Mynd: Birgir Þór Harðarson

Íslenskra stjórnvalda að ákveða hvort strengur verði lagður til Íslands

Edmund Truell, sem vill leggja sæstreng til Íslands, segir það ekki mögulegt né æskilegt að leggja hann án samþykkis íslenskra stjórnvalda. Hann segist hafa hitt ráðherra í núverandi ríkisstjórn til að kynna verkefnið en engir samningar liggi fyrir um orkukaup.

Atl­antic Superconn­ect­ion, sem stefnt hefur að því að leggja sæstreng milli Íslands og Bret­lands, telur það hvorki mögu­legt að æski­legt að leggja slíkan streng án sam­þykkis íslenskra stjórn­valda. Edmund Tru­ell, sem fer fyrir fyr­ir­tæk­inu, segir að í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að það sé „ íslenskra stjórn­valda að ákveða hvort strengur verður lagður til Íslands.

Breska dag­blaðið The Times fjall­aði um áform Tru­ell og Atl­antic Superconn­ect­ion á mánu­dag. Þar kom fram að Tru­ell vilji að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á fram­kvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raf­orku til Íslands með lagn­ingu rúm­lega 1.000 kíló­metra sæstrengs. Í þeirri umfjöllun kom einnig fram að öll fjár­mögnun lægi fyrir og að ein­ungis vanti sam­þykki breskra stjórn­valda.

Í svari sínu við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið seg­ir Tru­ell að for­senda þess að fjár­mögnun klárist sé að bresk stjórn­völd veiti stað­fest sam­þykki fyrir því að Atl­ant­ic Superconn­ect­ion vinni að þessu verk­efni fyrir þeirra hönd. „Ef sam­þykki fæst þaðan og íslensk stjórn­völd lýsa áhuga á kanna verk­efnið frekar þá er Atl­ant­ic Superconn­ect­ion sann­fært um að fjár­mögnun náist enda hafi 25 bankar og fjár­festar lýst áhuga sínum á verk­efn­inu sem felur ekki ein­ungis í sér streng­inn heldur einnig umtals­verða fjár­fest­ingu í íslenska orku­kerf­inu til að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og miðlun raf­orku um allt land.“

Hafa hitt ráð­herra í sitj­andi rík­is­stjórn

Full­trú­ar Atl­ant­ic Superconect­ion hafa átt í sam­skiptum við núver­andi rík­is­stjórn frá því að hún tók við völdum síðla árs 2017, sam­kvæmt Tru­ell. „Að okkar ósk hittu full­trú­ar Atl­ant­ic Superconn­ect­ion ráð­herra og/eða starfs­menn fjög­urra ráðu­neyta á árinu 2018 til að kynna fyrir þeim hug­myndir sínar um verk­efn­ið. Þeir fundir eins og allir aðrir sem haldnir hafa verið í gegnum árin voru til upp­lýs­ingar og kynn­ingar og eru án nokk­urra skuld­bind­inga af hálfu íslenskra stjórn­valda.“

Tru­ell ­segir að fund­irnir hafi verið haldnir til að hægt væri að kynna ­fyrir íslenskum stjórn­völdum hug­mynd­ir Atl­ant­ic Superconn­ect­ion varð­andi fýsi­leika verk­efn­is­ins og hvernig það gæti litið út ef það yrði kannað frek­ar. „Fund­irnir voru einkum til að kynna hug­mynd um ein­póla streng sem er umtals­vert minni en tví­póla­streng­ur ­sem var fjallað um í kostn­að­ar- og ábata­grein­ing­unni árið 2016. Benda má á að Morg­un­blaðið fjall­aði um þessa útgáfu strengs­ins 14. júní 2018. Við þetta má bæta Atl­ant­ic Superconn­ect­ion hef­ur, á und­an­förnum tveimur til þremur árum, haldið ótal kynn­ing­ar­fundi með hags­muna­að­ilum á Íslandi, orku­geir­an­um, þing­mönnum flest allra þing­flokka, full­trúum stjórn­valda, hags­muna­sam­tök­um, umhverf­is­sam­tökum og svo mætti lengi telja. Allir fund­irnir hafa verið í sama til­gangi, að kynna hug­mynd­ina og kosti hennar fyrir íslenskt sam­fé­lag. Engir fundir eða sam­skipti hafa átt sér stað á þessu ári.“

Aðspurður hvort Atl­antic Superconn­ect­ion telji sig geta lagt sæstreng án sam­þykkis íslenskra stjórn­valda segir Tru­ell svo ekki vera. „Slíkt er  hvorki mögu­legt né æski­legt að okkar mati. Það er íslenskra stjórn­valda að ákveða hvort strengur verður lagður til Íslands.“

Ekk­ert sam­komu­lag um orku­kaup

Tru­ell reyndi að kaupa hlut í HS Orku seint á síð­asta ári. Þá bauð sviss­neskt fjár­fest­inga­fé­lag sem hann fer fyr­ir, Dis­r­uptive Capi­tal Renewa­ble Energy AG, rúma níu millj­arða króna í 12,7 pró­sent hlut fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins ORK í HS Orku. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru vand­kvæði með að klára fjár­mögnun á kaup­unum og á end­anum steig Jarð­varmi, félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, inn í og keypti ORK-hlut­inn á 8,8 millj­arða króna. Jarð­varmi eign­að­ist síðar tíma­bundið allt hlutafé í HS Orku en seldi helm­ing þess áfram til breska félags­ins Ancala Partners fyrr í þessum mán­uði.

Þrátt fyrir að Tru­ell hafi mik­inn áhuga á að leggja sæstreng milli Íslands, sem til­heyrir orku­reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins, og Bret­lands er Tru­ell ein­arður stuðn­ings­maður Brex­it, útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, líkt og sjá má á mynd­band­inu hér að neð­an.

Tru­ell segir að Atl­antic Superconn­ect­ion hafi ekki gert neitt sam­komu­lag við orku­fyr­ir­tæki á Íslandi um að selja félag­inu orku til að flytja um sæstreng, enda sé það ekki tíma­bært. Hann telji þó að þær fimm til sex TWst. sem þurfi til að gera ein­póla streng fjár­hags­lega hag­kvæman verði til staðar ef streng­ur­inn yrði að veru­leika. „Má þar benda á að kostn­að­ar- og ábata­grein­ing sem Kvika og finnska fyr­ir­tækið Pöyry gerðu fyrir verk­efn­is­stjórn um sæstreng árið 2016, sýndi fram á að búast mætti við að með­al­tali verði 1,5 TWst til reiðu við teng­ingu íslenska orku­kerf­is­ins við streng. Það er óstöðug orka sem ann­að­hvort rennur til sjávar á yfir­falli eða er seld á lág­marks­verði. Enn fremur bendir skýrslan á að hægt væri að auka vatns­orku­fram­leiðslu um 448 MW með stækkun og betri nýt­ingu núver­andi virkj­ana.“

Tru­ell segir auk þess að áhuga­verð tæki­færi séu í jarð­varma og djúp­bor­unum sem verði enn frekar hag­kvæm við teng­ingu við streng. Þá séu áhuga­verð vind­orku­verk­efni í bígerð. „Svo má að lokum nefna að verði ein­hver þeirra stór­iðju­verk­efna sem hafa verið í bígerð ekki að veru­leika eða hætti ein­hver núver­andi stór­iðja starf­semi þá verður streng­ur­inn bráð­nauð­syn­legur til að taka á móti orku. Hin sér­staka staða íslands þar sem þrjú erlend stór­fyr­ir­tæki kaupa 72 pró­sent af allri orku á Íslandi hlýtur að vera áhættu­þáttur fyrir þjóð­ar­bú­ið. Sæstrengur myndi bæta samn­ings­stöðu Íslands til muna og gera það minna háð þessum fyr­ir­tækj­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar