Mynd: Skjáskot/RÚV

Búið að nota 56 milljarða af skattfrjálsri séreign inn á húsnæðislán

Þeir sem nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán njóta ýmissa gæða umfram aðra landsmenn. Atvinnurekendur þeirra og ríkið taka þátt í að greiða niður húsnæðislánið þeirra. Samt nýttu einungis 23 þúsund einstaklingar sér úrræðið í fyrra. Tekjuhærri eru mun líklegri til þess að nýta það en aðrir. Úrræðið verður framlengt sem hluti af lífskjarasamningnum.

Alls hafa Íslend­ingar notað 56 millj­arðar króna af sér­eigna­sparn­aði sínum til að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna frá árinu 2014, þegar heim­ild til þess var veitt sem hluti af Leið­rétt­ing­unni. Inni í þeirri tölu eru bæði fram­lög ein­stak­ling­anna sjálfra og mót­fram­lög launa­greið­enda. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð með laga­frum­varpi sem á að fram­lengja úrræðið til árs­ins 2021.

Þeir sem safna sér­eign­ar­sparn­aði fá í raun launa­hækkun sem aðrir fá ekki. Sparn­að­ur­inn virkar þannig að ein­stak­lingur greiðir sjálfur hluta sparn­að­ar­ins en fær við­bót­ar­fram­lag frá launa­greið­anda á móti.

Úrræðið sem stjórn­völd bjóða upp á, að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði inn á höf­uð­stól hús­næð­is­lána, felur því í sér að atvinnu­rek­endur eru að greiða hluta af hús­næð­is­kostn­aði þeirra sem nýta sér það. Gróf­lega má ætla að fram­lag atvinnu­rek­enda sem ráð­stafað hefur verið inn á hús­næð­is­lán sé nú þegar nálægt 20 millj­örðum króna.

Auk þess er úrræðið skatt­frjálst. Þ.e. íslenska ríkið gefur eftir tekjur til þeirra sem nýta sér þetta úrræði. Sam­an­lagt tekju­tap ríkis og sveit­ar­fé­laga á ári vegna þessa er um þrír millj­arðar króna, miðað við mat á áhrifum á fram­leng­ingu úrræð­is­ins frá 2019 til 2021. Allt í allt má ætla að skatt­greiðslur sem rík­is­sjóður muni gefa eftir til þess hóps sem nýtir sér úrræðið verði á bil­inu 18 til 19 millj­arðar króna frá miðju ári 2014 og fram til júníloka 2021.

Þessi skatta­af­sláttur hefur hins vegar lítið sem engin áhrif á ráð­stöf­un­ar­tekjur rík­is­sjóðs í dag eða á næstu árum vegna þess að sér­eign­ar­sparn­aður er skatt­lagður við útgreiðslu. Þ.e. þegar fólk fer á eft­ir­laun. Þorri þeirra sem eru að nýta sér úrræðið í dag eiga tölu­vert langt í það. Því er verið að veita skatta­af­slátt á kostnað fram­tíð­ar­kyn­slóða. Þetta er raunar stað­fest í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem segir að „fram­leng­ingin hefur lítil áhrif á afkomu ríkis og sveit­ar­fé­laga á tíma­bili nýfram­lagðrar fjár­mála­á­ætl­unar sem nær til árs­ins 2024.“

Þá sýna opin­berar tölur að það er lít­ill hluti lands­manna sem nýtir sér úrræð­ið, og nýtur þar af leið­andi þeirra við­bót­ar­gæða sem því fylgja. Að jafn­aði er iðgjöldum vegna sér­eigna­sparn­aðar ráð­stafað inn á lán 23 þús­und ein­stak­linga í hverjum mán­uði. Í fyrra nam nýt­ingin 12,8 millj­örðum króna og minnk­aði lít­il­lega á milli ára.

Á vinnu­mark­aði á Íslandi voru 203.700 í lok síð­asta árs. Það þýðir að sér­eign­ar­sparn­að­ar­úr­ræðið var nýtt af um 11,3 pró­sent vinn­andi ein­stak­linga í fyrra.

Byrj­aði sem Leið­rétt­ing

Í kynn­ingu á Leið­rétt­ing­unni, stærsta máli rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem fram fór í Hörpu í mars 2014 kom fram að heild­ar­um­fang hennar yrði 150 millj­arðar króna. Um 80 millj­arðar króna áttu að vera greiðsla úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól þess hóps sem hafði verið með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, óháð efna­hag. Á end­anum nam Leið­rétt­inga­greiðslan 72,2 millj­örðum króna. Hún fór að mestu til tekju­hærri og eign­­ar­­meirihópa sam­­fé­lags­ins.

Um 70 millj­arðar króna áttu síðan að koma til vegna þess að lands­mönnum yrði gert kleift að nota sér­eigna­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán sín í þrjú ár, frá miðju ári 2015 og fram til 30. júní 2017.

Leiðréttingin var kynnt í Hörpu í mars 2014.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Heim­ildin til að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán var fram­lengd í októ­ber 2016, í aðdrag­anda kosn­inga þess árs, fram á mitt sumar 2019. Í hinum svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ing­um, aðgerð­ar­pakka stjórn­valda til að skera á hnút í kjara­deilum fyrr á þessu ári, var meðal ann­ars lofað að fram­lengja heim­ild­ina til sum­ars­ins 2021.

Þrátt fyrir að upp­runa­lega tíma­bilið sé lið­ið, að næstum allt fyrsta fram­leng­ing­ar­tíma­bilið og búið sé að ákveða enn lengri líf­tíma hafa ein­ungis 80 pró­sent þeirra upp­hæðar sem þáver­andi ráða­menn þjóð­ar­innar sögðu að yrði ráð­stafað inn á hús­næð­is­lán með sér­eign­ar­sparn­aði fyrir mitt ár 2017 ratað þang­að.

Mun færri nýta sér en reiknað var með

Þegar úrræðið um að nota sér­eign­ar­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán var kynnt var metið hversu margir gætu nýtt sér það. Nið­ur­staðan var sú að alls hefðu rúm­lega 62.800 fjöl­skyldur getað nýtt sér það og þaðan er talan 70 millj­arðar króna kom­in.

Þetta reyndir veru­legt ofmat. Í apríl 2018, tæpu ári eftir að upp­runa­lega gild­is­tíma­bilið var lið­ið, greindi Kjarn­inn frá því að 45 ein­stak­ling­ar, ekki fjöl­skyld­ur, hefðu nýtt sér­eigna­sparnað til að borga niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna. Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði að ljóst væri að „mun færri hafa kosið að nýta sér þennan mögu­leika“ en lagt var upp með.

Það hefur alltaf legið fyrir að lík­legra væri að tekju­hærri lands­menn myndu nýta sér úrræð­ið. Í skýrslu sér­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­un, sem skil­aði af sér í nóv­­em­ber 2013 og var stýrt af Sig­­urði Hann­essyni, nú fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðn­að­ar­ins, kom fram að með­­al­­launa­­tekjur fjöl­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­eign og skuld­uðu í fast­­eign væri miklu hærri en með­­al­­launa­­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­eigna­líf­eyr­is­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ segir orð­rétt í skýrsl­unni.

Þar sagði einnig að „tekju­mis­­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri. Hér er alls staðar átt við fast­­eigna­eig­endur sem skulda eitt­hvað í fast­­eign­inn­i.“

Hag­stæðar aðstæður

Hug­myndin á bak við sér­eigna­sparn­að­ar­leið­ina var sú að gefa þeim sem safna slíkum kost á því að stýra því betur hvernig sparn­aður þeirra sé fjár­fest­ur. Vana­lega er sér­eign­ar­sparn­aði ráð­stafað í fjár­fest­ingar í verð­bréf­um, en með úrræð­inu var hægt að fjár­festa frekar í steypu. Eigin steypu.

Ómögu­legt er að segja um hvort muni skila betri ávöxtun til lengri tíma fyrir þá sem eiga t.d. nokkra tugi ára í að fara á eft­ir­laun. En skatta­af­slátt­ur­inn sem fylgir fjár­fest­ing­unni í eigin fast­eign veitir þeirri leið strax for­skot í ávöxt­un. Auk þess hafa aðstæður á íslenskum hús­næð­is­mark­aði verið einkar hag­stæðar þeim sem hafa getað keypt eignir á honum á und­an­förnum árum.

Sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­in, sé hún full­nýtt, getur til að mynda gert hjónum með með­al­tekjur kleift að nán­ast tvö­falda þá tölu sem fer til nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána þeirra á mán­uði. Auk þess hafa vextir á hús­næð­is­lánum hríð­lækkað á skömmum tíma og eru lægstu breyti­legu  verð­tryggðu hús­næð­is­lána­vextir nú 2,15-2,18 pró­sent. Til við­bótar var verð­bólga undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014 og fram á haustið 2018. Síðan þá hefur hún verið um eða yfir þrjú pró­sent og stendur í dag í 3,3 pró­sent­um. Þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir því að árs­verð­bólgan í ár verði 3,4 pró­sent.

Þá hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 60 pró­sent frá því að sér­eign­ar­sparn­að­ar­úr­ræðið tók gildi sum­arið 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar