daga. Engar trygg­ingar voru settar fram fyrir lán­inu. Skjöl sýna að við rann­­sókn máls­ins hafi Fjár­­­mála­eft­ir­litið metið það svo að til­­­gang­­ur­inn með lán­inu hafi ekki verið að lána fjár­­mun­ina til sér­­stakra nota, heldur til að gefa Lindsor svig­­rúm til að nota fjár­­mun­ina þegar því hent­aði. Lána­­nefnd Kaup­­þings veitti ekki sam­­þykki fyrir lán­inu og hvergi er minnst á Lindsor í fund­­ar­­gerðum hjá lána­­nefnd Kaup­­þings fyrir árið 2008.

Sama dag og Lindsor fékk 171 milljón evra að láni hjá Kaup­­þingi keypti félagið skulda­bréf útgefin af Kaup­­þingi upp á 84 millj­­ónir evra og 95,1 milljón dala ásamt skulda­bréfum útgefnum af Kaup­­þingi í japönskum jenum og krónum sem metin voru á 15,2 millj­­ónir evra. Sé miðað við skráð gengi 16. októ­ber 2008, þegar Lindsor skipti evru í aðra gjald­miðla til að jafna hjá sér bók­hald­ið, var upp­­hæðin sem notuð var til kaupa á bréf­unum 170,1 milljón evra, eða nán­­ast sama upp­­hæð og Kaup­­þing hafði lánað Lindsor. Selj­and­inn var dótt­­ur­­bank­inn í Lúx­em­­borg sem keypt hafði þorra við­kom­andi bréfa sama dag af fjórum starfs­­mönnum sín­um, eigin safni bank­ans og félagið Marp­­le, sem skráð var í eigu Skúla Þor­­valds­­son­­ar. Hann segir félag­inu þó ætið hafa verið stjórnað af Kaup­­þingi og að hann hafi ekki haft vit­­neskju um hvað átti sér stað innan þess.

Bjargað frá tapi

Í bréfi sem Fjár­­­mála­eft­ir­litið á Íslandi sendi fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu í Lúx­em­­borg 22. jan­úar 2010 var óskað eftir því að Lindsor-­­málið svo­­kall­aða yrði rann­sakað þar í landi. Í bréf­inu er rakið að í ágúst 2008 hafi áður­­­nefndir fjórir starfs­­menn Kaup­­þings í Lúx­em­­borg keypt skulda­bréf útgefin af Kaup­­þingi með afslætti.

Auglýsing
Einn þeirra seldi bréfin til baka þremur dögum fyrir neyð­­ar­laga­­setn­ingu en hinir seldu þau á tíma­bil­inu 6-8. októ­ber 2008. Kaup­and­inn var Kaup­­þing í Lúx­em­­borg sem áfram­­seldi þau svo til Lindsor, sem not­aði fjár­­muni frá Kaup­­þingi á Íslandi til að kaupa bréf­in, sem þá voru orðin verð­lít­il.

Sölur fjór­­menn­ing­anna voru að mati Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins fram­­kvæmdar til að bjarga þeim frá því að hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna skulda­bréfa­­kaupa sem þau höfðu tekið lán til að kaupa. Í bréf­inu frá jan­úar 2010 segir enn fremur að við­­skiptin hafi virst vera leið til að koma við­­bót­­ar­fjár­­­magni frá Kaup­­þingi í Lúx­em­­borg til þess­­ara starfs­­manna. Þar er Lindsor lýst sem „rusla­tunnu“ (e. rubb­ish bin) sem hafi verið sett upp til að koma í veg fyrir að Kaup­­þing í Lúx­em­­borg og tengdir aðilar þyrftu að taka á sig tap vegna fjár­­­fest­inga sem þeir hefðu ráð­ist í.

Tekið upp án vit­neskju Geirs

Í aðdrag­anda þess að Seðla­banki Íslands veitti lánið til Kaup­þings ræddu Davíð Odds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, og Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lán­veit­ing­una í síma. Afrit af sím­tali þeirra hefur verið til hjá Seðla­bank­anum en var ekki birt árum saman vegna þess að Geir var mót­fall­inn því. Hann sagð­ist hafa verið tek­inn upp án sinnar vit­neskju og að það væri ekki boð­legt þegar um for­sæt­is­ráð­herra væri að ræða.

Í vitna­­­skýrslu yfir Sturlu Páls­­­syni, fram­­­kvæmda­­­stjóra mark­aðsvið­­­skipta og fjar­­stýr­ingar hjá Seðla­­­banka Íslands, hjá sér­­­­­stökum sak­­­sókn­­­ara árið 2012, sem fjallað var um í fjöl­miðlum á árinu 2016,  kom fram að sím­­tal milli Dav­­­íðs og Geirs, þar sem rætt var um lán­veit­ing­una, hafi átt sér stað klukkan 11.57 mán­u­dag­inn 6. októ­ber. 

Þar sagði einnig að það hafi farið fram í gegnum síma Sturlu, sem var við­staddur sím­tal­ið. Við skýrslu­tök­una sagði Sturla að Davíð hafi vitað að sími Sturlu væri hljóð­­­rit­aður og því frekar tekið sím­talið úr síma sam­­­starfs­­­manns síns en úr sínum eig­in. Eng­inn annar var við­staddur sím­tal­ið.

Kjarn­inn stefndi Seðla­banka Íslands

Kjarn­inn óskaði eftir því með tölvu­­­pósti til Seðla­banka Íslands þann 6. sept­­­em­ber 2017 að fá aðgang að hljóð­­­rit­un­inni. Til­­­­­gang­­­ur­inn var að upp­­­lýsa almenn­ing um liðna atburði og vegna þess að framund­an var birt­ing á tveimur skýrsl­um, þar af önnur sem unnin er af Seðla­­­bank­an­um, þar sem atburðir tengdir sím­tal­inu verða til umfjöll­un­­­ar. Birt­ing þeirrar skýrslu hefur síðan ítrekað frest­ast og á nú að birt­ast eftir rúmar tvær vik­ur.

Beiðnin var rök­studd með því að um væri að ræða einn þýð­ing­­­ar­­­mesta atburð í nútíma hag­­­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­­­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Seðla­­­bank­inn hafn­aði beiðn­­­inni þann 14. sept­­­em­ber 2017 og byggði þá ákvörðun ein­vörð­ungu á því að þagn­­­ar­­­skylda hvíldi yfir umræddum upp­­­lýs­ing­­­um.

Auglýsing
Kjarninn ákvað í kjöl­farið að stefna Seðla­­­banka Íslands fyrir dóm­stóla til að reyna að fá ákvörðun Seðla­­­bank­ans hnekkt og rétt sinn til að nálg­­­ast ofan­­­greindar upp­­­lýs­ingar við­­­ur­­­kenndan á grund­velli upp­­­lýs­inga­laga. Í stefnu Kjarn­ans sagði m.a.: „Þá telur stefn­andi að við mat á beiðni hans á afhend­ingu gagn­anna þurfi að líta til stöðu og skyldna stefn­anda sem fjöl­mið­ils í lýð­ræð­is­­­sam­­­fé­lagi. Réttur fjöl­miðla til þess að taka við og skila áfram upp­­­lýs­ingum og hug­­­myndum skiptir meg­in­­­máli fyrir almenn­ing. Beiðni stefn­anda lýtur að umræðum vald­hafa um umfangs­­­miklar efna­hags­að­­­gerðir sem snertu allan almenn­ing. Það er horn­­­steinn lýð­ræðis og for­­­senda rétt­­­ar­­­ríkis að fjöl­miðlar fjalli um brýn mál­efni með sjálf­­­stæðum rann­­­sóknum á upp­­­lýsandi hátt. Svo hægt sé að fjalla um þessi mál­efni er nauð­­­syn­­legt að réttur til upp­­­lýs­inga sé tryggður með full­nægj­andi hætti og að tak­­­mark­­­anir á þeim rétti séu ekki túlk­aðar með rýmk­andi hætt­i.“

Afrit birt í Morg­un­blað­inu

Seðla­­banki Íslands ákvað að taka til varna í mál­inu og var það þing­­fest. Áður en kom að ­fyr­ir­­töku þess gerð­ist það hins vegar að Morg­un­­blaðið birti afrit af sím­tal­inu. Davíð Odds­­­son var á þeim tíma, og er enn í dag, rit­­­stjóri Morg­un­­­blaðs­ins og þar var sím­talið birt í heild sinni. Um málið var einnig fjallað í for­­­síð­­u­frétt og þar er því haldið fram að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að sím­talið var tekið upp.

Ekki hefur farið fram form­leg rann­sókn á því hvernig Morg­un­blaðið komst yfir hljóð­ritun úr Seðla­banka Íslands.

Sím­talið í heild sinn­i: 

Dav­íð: Halló.

Rit­­ari Geirs H. Haarde for­­sæt­is­ráð­herra: Gjörðu svo vel.

Dav­­íð: Halló.

Geir: Sæll vertu.

Dav­­íð: ­Sæll það sem ég ætl­­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­­ónir evra en nátt­úr­­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­­bank­­anum líka, sko.

Geir: ­Nei.

Dav­­íð: Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­­þingi.

Geir: Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­­kvöldi alla­­vega þessir Morgan menn.

Dav­­íð: Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skulum segja ósk­hyggja.

Geir: En eru þeir ekki með ein­hver veð?

Dav­­íð: Við myndum aldrei lána það og við ætlum að bjóða þetta gegn 100% veði í FIH banka.

Geir: Já.

Dav­­íð: Og þá verðum við að vita að sá banki sé veð­­banda­­laus.

Geir: Já.

Dav­­íð: Því þá við megum ekki, sko, við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.

Geir: Nei, nei þetta eru 100 millj­­arð­­ar, spít­­al­inn og Sunda­braut­in.

Dav­­íð: Já, já ert þú ekki sam­­mála því að við verðum að gera ýtr­­ustu kröf­­ur?

Geir: Jú, jú.

Dav­­íð: Já.

Geir: Ég held að þeir muni leggja mikið á sig til að reyna samt að að upp­­­fylla þær, sko.

Dav­­íð: Já, já, já, já það er bara eina hættan er sú að þeir séu búnir að veð­­setja bréfin og þá geta þeir ekki gert þetta, sko.

Geir: Já, já og hvað myndum við koma með í stað­inn?

Dav­­íð: Ja, það veit ég ekki, þá verðum við bara að horfa á það en það, við erum bara að tala um ýtr­­ustu veð, erum að fara með okkur inn að beini þannig að við verðum að vera algjör­­lega örugg­­ir.

Geir: En er Lands­­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?

Dav­­íð: Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.

Geir: Já.

Dav­­íð: En við erum búnir að tala við banka­­stjór­ana þar og þeir eru að íhuga að fara yfir þetta.

Geir: Um.

Dav­­íð: Það tekur tvo til þrjá daga að kom­­ast í gegn.

Geir: Já.

Dav­­íð: En við myndum skrapa, Kaup­­þing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir: Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­­bank­inn í dag?

Dav­­íð: Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­­lega.

Geir: Og Glitnir á morg­un?

Dav­­íð: Og Glitnir á morg­un.

Geir: Já.

Dav­­íð: Lands­­bank­­anum verður vænt­an­­lega lokað í dag bara.

Geir: Já.

Dav­­íð: Við vitum ekki, reyndar vitum við ekki hvort það er árás á Kaup­­þing Edge. Við gerum ráð fyrir því þeir hafa ekki sagt okkur það enn­þá.

Geir: Er það á Ices­a­ve?

Dav­­íð: Það eru farnar 380 millj­­ónir út af Ices­ave punda og það eru bara 80 millj­­arð­­ar.

Geir: Þeir ráða aldrei við það, sko.

Dav­­íð: Nei, þeir ráða aldrei við neitt af því, sko, en þetta er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­­ópu þá en þeir bara hjálp­­uðu okkur ekki neitt þannig að það er ha...

Geir: Já, já.

Dav­­íð: Þannig að þetta er nú...

Geir: Heyrðu, ég var að spá í að halda hérna fund klukkan eitt og ætl­­aði að biðja þig að koma þangað annað hvort einan eða með þeim sem þú vilt hafa með með öllum for­­mönnum stjórn­­­mála­­flokk­anna.

Dav­­íð: OK.

Geir: Og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu?

Dav­­íð: Já.

Geir: Til að fara yfir þetta og...

Dav­­íð: En það, getur þú ekki haft það Jónas ekki Jón Sig­­urðs­­son það er óeðli­­legt að...

Geir: Jónas, hann var hjá okkur í morg­un.

Dav­­íð: Og hvað ertu að hugsa um að?

Geir: Ég myndi vilja að það yrði farið í fyrsta lagi yfir frum­varpið án þess kannski að afhenda þeim það en...

Dav­­íð: En hvað mega menn vera ein­lægir?

Geir: Ég er búinn að vera mjög ein­lægur við þá.

Dav­­íð: Já.

Geir: Ég er eig­in­­lega búinn að segja þeim þetta allt.

Dav­­íð: OK.

Geir: Ég segi bara að við erum bara hérna að tala hérna saman í fyllstu ein­lægni um alvar­­leg­­ustu vanda­­mál sem upp hafa komið í þjóð­­fé­lag­inu og ég treysti ykkur til að fara ekki með það.

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Og það hafa þeir virt held ég enn­þá.

Dav­­íð: Ja, þeir hafa sagt ein­hverjum af örugg­­lega en það er bara, þú getur aldrei haldið lok­inu.

Geir: Nei.

Dav­­íð: Fast­­ara en þetta á.

Geir: Nei, en...

Dav­­íð: Klukkan eitt eða hvað?

Geir: Bara hérna hjá mér í rík­­is­­stjórn­­­ar­her­berg­inu.

Dav­­íð: Hérna niðri í stjórn­­­ar­ráði?

Geir: Já.

Dav­­íð: OK.

Geir: Spur­s­­málið er svo hérna...

Dav­­íð: Ég kem bara einn held ég, það er betra að vera þarna fámennt en fjöl­­mennt.

Geir: Já og þá myndum við fara almennt yfir heild­­ar­­mynd­ina.

Dav­­íð: Já.

Geir: Og af hverju þessi lög eru nauð­­syn­­leg.

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Og svo er ég að plana það þannig að lögin verði orðin að lögum um sjöleyt­ið, mælt fyrir þeim klukkan fjög­­ur, þing­­flokks­fundir klukkan þrjú og það ætti að skapa okkur rými til þess að...

Dav­­íð: Mælt fyrir þeim klukkan fjög­­ur?

Geir: Já.

Dav­­íð: OK.

Geir: Já, er það ekki rétti tím­inn?

Dav­­íð: Jú, jú, jú, jú, jú, jú.

Geir: Ég er búinn að und­ir­­búa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu og þeir...

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Hafa haft góð orð um það.

Dav­­íð: Fínt er.

Geir: OK bless, bless.

Dav­­íð: Bless.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar